Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2022
Trumban heim til Trymbilsstađa
31.1.2022 | 11:09
Mörg aldan bylur á Dönum ţessa dagana, og ekki bara Malik. Ef Lilja er ekki ađ heimta handritin heim á fyrirhugađar túrhestasýningar, ţá vilja menn heilu trommusettin í heimahagana.
Nú fá Samar frćndur vorir loksins eina trumbu sína heim, eftir ađ hafa beđiđ Danadrottningu um hana (sjá hér). Hennar hátign notar ekki trumbur og enginn frćđimađur í Danmörku hefur skrifađ neitt ađ viti um ţessa Samatrommu.
En líklega vita fćstir, ađ á síđari árum hefur eitt hinna helgu hljóđfćra Samanna horfiđ af safni í Evrópu (sjá hér).
Menningararfurinn er vanmeđfarinn og er ekki einvörđungu ógnađ af túrhestadraumum heldur einnig af bírćfnum ţjófum, flóđum í kjallara menningarhúsa og flugvelli í túnfćti handritageymslu. Margs ber ađ gćta.
Um trommur ţessar má upplýsa, ađ eftir Ţrjátíu ára stríđiđ fór sá kvittur á kreik í Evrópu ađ velgengni sćnsku herjanna í stríđinu vćri vegna ţess ađ ţeir nýttu sér mátt samískra seiđkarla (shamananna). Til ađ andmćla ţví áliti og orđrómi fór yfirkanslari Svíţjóđar, Magnus Gabriel De la Gardie (16221686), fram á ţađ viđ Fornleifastofnun Svía ađ hún birti greinargerđ um samísku löndin. Hann bađ landstjóra Västerbotten-hérađs, Johan Graan (um 16101679), sem var Sami í báđar áttir, en upp alinn hjá sćnskum presti í Piteĺ, ađ leggja fram skýrslur frá klerkastéttinni á svćđinu. Ţessar skýrslur voru sendar De la Gardie og hinum ţýskfćdda sćnska prófessor Johannes Schefferus (16211679) sem var höfundur verksins um Samana. Stórsvíar vildu gera lítiđ úr mćtti Samatrommunnar og fullvissa nágrannaţjóđir um ađ Stórsvíar stunduđu ekki kukl og forynju í hernađi - Mér var eitt andartak hugsađ til kafbátaleitar Stórsćnska hersins og dróna sem einhverjir dónar fljúga nú yfir bannsett svćđi í Svíţjóđ. Kannski vćri ekki vitlaust ađ reyna Samatrommur til ađ fullkomna slíka leit, nú ţegar öll ráđ hafa veriđ ţaulreynd.
Bloggar | Breytt 1.2.2022 kl. 09:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Minning: Berlínar Búgí Wúgí áriđ 2011
23.1.2022 | 10:47
Nýlega var ég á ferđinni í Berlín, nánar tiltekiđ á tónlistarferđ međ minni heittelskuđu spúsu. Fórum viđ m.a. til ađ hlusta á Leif Ove Andsnes í fílharmóníunni. Andsnes er án efa einn fremsti píanisti heimsins. Fyrir utan ađ hlusta á hann, er gaman ađ sjá hann spila, risavaxinn, Íslendingslegan andnesjamann, og svo er hann frá eyjunni Körmt. Ágćtis mótvćgi viđ gyđingasnillinga, smávaxin kóreönsk segulbandstćki og ţýskar múttur međ túttur, sem mađur getur orđiđ afar ţreyttur á.
Viđ hjóluđum í ár um Berlín og komum viđ í Norrćna sendiráđinu. Ţar var sýning um íslenska snillinga. Rithöfundana okkar. Ţessi sýning bar heitiđ Sagenhaftes Island og er auđvitađ appertćsir fyrir Bókamessuna í Frankfurđuborg, ţar sem Ísland verđur heiđursgestur í ár.
En mikiđ var nú ómerkilegt rugl á ţessum pósterum í sendiráđinu. Íslenskir rithöfundar eru greinilega međ Konungsbók Eddukvćđa á heilanum. Ekki minnst Arnaldur Indriđason, sem mér finnst ţó ađallega hćgt ađ tengja viđ Rigor Mortis, ţó svo ađ menn haldi ađ hann sé höfundur Konungsbókar.
Daginn sem viđ vorum í sendiráđinu, var andrúmsloftiđ í anddyrinu ekki sem best. Ţar sat kona af ţeirri gerđ, sem Ţjóđverjar kalla Stadtstreicherin. Útigangskona ţessi var búin ađ finna sér samastađ í sendiráđinu. Hún var kappklćdd í hitanum og hafđi greinilega ekki fariđ í bađ nýlega. Ţar sem Ţjóđverjar hafa alltaf veriđ svo korrekt gagnvart utangarđs- og minnihlutahópum, situr hún ţar örugglega enn blessuđ kerlingin og mengar hiđ hreina norrćna andrúmsloft. Hún bćtir smá raunsćrri skítafýlu viđ klínískan hátíđleika íslensku rithöfundaspjaldanna.
Ţegar út úr sendiráđinu var komiđ, gátum viđ andađ léttar eftir sjálfshátíđleikann á rithöfundaspjöldunum og ţungt Kölnarvatn pokakonunnar, en ekki lengi. Gengt íslenska sendiráđinu er sendiráđ Sýrlands. Mér var rétt snöggvast hugsađ til sýrlenskra rithöfunda. Codex Assadicus er ţeirra lóđ í lífinu.
Ţessi fćrsla var áđur birt hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Norsk super-nationalisme ?
5.1.2022 | 07:32
Ţessi pistill verđur ekki ritađur á norsku, ţví ég geng út frá ţví ađ allir Norđmenn, sem lesa ţetta af tilviljun, geti skiliđ ţađ sem ég skrifa - annars vćru ţeir ekki ađ heimta hitt og ţetta sem hinn almenni borgari í Noregi getur hvorki lesiđ stafkrók af né skiliđ tangur né tetur í.
Af mikilli undrun hef ég fylgst međ skipunartóni norskra menningaryfirvalda, ţegar ţeir heimta gripi úr erlendum söfnum. Tónninn er heldur hjákátlegur og minnir örlítiđ á ţann tíma ađ sumir Norđmenn fóru ađ skipa fyrir í ţýđverskum stíl fyrri rúmum 80 árum síđan.
Dćmi Nationalbibliotekar Aslak Sira Myhre, 28.12.2021:
"Myhre forteller at han ikke tar nei for et svar og at han har invitert seg selv til Křbenhavn for ĺ diskutere dette videre." (sjá hér).
Hér ţykja mér Norđmenn ríđa hćrri hesti en ţeir geta beislađ, og ţađ enn eina ferđina.
Sumir fornleifafrćđingar muna eftir bók norska listfrćđingsins og andspyrnumannsins Martin Blindheims um "norska gripi í erlendum söfnum": Norge 872-1972 : middelalderkunst fra Norge i andre land (1972) sem var eins konar kröfugerđ sem ákveđinn hópur í Noregi gerđi á hendur ţeim sem Blindheim taldi hafa stoliđ norskum gripum.
Ţótt krafan gengi út á ađ fá gripina hér og nú, var víđa hlegiđ ađ ţessum pésa Blindheims, ţví mikill hluti gripanna hafđi enginn bein tengsl viđ Noreg. M.a. var krafist gripa frá Íslandi sem lentu á ţjóđminjasafni Dana. Nú hlćgja menn af ritum eins og fyrrgreindum bćklingi Blindheims - en greinilega eru enn til Norđmenn međ sömu drauma og Martin Blindheim. Ţeir ríđa ţó aftarlega á merinni og hafa greinilega ekki fylgst međ ţví sem gerist í safnaheiminum.
Codex Frisianus
Norska krafan nú er svipađ mál og krafa Blindheims. Ţjóđerniskennd Norđmanna er oft hjákátlega sterk, og sterkari en ađ ţeir láti sér segjast, t.d. varđandi Codex Frisianus (AM 45 fol.).
Árni Magnússon keypti Codex Frisianus, sem er íslenskt handrit, og ánafnađi Hafnarháskóla. Ţađ stendur hvergi "Made in Norway" á ţví handriti, ţó vel sé ađ gáđ.
Mér hugnast ekki norskar kröfugerđir, er ţeir krefjast átta handrita frá Danmörku. Ţar af eru fjögur af alíslenskum uppruna. Háreyst íslensk mótmćli viđ bođađa komu Landsbókavarđarins Myhre til Kaupmannahafnar vćru viđ hćfi. Hin norska kröfugerđ er nefnilega út í hött. Hún er barnaleg og ekki í takt viđ tímann.
Ég hef heimsótt nokkrar sýningar á síđari árum, ţar sem hćgt var ađ fletta nokkrum síđum af fornu handriti - í stafrćnu formi. Ţótt nú verđi menn ađ spritta af, vćri slík lausn tilvalin fyrir Norđmenn. Íslensk handrit, sem ekki ţola ljós, eiga ekkert erindi á fasta sýningu í Noregi. Tćknilega séđ er ekki nauđsynlegt ađ ýta á takka eđa snerta skjá. Á sýningu í Hollandi nýlega var nóg ađ veifa hendinni létt til ađ fletta síđu. Slíkt er miklu betri ađferđ en ađ afrita handritiđ líkt og gert var forđum, og öruggara en ađ senda gersemar međ Norwegian á fyrsta farrými.
Ef norskir forsvarsmenn safna skilja ekki ađ hluti menningararfs er mjög viđkvćmur og ţolir ekki lýsingu eđa hitabreytingar, eru ţeir kannski ekki hćfir til sinna starfa.
En taglhnýtingurinn Aslak Sira Myhre yfirbókavörđur (sjá efst), sem á sér rauđleita fortíđ í pólitík en ekki í neinum frćđum, ćtlar til Kaupmannahafnar ađ rífa kjaft. Ţađ er alltaf fyndiđ, er i ljós kemur ađ margir vinstri menn eru í raun meiri ţjóđernissinnar en flestir ađrir í stjórnmálum, ţó ţeir engist um viđ ađ sannfćra fólk um ađ ţví sé öđruvísi fariđ.
Íslendingar í Kaupmannahöfn ćttu ađ láta Áslák hárfagra heyra skođun sína. Viđ ţurfum ekki ađ vera undirtyllur í ţessu máli. Einn ţriđji hluti ţess sem Norđmenn heimta til ótímasettrar sýningar í Noregi eru íslensk handrit sem ekkert erindi eiga til Noregs og aldregi.
Ţegar Aslak Sira Myhre ćtlar til Kaupmannahafnar, ţví hann ţolir ekki ađ fá neitun, er ţađ án faglegrar ţekkingu og yfirvegunar. Hann er reyndar ađallega ţekktur sem ţreytandi kjaftaskur i Rřd Valgallianse.
Mótmćlum norskri frekju og yfirgangi! Norska öldin er löngu liđin hvađ Ísland varđar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)