Bloggfćrslur mánađarins, maí 2023
Um tattúin tvö, Eggert og Vilhjálm Higginson
24.5.2023 | 07:48
Ég sá um daginn á FB, ađ hinn síungi skólafélagi minn úr barnaskóla, Eggert Pálsson, var á tónleikaferđalagi í Edinborg. Hann er eins og allir vita páku-maestro Sinfóníunnar.
Öfunda ég Eggert af ţví ađ vera í borginni fögru, ţó ađ hann sé ţar örugglega í S-inu sínu. Eggert hefur nefnilega lengi veriđ Helgarskoti (sem er eins konar drag-fyrirbćri). Hann bregđur sér oft í litrík kjölt og blćs úr sekk sínum - ţ.e. löngu eftir ađ hann hćtti ađ vera Ironmann (sem var í bernsku). Svo langt geng ég auđvitađ ekki, ţó ég hafi alltaf veriđ fullgildur Superman og örugglega ekta McWilliams inn viđ beiniđ.
Ég var í Edinborg í fyrra eftir langt hlé, og hef plön um ađ fara ţangađ aftur bráđlega.
Fyrir fáeinum dögum horfđi ég ég ţátt í norska sjónvarpinu um sögu Tattoosins i Edinborg (Eidyn´s borg /Auđunarborg: á skosk-gelísku Důn Čideann). Sú saga hófst áriđ 1949. Norđmenn eru sólgnir í ađ horfa á ţessa hátíđ í kringkastinu, enda verđa flestir ţeirra glađir, og jafnvel građir, ţegar ţeir heyra lúđrasveit - og sannanlega stífgrađir af ađ ganga í takt.
Ţó ég sé friđsemdarmađur, hef ég alltaf haft gaman ađ horfa á hina árlegu ţćtti frá ţessum hátíđum međ sekkjapípum, trommuslćtti, herlúđrasveitum og hátíđarherćfingum. Ţar gćtu gömlu, norsku erfđaeindirnar í mér enn veriđ ađ gerja .
En ţessar kenndir og fiđringur koma líklega til af ţví, ađ fyrst er ég sigldi út fyrir landsteinanna međ foreldrum mínum (1971), á Gullfossi, var fyrsti viđkomustađurinn Edinborg. Ţar náđi fađir minn í miđa á Tattúiđ sem voru fyrir sćti efst á trépöllunum sem ţá voru, sem allir riđluđust og hristust. Ţađ var rigningarsuddi ţađ kvöld, og heldur köld upplifun - og ég ađ drepast í lofthrćđslunni.
Pallarnir fyrir Tattúiđ eru nú ekki ósvipađir geimskipi í Spielberg-mynd. Ljósm. VÖV, 2022.
Ţađ sem fćstir vita ef til vill ekki, er ađ orđiđ tattoo er komiđ úr 17. aldar hollensku og hefur ekkert međ húđflúr ađ gera. Á 17. öld lét herinn trumbumeistara sína ganga um öldurhúsahverfi Amsterdam og tromma viđvörun til kráareigenda um ađ taka hanann af öltunnum sínum. Ţađ var kallađ "ađ taka hanann af": doe den tap toe. Ţetta var gert svo ađ hermenn og sjóliđar sneru til herstöđvar sinnar eđa leiguhúsnćđis á guđlegum tíma. Ţessi stoppklukka međ trommum og pákum varđ síđar ađ fastri siđvenju, tattoo, til ađ koma hermönnum í bćliđ. Nú spyrja örugglega einhverjir, hvort ađ tattúiđ sem fólk er ađ skreyta sig međ í dag sé eitthvađ ţessu skylt. Svo er alls ekki; ţađ tattoo (upprunalega tattow á ensku) er fengiđ ađ láni úr máli Samóaeyinga, tatau, sem ţýđir ađ slá - međ vísun í vćngjabein af stórri leđurblöku međ oddi sem ţá var notuđ til húđflúrs, međ ţví ađ slá ţví á ákveđin hátt í húđina. Ţá er ţađ komiđ á hreint.
Ég hef aldrei veriđ gefinn fyrir húđflúr, en Tattooiđ í Edinborg heillađi mig og gerir enn, ţó ég sé ekki einn af ţeim sem ganga mikiđ í takt. Norsku litningagarmarnir verđa ekki svo kátir ađ mér rísi af ţví hold. Minningin um hátíđahöldin í Edinborg, ţegar ég kom ţar í ágúst 1971, heillar mig enn.
Ţegar ég var ţar í fyrra međ frú Irene, fórum viđ upp ađ kastala og allt var lokađ vegna tattoosins. Ég spurđi hvort hćgt vćri ađ fá miđa. Blessuđ konan í miđasölunni hló bara og sagđi sposk á skotaensku:
Darrhling, you hoeve tuu mudder to get them, or buyi them a yeeeehar in advance, or even tuu yeeeharsh.
Nćst er ég verđ í Auđunarborg, kaupi ég miđa fram í tímann og verđ svo í McWilliam kjöltu, en án varalits, á 6 röđ (80 pund).
Hér er ástin mín hún Irene međ mér í janúar 1989 uppi á Kastalahćđ klćdd í gamlan Aquascutum frakka föđur míns sem ég notađi töluvert á Englandi 1988-89. Ţá var ég oft spyrđur, hvađan af Bretlandseyjum ég kćmi, m.a. vegna rykfrakkans. Ég svarađi venjulega: From the Northern most of the Isles, where your balls freeze like Haggis if you wear a kilt. Háskólinn í Durham tókst einnig ađ gefa mér nýtt nafn í einu bréfi sinna til mín, ţví Sheila á skrifstofu deildarinnar var illilega orđblind. Ég varđ ađ Higginson. Google gefur skýringar á öllu: The original Gaelic form of Higginson was O hUgin, which is derived from the word uiging, which is akin to the Norse word Viking.
Myndin efst var tekin af mér í bol, skyrtu, peysu og jakka í 20 stiga hita af einhverjum snápskota á Edinborgarhćđ í ágúst 1971. Ég var ţví ekki eins herđabreiđur og McWhorther vörđur, ţó ţannig gćti ţađ litiđ út. McWhorther ćttin vill helst ekki láta rugla sér viđ Markwhortherćttina.
Myndin, meee..eeh, hér fyrir neđan sýnir, hvers konar herbergi kindarlegur Higginson frá Íslandi fćr sjálfkrafa, svo hann ţjáist ekki af heimţrá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Snřrre-Střre á Íslandi - Síđbúin 17. maí kveđja
18.5.2023 | 09:16
Um daginn sást til norsks hormangara í Sundhöllinni í Reykjavík. Hann krafđist ţess auđvitađ ađ fá Snřrrelaug aftur til Noregs. Eins og allir vita er SNŘRR alnorskt fyrirbćri, sem er samt nákvćmlega ţađ sama og ţađ sem Íslendingar kalla hor, sem ađ mestu er ćttuđ frá Noregi og er algegnt í erfđamengi Íslendinga. Ađ fornu voru margar Snřrrelaugar í Noregi og sér í lagi á Íslandi.
Međ nýja ţjóđariđnađinum getiđ ţiđ, landsmenn góđir, reiknađ út hve mikil aukning hors verđur í íslenskum laugum.
Lausn er ţó í sjónmáli eftir ađ Evrópuráđiđ gaf Íslandi undanţágu fyrir miklu laugarhori. "Iceland will be Snotless, sooner or later", sagđi von der Layer frá ESB. Horiđ frá Íslandi verđur flutt til Úkraínu í gámum og ţví slett á Rússa međ HOR OR-flaugum bandarískum. Pútínveldiđ mun hrynja međ leynivopni Íslendinga.
Ja, vi elsker dette landet.
Sjá einnig ćsifrétt D(r)ónans frá Stríđssöngvakeppni Evrópu.
Forn fróđleikur | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hannes á selnum
14.5.2023 | 09:28
Prófessor viđ Háskóla Íslands (emeritus est) hélt nýveriđ fyrirlestur í París. Sagđist hann feta í fótspor manns sem uppi var 1056-1133, sem stundađi nám viđ háskóla sem fyrst var stofnađur 1257. Háskóli Íslands hefur greinilega misst mikla mannvitsbrekku úr röđum sínum. Sjá blogg prófessorsins hér.
Sumir lýđskrumarar eru svo auđtrúa, ađ ţeir trúa jafnvel vitleysunni úr sjálfum sér.
Til upplýsingar set ég hér grein eftir mig um lćrdóm Sćmundar og skólavist. Ég er međ ađrar áherslur en ţegar menn trúđu ţví ađ Sćmi hefđi veriđ í skóla í París sem ekki varđ til fyrr en rúmum 100 árum eftir dauđa Sćma.
Sćmundur á selnum sat ţó vart viđ háborđiđ međ prófessorum sínum líkt og HHG gerđi forđum í Oxfurđu.
Myndin efst er af hundinum Hannesi sem átti heima í Stykkishólmi á síđustu öld. Myndin hér fyrir neđan er hins vegar af Sćmundi ungum á leiđ til náms, án námslána og berum fyrir vindum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Víkingar mćltu sér mót í Óđinsvéum 3. maí 2023
4.5.2023 | 09:07
Í gćr ók ég alla leiđ til Óđinsvéa, ţar sem ég međ tveggja daga fyrirvar fyrirvara skráđi mig á ráđstefnu í háskólanum Syddansk Universitet (SDU) - sem enn má kalla Odense Universitet. Ađ finna tiltekinn ráđstefnusal á háskólanum í Óđinsvéum, er álíka og ađ verđa villtur í völundarhúsi. Ţađ tók mig drykklanga stund ađ finna salarkynnin O100, en ég kom sem betur fer tímanlega eftir langan gang eftir ranghölum ađal lćrdómseturs Fjóns.
Í gćr var haldin Ţverfagleg Víkingaráđstefna. Ţćr hafa veriđ haldnar í 40 ár á mismunandi stöđum ţó međ hléi í farsóttum. Ég fór á nokkrar ţessara ráđstefna er ég var stúdent í Árósum forđum, en svo hef ég gert langt hlé ţangađ til í gćr, og ég varđ ekki fyrir vonbrigđum. Else Roesdahl, fyrrverandi prófessor minn í viđ Miđaldafornleifafrćđideildina viđ Árósaháskóla, og einn af frumkvöđlum ţverfaglegu ráđstefnanna um Víkinga flutti yfirlitsfyrirlestur, svo ég gat ekki látiđ mig vanta.
Landsýn Greer Jarrets
Ég varđ ekki fyrir vonbrigđum. Ţarna voru flutt góđ erindi. Sérlega naut ég ţess ađ heyra um rannsóknir Greer Jarrets sem stundar rannsóknir viđ háskólann í Lundi. Hann hefur ásamt nokkrum ađstođarmönnum í norskum ćttćringi sem sver sig í ćtt viđ skip víkingaaldar rannsakađ strandferđir manna viđ Noregsstrendur á Víkingaöld; Til dćmis hvađa ađferđir menn höfđu viđ siglingar, t.d. siglingar eftir landsýn (landkenningu) og ađrar ađferđir. Greer tjáđi mér ađ hann vćri ađ hefja rannsóknir sínar á ţví hvađ segir um slíkt í íslenskum miđaldabókmenntum.
Snekkjufrćđi
Michael Lerche Nielsen lektor viđ Hafnaráskóla flutti afar áhugaverđan fyrirlestur um örnefni í Danmörku sem hafa forliđina Snekker- og Snekke, og sem sum geta vísađ til "snekkja" sem sum skip á víkingaöld voru kölluđ. En nöfnin geta tengst svo mörgu öđru líkt og Lerche Nielsen benti á.
Ţar sem fađir minn var geymdur á Fríslandi í síđara stríđi hjá ţremur mismunandi fjölskyldum, kom nafniđ á bćnum Sneek upp í höfđi mér. Á frísnesku mun sneek vera stađur sem skagar fram eđa er hćrri umhverfiđ. Ţađ fćr mann til ađ hugsa um Snekkerhřjer í Danmörku, sem lektor Lerche Nielsen greindi frá, sem vart hafa nokkuđ međ herskip danskra víkinga ađ gera. En hver veit, kannski dregur Sneek nafn sitt af ţeim snekkjum sem Egill Skallagrímsson og ađrir ribbaldar sigldu á til Fríslands, ţar sem Egill forfađir framdi grimmdarleg fjöldamorđ. Löngu síđar flutti fađir minn inn King-piparmyntur til Íslands, en ţćr eru framleiddar í Sneek og eru vissulega heimsfrćgar í Hollandi. Nú er King-verksmiđjan ţví miđur komin á hendur sćnskra sykurvíkinga hjá fyrirtćki sem ber hiđ frekar ókrćsilega nafni Cloetta.
Fjársjóđir í Fćsted
Ađ öđrum ólöstuđum var afar áhugavert ađ heyra Lars Grundvad (Museet Sřnderskov i Vejen kommune) segja frá rannsóknum sínum á stórfenglegum sjóđum og byggingarleifum sem fundist hafa í Fćsted á Suđur-Jótlandi. Gripirnir sem fundist hafa í Fćsted (HBV 1498) koma margir víđa ađ. Grundvald sýndi okku m.a. bjöllu frá Bretlandseyjum, ţó jafnmargar slíkar bjöllur hafi fundist á Íslandi og Bretlandseyjum (sjá t.d hér og hér), voru ţćr nú líklega ekki framleiddar á Fróni. Nú er ein, frá 10. öld fundin í Fćsted og stćkkar nú útbreiđslusvćđi bjallnanna.
Fyrirlestur Else Roesdahl
Lokapunktinn setti svo the Grand lady of Viking studies Else Roesdahl sem m.a. sagđi gestum sögu ţverfaglegu Víkingaráđstefnanna, en hafđi einnig kafla um rannsóknir sínar á Bamberg skríninu sem varđveitt er í Bayerisches Nationalmuseum í München.
Nú vara ég landsmenn mína strax viđ ađ reyna ađ gera skríniđ íslenskt, líkt og sumir ţeirra hafa reynt međ taflmennina á British Museum, sem forđum fundust á Ljóđey (Lewis í Orkneyjum). Skríniđ er ekki kassi fyrir taflmenn - eđa er ţađ ţađ? Ţađ verđur einhver biđ á ţví ađ hćgt verđi ađ gera DNA rannsóknir á rostungstönninni í Bamberg-skríninu vegna frćđilegs stirđleika í Ţýskalandi. Ţćr gćtu sýnt af hvađa stofni rostungurinn var. En ţangađ til verđur skríniđ aldanskt, í Mammen-stíl (sem ber nafn Mammen sem er stađur 10 km, eđa svo austan viđ Viborg (Véborg) og - ekki síst vegna ţess ađ fyrir nokkrum árum fundust leifar álíka skríns í jörđu viđ Haldum kirkju ca. 20 km. NV af Árósi (sjá hér). Skrín ţessi verđa ţví seint tekin frá Dönum, ţó eitt ţeirra sé ţví miđur hálfgerđur niđursetningur í München.
Ţess ber ađ geta, ađ álíka skrín, sem í laginu eins og skáli var eitt sinn til í kirkjunni í Cammin í Pommern. Skríniđ hvarf ţví miđur í síđari heimsstyrjöld Menn telja líklegt ađ ţađ hafi veriđ sama skríniđ og Snorri Sturluson segir frá ađ Eiríkur Sveinsson Danakonungur/Erik Ejergod (d. 1103) hafi gefiđ Sigurđi Jórsalafara Noregskonungi (d. 1130) sem gaf ţađ kirkjunni í Kungshälla (Kóngshellu) austan Málmhauga (Malmö) á Skáni. Ţví var síđan rćnt af Vindum áriđ 1939 sem gerđu strandhögg á Skáni og varđveittu ţeir ţađ í dómkirkjunni Kamién í núverandi Póllandi. Hvernig Snorri vissi ţetta allt, er svo annađ mál - en Íslendingar eru, eins og allir vita, ávallt međ nefiđ niđur í hvers manns koppi.
Ein af mörgum afsteypum af Cammin-skríninu, ţessi er í Oslo.
The male strip finale
Rúsínan í pylsuendanum á ţessari góđu ráđstefnu var eins konar male-strip-finale ungs fornleifafrćđings, er tók ţátt í ráđstefnunni. Hann var hvattur til ađ sýna ráđstefnugestum hve steindur hann er um kroppinn (sjá mynd efst). Hann brá sér ţví úr kyrtli sínum og gaf gestum "én pĺ Bambergskrinet".
Já, ţannig eiga auđvitađ allar ráđstefnur ađ vera. Ég hef leyft mér ađ setja bláa velsćmisrćmu yfir rassskoruna á manninum međ flúriđ. Ţar var hvort sem ekkert fornfrćđilegt ađ sjá og hann á örugglega eftir ađ ţakka mér ţađ góđviljaverk. Ţađ er Else Roesdahl, sem klappar módelinu lof í lófa. Henni voru einnig ţökkuđ góđ störf gegnum árin.
Ég ţakka svo fyrir mig og er farinn ađ hlakka til nćstu ţverfaglegu Víkingaráđstefnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)