Fćrsluflokkur: Gömul hús

Móbergslöndin Ísland og Ítalía

img_1315b.jpg

Ţótt móberg sé algengasta bergtegund Íslands, og ađ sögn Haraldar Sigurđssonar jarđeđlisfrćđings - hvorki meira né minna en steinn steinanna á grjóthólmanum Íslandi - hefur ţví aldrei veriđ gert jafnt hátt undir höfđi á Íslandi eins og á t.d. Ítalíu. Sumir Ítalir elska móbergiđ sitt ekkert síđur en marmarann, og á ég ekki erfitt međ ađ skilja ţađ.

Móberg eđa tuff (á ítölsku tufo / tofus á latínu) geta veriđ mismunandi bergmyndanir. Íslenska móbergiđ er myndađ rétt undir vatni eđa ís og er svokölluđ Palagónít bergmyndum. Ţađ sem fólk kallar túf (túff) erlendis er hins vegar sjaldnast palagónít líkt og íslenska móbergiđ. Ég ćtla ţó ekki ađ sökkva mér djúpt í gerđarfrćđi mismunandi móbergs, en biđ fólk sjálft um ađ lesa um hinar mismunandi gerđir móbergs í heiminum sem eru gerđ ágćt skil hér.

Móbergiđ á Ítalíu hefur alltaf heillađ mig, síđan ađ ég sá ţađ fyrst í Róm og viđ Sorrentó-flóa á 8. áratug síđustu aldar, og ţótti um margt minna á sumt íslenskt berg. Ţađ hefur á ákveđnum svćđum mikiđ notađ til bygginga, enda sterkara en ţađ íslenska og umbreytt 300 - 600.000 ára berg. Á Ítalíu eru til ađ minnsta kosti átta "tegundir/gerđir" móbergs sem notađ er í byggingar (sjá hér). Ţađ kemur frá mismunandi svćđum og hefur móbergiđ oft mismunandi lit, allt frá gráum og grćnbrúnum yfir í ljósari vikurliti og mórauđa liti. Ţađ gráa inniheldur smćrri korn af öđru efni, en ţađ brúna getur veriđ mjög gróft. Túffiđ hefur veriđ notađ sem byggingarefni síđan á dögum Etrúra (sem sumir kalla Etrúska) á 7. öld f.Kr., og er enn notađ til viđhalds eldri bygginga.

img_1439b.jpgHorft yfir móbergsbćinn Cori úr rúmlega 480 m. hćđ. Cori er eldir en Róm.

Í fjallaţorpinu Cori di Latina í Lazio í Lepini-fjöllum suđaustur af Róm, hefur mikiđ veriđ byggt úr ţessu mjúka og létta efni, sem hćgt er ađ forma auđveldlega og jafnvel saga ţá til. Ţađ finnst í miklum mćli á svćđinu kringum bćinn.

Cori varđ til sem bćr fyrr en Róm og síđar bjó Rómarađallinn hér í fjöllunum á sumrin, til ađ komast burtu frá mývargi og öđru pestarfé sem hrjáđi hann niđur á sléttunum. Ţeir byggđu sumarhús sín úr kalksteini og móbergi en fluttu einnig hingađ hinn fínasta marmara sem ţeir reistu međ hof og virđulegri byggingar. Í Róm er hins vegar einnig hćgt ađ sjá fjölda rústa húsa sem byggđ hafa veriđ úr móbergi, sem er alls stađar ađ finna í sumum hćđum borgarinnar. Góđ dćmi um byggingar í Róm til forna, ţar sem notast var viđ móberg, er hluti af Colosseum og Portúnusarhofi.

portunus.jpg

Portúnusarhof í Róm

veggur_servians_naerri_terministo.jpg

Veggur Serviusar Tulliusar sem byggđur var umhverfis Rómarborg á 4. öld f.Kr. Múrinn var hlađinn úr tilhöggnum móbergsbjörgum. Hér er brot af honum nćrri ađalbrautastöđinni, Termini í Róm.

Palatino-hćđ í Róm er ađ miklum hluta mynduđ úr móbergi og mörg hús í Róm voru hlađin úr móbergi. Oft hafa menn ţó pússađ yfir ţessa steina í veggjum, en dyraumgjörđir međan ađ skreytingar hafa veriđ látnar halda sér. En í hofum og húsum í Pompeii, Herculaneum og t.d. í Cori standa veggir ţađ menn hafa hlađiđ litla ferninga af móbergi í tígulmynstur svo unun er á ađ horfa, t.d í Polux og Castor hofinu í Cori. Í seinni tíma byggingum t.d. frá endurreisnartímanum var hiđ mjúka móberg einnig notađ og stendur sig enn vel. Húsiđ sem ég bý í í Cori hefur kjarna frá miđöldum en ađ hefur veriđ byggt mikiđ viđ húsiđ. Ýmis efniviđur hefur veriđ notađur, en greinilegt er ađ móberg og kalksteinn eru algengasta efniđ. Gatan Via della Repubblica efst í Cori, er lögđ međ basaltsteinferningum og í miđju götunnar er 20 sm. renna úr kalksteinshnullungum.

mi_aldahus_i_cori.jpg

Miđaldabyggingar hlađnar úr móbergi í Cori í Lazio.

img_0927b_1290336.jpg

Ţetta röndótta hús er hlađiđ úr Lazio-móbergi og kalksteini hér frá svćđinu umhverfis Cori - og er nú til sölu.

img_0784b_1290362.jpg

Gömul gluggaumgjörđ innan í enn eldri dyraumjörđ. Efniđ er Lazio móberg.

img_0833b.jpgÁ Stóru Borg undir Eyjafjöllum, sem vitaskuld er ekki neitt síđri menningarbćli en Róm, var móberg notađ í hleđslur. Oftast nćr óunniđ, en í einni byggingunni man ég eftir 6 eđa 8 steinum tilhöggnum og strýtumynduđum, sem voru eins konar hornsteinar í byggingunni innanverđri. Ég tók margar myndir af ţessum steinum, sem Mjöll Snćsdóttir hefur fengiđ til úrvinnslu, og get ég ţví ekki sýnt ykkur ţćr. Vitaskuld var húsiđ teiknađ og mćlt eftir öllum kúnstarinnar reglum, en ég hef enn ekki séđ ţessa listavel tilhöggnu steina birta í bók eđa ritlingi og veit ekki hvort ţeim var bjargađ á safniđ í Skógum.

Vart er ţó hćgt ađ byggja hof eđa turna úr íslensku móbergi eins og menn gera á Ítalíu, t.d. eins og turninn (hér yfir) ofar á Via della Repubblica í bćnum Cori. Turninn var var reistur í fornum stíl viđ kirkju sem byggđ var eftir síđara heimsstríđ, í stađ kirkju postulanna Péturs og Páls ofar í bćnum. Kirkjuskip ţeirrar kirkju hrundi ofan á 40 kirkjugesti áriđ 1944 er bandamenn skutu á bćinn í ţeirri trú ađ yfirmenn ţýska hersins feldu sig eđa héldu fund í kirkjunni. Allir kirkjugestir létust nema einn drengur, sem missti annan fótlegginn. En kirkjuturninn og Herkúleshofiđ viđ suđurmúr kirkjunnar stóđst sprengjuna og er turninn einnig ađ einhverjum hluta til byggđur úr móbergi í bland viđ kalkstein, marmara og basalti.

En ef móbergiđ íslenska fćr ađ hvíla sig og umbreytast í 300.000-600.000 ár til viđbótar er kannski hćgt ađ tala um endurreisnarhús úr ţessu ţjóđarbergi okkar, sem mér finnst nú fallegra en margt sem íslenska ţjóđin er annars kennd viđ. Spurningin er bara, hvort Íslendingar hafi ţolinmćđi ađ bíđa svo lengi eđa hvort ćđri máttarvöld haldi Íslendinga út í allan ţann tíma. Varla.

img_1376b.jpg

Kjallaragluggi međ umgjörđ úr móbergi á lítilli höll frá 17. öld í neđri hluta Cori. Efsta myndin sýnir hleđslu í hofi Pollux og Castors í Cori. img_1151b_1290338.jpg Dyrabúnađur á húsi í efri hluta Cori, sem ađ hluta til er frá miđöldum. Ţađ er í mikilli niđurníđslu en ég gćti vel hugsađ mér ađ festa kaup á ţví hefđi ég til ţess fjármagn (veit ţó ekkert um verđiđ eđa hvort ţađ er til sölu en ekki hefur veriđ búiđ í ţví í um 40 ár) eđa ţolinmćđi gegn skriffinnum Ítalíu. Einhverjir fór í gang međ viđgerđir á einhverju stigi, en gáfust upp. Yfir dyrunum er lágmynd af Maríu og Kristi.

img_1146b.jpg

Sums stađar hafa menn nýtt sér allt mögulegt byggingarefni. Allt var endurnýtt.

img_1226b.jpg

Fínustu hallir endurreisnartímans voru einnig byggđar úr ţví efni sem fyrir hendi var og skreyttar međ gömlum súlum sem stundum var rćnt úr rómverskum rústum í nágrenninu. Palazzo Riozzi-Fasanella í Cori er frá 16. öld.

img_1259b.jpg

Hleđsla úr móbergi frá miđöldum ofan á risavöxnum björgum úr kalksteini/marmara sem eru frá ţví á annari öld fyrir okkar tímatal.

romversk_hle_sla_cori.jpg

Rómverskur veggur í Cori hlađinn úr móbergi í Opus reticulatum.


Reykjavík 1862

Reykjavík Taylors

Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús í bćnum.

Bayard%20Taylor-Photo-Cecpia-Cropped&Resized
Bayard Taylor

Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.

Geir pískar Brúsu

Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskörlum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti „An awkward Predicament". Rjóđar, ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.

22903v22902r

Meira af ţessum skemmtilegu myndum hér og hér

Ţessi fćrsla birtist áđur á www.postdoc.blog.is, ţegar myndirnar birtust í fyrsta sinn á Íslandi.


Auđunnir 100 dollarar

worldcolumbianexpositionexhibithall_small.jpg

Alfred J Raavad bróđir Thors Jensens, sem ég greindi frá í greininni hér á undan flutti til Bandaríkjanna međ konu sinni og fjórum börnum áriđ 1890. Ţar kallađi hann sig Roewad og síđar Roewade.

Ţann 1. október áriđ 1892 var viđtal viđ Alfred í Chicago Daily Tribune í tilefni ţess ađ hann hafđi unniđ til verđlauna í hönnunarkeppni. Hann vann 100 dali fyrir hönnun merkis fyrir Heimssýninguna Chicago World´s Fair, sem einnig var kölluđ The Columbian Exposition sem haldin var í borginni 1892-93.

mr_roewads_banner.jpg

Vinningstillaga Alfred Raavads var eins konar rúnartákn, hvítt á leirrauđum fleti. Hann hannađi fána, skrúđfána og skjöld međ ţessu merki. Ekki er laust viđ ađ hiđ forna danska sóltákn sem frćndi hans Björgólfur Thor notađi um tíma á stél einkaţotu sinnar sé ađeins skylt ţessu tákni sem Alfređ hannađi áriđ 1892. Ţegar menn stefna á miklar hćđir er víst best ađ hafa góđa skildi og tálkn til ađ verjast falli.

Blađamađur Chicago Tribune hefur greinilega haft mikiđ álit á ţessum 44 ára Dana, og skrifađi m.a. í forsíđugrein um vinningshafann:

Although Mr. Roewad said with a smile last night that he had never earned $100 so esaily before, it is evident from his career that he has the ability and purpose to earn many hundreds of hundred dollars before he dies.

Ţeir voru ţví greinilega líkir brćđurnir Thor og Alfred Jensen ţegar ađ auramálum kom. Ţess má geta ađ 100 Bandaríkjadalir áriđ 1892 samvara 2632 dölum í dag (eđa 354.293,52 ISK).

manufacturingbldg_1261154.jpg

abraham_gottlieb.jpgÍ viđtalinu viđ Chicago Daily Tribune greindi Alfred örlítiđ frá högum sínum. Eftir ađ hann hafđi flust međ fjölskylduna til Chicago í maí 1890 hafđi hann m.a. unniđ hjá Keystone Bridge Company. Síđan fékk hann starf hjá Abraham Gottlieb, sem um tíma var yfirmađur framkvćmda á heimssýningunni. Gottlieb var gyđingur, og eru nú til sögunnar taldir tveir gyđingar sem Alfred Jensen Raavad vann međ. En síđar á ćvinni gerđist Raavad mikill gyđingahatari eins og ég greindi frá í fyrri grein minni um Alfred.

Raavad vann síđar á teikni- og hönnunarstofu heimssýningarinnar og starfađi mest viđ hönnum hins risastóra Manufactures og Liberal Arts skála (sjá mynd efst og hér fyrir ofan). Skáli ţessi var teiknađur af arkitektinum Robert Swain Peabody sem var frá Boston.

harpersexpositionbureau.jpg

Teikning sem sýnir teiknistofu Chicago World´s Fair. Teikninguna gerđi T. de Thulstrup. Úr Harpers Week 1892.

Raavad lofađi mjög Bandaríkjamenn og borgina Chicago. Hann gerđi samlíkingu á Ameríku og Evrópu, sér í lagi á Englandi sem hann hafđi augljóslega ekki miklar mćtur á. Ekki er laust viđ ađ ţegar áriđ 1892 sé fariđ ađ bera á mannbótastefnu og herrafólkshugsjónum í skođunum Alfred Jensen Raavads:

In spite of my love for my country I decided my ideas and work were too American to agree with the slow Danish Development. After a struggle I sold out everything and started to find the center of the world and its civilization. I was sure the westward growing civilization had its headquarters in the United States, but where in this country was the center? I thought it would be in Chicago, but nobody could be sure of this, and it was a kind of lottery to select any place. As soon as the Word´s Fair question was settled I came to Chicago at once.

Of course it is a serious thing to shift nationality. A thousand questions streamed into my soul. You are too American for Copenhagen, are you American enough for Chicago? I had been studying in Paris, Vienna and other cities and it was plain every place hat its originalities , and of course Chicago hat its. I will see London and see how Chicago and Chicagoans look. I knew that the women of the other European metropolises were most characteristic of the inhabitants. I will look at the women of London and see how they compare with my ideal. I staid there a week, but it is far more difficult to find the English Types than those of other cities. Homely faces, short and clumsy figures, dressed without taste, were the ruling features. Either a special nose fostered by the fog and smoke or the remains of the Celts. 

Arriving here my first task was to seek the American type as it expressed itself in the street passengers. Who can reveal my joy! I looked and was afraid it was a dream. I saw the most beautiful and vivid type of man. The slender, lovely girls, with small hands and feet, natural and healthy, with brighter eyes than I ever saw before, expressed my ideal in better form. This was my first impression and it has grown stronger since.

Heimild: Chicago Daily Tribune, 1. október 1892; forsíđa og bls. 3. Hér má lesa hluta greinarinnar.

sigga_rokk_1261148.jpgP.s. Frú Sigríđur E. Magnússon, kona Eiríks Magnússonar bókavarđar í Cambridge var eins konar sýningargripur á sýningunni í Chicago áriđ 1893. Ţar var hún klćdd skautbúningi, hélt fyrirlestra um sögu Íslendinga, lék á gítar og sýndi íslenska silfurgripi. Ekki voru allir sáttir viđ ţátttöku hennar á sýningunni. Harpa Hreinsdóttir hefur skrifađ afar skemmtilegt blogg um ţađ.

 


Bróđir Thors

radsmannsibud_1917.jpg

alfred_raavad_1848-1933_1916.jpg

Thor Jensen, ćttfađir Thorsaranna, átti 11 systkini og ţar af fjögur hálfsystur. Einn bróđir Thors var líka vel gefinn piltur eins og Thor og komst á spjöld sögunnar líkt og hinn framtakssami bróđir hans á Íslandi. Hann hét Alfred J. Raavad (síđar stafađ Rĺvad; Sjá ljósmynd til vinstri). Alfred breytti eftirnafni sínu áriđ 1880, enda Jensen bara nafn fyrir venjulegt alţýđufólk. Alfred fćddist áriđ 1848 og var ţví töluvert eldri en Thor, sem fćddist áriđ 1863. Fađir ţeirra var Jens Christian Jensen múrarameistari og móđir ţeirra hét Andrea Louise Martens.

Alfred Jensen Raavad

Alfred starfađi í Danmörku og Bandaríkjunum (ţar sem hann kallađi sig Roewade). Hann var sćmilega vel ţekktur fyrir nokkrar byggingar beggja vegna Atlantsála, en sömuleiđis fyrir áhuga sinn og skrif um borgarskipulag, sem hann byrjađi ađ sýna áhuga í Bandaríkjunum. Hann varđ t.d. fyrstur manna til ađ teikna skipulag Reykjavíkur, ţar sem hann hugsađi sér einhvers konar Akropolis stjórnsýslunnar og "ađalsins" í Öskjuhlíđinni.

Íslenskur arkitekt, Hilmar Ţór Björnsson, sem oft skrifar áhugaverđar greinar um byggingalist fyrir alţýđuna á bloggi sínu á Pressunni, hefur haldiđ ţví fram, ađ Alfred J. Raavad hafi aldrei notiđ sanngirni ţegar seinni tíma menn útmćldu heiđur fyrir landvinninga í byggingarlist og bćjarskipulagi (sjá hérhér og hér).

Hilmari Ţór telst svo til, ađ Alfred J. Raavad hafi fyrstur stungiđ upp á fingraskipulagi stór-Kaupmannahafnar, sem löngum hefur veriđ kennt viđ Peter Bredsdorff og Steen Ejler Rasmussen og taliđ ađ ţeir hafi átt heiđur ađ ţví ţegar ţeir kynntu ţađ áriđ 1947. Hilmar Ţór álítur ađ Raavad hafi ekki notiđ heiđursins vegna ţess ađ hann hafi veriđ gyđingahatari. Ţarna held ég ađ Hilmari Ţór förlist byggingalistin í sagnfrćđiathugunum sínum, ţví ţetta er einfaldlega ekki rétt og meinloka og óhugsuđ samsćriskenning í besta lagi.

Ţó svo ađ Alfred J. Raavad hafi veriđ svćsinn gyđingahatari, félagi í Foreningen til Fremmedelementers Begrćnsning, sem síđar var gefiđ nýtt nafn (Dansker Ligaen), ţá var gyđingahatur svo rótgróiđ í löndum Evrópu á fyrri hluta 20. aldar, ţar međ taliđ Danmörku, ađ lítiđ var eftir ţví tekiđ, nema hjá ţeim sem fyrir ţví urđu. Íslendingar flestir geta ekki gert sér grein fyrir ţví hatri. Ţađ var ţví ekki Raavad sem var fórnarlamb, heldur fólkiđ sem hann hatađi.

En nú er ţađ einu sinni svo, ađ gyđingar stjórna ekki ritun sögunnar í Danmörku eđa almenningsáliti. Gyđingar höfđu ekki og hafa aldrei haft ţau völd í Danmörku, ađ skipa mönnum sess í sögunni og gera minna úr verkum ţeirra til ađ hefna haturs í garđ gyđinga.

Hvađan Hilmar Ţór hefur ţess ţvćlu, veit ég ekki. Hún sýnir frekar fordóma í garđ gyđinga en vitsmunalega ţanka. Vona ég svo ađ ţessu upplýstu, ađ fólk sem hugsanlega enn telur Thorsaranna gyđingaćttar, fari ađ taka sönsum, ţegar ţeir frétta af ţessum skođunum ćttingjanna í Danmörku.

Tiltölulega nýlega birtist bók eftir Anne Sofie Bak um Gyđingahatur í Danmörku og ţá fyrst var aftur fariđ ađ minnast á gyđingahatur Raavads og ýmissa annarra ţekktra manna manna í Danmörku. Ţess er greinilega getiđ í yfirlitsverkum og alfrćđiritum í Danmörku ađ hann eigi heiđurinn eđa réttara sagt hugmyndina ađ framtíđarskipulagi stór-Kaupmannahafnar áđur en Ejler Rasmussen og Bredsdorff nýttu sér hugmyndir hans. Sá heiđur hefur aldrei veriđ tekinn af Alfred Raavad, hvorki af gyđingum međ "öll ţeirra völd", né öđrum. 

chicago.jpg

Ţessi bygging, sem Raavad teiknađi međ öđrum í Chicago, líkist engum byggingum sem hann skildi eftir sig í Kaupmannahöfn. Hún hafđi heldur engin áhrif á Guđjón Samúelsson.

Teiknađi hús fyrir Íslending af gyđingaćttum

Máli mínu til stuđnings verđ ég ađ nefna 20 blađsíđna ritling ţann er Alfred birt áriđ 1918 og sem út var gefinn hjá Hřst og Sřn í röđinni Dansk-Islandsk Samfunds Smaaskrifter / 1. Bćklingurinn var tvítyngdur og kallađist á íslensku Íslensk Húsgerđarlist (Hilmar Ţór fer rangt međ nafniđ og kallar bćklinginn "Íslensk Húsagerđarlist") og á dönsku Islandsk Architektur. Bćklingurinn var gefinn út fyrir tilstuđlan manns af íslenskum ćttum og gyđinglegum. Ţađ var enginn annar en Aage Meyer Benedictsen (1866-1927), sem ég hef greint frá rhér og hér.

_mb_1909_johannes_frigast_kalundborg_b_1261121.jpgAage var í móđurlegg kominn af íslenskum og dönskum kaupmönnum, en fađir hans Philip Ferdinand Meyer (1828/9 -1887) var gyđingur sem snerist til kristni og kallađi sig síđan Johan Philip Ferdinand Meyer. Meyer, sem lifđi framan af tiltölulega áhyggjulausu lífi ţökk sé auđlegđ föđur hans, byggđi sér sumarhús áriđ 1912, sem enn stendur. Hann kallađi húsiđ Videvang (Víđavang), og er húsiđ nćrri bćnum Videbćk á Jótlandi og í dag í eigu austuríska milljónamćringsins og Vínarbarnsins  Kurt Daell (f. 1940,hann hét upphaflega Kurt Hauptmann) síđasta eiganda Daells Varehus í Kaupmannahöfn. Uppeldisdóttir Aaage Meyer Benedictsens og konu hans Kari ól upp tvö börn frá Austurríki. Nokkrum árum eftir ađ húsiđ var byggt hafđi Aaage áform um ađ byggja annađ hús í íslenskum stíl. Hafđi hann samband viđ Alfred J. Raavad, sem skömmu áđur hafđi veriđ á Íslandi og fariđ međ bróđur sínum til Bandaríkjanna (sjá um ţá ferđ hér í prýđis grein Péturs heitins Péturssonar) og voru ţeir báđir Aage og Alfred félagar í Dansk Islandsk Samfund.

Meyer Benedictsen hafđi í hyggju ađ byggja sér "Ráđmannsíbúđ" međ kirkju og "Klukkuhliđi", sem Raavad birti teikningar af í ritlingi sínum. Meyer Benedictsen fékk einnig teikningar frá Raavad og eru ţćr í skjalasafni Meyer Benedictsens í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn (sjá efst og hér fyrir neđan). Ţví miđur varđ ekkert úr ţeirri byggingu, og ég veit ekki af hverju, en tel sennilegt ađ Aage hafi skort fjármagn til ţeirra.

Ţegar yfirlýstur gyđingahatari eins og Alfred J. Raavad, frćndi Thorsaranna á Íslandi, gat unniđ međ Meyer Benedictsen og öfugt, er kannski of mikiđ gert úr gyđingahatrinu í karlskömminni honum Alfred.

framhli_kirkju_air_1917_1261118.jpg

Kirkja sem Meyer Benediktsen vildi reisa. Stal Guđjón ţessu frá Alfred Raavad? Ekki man ég eftir ţví. framhli_kirkju_air_1917.jpg

Var Guđjón Samúelsson hugmyndaţjófur?

Hilmar Ţór Björnsson geriđ ţví líka skóna, ađ Alfred J. Raavad hafi ekki hlotiđ ţann heiđur á Íslandi sem honum bar, og telur Guđjón Samúelsson hafa leitađ of fjálglega smiđju Raavads án ţess ađ Raavad fengi neinar ţakkir fyrir. Ţar á međal telur Hilmar Björn ađ Guđjón hafi sótt um of í smiđju Raavads og megi ţađ t.d. sjá á teikningum Raavads ađ Ráđsmannsíbúđinni.

Ekki var ţađ ţá vegna ţess ađ Raavad var gyđingahatari. Ég get vissulega samţykkt ađ Guđjón hefur greinilega lesiđ ritling Raavads um íslenska húsgerđarlist, en hvort ţađ var meira en ţađ, stórefa ég. Raavad byggđi engin hús í "islandica stíl" međ burstum og slíku í Danmörku og ţađ ţarf ađ rökstyđja ţađ vel, ef einhver sér svip međ húsum Guđjóns á Íslandi og húsum Raavads í Danmörku eđa Bandaríkjunum. Burstahús Guđjóns svipar ekkert til tillögu Raavads ađ Íslandshúsi gyđingaafkomandans Meyer Benedictsens frá 1917.

Hallakirkja

dsc01041

Arkitektar leita svo sem oft í smiđju starfsbrćđra sinna án ţess ađ geta ţess og ţađ er mönnum oft efni í margar, langar og leiđinlegar ritgerđir (sjá hér og myndirnar hér fyrir ofan). Mađurinn er í eđli sínu hópdýr og eftirherma (kópíisti) og langt er á milli ţeirra sem fá nýju og stóru hugmyndirnar, og eru ţeir sjaldan spámenn í sínu heimalandi. Hvađ varđar bćjarskipulag Raavads fyrir Reykjavík, er hćgt ađ sjá ađ ýmsar hugmyndir Guđjóns eru komnar frá Raavad. En Guđjón setti ţó sinn Akropólis á Sólavörđuholtiđ en ekki í Öskjuhlíđina.

Alfred var vissulega merkilegur "Thorsari" og saga hans afar áhugaverđ, nema hvađ hann trylltist víst (stundum) ţegar hann sá og heyrđi gyđinga. En ţađ gerđu menn og gera svo margir enn. Hatriđ stendur oft lengur en rammgerđustu byggingar stórra arkitekta.

Hérađsskólinn_Schoolhouse_from_the_sky

Ef til vill hefur hinn mjög svo rómađi Guđjón Samúelsson einnig leitađ í smiđju Alfred Jensens Raavad. En viđ skulum ţó aldrei útiloka ađ menn geti fengiđ sömu hugdettuna.

Grein ţessi byggir eins og margar greinar höfundar á rannsóknum hans í Ríkisskjalasafninu í Kaupamannahöfn. Teikningarnar Raadvads af Ráđsmannsíbúđ og kirkju er ađ finna í einkaskjölum Aage Meyer Benedictsens. Ljósmyndin af Aage Benedictsen Meyer er frá 1909 og er í eigu háskólans í Vilnius í Litháen.

Hér má lesa meira á Fornleifi um athafnasemi Alfreds Raavads í grein sem Fornleifur kallar Auđunnir 100 Dollarar.


Hvalbein í og á húsum

sk-c-1409_2.jpg

    Alls stađar í heiminum, ţar sem menning tengdist áđur fyrr hvölum, hvalreka eđa hvalveiđum, hafa menn nýtt afurđir hvalsins til hins ýtrasta. Ţar međ taliđ til húsbygginga.

Íslendingar, norrćnir menn á Grćnlandi, Inúítar, Indíánar, Hollendingar, Bretar, Ţjóđverjar (ađallega í Brimum), Maóríar, Japanir ásamt öđrum ţjóđum hafa allir nýtt hvalakjálka, rifbein, hryggjaliđi og önnur bein í byggingar, sem sperrur, rafta og jafnvel sem stođir. Hryggjarliđir hafa orđiđ ađ stólum og hnöllum og ţannig mćti lengi telja.

Ţegar á 17. öld veiddu Hollendingar manna mest hval. Ţađ ţekktist í Hollandi ađ hvalbein vćru notuđ í girđingar eđa hliđ, líkt og síđar á Holtsetalandi (Holstein). Hvalbein, nánar tiltekiđ kjálkar, voru mikiđ notuđ í hliđ og gerđi í Brimum (Bremen).

e9050021-engraving_of_a_house_made_from_whale_bones-spl.jpg

Olaus Magnus sýnir á ristum í verki sínu Historia de gentibus septentrionalibus frá 1555 hús byggđ úr hvalbeinum.

yorkshire.jpg

I Whitby Norđur-Jórvíkurskíri á Englandi var ţessi hlađa eđa skemma rifin á 4. áratug síđustu aldar. Kjálkabein úr stórum skíđishvölum hafa veriđ nýtt sem sperrur í braggann. Ekki er húsiđ mikiđ frábrugđiđ kjálkahúsinu í verki Olaus Magnusar (Sjá frekar hér).

Sá siđur Hollendinga ađ hengja neđri kjálka úr stórhvelum, sér í lagi skíđishvölum, utan á hús er vel ţekktur, og viđ ţekkjum ţessa notkun hvalbein einna best vegna hins mikla myndlistaarfs ţeirra frá 17. og 18. öld.

been_van_walvis_1658_1260888.jpg

Utan á gamla ráđhúsinu í Amsterdam, sem brann til kaldra kola áriđ 1651, héngu mikil kjálkabörđ í járnkeđju. Málarinn Pieter Janszoon Saenredam málađi olíumálverk af húsinu áriđ 1657 eftir minni eđa eldra verki) (stćkkiđ myndina efst til ađ sjá smáatriđin eđa fariđ hingađ til ađ láta heillast).

Riddarasalurinn (Ridderzaal) í Haag í Hollandi var miđaldabygging sem byggđur var á miđöldum. Í dag er hann hluti af svokölluđum Binnenhof (Innri Garđi), ţar sem hollenska ţinghúsiđ er er í dag. Um miđja 17. öld máluđu tveir listamenn bygginguna og tvö kjálkabein úr skíđishval sem hengd voru á bygginguna áriđ 1619. Seinni tíma listfrćđingar hafa kallađ ţetta bein búrhvals, sem er tannhvalur, en greinilegt er ađ ţarna hanga kjálkabörđ skíđishvals. Aftaka fór fram viđ húsiđ áriđ 1619 og mynd stungin í kopar af ţeim viđburđi. Ţar sjást hvalbeinin ekki, ţannig ađ ţau hljóta ađ hafa veriđ hengd á bygginguna síđar en 1619.

ridderzaal-in-verval.jpg

binnenhof_ridderzaal_-_detail.jpg

 

walvisbeen_stadhuis_haarlem.jpg

Í ráđhússal í Haarlem í Hollandi hanga ţessir veglegu hvalskjálkar. Ţau voru flutt til Hollands frá eyjunni Waiigat (Vindrassgati), sem Jan Huyghen frá Linschoten tók međ sér til Hollands úr merkri ferđ sem hann fór međ Willem Barentsz til Novu Zemblu áriđ 1595. Í miklu yngri ráđhúsum í Norđur-Ţýskalandi héngu einnig hvalbein og voru t.d. notuđ sem ljósakrónur (sjá hér).

het_walvis_been_isn_nu_steen.jpgVíđa í Hollandi hefur ţađ lengi tíđkast ađ menn settu fallega úthöggna steina á gafl húsa sinna. Gaflsteinar ţessir báru gjarna nafn eiganda eđa einhverja mynd sem lýsti eigandanum eđa starfi hans. Á pakkhúsi frá 18. öld í Amsterdam, sem ţví miđur var rifiđ áriđ 1973, hékk ţessi steinn : međ áletruninni : HET WALVIS BEEN IS NU STEEN. Síđar var steininum komiđ fyrir á öđru húsi. Kannski hafa hvalaafurđir einhverju sinni veriđ geymdar í pakkhúsinu á Haarlemmer Houttuinen númer 195-99 (sjá myndina hér fyrir neđan). Gatan fékk nafn sitt af tréverslunum og viđargeymslum Amsterdamborgar sem voru stađsettar ţarna frá ţví á 17. öld, ţegar svćđiđ lá í útjađri borgarinnar. ţar sem minnst eldhćtta var af byggingaefninu sem ţar var geymt.

haarlemmerdijk168_3_gr.jpg

Hvalbeinin sem héngu á húsum í Hollandi hafa ađ öllum líkindum átt ađ sýna fólki stćrđ sköpunarverka Guđs. Ţau sýndu einnig mátt og megin verslunar og umsvifa Hollendinga á gullöld lýđveldis ţeirra á 17. öld, ţegar hvalaafurđir voru sóttar til fjarlćgra slóđa. Beinin voru líklegast til vitnis um ţá mikilvćgu verslun sem Hollendingar stunduđu og ţann iđnađ sem tengdist henni. En alltaf var trúarlegur grunnur. Alli könnuđust viđ söguna af Jónasi í hvalnum. Í beinunum sáu menn einnig sönnun ţess ađ hvalir gćtu hćglega gleypt menn.

brueghel_j_d_a_jonas_walfisch.jpg

Jónas stígur út úr hval í ţorsklíki. Málverk frá 1595 eftir Jan Breughel eldri. Málverkiđ hangir í Gamla Pinachotekinu í München.

180809am127.jpg

Annars stađar gerđist ţađ ađ hvalbein voru hengd upp vegna ţess ađ hvalreki varđ. Ţađ gerđist t.d viđ Litla Belti í Danmörku, ţegar stórhveli rak ţar á land ţann 30. apríl áriđ 1603. Hvalbein, kjálki og voru hengd upp í kirkjunni í Middelfart og eru ţar enn.

 

Í borginni Verona á Ítalíu hangir rifbein úr litlum hval yfir borgarhliđinu.verona_1260893.jpg


Húsiđ međ stjörnuna

jacobsen_mao_um_1921_1257543.jpg

Stundum getur mađur orđiđ langţreyttur á ţrálátu rugli. Ţađ á t.d. viđ rugliđ í blađakonu einni á Iceland Review og í mýtusmiđ sem hún hefur gert ađ sannleiksvitni um ađ húsiđ í Austurstrćti 9 í Reykjavík hafi veriđ reist af "gyđingnum Agli Jacobsen". Sjá hér.

Margir ferđamenn sem til Reykjavíkur koma hrífast af Jacobsenshúsinu međ stjörnuna og margir, og sér í lagi gyđingar, spyrja sig af hverju Davíđsstjarnan sé á húsinu og halda um stund ađ ţarna gćti hafa veriđ samkunduhús gyđinga.

Áriđ 2008 hafđi Oren nokkur frá Ísrael samband viđ Iceland Review til ađ fá skýringu á stjörnunni í Austurstrćti. Oren er reyndar Oren Asaf (f. 1979), og er listamađur sem var á Íslandi um tíma viđ listsköpun.

Honum var svarađ af blađakonu á Iceland Review, ađ forstöđumađur Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson, hefđi upplýst hana ađ húsiđ hefđi veriđ byggt af Agli Jacobsen sem hafi veriđ danskur gyđingur. Egil Jacobsen var ţó hvorki gyđingur né af gyđingaćttum  eins og lesa má hér, hér og ekki síst hér.

Hafđi ég ţví samband viđ blađakonuna á sínum tíma, sem ekki vildi breyta upplýsingunum. Í janúar sl. leiđrétti ég misskilninginn í athugasemd á vefsíđu Icelandic Review. Ţađ var fjarlćgt eftir skamma stund. Ég setti inn athugasemd í dag og býst harđlega viđ ađ hún verđi fjarlćgđ, ţví blessuđ blađakonan var af ţeirri gerđinni sem ekki getur viđurkennt mistök sín fyrir nokkurn hlut.

Ég skýrđi máliđ út fyrir Oren Asaf á sínum tíma. En enn stendur á vefsíđu Iceland Review, ađ Snorri Freyr Hilmarsson, sem er menntađur leikmyndahönnuđur, segi húsiđ hafa veriđ reist af gyđingnum Agli Jacobsen. Sannleiksvitni Iceland Review um Austurstrćti 9, Snorri Freyr Hilmarsson, er reyndar einn af hugmyndasmiđunum á bak viđ leikmyndabćinn Blufftown viđ Selfoss, sem ég afgreiddi hér í blogggrein um daginn. Bölvađ rugl er ţví auđsjáanlega sérgrein hans.

Vonandi getur Icelandic Review látiđ af Gróusagnaframleiđslu og sögufölsun sinni í framtíđinni. En kannski er ţetta vandamál á blađinu (sjá hér).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband