Possible, but not positive

Richard the guy in the parking lot
 

Nú telja menn að víst sé, að það hafi verið beinagrind Ríkharðs þriðja Englandskonungs, sem menn fundu undið bílastæði í Leicester i fyrra. Fornleifur greindi frá þeim fundi í september í fyrra. Breskir fjölmiðlar og heimsfjölmiðlar eru í dag með fréttir um krypplinginn og orkar þar margt tvímælis að mínu mati. Best þykir mér ein athugasemdin á the Guardian um að það kosti  £18.50 á sólahring, að hafa bílinn sinn í stæði í miðborg Leicester. Ef þetta er Ríkharður 3., þá hefur hann legið þarna í 192.649 daga og það gera hvorki meira né minna en 3.564.006 sterlingspunda. Kannski er afsláttur fyrir krypplinga og líklegast hefur Ríkharður verið með bláa skiltið, fyrir utan bláa blóðið? Það síðastnefnda hleypir fólki oft ókeypis inn.

En best er nú að fara á heimasíðu háskólans í Leicester og lesa um niðurstöðurnar þar. Niðurstöður kolefnisgreininganna eru ekki eins einfaldar og fjölmiðlar segja frá og vísindamenn háskólans, sem hafa látið greina beinin á tveimur mismundandi stöðum, greina ekki rétt frá niðurstöðunni eins og á að gera. Talningaraldurinn er t.d. ekki birtur en aðeins umreiknaður, leiðréttur aldur. Það get ég sem fornleifafræðingur ekki notað til neins, og verð því að draga aldursgreininguna í efa þangað til að betri fréttir fást. Á heimasíðu háskólans er reyndar skrifað: This does not, of course, prove that the bones are those of Richard III. What it does is remove one possibility which could have proved that these are not Richard's remains, en þessa setningu fundu blaðamenn auðvitað ekki eða birtu, því þeir þurfa að selja blöð og sensasjónin blindar þá alltaf. Kolefnisaldursgreiningin segir sem sagt akkúrat ekki neitt neitt sem sannar að það sé Ríkharður III sem sé fundinn undir bílastæðinu í Leicester.

dnaresults of whomever ever you want
 

Furðuleg birting DNA-rannsóknar

Þar að auki er sagt í fjölmiðlum, að DNA rannsóknin staðfesti skyldleika beinanna við meinta afkomendur ættingja Ríkharðs III sem sýni voru tekin úr, eins og lýst er hér.  Satt best að segja þykir mér greinagerðin fyrir niðurstöðunum nú afar þunnur þrettándi. Maður myndi ætla, að þúsundir Breta væru með sams konar mítókondríal genamengi og beinin í gröfinni og bein hugsanlegra ættingja.

Þetta er afar lélega framreidd niðurstaða. Maður vonar bara að DNA-niðurstöðurnar séu ekki mengaðar af Dr. Turi King sem framkvæmdi hluta þeirra. Þá væri það allt annar "konungur" sem menn eru að skoða. Slíkar varúðarráðstafanir hafa svo sem gerst áður í öðrum rannsóknarstofum, og þess vegna væri við hæfi að Dr. King birti líka niðurstöður DNA rannsókna á þeim sem framkvæmdu rannsóknina. Þann sið tóku danskir vísindamenn t.d. upp fyrir skömmu til að útiloka allan grun um mengun sýna.

Í því sem birt er á heimasíðu háskólans í Leicester, sé ég engin haldbær rök fyrir því að maðurinn í gröfinni hafi verið með hræðilega hryggskekkju. Hér eru nærmyndir af breytingum í hryggjarliðum, en er þetta nóg til að sýna fram á að einstaklingurinn sem fannst hafi verið krypplingur?

The-skeleton-of-Richard-I-013

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er uppátæki Shakespeares að RIkki hafi verið krypplingur. Það kemur hvergi fram í samímaheimildum. Hins vegar kemur fram að annar handleggur hafi verið miklu sterkari en hinn sem bendir afdráttarlaust til hryggskekkju. En er líklegt að einhver annar fatlaður, háttsettur samtímamaður  hans hafi verið grafinn í klausturkirkjunni sem stóð þar sem bílastæðið er nú?

Aðeins fína fólkið fékk slíkan legstað.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.2.2013 kl. 16:41

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú, jú Vilhjálmur, en ef þú lest greinagerð mannfræðings og lækna á síðu háskólans í Leicester, það má lesa þar að ekkert afbrigðilegt hafi fundist í lengd og ásigkomulagi handleggja beinagrindarinnar eða handa. Sú upplýsing, að hann hafi verið með kylfuhandlegg, hlýtur því að vera skáldskapur líka, ef þetta er þá hann sem var parkerað þarna í grábræðraklaustrinu í Leicester.

En lestu ritheimildirnar (sem reyndar er ekki vitnað í eins og maður á að gera) http://www.le.ac.uk/richardiii/history/visittoleicester.html

FORNLEIFUR, 5.2.2013 kl. 07:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég lit á öll svona "vísindi" sem sensationalisma þar til annað traustara kemur í ljós. Við einkavæðingu fræðanna og aukna samkeppni um styrki og framlög, þá er þetta þvi miður að breyta þessari fræðigrein í einhverskonar hjávísindi utávið. Við höfum ekki krækt hjá þessari staðreynd hér eins og dæmin sanna.

Allavega er mitt traust á greininn hratt dvínandi. Ekki hægt treysta neinu sem þaðan kemur nema að leggjast í fact check. Nú vantar bara að breyta þessu í skemmtiefni í Íslensku sjónvarpi, eins og bretar hafa gert í einhverja áratugi, með Baldrick úr Black Adder í fararbroddi, m.a.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2013 kl. 08:59

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eins og ég sagði var Rikki ekkert „frík“ með „kylfuhandeggð“ eða mislanga handleggi. Hann stundaði mjög vopnaskak með þeim afar þungu vopnum sem þá tíðkuðust og segir að sá handleggur sem hann beitti sverðinu með hafi verið miklu kraftalegri en hinn. Önnur öxlin hefur líka verið hærri en hin, en hann var ekki með kryppu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.2.2013 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband