Fćrsluflokkur: Kvikmyndafornleifafrćđi

Vegir liggja til allra átta

GirlGoGo1-1600x900-c-default

  Vissuđ ţiđ lesendur góđir, ađ tveir bandarískir hermenn á Keflavíkurflugvelli lentu í miklu basli vegna ţess ađ ţeir léku í kvikmyndinni 79 af stöđinni áriđ 1962? Líf hermannanna var ađ ákveđnu marki lagt í rúst. -

  Nei, auđvitađ vitiđ ţiđ ekkert um ţađ; Og hvernig ćttuđ ţiđ svo sem ađ vita ţađ? Nöfn ţeirra eru meira ađ segja enn rituđ rangt á öllum listum yfir leikara myndarinnar, ţótt einn ţeirra hafi sannast sagna veriđ mun betri leikari en Gunnar Eyjólfsson.

Hér verđur borin fram stór og mikil kvikmyndfornleifafrćđi-langloka. Fyrir ţá sem eru fyrir litlar og lummulega samlokur međ miklu gumsi og stóryrđasalati, ţá gćti ţetta orđiđ erfiđ lesning. Ţađ verđur fariđ vítt og breitt og til allra átta.

Ţessi lestur er ţví ekki fyrir óţolinmótt fólk sem ekki getur lesiđ nema eina málsgrein án ţess ađ leggjast í rúmiđ af kvölum. Reynt hefur veriđ ađ létta lesturinn međ mörgum myndum og tónlist.

Sagan byrjar í Árósum

Sagan byrjar fyrir minna en mánuđi síđan, í lok júlímánađar 2020 í Árósum, nćststćrstu borg Danmerkur.

Árósar voru ţá ekki búnir ađ hljóta hina vafasömu útnefningu Smittens By í stađ gamla gćlunafnsins Smilets By sem bćrinn gengur jafnan undir, án ţess ađ nokkur viti af hverju.

Ég og litla fjölskyldan mín vorum í heimsókn í Árósum hjá mágkonu minni, sem býr í gömlu húsi í miđbć Árósa, rétt norđan viđ árósinn (sem er reyndar ađeins einn), sem bćrinn hefur hlotiđ nafn sitt af.

Snemma morguns lćddist ég og kona mín út til ađ ná í morgunbrauđ í góđu bakaríi á horni Badstuegade og Rosengade, ţar sem á okkar skólaárum var ágćtt missjónskaffihús, ţar sem áfengi var úthýst og jafnvel heiđingjum líka.

Ţegar ég sit á dyrapallinum og er ađ fara í skó, heyri ég einhvern opna hurđina á hćđinni fyrir ofan og ganga niđur. Ég vík vel fyrir eldri manni á tröppunni til ađ halda allar COVID-19 siđareglur. Mađurinn var ađ fara út eins og viđ og líklega til ađ kaupa inn eđa ná sér í dagblađ.

Ég virđi manninn ađeins fyrir mér og heilsa honum fyrir kurteisi sakir. Ţegar konan og ég erum líka komin út, hef ég strax á orđi ađ mađurinn komu kunnuglega fyrir sjónir. Ég taldi mig muna andlit hans frá Árósaárum mínum (1980-1993). Frú Irene fussađi og tók ţessu fálega eins og einhverju karlagorti.

Ţegar viđ snúum aftur úr verslunarferđinni er mér litiđ á nafnskiltiđ á jarđhćđinni. Ţar sé ég, ađ á hćđinni fyrir ofan systur konu minnar, býr mađur mađur sem heitir Arne Abrahamsen. Ţađ kveikir strax á perunni, ţví hann hef ég hitt og vissi hver hann var.

Abrahamsen kom viđ á Stöng í Ţjórsárdal í ágúst 1984, ţegar ég og ađstođarmađur minn Einar Jónsson, vorum ađ grafa nokkur sniđ í skálarústirnar ţar. Hann kom í fjögurra manna hópi sem var ađ gera sjónvarpsmynd fyrir DR (Danmarks Radio) sem er systurstofnun RÚV í Danmörku.

Vinna á Stöng b

Einar Jónsson viđ teikningu um ţađ leyti sem Arne Abrahamsen kom í heimssókn á Stöng. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Titill myndarinnar, sem var sýnd um haustiđ áriđ 1984, var En rejse til Island i Martin A. Hansen og Sven Havsteen-Mikkelsens Hjulspor. RÚV hafđi útvegađ danska liđinu stóran Land-Rover jeppa gegn ţví ađ myndin yrđi síđar send ađ kostnađarlausu í íslenska sjónvarpinu.

Abrahamsen og co 1984Ég sá ađeins lítiđ brot af ţćttinum haustiđ 1984 í litlu svart-hvítu sjónvarpi sem ég átti á ţeim tíma, er ég bjó í lítilli einstaklingsíbúđ á stúdentagarđi í úthverfi Árósa.

Ţegar kona Arne Abrahamsens hafđi veriđ mikiđ veik á sjúkrahúsi í vetur, fćrđi mágkona mín honum mat, og fyrir ţađ var hann henni mjög ţakklátur. Ţegar viđ vorum komin heim eftir Árósaför setti Birgitte mágkona mín mig strax í samband viđ Abrahamsen.

Arne varđ ekki lítiđ glađur yfir ţví ađ ég hefđi ţekkt hann eftir 35 ár eđa tengt hlutina svona hratt saman. Hann skrifađi mér strax ţegar hann hafđi heyrt söguna frá Birgitte, og minningarnar voru margar.

Hann sendi mér handrit ađ tillögu ađ ţćttinum sem hópurinn hafđi notađ áriđ 1984 og ég er búinn ađ lofa ađ sćkja hann heim nćst ţegar ég kem til Árósa, til ađ sjá međ honum ţáttinn, sem hann á diski.

Arne og 79 af Stöđinni

Fyrir utan ferđalög danska ţáttargerđafólksins á Íslandi áriđ 1984, langađi Abrahamsen greinilega ađ segja mér frá frćgđarför sinni til Íslands á yngri árum sínum.

Ég varđ ađeins á undan, ţar sem ég var búinn ađ njósna um hann á Google. Ţar hafđi ég ţegar séđ ađ hann hafđi einnig veriđ 2. ljósmyndari viđ kvikmyndatökur á 79 af Stöđinni, skáldsögu Indriđa G. Ţorsteinssonar, sem var kvikmynduđ eftir handriti Guđlaugs Rósinkranz, sem var í forsvari fyrir íslenska kvikmyndafélaginu Saga-Film. Myndinni var leikstýrt af Erik Balling, sem síđar var međal fremstu kvikmyndaleikstjóra Dana.

1962 .08.20, 79 af stödinni-holdetLjósmynd sem Arne Abrahamsen sendi mér og sem sýnir hluta af teyminu sem vann viđ tökur á 79 af Stöđinni. Abrahamsen situr í neđstu röđ lengst til hćgri.

Gamla manninum líka gott ađ sjá, ađ hann vćri ekki alveg gleymdur í tengslum viđ 79 á stöđinni. Erik Abrahamsen var vinnan í tengslum viđ myndina á Íslandi greinilega mjög minnisstćđ og nefndi hann í ţví samhengi í tölvupósti sínum ađ í myndinni hefđu leikiđ tveir Bandaríkjamenn af Vellinum, sem hefđu veriđ látnir fjúka úr flotanum fyrir ađ hafa tekiđ ţátt í gerđ myndarinnar. Ţađ voru fréttir fyrir mig. Nú kviknađi áhugi yfirritstjóra Fornleifs, sem aldrei ţótti mikiđ til 79 af stöđinni eđa Indriđa G. Ţorsteinsson koma. Ég man ţegar ég sá myndina fyrst í Sjónvarpinu áriđ 1970. Mér ţótti hún leiđinleg og langdregin.

Pigen Gogo var kanamella

Fyrst verđur ađ minna á ađ Gógó Faxen, sem Kritbjörg Kjeld lék, var ekki beint nein óspjölluđ jómfrú, heldur vel ţroskuđ kona sem samkvćmt íslenskum lýđ hafđi framiđ einn versta glćp sem sögur fóru af á Íslandi, áđur en Íslendingar uppgötvuđuđ barnaníđinga, rotna útrásavíkinga og fóru ađ sýkna morđingja í löngum bunum í hreinum leiđindum sínum.

Kvikmyndin 79 af stöđinni var fyrsta alvöru kvikmyndin sem alfariđ var kvikmynduđ á Ísland, fyrir íslenskt fé, var eins og áđur segir framleidd í Danmörku af danska leikstjóranum Erik Balling. Félagiđ Saga-Film var stofnađ til ađ halda utan um myndina og til ađ kría fé út úr íslenskum fjárfestum. Fyrir ţví félagi fór Gunnlaugur Rósinkranz.

1962 07.05. 79 af Stödinni, řrkensekvens 08

Greint var frá myndinni í dönskum vikublöđum sumariđ 1962. Myndin er vinsamlegast send mér af Arne Abrahamsen

Indriđi G. Ţorsteinsson var höfundur bókarinnar sem verkiđ byggđi á, en hann lét ađ Gunnlaug Rósinkrans um ađ útbúa leikbúning ţess. Hinn nýlátni tónlistastjóri Bent Fabricius-Bjerre, sem ţekktastur mun vera fyrir titillagiđ í Olsen Banden myndunum, stjórnađi hljómsveitinni dönsku sem lék tónlist Jóns Sigurđssonar og Sigfúss Halldórsson međ glćsibrag. Ţetta var á Íslandi talin vera "alíslensk" klassamynd fullsett fyrirtaks dönsku kvikmyndafólki sem eftir var ađ gera ţađ gott í Danmörku og DDR. Á dönsku fékk myndin heitiđ Pigen Gogo. Hún var sýnd í Danmörku, en aldrei fyrir fullum sölum ţar frekar en í Svíţjóđ ţar sem hún var einnig á prógramminu.

Ég man helst hve leiđinlegur eltihrellir Gunnar Eyjólfs (Ragnar á leigubílnum) var; Og svo man ég ađ Ómar Ragnarsson var statisti í myndinni eins og Dr. Gunni hefur svo smekklega bent á í einni af doktorsritgerđum sínum:

Ţetta er annars nokkuđ fyndin mynd, ţá ađallega ţví ţađ er svo gaman ađ sjá allt í gamla daga. Flosi og Bessi Bjarnason eru ţarna ungir og hressir í leigubíl og Ómar Ragnarsson sést snarvitlaus í nokkrar sekúndur káfa á brjóstunum á einhverri dömu á leigubílastöđinni.

Ađ sögn Ómars sjálfs tók um tvo tíma ađ taka leik hans upp, en mestmegniđ af ţví var klippt í burtu. Súrt sjóv ţađ

Ommi 1962

Tvö af tíu andlitum Ómars, sem hann sýndi ţjóđinni í Fálkanum áriđ 1962. Hann var hins vegar eins og hvutti í 79 á stöđinni.

Ómar sem nasi

Ég verđ líklega einnig ađ láta Dr. Gunna lífga upp á minni mitt og neytenda langloku Fornleifs, hvađ innihald myndarinnar varđar - ţó svo ađ Dr. Gunni sé merkilegt nokk mér miklu yngri mađur. Hann gerir ţađ alveg listavel og nú man ég allt um 79 af Stöđinni og meira til.

Dunhagi 19 bDunhagi 19 nú á tímum - og sumariđ 1962. Arne Abrahamsen sendi mér neđri myndina sem birtist í B.T.

1962 07.15. 79 af Stödinni, BilledBladet , s.2n 01

Svo segir Dr. Gunni: Horfđi aftur á 79 af stöđinni til ađ endurnýja kynnin viđ frćga nágrannahurđ mína hér á Dunhaganum [Viđb. Fornleifur: umrćddar dyr voru á íbúđ Gunnlaugs Ţórđarsonar og frú Herdísar Ţorvaldsdóttur]. Ţetta er sögulega mikilvćg hurđ ţví Ragnar á leigubílastöđinni hangir á henni lon og don til ađ komast inn til Gógó Faxen sem býr fyrir innan.

Gunni á Gógó

Gógó er í ástandinu og ţegar Ragnar kemst ađ ţví verđur hann brjálađur sem von er og ekur til mömmu sinnar í sveitinni (ţví ţar er lífiđ, ekki í solli borgarinnar, skv. gildum myndarinnar og Indriđa). Ţađ endar ekki betur en svo ađ hann keyrir út af og deyr. Sem betur fer hafđi Ragnari tekist ađ njóta ástarmaka viđ Gógó nokkrum sinnum áđur. Kynlífsatriđin hafa eflaust valdiđ umtali 1963, en virka í dag ísköld og máttlaus, enda liggur Gunnar Eyjólfsson hreyfingarlaus ofan á Kristbjörgu Kjeld eins og hrađfrystur nautaskrokkur. 

Yndislegt. Dr. Gunni má eiga ţađ, ađ hann getur peppađ upp óáhugaverđugustu söguţrćđi, en hann gerir sér ţó ekki grein fyrir ţví ađ "ástandiđ" var ađeins í gangi á stríđsárunum. Áđur en menn gera allar konur ađ "Kanamellum" í ástandi, er vert ađ muna ađ eftir stríđ völdu margar íslenskar konur Bandaríkjamenn fram yfir Íslendinga. Af hverju voru ţćr afgreiddar sem billegar drćsur af Íslendingum? Hrokakarlar telja sig eiga konur og eru ţví alltaf hrćddir viđ útlendinga.

Um Kanamellur

En samúđ Fornleifs er hins vegar öll hjá dátum og meintum "Kanamellum", en ekki hjá herforingjum, vćngbrotnum íslenskum sveitarasistum og heimalningum, eđa ţeim Íslendingum sem fengiđ höfđu ţá flugu í hausinn ađ Bandaríkjamenn vćru á Íslandi til frambúđar fyrir Íslendinga - ţeim sem fengu áfall hér um áriđ ţegar Verndarinn fór bara!

Ég kenni ţó alltaf dálítiđ til međ Ómari R, sem notađi svo mikinn tíma í upptökur á 79 af Stöđinni viđ ađ gramsa á brjóstum kvenna suđur á Velli.

En ţađ er ađ "Kanamellur" hafa veriđ krossfestar af skyldleikarćktuđum lýđ, sem ekki gerđu sér grein fyrir ađ konur sem "fóru í Kanann" voru ósjálfrátt ađ reyna ađ flikka upp á illa slitiđ genamengi Íslendinga.

2-79-SP01-3

Mannaval á Íslandi leiddi međal annars til "ástands".

Kanarnir í 79 á Stöđinni og hefnd Sáms frćnda

Ţeir léku Alţýđublađiđ

Á lista yfir leikara kvikmyndarinnar kemur fram ađ í henni hafi leikiđ tveir Bandaríkjamenn, John Tasie og Lawrence Schnepf.

Viđ vinnslu myndarinnar í Kaupmannahöfn, eđa jafnvel fyrr, hefur einhverjum orđiđ á í messunni. Eftir ţó nokkra leit mína ađ ţessum mönnum og örlögum ţeirra í BNA kom í ljós ađ ţeir hétu í raun John D. Tacy (1926-1984) frá Lawrence í Massachussets og Lawrence (Larry) Win Schneph frá bćnum le Mars i Iowa.

John Tacy lék byttuna Bob međ miklum tilţrifum í 79 af Stöđinni. Svo góđur ţótti leikur Tacys, sem ranglega var kallađur Tasie, ađ tekiđ var viđ hann hann viđtal í gamla Vísi í águst 1962, sjá hér.

Tacy Mbl

John Tacy

Myndin sem hafđi fengiđ metađsókn á Íslandi, spilađi sig inn á nokkrum vikum á Íslandi, ţar sem ţúsundir manna sáu hana í Háskólabíó og Austurbćjarbíói. Í Danmörku gekk hún ekki eins vel.

En mesta athygli hlaut myndin vćntanlega í Bandaríkjunum. Ţađ var greint frá efni hennar í tímaritinu Variety. Endursögn á innihaldi greinarinnar var t.d. í Daily News í New York 26. apríl 1963:

Becker i New York

Umsögn Variety, og jafnvel kvikmyndin sjálf, hleyptu illu blóđi ţingmann fulltrúardeildar bandaríska ţingsins, Frank J. Becker frá New York, sem var harđkristinn repúblíkani af ţýskum ćttum. Eftir síđara stríđ létu slíkir menn góđ bandarísk gildi og ameríska ţjóđerniskennd mjög til sín taka. Greinin í dagblađinu Daily News í New York ţann 26. apríl 1963, lýsir vel hvernig Becker og skođanabrćđur hans á hćgri vćngnum í BNA litu á myndina, ţó ţeir hefđu örugglega aldrei séđ hana. Becker hunsađi líka upplýsingar flotans sem komu frá manni sem varđ heimsfrćgur sem talsmađur hers BNA í Víetnam:

The Variety review said the movie was lousy anyhow but that the appearance of the American ”officers” had made the front pages in the Swedish Press. The Navy reexamination of the affair followed receipt of Becker´s letter.

Assistant Defense Secretary Arthur Sylvester said that he did not have the name of the information officer who asked for, but never received a copy of the script. But Sylvester said Lt. (j.g) Lawrence W. Schnepf, then an ensign, and Electrician’s Mate 1 Cl. John Tracy had obtained permission and appeared as actors in the film.

Schnepf, a reservist, will complete his active duty tour in June, Sylvester said, while Tacy is a career enlisted man. Sylveser said the information officer had been assured there was nothing derogatory in the script.

Becker, sem eins og margir kanar ruglađist á Svíţjóđ og Danmörku, taldi hins vegar myndina koma ljótu orđi á Bandaríska herinn og ađ hermennirnir vćru eins konar föđurlandssvikarar ţar sem ţeir hefđu leikiđ erindreka lands síns í einskennisbúningi sem fyllibyttur (Tacy) og kvennaflagara sem eltust viđ íslenskar stúlkur og jafnvel eiginkonur (Larry).

Becker ţessi var mađur sem var vanur ađ taka til sinna ráđa. Hann kom ţví til leiđar ađ bandarísku hermennirnir sem léku međ í 79 af Stöđinni (Gogo the girl) var úthýst úr bandaríska hernum. Gaman vćri ađ fá frekari upplýsingar um ţađ. Sjá frekar um máliđ hér.

Danska blađi BT og sćnsk blöđ greindu frá ţessum snörpu viđbrögđum í Bandaríkjunum, sem ritađ var ţó nokkuđ um í BNA. Í kjölfariđ voru Morgunblađiđ og Alţýđublađiđ međ fréttir af málinu.

Viđbrögđ Indriđa G. Ţorsteinssonar

Miđađ viđ ţá ţekkingu sem mađur hefur á framsóknarmanninum Indriđa, sem fćddur var áriđ 1926 og sem síđar á ćvinni var mjög utarlega til hćgri í skođunum, ţá sýnist mér ađ Indriđi hafi samt, líkt og margir Íslendingar haft frekar lođnar kenndir til erlends hers á Íslandi. Ţó voru viđbrögđ Indriđa nokkuđ sérstök. Í nýrri blokkíbúđ sinni norđarlega í Stóragerđi í Reykjavík tók hann sig til og ritađi Frank J. Becker ţingmanni. Ţađ kom fram í Mbl. 27. apríl 1963.

Ummćli Indriđa

Ţessu skrif Indriđa til repúblikanans Becker lýsa hugsanlega manngerđ Indriđa, sem var blanda af rithöfundi, ritstjóra, leigubílstjóra, sveitapilti sem varđ ađ götustrák sem vildi áfram í heiminum, til ađ verđa milljón dala ríkur og frćgur - eins og Björk varđ síđar, og Arnaldur sonur hans enn síđar.

 

Ekki ađeins Bandaríkjamenn gerđu ráđstafanir

Íslensk yfirvöld (eđa ákveđinn flokkur) töldu ađ 79 á Stöđinni vćri einfaldlega of djörf fyrir landsbyggđina. Ţau eintök sem sýnd voru utan Reykjavíkur höfđu veriđ ritskođuđ. Einum ţóttu bólferđir Gunnars Eyjólfs og Kristbjargar Kjeld vera hćttulegar landbyggđarfólki. Ímyndiđ ykkur hve hátt hefđi veriđ hlegiđ ef menn hefđu séđ hve líflaust kynlífiđ var fyrir Sunnan.

Skoriđ af úti á landi

Örlög vegna kvikmyndar

Ég hafđi samband viđ góđvini mína hjá CIA og FBI (sem Indriđi G. sá í hverju horni á Keflavíkurflugvelli og var oft tíđrćtt um er hann var viđ skál eđa ţurfti ađ láta á sér bera á Hressó).

Ég fékk upplýst ađ Tacy hafi lengst af búiđ í N-Karólínu og Virginíu, ţar sem hann andađist 2. maí 1984 - ađeins 58 ára ađ aldri.

Tacy var samkynhneigđur (jamm, allt er FBI međ nefiđ í), og hafđi hann haldiđ áfram ađ starfa a fjölum leikhúsanna. Hann vann/lék um tíma međ leikhópi sem var undir stjórn ţekktra og hálfţekktra leikara frá New York, m.a. Donald Renshaw, sem lék í einhverjum kvikmyndum áđur en hann leikstýrđi í London og Ţýskalandi. Ţessi leikhópur ferđađist um Virginíu og víđar. Tacy hafđi einnig greint frá ţví áriđ 1962 í viđtali sínu viđ Vísi ađ hann hefđi starfađ viđ leikhús í Memphis í Tennessee.

Vonandi hafa endaloks hans sem sjónvarpsmanns, og eins og frumkvöđlum Kanasjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli, ekki haft of slćm áhrif á líf hans.  Hann andađist í borginni Alexandríu í Virginíu.

Íslendingar mćrđu sjálfa sig međan ađ Tacy og Schneph gleymdust

19621031i1p19-hq

Hvorugum leikaranna af Vellinum var bođiđ í frumsýningarveislu Saga-film áriđ 1962. Larry var um ţađ leyti ađ fara aftur til síns heima og John hafđi veriđ settur í "sóttkví" uppi á velli, ţar sem hann vann nokkra mánuđi, enn sem ţulur á Channel 8, Kanasjónvarpinu.

Viđ börnin á Reykvískum menningarheimilum, ţar sem ekki var aliđ á sjúklegu Kanahatri og fordómum um börn sem "fćđast dökk međ snúinn fót" suđur á Velli, horfđu á Roy Rogers, Trigger og týnda kjötfarsiđ á ţeirri stöđ, nćrri ţví frá blautu barnsbeini. Afi minn, Vilhelm Kristinsson, sem var Reykvískur heiđurskrati, fékk sér sjónvarp til ađ horfa á Kanana áriđ 1963 og ári síđar foreldrar mínir. Á Kanasjónvarpiđ var mikiđ horft ţangađ til mild ásjóna Vilhjálms Ţ. Gíslasonar birtist á alíslenskum skjá. Ríkisjónvarpiđ kom ţó aldrei í veg fyrir ađ amerísk menning flćddi áfram út í Reykvískar stofur á sjónvarpslausum fimmtudögum, og heldur ekki teiknimyndirnar sem sýndar voru alla laugardagsmorgna. Teiknimyndirnar urđu örugglega til ţess ađ mađur talar síđur enskuna međ íslenskum fjárhúsahreim. 

Ţess ber ađ lokum ađ geta, ađ fyrir utan starf sitt viđ sjónvarpsstöđina á Keflavíkurflugvelli var John Lacy mikiđ partýljón og međ í country-western hljómsveitinni Eagle Westerners sem tróđ upp á Keflavíkurstöđinni.

Ţiđ sjáiđ gripinn hér fyrir neđan á ljósri treyju, ţar sem hann virđist klípa í rassinn á Lovísu Bílddal (síđar Reusch) söngkonu frá Siglufirđi, sem andađist í Orlando í Florida áriđ 2003 eftir ađ hafa búiđ lengst af búiđ í Illinois (Chicago-svćđinu). Til vinstri viđ hana sést gríđarlega kanalegur gći. Ţađ var ţó enginn annar en bassaleikarinn Erlingur Jónsson, síđar ţekktur sem myndhöggvari. Hann var ađ Vestan og var fađir Ásgeirs Erlingssonar sem las latínu í MH međ ritstjóra Fornleifs. Ásgeir, sem kallađi sig löngum Rossó Greifa, lék einnig listavel á bassa. Ţó ekki sveitarokk.The Eagle Westerners

Heimurinn er lítill - og margir verđa útundan - en allir skipta ţó máli. Einnig útlendingarnir sem Íslendingar fyrirlitu, nema einna síst ef ţeir voru Ţjóđverjar eđa gyđingamorđingjar á flótta, og viđurkenniđ ţađ nú - Íslendingar eru ekkert betri en ađrar ţjóđir. Og ţegar vantar einhverja til ađ hatast út í á Íslandi, t.d. dauđa útlenska presta, er hatur lagt á ţjóđir viđ botn Miđjarđarhafs.

Ég er nokkuđ viss um ađ Indriđi G. Ţorsteinsson, og margir íslenskir karlmenn á hans aldri, hafi séđ sjálfa sig í sveitamanninum sem gerđist leigubílstjóri og dó vegna (fjall)konu sem hafđi "falliđ". Indriđi sýndi okkur birtingarmynd fordóma í garđ kvenna og útlendinga. Persónulega tel ég ađ bréf hans til Frank J. Beckers ţingmanns í Bandaríkjunum hafi veriđ hreinn og beinn tvískinnungur.  


Baltageymslan á Horni

Ţađ leiđinlegasta og ömurlegasta sem til er, eru Víkingakvikmyndir. Ţćr gefa nćr alltaf ranga og ógeđfellda mynd af "víkingum", nema ţetta skot Monty Pythons.

Sumt fólk dáist ađ ribböldum og morđingjum og vilja ađ ţeir fái uppreist ćru nokkrum árum eftir ađ ţeir fremja morđ og annan skunda. Áhuginn á Barbara-víkingum eins og ţeir eru sýndir í ţessum sođmyndum, sem flestar eru nú framleiddar í hinum menningarsnauđu Bna, á skylt viđ áhugann sem sumar konur sýna fjöldamorđingjum sem ţćr vilja ólmast giftast. Kafbátaperrinn í Danmörku var ekki fyrr kominn undir lás og slá en ađ fangavörđur í fangelsinu vildi búa međ honum. Víkingamyndir eru sem sagt viđfangsefni fyrir sálfrćđinga. Ef mađur hefur áhuga á ţeim, er best ađ panta sér tíma sem fyrst hjá hnetubrjótnum.

Myndir eftir Kormák eru heldur ekki nein upplifun. Víkingakvikmyndir eru flestar subbulegar og ţeim fylgir sóđaskapur. Hrafn inn limaskorni skildi einnig eftir rusl í Drangshlíđ ţar sem forfeđur mínir bjuggu á 18. öld, fyrir löngu ţegar nafni hans fór á flug undir klettunum. Mađur hafđi ţó lúmskt gaman af Krummamyndunum. Danska myndin Rauđa skikkjan, sem ađ hluta til var tekin upp á Íslandi, var einnig óborganleg fyrir ţá sem stúdera vildu rennilása á leikbúningum og víkinga međ úr.

Á Íslandi bjuggu reyndar aldrei neinir víkingar ađ ráđi, hvorki međ eđa án "ţrćlageymslu". Kvikmyndaheimurinn er búinn ađ búa til einhvern bjórdrukkinn, síđnauđgandi sadista međ húđflúr, tíkarspennur eđa fléttur í skegginu - sem höfđar til  nútímafólks, sem er ekki lengur međ ţađ á hreinu hvort ţađ sé karl eđa kona. Ţađ er kallađ gender-óöryggi.

Vonandi verđur hćgt ađ rústa ţessu setti sem fyrst og ađ landeigandi fái ríflegar bćtur fyrir misnotkun á velvilja hans. Ef ekki, er ljóst ađ ţetta hrynur allt, og ţá ţarf ađ láta fornleifafrćđinga grafa ţađ upp - sem er fokdýr andskoti og setur fljótt skitin kvikmyndafyrirtćki í Hollywood og Sánkti Barbara á hausinn, ef ţau eru ţá ekki ţegar farin á hausinn.

Nú verđur El Balto ađ standa sig. It´s clean-up-time - Es hora de limpiar la mierda.

Annars lendir Kormack í ţrćlageymslunni úti á Horni fyrir verstu landspjöll sem unnin hafa veriđ síđan ađ víkingar komu til Íslands áriđ 801 og byggđu sér svo kallađa Stöđ, til ađ geta flutt ósaltađan og ófređin fisk, (ţ.e. er skreiđ), til landa sem fluttu út skreiđ. Svo iđkuđu ţeir afbrigđilegt kynlíf međ 79 stellingunni á Stöđinni. Ágćt kvikmynd var reyndar búin til um ţađ á síđustu öld, og lék Pétur Gautur ađalhlutverkiđ.


mbl.is Víkingaţorpiđ stađiđ autt í níu ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslandskvikmynd Evu Braun og ađrar minna ţekktar Íslandskvikmyndir úr ferđum KdF

 

Forđum er Eva Braun og Hitler sátu í byrginu í Berlín, horfđu ţau kannski á síđustu dögum sínum á minningar úr ferđ Evu til draumalandsins Íslands. Hvađ gera samlynd hjón ţegar ţau eiga ekki sjónvarp og stunda ekkert kynlíf? Adolf og Eva horfđu á kvikmyndir Evu langt undir strćtum Berlínar. Ţau Eva og Adolf náđu ađ vera hjón í tćpar 40 klukkustundir í apríl 1945. Um leiđ og ţau átu Sauerkraut (pizzur voru ekki til og Adolf var vitaskuld grćnmetisćta) dáđust ţau af Gullfossi og Geysi og miklum fjölda langferđabíla á Ísland.

Íslandsferđ Evu í júlí 1939 međ ţýska farţegaskipinu Milwaukee ţekkja Íslendingar orđiđ harla vel síđan ađ Hörđur Geirsson á Akureyri greindi fyrst frá henni á 10. áratug síđustu aldar.

Eva Braun sigldi međ skipinu Milwaukee og ferđin var skipulögđ af "menningar"- samtökum nasista sem kölluđ voru Kraft durch Freude, og var skammstafađ KdF.

Kvikmynd Evu má sjá hér fyrir ofan (íslenskt efni hefst 3 mín. og 14 sek. inn í myndina).

Til eru tvö önnur kvikmyndabrot frá Íslandi, sem tekin voru í ferđum KdF. Ég hef hvorki heyrt um ţau eđa séđ ţau áđur, ţó vera kunni ađ ţau séu vel ţekkt á Íslandi. En ég lćt ţau samt flakka hér. Myndbrotunum hefur veriđ safnađ af AKH (Agentur Karl Höffkes) í bćnum Gescher í Ţýskalandi og má sjá á vefsíđu fyrirtćkisins.

Hér er fyrst samansafn myndbrota. Fremst er brot sem sagt er vera frá sumrinu 1936. Ţađ er tekiđ á siglingu Milwaukees međ félaga nasistahreyfingarinnar KdF. Ef litmyndin á eftir Íslandsmyndinni er frá sama ári og Íslandsferđin fremst á syrpunni, hefur AKH orđiđ á í messunni, ţví hún sýnir Heimssýninguna í New York sumariđ 1939. Ţađ útilokar ţó ekki ađ myndbrotiđ frá Íslandi sé frá 1936.

Eftirfarandi kvikmyndabrot er hins vegar ekki dagsett, en er líklega hvorki úr ferđinni sem Eva Braun fór sumariđ 1939, né ţeirri ferđ áriđ 1936 sem kvikmyndin hér ađ ofan var tekin í. Brotiđ frá Íslandi hefst 3,36 mínútur inn í myndasyrpuna. Síđar í syrpunni eru myndir frá Ísafirđi, ađ ţví er ég best fć séđ.


Íslandskvikmynd Franz Antons Nöggeraths hins yngri 1901

cameramand_b.jpg

Er ekki hreint bölvanlegt til ţess ađ hugsa, ađ fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Íslandi áriđ 1901 sé nú týnd og tröllum gefin? Kvikmyndin hefur ađ minnsta kosti enn ekki fundist. Lengi töldu menn ađ kvikmynd frá konungskomunni áriđ 1907 (sjá hér) vćri fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Íslandi. Síđar kom í ljós ađ áriđ áđur hafđi veriđ tekin kvikmynd sem sýndi slökkviliđ Reykjavíkur viđ ćfingar. Miklu síđar upplýsti Eggert Ţór heitinn Bernharđsson okkur fyrstur um elstu kvikmyndir útlendinga á Íslandi í Lesbókargrein. Eggert skrifađi m.a.:

"Sumir útlendinganna komu jafnvel gagngert í ţeim tilgangi ađ kvikmynda á Íslandi. Svo var t.d. áriđ 1901, en ţá kom mađur ađ nafni M [Leiđrétting Fornleifs: Rétt fornöfn eru Franz Anton]. Noggerath [Rétt eftirnafn er Nöggerath], útsendari breska myndasýningarfélagsins Gibbons and Co. í Lundúnum. Hlutverk hans var ađ taka myndir sem félagiđ ćtlađi sér ađ sýna víđs vegar um heim međ fyrirlestrum um einstakar myndir. Ćtlunin var ađ ná myndum af fossaföllum, hveragosum, vinnubrögđum, íţróttum o.fl., en ţó sérstaklega af hvalveiđum Norđmanna viđ landiđ. Tökumađurinn kom hins vegar of seint til ţess ađ geta tekiđ myndir af ţeim veiđiskap. Einnig var hann full seint á ferđ til ţess ađ geta tekiđ myndir af ferđamannaflokkum. Ţađ ţótti miđur ţví slíkar myndir voru taldar geta haft mikla ţýđingu í ţá átt ađ draga útlendinga ađ landinu enda voru lifandi myndir sagđar eitt öflugasta međaliđ til ţess ađ vekja athygli ţeirra á Íslandi, náttúrufegurđ ţess, sögu og ţjóđlífi. "

f_a_noggerath_b.jpg

Í Ţjóđólfi var ţannig 20. september 1901 greint frá komu Nöggeraths (mynd til vinstri) á ţennan hátt: „Ţađ er enginn efi á ţví, ađ vćru slíkar myndasýningar frá Íslandi haldnar almennt og víđs vegar um heim, myndu ţćr stórum geta stuđlađ ađ ţví, ađ ferđamannastraumurinn til landsins ykist, og gćti ţá veriđ umtalsmál, ađ landsmenn sjálfir styddu ađ ţví á einhvern hátt, ađ myndir af ţessu tagi gćtu komiđ fram sem fjölhćfilegastar og best valdar.“ (Sjá hér). Og ef menn halda ađ ferđamannaástríđan í nútímanum sé ný af nálinni, ţá skjátlast ţeim illilega.

Sá sem tók Íslandskvikmyndina áriđ 1901 hét Franz Anton Nöggerath yngri (1880-1947). Hann var af ţýskum ćttum. Fađir hans og alnafni (1859-1908), sjá ljósmynd hér neđar, fćddist í Noordrijn-Westfalen í Ţýskalandi, en fluttist ungur til Hollands međ fjölskyldu sína og tók ţar ţátt í skemmtanaiđnađinum í den Haag og síđar í Amsterdam. Nöggerath eldri átti og rak t.d. revíuleikhúsiđ Flora í Amstelstraat í Amsterdam, ţar hófust fyrstu kvikmyndasýningarnar í Hollandi áriđ 1896, ţar sem hin dularfulla Madame Olinka, sem ćttuđ var frá Póllandi, sýndi kvikmynd í október 1896.

Nöggerath eldri sá ţegar hvađa möguleikar kvikmyndin gat gefiđ og komst í samband viđ Warwick Trading Company í London og gerđist áriđ 1897 umbođsmađur ţeirra í Hollandi, Danmörku og Noregi. Hann flutti inn sýningarvélar og tćki til kvikmyndagerđar, og lét gera fyrstu kvikmyndina í Hollandi. Í september 1898 fékk hann enskan tökumann frá Warwick Trading Company i London og lók upp ásamt honum mynd af herlegheitunum kringum krýningu Wilhelmínu drottningar (sjá hér og hér). Sýning myndarinnar varđ fastur liđur í öllum revíusýningum á Flora til margra ára. Nöggerath tók einnig ađrar myndir fyrir aldamótin 1900 og eru sumar ţeirra enn til. Leikhúsiđ Flora brann til kaldra kola áriđ 1902, en ţá hóf Nöggerath eldri ađ sýna kvikmyndir í Bioscope-Theater í Amsterdam, sem var fyrsti salurinn sem gagngert var byggđur til kvikmyndasýninga í Hollandi.franz_anton_noggerath_sr_1859-1908_-_dutch_film_pioneer_1279557.jpg

Franz Anton Nöggerath yngri var sendur til náms í kvikmyndagerđ á Bretlandseyjum. Vitađ er ađ hann tók kvikmynd sem fjallađi um 80 ára afmćli Viktoríu drottningar í Windsor áriđ 1899 og vann viđ gerđ kvikmyndarinnar The Great Millionaire áriđ 1901, áđur en hann hélt til Íslands til ađ gera Íslandskvikmynd sína. Anton yfirtók bíóiđnađ föđur síns ađ honum látum, og áđur en yfir lauk voru kvikmyndahús fjölskyldunnar orđin mörg nokkrum borgum Hollands. Bróđir Franz Antons jr., Theodor ađ nafni (1882-1961), starfađi einnig lengi vel sem kvikmyndatökumađur.

Ţar sem myndin međ slökkviliđinu í Reykjavík fannst hér um áriđ, verđur ţađ ađ teljast frćđilegur möguleiki, sem reyndar eru ávallt litlir á Íslandi, ađ kvikmynd Franz Antons Nöggeraths, sem hann tók á Íslandi sumariđ 1901, finnist. Ţađ yrđi örugglega saga til nćsta bćjar - ađ minnsta kosti til Hafnarfjarđar, ţar sem kvikmyndasafn Íslands er til húsa. Á vefsíđu ţess safns er ekki ađ finna eitt einasta orđ um Nöggerath. En ţađ verđur kannski ađ teljast eđlilegt, ţar sem enginn hefur séđ myndina nýlega.

Ţökk sé hollenska kvikmyndasögusérfrćđingnum Ivo Blom, ţá ţekkjum viđ sögu Nöggeraths og ţó nokkuđ um kvikmynd ţá sem hann tók á Íslandi sumariđ 1901. Blom hefur m.a. gefiđ út grein sem hann kallar The First Cameraman in Iceland; Travel Film and Travel Literature (sjá hér), ţar sem hann greinir frá fjórum greinum sem Nöggerath yngri birti áriđ 1918, í apríl og maí, um ferđ sína til Íslands sumariđ 1901. Greinar Nöggeraths birtust í hollensku fagblađi um kvikmyndir, sem kallađ var De Kinematograaf. Nöggerath hélt til Íslands á breskum togara, Nile frá Hull. Hann kom til landsins í september og líklega of seint til ađ hitta fyrir ţá ferđamenn sem hann langađi ađ kvikmynda á Íslandi, ţar sem ţeir spókuđu sig á Ţingvöllum og viđ Geysi, sem Nöggerath hafđi lesiđ sér ítarlega til um. Nöggerath sótti heim ýmsa stađi á Íslandi.

rb_england_to_iceland_29_geysir_copyright_v_v.jpg

Ţannig greinir Nöggerath frá Geysi í Haukadal í íslenskri ţýđingu:

Viđ létum nćrri ţví lífiđ sökum forvitni okkar. Í ţví ađ viđ vorum ađ kvikmynda gíginn og miđju hans, heyrđum viđ skyndilega hrćđilegan skruđning, og leiđsögumađurinn minn hrópađi, 'Fljótt, í burtu héđan'. Ég bar myndavél mína á herđunum, og viđ hlupum eins hratt og viđ gátum og björguđum okkur tímanlega. En allt í einu ţaut Geysir upp aftur af fullum krafti, og gaus; viđ höfđum ekki horfiđ of fljótt af vettvangi. Ţannig eru hćtturnar sem verđa á vegi kvikmyndatökumanna ....En ég hafđi náđ markmiđi mínu: Hinn mikli Geysir hafđi veriđ kvikmyndađur!

_ingvellir_wood_1882_d_copyright_v_v.jpg

Ţingvellir fengu ekki eins háa einkunn hjá Nöggerath:

Kirkjan á Ţingvölum var sú aumasta af ţeim kirkjum sem viđ höfđum heimsótt áđur á Íslandi; fyrir utan kirkjuna í Krísuvík. Kirkjan er mjög lítil, mjög óhrein og gólfiđ illa lagt hrjúfum hraunhellum ... Ţingvellir hafa hlotiđ frćgđ fyrir ađ vera stađurinn ţar sem ţing og ađrar samkomur Íslendinga fóru fram forđum daga. Fáar minjar hafa hins vegar varđveist sem sýna ţann stađ sem var svo mikilvćgur fyrir sögu Íslands.

rb_england_to_iceland_34_hekla_copyright_v_v.jpg

Hekla olli einnig Nöggerath vonbrigđum. Halda mćtti ađ hann hafi viljađ fá túristagos:

Ţegar viđ komum til Heklu, varđ ég fyrir miklum vonbrigđum. Fjalliđ var friđsćlt og hljóđlaust. Ég fékk ţegar ţá tilfinningu ađ ferđ mín hefđi veriđ til einskis. Ţegar ég klifrađi upp ađ tindi Heklu međ myndavél mína, var snjór ţađ eina sem sjá mátti í gíg fjallsins. Viđ tjölduđum nćrri fjallinu, og nćsta dag héldum viđ áfram ferđ okkar án ţess hafa séđ nokkuđ fréttnćmt.

Kvikmynd Nöggeraths frá Íslandi var í apríl 1902 fáanleg til sýninga hjá kvikmyndafélaginu Warwick Trading Company. Myndinni fylgdu ţessar yfirskriftir:

Hauling the Nets and Landing the Catch on an Iceland Trawler; Fun on an Iceland Trawler, Landing and Cleaning of a Catch on an Iceland Trawler, C!eaning the Fish and Landing a Shark, Gathering Sheep, Women Cleaning Fish for Curing and Women Washing Clothes in Hot Wells.

Í myndinni var sena, ţar sem íslenskir sjómenn spúluđu hvern annan til ţess ađ losna viđ slor og hreistur. Samkvćmt minningum Nöggeraths áriđ 1918 höfđu áhorfendur einstaklega gaman af ţeim hluta myndarinnar og ađ sögn hans seldist fjöldi eintaka af myndinni.

Viđ getum látiđ okkur dreyma um ađ ţessir vatnsleikir íslenskra sjómanna séu einhvers stađar til og ađ ţeir hafi ekki fuđrađ upp.

Ítarefni:

Ivo Blom 1999. 'Chapters from the Life of a Camera-Operator: The Recollections of Anton Nbggerath-Filming News and Non-Fiction, 1897-1908'. Film History, 3 (1999), pp. 262-81. [Minningar Nöggeraths voru upphaflega birtar í Hollenska fagblađinu De Kinematograaf. Greinar Nöggeraths um Ísland birtust í eftirfarandi tölublöđum De Kinematograaf:  9 (12 Apríl 1918); 10 (19 Apríl 1918);11(26 Apríl 1918); 12 (3 Maí 1918)].

Ivo Blom 2007. The First Cameraman In Iceland: Travel Film and Travel Literature‘, in: Laraine Porter/ Briony Dixon (eds.), Picture Perfect. Landscape, Place and Travel in British Cinema before 1930 (Exeter: The Exeter Press 2007), pp. 68-81. 

Kvikmyndagerđ á Íslandi; grein á Wikipedia ; Bók um elstu bíóin í Hollandi; Sjá einnig hér;

Grein á bloggi Ivo Bloms áriđ 2010; Grein um Nöggerath yngri á vef kvikmyndasafns Hollands.

Ath.

Myndin efst er gerđ til gamans og skreytingar samansett úr breskri Laterna Magica skyggnu frá 9. áratug 19. aldar og kvikmyndatökumyndamanni sem leikur í einni af myndum meistara Charlie Chaplins frá 1914. Ţetta er ţví ekki mynd af Franz Anton Nöggerath viđ tökur í Haukadal.

Ljósmyndirnar af Ţingvallabćnum, Heklu og Geysi síđar í greininni eru úr tveimur mismunandi röđum af glerskyggnum sem gefnar voru út á Englandi međ ljósmyndum mismunandi ljósmyndara á 9. og 10 áratug 19. aldar. Fornleifur festi nýlega kaup á ţessum og fleirum mjög sjaldgćfu skyggnum sem helstu sérfrćđingar og safnarar Laterna Magica skyggna ţekktu ađeins úr söluskrám fyrir skyggnurnar. Sagt verđur meira af ţeim von bráđar.

ibl259.jpg

Franz Anton Nöggerath jr. til hćgri viđ tökur í Ţrándheimi í Noregi áriđ 1906 er Hákon konungur var krýndur.


Gamlar kvikmyndir: Flugsaga

faxi.jpg

Danir líta á ţennan kvikmyndabút, sem lýsir flugvélakosti Íslendinga áriđ 1958, sem danskan menningararf. Kannski hefur skrásetjari ekki frétt af sambands- slitum ríkjanna og stofnun lýđveldis á Íslandi áriđ 1944.

ar-120529658.jpg

Myndbúturinn, sem hćgt er ađ sjá hér, var tekinn af Frank Poulsen og er úr safni DR (Danmarks Radio). Hugsanlega hefur ţessi mynd veriđ sýnd í danska sjónvarpinu.

Frábćrt er ađ sjá lendingu Catalinu flugbátsins TF-Skýfaxa á Skutulsfirđi og farţega ađ fara um borđ á Gunnfaxa TF-ISB, DC-3 flugvél FÍ á Egilsstöđum. Ţađ er ekki langt síđan ţetta var, en samt virkar ţetta eins og svipmynd aftan úr fornöld.

faxi_3.jpg

Stoltur fađir gengur um borđ á Reykjavíkurflugvelli, og efst má sjá farţegum hjálpađ í bát sem sigldi međ ţá í land á Ísafirđi.

Takiđ eftir ađ blessađur Mogginn var helsta róandi međaliđ um borđ líkt og í dag. En hvađ var fólk ađ lesa? Greinilegt er ađ ţetta var í miđju ţorskastríđinu áriđ 1958. Ţegar Íslendingar hótuđu t.d. ađ fara úr NATO og fengu styrki frá Moskvu. Ugglaust hafa blađamenn frá Danmarks Radio veriđ sendir til ađ fylgjast međ málinu. faxi4.jpg

Mađurinn hér á myndinni til hćgri er ađ lesa Morgunblađiđ ţann 26. nóvember 1958, ţegar landhelgismáliđ var í algleymingi. Bretar voru auđvitađ ósvífnir og ruddalegir ađ vanda.

Fyrirsögnin var svo eftir ţví í Mogganum: "Afsýra verđur vođanum ađ ofbeldi Breta".

faxi2.jpgMisfínir karlar fljúga frá Egilsstöđum.


Gamlar Ljósmyndir: Konungssýningin 1921

konungssyningin_fyrir_fornleif.jpg

Ţví miđur var mađurinn sem hefur höndina inni í fingrabrúđunni Fornleifi, settur út af sakramentinu á smettiskruddubók "Gamalla Ljósmynda", ţví hann birti "ljótar" myndir af Gunnari Gunnarssyni í nasistastellingum. Gunnar er sumum Íslendingum eins og Múhameđ spámađur er flestum múslímum. Höfuđ fljúga ef mađur leyfir sér ađ birta myndir af Gunnari eins og hann var. Gömlum ljósmyndum er sýnilega stjórnađ af einhverjum gömlum DDR-kommum eđa framsóknardraugum sem ţykjast vera kratar.

Frá Konungskomunni 1926

konungskoman_1921.jpg

Áđur en mér var mjög ódrenglega varpađ út af glansmyndafeisbókinni Gamlar Ljósmyndir, sem er undir stjórn Guđjóns Friđrikssonar sagnfrćđings og kynlegra kvista Ţormars ćttarinnar, sem seldi Gunnari Gunnarssyni Skriđuklaustur, leitađi ég ţar upplýsinga um kvikmynd Bíó-Petersens og Magnúsar Ólafssonar, sem ţeir tóku viđ konungskomuna áriđ 1921.

Mig langar mjög ađ sjá kvikmyndina, til ađ athuga hvort ég gćti séđ afa minn sýna fimi sína fyrir konung og frítt föruneyti hans. Afi minn var í fimleikaflokki ÍR sem gerđi ćfingar viđ Konungssýninguna áriđ 1921.

1921_konungssyningin_2_1254174.jpg

Afi stökk yfir hest og sýndi listilegar sveiflur á tvíslá. Fyrir ţađ fékk hann medalíu sem afi gaf mér ţegar ég var um ţađ bil 12 ára gamall. Medalían hafđi veriđ útbúin úr dönskum silfurpening frá 1916. Á myndinni efst er fimleikahópur ÍR og afi, Vilhelm Kristinsson er sá lágvaxni og sćti, 4. frá vinstri í efri röđinni.

vilhelm_afi_vilhjalms.jpg

Afi varđ síđar einn elsti kratinn á Íslandi og keypti manna lengst bleđil ţann sem bar nafniđ Alţýđublađiđ. Honum leist ekkert á ţá krata sem komu fram á sjónarsviđiđ eftir Eiđ Guđnason. Hálfsystur hans, Sigríđi Jensen í Kaupmannhöfn, tókst einnig ţađ afrek ađ verđa krati lengst allra í Danmörku. Kratar í Danmörku urđu ekki gamlir, ţví ţeir reyktu allir. Tante Sigga, eins og Sigríđur frćnka var kölluđ í fjölskyldunni á Íslandi, varđ hins vegar 102 ára, ef ég man rétt. Ég og kona mín heimsóttum hana stuttu eftir 100 ára afmćliđ. Kratar í Danmörku böđuđu hana blómum, svo hún gat vart veriđ í litlu íbúđinni sinni í Gladsaxe. Mektarmenn á viđ Anker Jřrgensen heimsóttu hana á afmćlisdaginn, sem tók tvo daga.

Ef einhver getur útvegađ mér kvikmynd Bíó-Petersens og Magnúsar Ólafssonar, eđa hefur vitneskju um ljósmyndir frá Konungssýningunni áriđ 1921, ţá ţćtti mér vćnt um ađ heyra frá ykkur.

Morgunblađiđ fjallađi um komuna og upplýsir ađ fimleikasýningin hafi fariđ fram á íţróttavellinum (Melavellinum).


Possible, but not positive

Richard the guy in the parking lot
 

Nú telja menn ađ víst sé, ađ ţađ hafi veriđ beinagrind Ríkharđs ţriđja Englandskonungs, sem menn fundu undiđ bílastćđi í Leicester i fyrra. Fornleifur greindi frá ţeim fundi í september í fyrra. Breskir fjölmiđlar og heimsfjölmiđlar eru í dag međ fréttir um krypplinginn og orkar ţar margt tvímćlis ađ mínu mati. Best ţykir mér ein athugasemdin á the Guardian um ađ ţađ kosti  Ł18.50 á sólahring, ađ hafa bílinn sinn í stćđi í miđborg Leicester. Ef ţetta er Ríkharđur 3., ţá hefur hann legiđ ţarna í 192.649 daga og ţađ gera hvorki meira né minna en 3.564.006 sterlingspunda. Kannski er afsláttur fyrir krypplinga og líklegast hefur Ríkharđur veriđ međ bláa skiltiđ, fyrir utan bláa blóđiđ? Ţađ síđastnefnda hleypir fólki oft ókeypis inn.

En best er nú ađ fara á heimasíđu háskólans í Leicester og lesa um niđurstöđurnar ţar. Niđurstöđur kolefnisgreininganna eru ekki eins einfaldar og fjölmiđlar segja frá og vísindamenn háskólans, sem hafa látiđ greina beinin á tveimur mismundandi stöđum, greina ekki rétt frá niđurstöđunni eins og á ađ gera. Talningaraldurinn er t.d. ekki birtur en ađeins umreiknađur, leiđréttur aldur. Ţađ get ég sem fornleifafrćđingur ekki notađ til neins, og verđ ţví ađ draga aldursgreininguna í efa ţangađ til ađ betri fréttir fást. Á heimasíđu háskólans er reyndar skrifađ: This does not, of course, prove that the bones are those of Richard III. What it does is remove one possibility which could have proved that these are not Richard's remains, en ţessa setningu fundu blađamenn auđvitađ ekki eđa birtu, ţví ţeir ţurfa ađ selja blöđ og sensasjónin blindar ţá alltaf. Kolefnisaldursgreiningin segir sem sagt akkúrat ekki neitt neitt sem sannar ađ ţađ sé Ríkharđur III sem sé fundinn undir bílastćđinu í Leicester.

dnaresults of whomever ever you want
 

Furđuleg birting DNA-rannsóknar

Ţar ađ auki er sagt í fjölmiđlum, ađ DNA rannsóknin stađfesti skyldleika beinanna viđ meinta afkomendur ćttingja Ríkharđs III sem sýni voru tekin úr, eins og lýst er hér.  Satt best ađ segja ţykir mér greinagerđin fyrir niđurstöđunum nú afar ţunnur ţrettándi. Mađur myndi ćtla, ađ ţúsundir Breta vćru međ sams konar mítókondríal genamengi og beinin í gröfinni og bein hugsanlegra ćttingja.

Ţetta er afar lélega framreidd niđurstađa. Mađur vonar bara ađ DNA-niđurstöđurnar séu ekki mengađar af Dr. Turi King sem framkvćmdi hluta ţeirra. Ţá vćri ţađ allt annar "konungur" sem menn eru ađ skođa. Slíkar varúđarráđstafanir hafa svo sem gerst áđur í öđrum rannsóknarstofum, og ţess vegna vćri viđ hćfi ađ Dr. King birti líka niđurstöđur DNA rannsókna á ţeim sem framkvćmdu rannsóknina. Ţann siđ tóku danskir vísindamenn t.d. upp fyrir skömmu til ađ útiloka allan grun um mengun sýna.

Í ţví sem birt er á heimasíđu háskólans í Leicester, sé ég engin haldbćr rök fyrir ţví ađ mađurinn í gröfinni hafi veriđ međ hrćđilega hryggskekkju. Hér eru nćrmyndir af breytingum í hryggjarliđum, en er ţetta nóg til ađ sýna fram á ađ einstaklingurinn sem fannst hafi veriđ krypplingur?

The-skeleton-of-Richard-I-013

Glatađi sonurinn er fundinn

Drengur 
Annasmali

Leiklistarsaga og saga kvikmynda eiga náđ fyrir ásjónu Fornleifs, enda hvortveggja búiđ ađ gerjast á međal okkar í meira en 100 ár. 

Hér skal greint frá búningum sem teiknađir voru fyrir leiksýningu í Drury Lane Royal Theatre í Lundúnum áriđ 1905, og sem verđur ađ telja hluta af íslenskri leiklistarsögu, ţótt Íslendingar hafi lítiđ komiđ ţar nćrri, en leikritiđ gerđist reyndar á Íslandi - eđa einhvers konar Íslandi.

Hall_Caine_Vanity_Fair_2_July_1896
Hall Caine (1853-1931) ţótti mađur einkennilegur í útliti, og átti kynhylli jafnt kvenna sem karla ađ ţví er taliđ er. Fyrir utan ađ vera mikiđ Íslandsvinur, var hann vinur gyđinga og hafđi mikla ímugust á gyđingafordómum samtímamanna sinni. Hann skrifađ m.a. verkiđ Syndahafurinn (The Scapegoat) um gyđinga.

 

Um aldamótin 1900 heimsótti breski rithöfundurinn Hall Caine Ísland og heillađist af ţjóđ og landi. Hann ferđađist eitthvađ um Ísland. Er heim var komiđ, hóf hann ađ rita sígilda sögu um glatađa soninn, sem hann stađsetti á íslensku sviđi og í ţeirri náttúru sem heillađi hann. Verk hans The Prodigal Son kom út áriđ 1904 hjá Heinemann forlaginu og seldist vel í hinum enskumćlandi heimi. Hall Caine, sem hafđi alist upp á eyjunni Man, var einn af vinsćlustu höfundum síns tíma, en í dag telst hann ekki lengur til sígildra höfunda, enda var hann uppi á tímaskeiđi er leiklistarleg melódramatík og vćmnisviđkvćmni voru í tísku.

Fljótlega var tekin ákvörđun um ađ setja verk Hall Caines á sviđ í Lundúnum. The Prodigal Son var sýnt viđ sćmilegar undirtektir, en ekki fyrir fullum húsum á fjölum Drury Lane Royal Theatre i Lundúnum. Handlitađa ljósmyndin hér fyrir neđan er einmitt tekin áriđ 1905 og sést skilti á leikhúsinu í Covent Garden sem auglýsir Glatađa soninn.

Drury Lane 1905

Drury Lane Royal Theatre 1905

Hall Caine hafđi ţegar áriđ 1890 gefiđ út ađra sögu sem ađ hluta til gerđist á Íslandi og bar hún titilinn The Bondman: A new Saga (Leiguliđinn). Ţađ leikrit var einnig sett á sviđ í Drury Lane Theatre áriđ 1906, en ţá hafđi atburđarásin, sem var sú sama og á Íslandi, veriđ flutt yfir á ađra eyju, allfjarri Ísalandi. Sikiley varđ nú sögusviđiđ og í lok sýninganna, sem voru fáar, gaus Etna í stađ Heklu. Sagan var kvikmynduđ í Bandaríkjunum áriđ 1916.

PhotoComelli
Leikbúningahönnuđurinn Comelli
 

Lítiđ er varđveitt frá sýningunni á Glatađa syninum í Lundúnum nema frábćrar vatnslitateikningar Attilio Comelli sem var einn fremsti leikbúningahönnuđur í Lundúnum á ţessum tíma. Fyrir fáeinum árum voru teikningar hans fyrir búninga sýningarinnar gefnar á V&A Museum (Victoria & Albert safniđ), sem um sinn ţjónar hlutverki leiklistasafns Breta, sem mun opna síđar í Covent Garden.

Skođiđ svo teikningar Comellis hér (kvenbúningar) og hér (karlabúningar).

Ekki er gott ađ segja til um, hvort leikhúsiđ hafi fylgt öllum stúdíum Comellis, sem greinilega hefur leitađ grasa í ýmsum verkum um Ísland. Ein mynd, sem Fornleifur hefur keypt vestur í Bandaríkjunum, af leikaranum Frank Cooper í hlutverki Magnús Stephensson á Drury Lane ári 1905, sýnir hann í búningi, kápu, sem svipar mjög til ţess búnings sem Attilio Comelli teiknađi fyrir hlutverkiđ.

Frank Cooper

 Frank Cooper i The Prodigal Son og teikning Comellis af frakkanum

Magnus Stehpensson

 

MBL 16. ágúst 1922

Sumariđ 1922 hélt 14 manna hópur frá Lundúnum til Íslands til ađ taka upp hluta af kvikmyndinni The Prodigal Son sem byggđi á bók Hall Caines. Kvikmyndaleikstjórinn hét A.E. Coleby og var nokkuđ vel ţekktur á sínum tíma. Međal leikaranna var ef til vill einn leikari sem var ţekktur og lék í yfir 150 breskum kvikmyndum, en ţađ var Stewart Rome (Wernham Ryott Gifford), sem lék eitt ađalhlutverkiđ, Magnús Stephensson. Kvikmyndin var m.a. tekin upp í húsi Ólafs Davíđssonar í Hafnafirđi, sem varđ ađ húsi Oscars Nielsens faktors í sögunni/myndinni, sem og á Ţingvöllum. Filmur voru flestar framkallađar á Íslandi. Heimsókn breska kvikmyndahópsins vakti töluverđa athygli og var skrifađ um hann í dagblöđum. The Prodigal Son var önnur leikna erlenda kvikmyndin sem tekin var á Íslandi.

Morgunbađiđ birti mynd af hluta breska hópsins ţann 16. ágúst 1922 (sjá ofar). og 30. júlí 1922 greindi blađi frá ţví ađ breskur lćknir hafi slegist í för međ hópnum sér til upplyftingar og hvíldar, eftir ađ hafa veriđ á vígstöđvunum í stríđinu. Lćknirin hét dr. Moriarty  ???FootinMouth. Hópurinn lenti m.a. í aftakaveđri. Skođiđ ţađ á timarit.is

3398766748_07ea02305b_b

Stewart Rome var mikill sjarmör

Stoll Theatre

Stoll Picture Theatre, sem var fullbyggt áriđ 1911 og var tónleikahöllin m.a. framkvćmd Rogers Hammerstein hins bandaríska sjóvmanns, sem langađi ađ leggja Lundúnir undir fót. Ţađ tókst ekki betur en svo, ađ hann tapađi 1/4 hluta ţess fjár sem hann setti í verkefniđ og tók ţá Oswald Stoll (f. Grey) viđ taumunum. Ţessi glćsilega höll var ţví miđur rifin áriđ 1958. Mikil bíósaga fór ţar forgörđum.

Kvikmyndin The Prodigal Son, sem frumsýnd var 1923, var löng og var sýnd í tveimur hlutum, og urđu sýningargestir ţví ađ fara tvisvar í bíó til ađ sjá hana til enda. Hún var frumsýnd í hinu risastóra Stoll Picture Theatre i Lundúnum. Gekk myndin fyrir fullu húsi í 6 vikur og einnig í öđrum kvikmyndahúsum í London. 

Til Íslands kom kvikmyndin ekki fyrr en áriđ 1929, og var sýnd undir heitinu "Glatađi sonurinn" og var svo ađ segja engin ađsókn ađ henni í Nýja Bíói, ţar sem hún var ađeins auglýst í viku. Löngu áđur en myndin kom til Íslands, var hún sýnd í Vesturheimi:

prodigal_son2

Ţótt nokkuđ hafi veriđ skrifađ um sögur Hall Caines sem gerast á Íslandi í íslenskum dagblöđum, kom bókin ekki út á Íslandi fyrr en 1927 í ţýđingu Guđna Jónssonar. 1971-72 var hún framhaldssaga í Tímanum. Ţađ eru ţví ekki nema von ađ Framsóknarmenn komnir yfir fimmtug séu jarmandi vćmnir og sentímental. Lesiđ bók Hall Caines á frummálinu hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband