Húsiđ međ stjörnuna

jacobsen_mao_um_1921_1257543.jpg

Stundum getur mađur orđiđ langţreyttur á ţrálátu rugli. Ţađ á t.d. viđ rugliđ í blađakonu einni á Iceland Review og í mýtusmiđ sem hún hefur gert ađ sannleiksvitni um ađ húsiđ í Austurstrćti 9 í Reykjavík hafi veriđ reist af "gyđingnum Agli Jacobsen". Sjá hér.

Margir ferđamenn sem til Reykjavíkur koma hrífast af Jacobsenshúsinu međ stjörnuna og margir, og sér í lagi gyđingar, spyrja sig af hverju Davíđsstjarnan sé á húsinu og halda um stund ađ ţarna gćti hafa veriđ samkunduhús gyđinga.

Áriđ 2008 hafđi Oren nokkur frá Ísrael samband viđ Iceland Review til ađ fá skýringu á stjörnunni í Austurstrćti. Oren er reyndar Oren Asaf (f. 1979), og er listamađur sem var á Íslandi um tíma viđ listsköpun.

Honum var svarađ af blađakonu á Iceland Review, ađ forstöđumađur Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson, hefđi upplýst hana ađ húsiđ hefđi veriđ byggt af Agli Jacobsen sem hafi veriđ danskur gyđingur. Egil Jacobsen var ţó hvorki gyđingur né af gyđingaćttum  eins og lesa má hér, hér og ekki síst hér.

Hafđi ég ţví samband viđ blađakonuna á sínum tíma, sem ekki vildi breyta upplýsingunum. Í janúar sl. leiđrétti ég misskilninginn í athugasemd á vefsíđu Icelandic Review. Ţađ var fjarlćgt eftir skamma stund. Ég setti inn athugasemd í dag og býst harđlega viđ ađ hún verđi fjarlćgđ, ţví blessuđ blađakonan var af ţeirri gerđinni sem ekki getur viđurkennt mistök sín fyrir nokkurn hlut.

Ég skýrđi máliđ út fyrir Oren Asaf á sínum tíma. En enn stendur á vefsíđu Iceland Review, ađ Snorri Freyr Hilmarsson, sem er menntađur leikmyndahönnuđur, segi húsiđ hafa veriđ reist af gyđingnum Agli Jacobsen. Sannleiksvitni Iceland Review um Austurstrćti 9, Snorri Freyr Hilmarsson, er reyndar einn af hugmyndasmiđunum á bak viđ leikmyndabćinn Blufftown viđ Selfoss, sem ég afgreiddi hér í blogggrein um daginn. Bölvađ rugl er ţví auđsjáanlega sérgrein hans.

Vonandi getur Icelandic Review látiđ af Gróusagnaframleiđslu og sögufölsun sinni í framtíđinni. En kannski er ţetta vandamál á blađinu (sjá hér).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband