Fćrsluflokkur: Menning og listir
Madames et Monsieurs
22.2.2020 | 07:53
Fornleifur og frú eru búin ađ vera á Paris í tvo daga og upplifa margt merkilegt. Í gćr var m.a. fariđ á Musee de l´Homme. Ţađan er útsýniđ ađ Eiffelturninu einna best í heiminum. Voriđ er ađ skella á í París og veđriđ var fallegt miđađ viđ fyrsta daginn, ţegar ţar var stinningskaldi og hálfíslenzkt sumarveđur.
Á Mannkynssafninu var ágćt sýning, nýleg, sem ekki kom ţó mikiđ á óvart ţar sem ég var búin ađ lesa töluvert um hana. Ţađ sem Fornleifi ţótti mest bitastćtt var, ađ gestir voru bođnir velkomnir á fjölda tungumála á leiđ sinni upp miklar tröppur sem leiđa fólk upp á 2. hćđ ţar sem sýningin um ţróun mannsins hefst. Mađurinn hefur ţó ekki ţróast meira en svo í París ađ safniđ sem segir sögu mannsins, virđist hanga dulítiđ í gamalli kynjastefnu 19. aldar. Ţannig eru Íslendingar ekki bođnir velkomnir í fleirtölu, Velkomin, heldur í eintölu karlkyns, Velkominn. Fornleifur mun fljótlega skrifa Macron og biđja hann um ađ leiđrétta ţetta ţegar konan hans leyfir.Auđvitađ voru fleiri Íslendingar á sýningunni, en á Musee de l´Homme hitti ég Bjarna rektor Jónsson, sem Fornleifur hefur í mörg ár ćtlađ sér ađ mćla sér mót viđ í París. Bjarna hef ég ritađ um áđur hér og hér.
Bjarni Jónsson á sýningu í París 1856-57. Skannađ hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Á nýju sýningu Mannkynssafns er Bjarni rektor kominn á góđan stađ í ţróunarsögu mannkyns, og sýnir ţađ hvítt á svörtu.
Bjarni er líkast til hvítasta dćmi mannkyns á allri sýningunni, ţví hvergi er minnst á albínóa. Ekki er ég viss um ađ Jón heitinn Valur og ađrir hvítingjar hefđi sćtt sig viđ örlög Bjarna rektors, en ţarna er hann einfaldlega í allri sinni dýrđ og ekkert er viđ ţví ađ gera - nema ađ einhver klagi í Macron.
Mission Vigipirade
Ţegar viđ komum út úr safninu eftir tvćr og hálfa klukkustund, sáum viđ ekkert meira né minna sýnikennslu á hryđjuverkavörnum Frakka. 15 vígreifir hermenn hörfuđu skipulega ađ ţremur litlum og ómerkilegum Renault bílum í eigu hersins eftir ađ hafa "sýnt sig" á Place du Trocadéro gegnt Eiffelturni. Hermennirnir voru fyrir utan árásarriffla vopnađi Baskahúfum í hlćgilegri yfirstćrđ. Almennilegir terroristar hefđu fljótt gert ţessa dáta óvirka međ ţví einu ađ slá pottlokiđ af ţeim. Á sýningunni í Mannkynssafninu var einmitt sýnt hvernig höfuđstćrđ, höfuđskraut og jafnvel yfirvarskegg á stćrđ viđ frímerki gat aukiđ virđinu manna og annarra apa fyrr á tímum. Heil menningarţjóđ í námunda viđ Frakka féll fyrir slíkri hormottu.
Svo var spásserađ yfir Signu í austurátt og ađ loku tekin Metro ađ Montmartre ţar Fornleifur hefur hreiđrađ um sig bak viđ Sacre Coeur kirkju, (sem ég sagđi frá um daginn), í miklum vellystingum.
Ritstjóri Fornleifs er alls stađar tekinn sem ekta Fransí biskví ţótt ađ hann sé ekki ađ Austan (Árnessýslu) eins og Ţorsteinn Pálsson hélt fram ađ ég vćri viđ eitthvađ pakk í Kaupmannahöfn. Fólk hér hefur hörkuviđrćđur viđ mig á tungumáli sínu, t.d. á frábćru veitingahúsi nćrri Place du Bastille í París, ţar sem ég hitti gamla kollegu og eiginmann hennar sem er embćttismađur hjá UNESCO.
Au revoir mis ames.
Bjarni hefur áđur veriđ sýndur á sýningu Ólafar Nordal listamanns.
Menning og listir | Breytt 25.11.2023 kl. 16:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ónafngreindur lundi í póstkassanum
4.2.2020 | 08:15
Fornleifur fćr ekki oft póstkort frá framandi löndum, nema frá einstaka gamlingja á ferđalagi. Honum brá ţví mjög í brún ţegar hann opnađi póstkassann í gćr. Ţar lá aldrei ţessu vant enginn reikningur, en hins vegar póstkort međ mynd ţessum fína lunda á syllu.
Lundinn hafđi veriđ sendur 27. janúar frá Íslandi og ţví flöktađ um í póstkerfinu í heila viku, sem ţykir nú orđiđ bara nokkur góđur tími.
Mér ţótti strax furđulegt ađ lesa ţađ sem á kortinu stóđ. Sendandinn hafđi ekki skrifađ neitt á kortiđ, heldur prentađ skilabođ sín og nafn og heimilisfang mitt í prentara, klippt ţađ út og límt á kortiđ.
Lundinn er líka dývítis dóni, ţví skilabođin voru heldur ekki undirrituđ. Ţau á ţessa leiđ:
Áhugaverđ lesning bíđur ţín á:
https://skemman.is/handle/1946/23442
Góđa skemmtun
Venjulega opna ég hlekki sem nafnleysingjar og tröll eru ađ ota ađ mér, en ţar sem ég veit hvađ skemman.is er, ćtlađi forvitnin nćstum ţví ađ drepa mig. Ég opnađi hlekkinn, sem ekki týndist í póstkerfinu, og ţar kom fram meistararitgerđ Margrétar Hallgrímsdóttur ţjóđminjavarđar viđ félagsvísindadeild HÍ, sem ber heitiđ Ţjóđminjasafn Íslands. Ţćttir úr stofnanasögu (2016).
Einhvern tíma áđur hef ég opnađ ţessa ritgerđ og kíkti ţá meira í hana en ég las. Ég man ađ mér ţótti ţetta frekar ţunnur ţrettándi fyrir mastersritgerđ og hugsađi međ mér ađ kannski hefđi bréfum fćkkađ í bréfasafni Ţjóđminjasafns frá ţeim tíma ađ ég vann ţar.
Ég kíkti aftur í gćr í ritgerđ ţessa. Ţađ er tóm tímaeyđsla eins og blogg ţetta, og skemmti ég mér ekki yfir ritgerđinni frekar en fyrri daginn. Mér finnst skautađ hratt yfir sum vandamálatímabil Ţjóđminjasafnsins.
Mér ţykir enn furđulegt ađ forstöđumađur ríkisstofnunar, sem í öđrum löndum yrđi ađ hafa doktorsmenntun, skrifi meistararitgerđ um stofnun sína og sögu hennar í starfi. Ţađ er eiginlega ţađ sama og ađ viđurkenna, ađ yfirmađurinn hafi ekki veriđ meistari á stofnun sinni, áđur en hann skrifađi ritgerđ viđ Háskóla Ísland. Eins ţykir mér međ ólíkindum ađ menn hafi tíma til ađ skrifa slíka ritgerđ, ţegar ţeir stjórna einni ađ helstu menningastofnunum landsins. Slíkt er örugglega á Íslandi taliđ til hćfileika, ţegar kona á í hlut - og ég viđurkenni fúslega ađ konur eru til flestra verka hćfari en karlar. Mig grunar aftur á móti, ađ ef karlrćfilstuska hefđi gert ţađ sama, hefđi hann veriđ rekinn međ smán fyrir ađ hafa veriđ í námi í vinnutíma - og ekki er Háskóli Íslands neinn kvöldskóli - eđur hvađ?
Lundi minn góđur, sparađu póstkortin og frímerkin. Saga Ţjóđminjasafnsins hefur enn ekki veriđ rituđ ađ viti. En ţađ er ţó harla fyndiđ ađ sjá lundarfar sumra manna ađ ţeir telja ţađ köllun sína ađ skrifa sögu embćtta sinna, ţegar ţeir sitja enn á embćttisstóli og allt leikur í lundi ţegar ekki er veriđ ađ reka starfsmenn og líka á öđrum stofnunum. Ţađ minnir mann einna helst á keisara í Róm. Tilfallandi lundapysjur og gamlir fornleifafrćđingar eiga vitaskuld erfitt međ ađ skilja slíkar prímadonnur. Viđ eru svoddan einfeldningar. Fornleifur las ţó hér áđur fyrr einhverja latínu međ litlum skilningi og kann ţví ađ sjá í gegnum áróđursrit manna fyrir sjálfa sig.
En hvernig ţađ er hćgt ađ framleiđa slíkt í HÍ um hábjartan dag og verđa meistari fyrir, er ofar mínum skilningi. En meiri af tíma mínum eyđi ég ekki í slíkar vangaveltur. Flest á hinu háa Íslandi er ofar mínum skilningi hvort sem er. Góđar stundir.
Er óreiđa í Skemmunni?
Nokkrum mínútum eftir ađ ég birti ofanstćđa frásögn af óundirrituđu póstkorti, ćtlađi ég ađ sjá hvort allt virkađi á blogginu. Ţá sá ég ađ ritgerđin eftir ţjóđminjavörđ var ekki lengur ađgengileg á Skemman.is. Ţađ er búiđ ađ loka fyrir gegnsćiđ sem var ţar í gćr.
Viđbót viđ viđbótina einni og hálfri klukkustund frá birtingu ţessa blogs. Sviđsstjóri ţjónustu og miđlunar á Landsbókasafni upplýsir:
Í gćr var afgreitt erindi frá höfundi ritgerđarinnar sem vildi láta loka ađgangi ađ henni.
Ţađ var svar viđ erindi mínu til skemman.is, sem sent var kl. 9:17 ađ íslenskum tíma í dag 4. febrúar 2020:
Í gćr opnađi ég og las í ritgerđ á Skemmunni sem hćgt var ađ finna hér:
https://skemman.is/handle/1946/23442
Í dag er búiđ ađ loka á lestur.
Mér leikur forvitni á ţví ađ vita hvađ veldur ţessu breytta ástandi á milli daga.
Líklegt tel eg ađ fleiri lundar hafi veriđ á ferđinni međ póstţjónustunni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţórshöfn í Fćreyjum 1905-1906
9.1.2020 | 21:34
Tórshavn (Ţórshöfn), höfuđborg Fćreyja, er merkur bćr og vinalegur, og ávallt er gaman er ađ koma ţangađ. Ţađ verđur ađ viđurkennast ađ nokkuđ langt er síđan ég var ţar síđast - en mig langar oft til Fćreyja. Ég verđ líklega ađ bćta úr ţví bráđlega til ađ geta kallađ íbúanna frćndur mína. Reyndar halda ţeir í heiđri minningu eins frćnda míns, sem reist hefur veriđ stytta á einu ađaltorgi bćjarins. Hann var ćttađur úr Örfirisey, áđur en sú merka eyja varđ ađ fríhöfn kramkaupmanna, hörmungara og ţjófa. Les má meira um ćtt flóttamannanna í ćtt minni, sem settust ađ í Fćreyjum hér.
Fyrir rúmu ári keypti ég gamla ljósmynd af Tórshavn, sem er frá byrjun 20. aldar, Ţađ vćri auđvitađ ekki í frásögur fćrandi, ef myndin vćri ekki í lit. Reyndar er ţetta handlituđ glerskyggnumynd.
Danskur ljósmyndari, Vilhelm Pagh Richter (f. 1879), seldi glerskyggnur fyrir Laterna Magica sýningarvélar. Myndin af Tórshavn er frá fyrirtćki hans í Kaupmannahöfn. Fćstar ţeirra skyggnumynda tók hann samt sjálfur.
Sama myndin sem ég á er til á Ţjóđminjasafni Dana (hér fyrir ofan og einnig hér), en ekki í lit. Hún er ekki tímasett nákvćmar en til tímabilsins 1900-50. Mynd Ţjóđminjasafnsins í Kaupmannahöfn kom fyrir nokkrum árum frá litlu safni á Orř, sem er eyja innarlega á Ísafirđi (Isefjorden) á Sjálandi. Ţađ var allri safnastarfsemi hćtt fyrir nokkrum árum síđan.
Myndin var í tréöskju merktri "Fćrřerne". Í öskjunni var einnig seđill, listi yfir 57 skyggnumyndir frá Skotlandi, Skosku eyjunum og Fćreyjum. Sömuleiđis var í öskjunni blađ međ stuttum fyrirlestri um Fćreyjar, sem lesa mátti ţegar myndirnar voru sýndar.
Á Ţjóđminjasafni Dana (Nationalmuseet) hafa menn ekki enn gert sér ekki grein fyrir ţví ađ Vilhelm Pagh Richter tók langt frá ţví allar ţćr myndir sem hann seldi sem Laterna Magica seríur. Fyrirtćki hans seldi til ađ mynda skyggnumyndir í byrjun 20. aldar, sem t.d. voru teknar af skoskum leiđangri sem ferđađist viđ Grćnlandsstrendur á 9. áratug 19. aldar. Richter setti nafn sitt á myndirnar, en átti ekkert í ţeim. Ţćr myndir höfđu um tíma veriđ seldar af fyrirtćkjum á Bretlandseyjum í lok 19. aldar líkt og skyggnumyndaseríur frá Ísland (sjá hér).
Fćreyskur sérfrćđingur kemur til hjálpar
Hér verđur bćtt um betur hvađ varđar aldursgreiningu á myndinni minni af Ţórshöfn. Góđur kunningi minn hér í nágrenni viđ mig í Danmörku, Ragnar M. Egholm, sem er Fćreyingur međ stóru F-i hefur aldursgreint myndina. Ragnar gat ţegar sagt mér hve gömul myndin er og hér eru rök Ragnars: Ţar sem Safnađarheimiliđ (Menighedshuset) er á myndinni, er hún tekin eftir 1896, ţví ţá var byggingu ţess lokiđ - en myndin er tekin fyrir 1906 ţegar pósthúsiđ var reist, en ţađ er ekki međ á myndinni.
Restin var auđveld. Á annarri mynd í Fćreyjaseríu Vilhelms Pagh Richters er skyggnumynd af tveimur breskum kafbátum sem heimsóttu eyjarnar. Einkennisstafir annars ţeirra sést og er ţar á ferđinni HMS C1, sem hleypt var af stokkunum áriđ 1905. Líklegast er ţví ađ myndin af Tórshavn sé frá 1905 frekar en 1906, en gćti veriđ tekin síđar, ţar sem myndirnar í sérí V.Pagh Richters eru ađ öllum líkindum ekki allar frá sama tíma.
HMS C1 viđ Fćreyjar 1905 eđa 1906. Ţađ gćti ţó veriđ síđar, ţar sem myndirnar í seríu V. Richters eru augsjáanlega ekki allar frá sama tíma. Kafbáturinn C1 var í ţjónustu Royal Navy frá 1905 til 1918.
Ragnar M. Egholm bćtti heldur um betur er hann upplýsti, ađ myndin hefđi vafalaust veriđ tekin frá götunni Heygsbreyt, ca. viđ gatnamótin viđ Dalaveg. Stóri steinninn sem sést fremst á myndinni er enn til stađar og stendur í garđinum hjá ćttingja Ragnars, Debes Danberg.
Mynd skyggna er merkt sem nr. 11 Thorshavn og ţykist ég nokkuđ heppinn ađ hafa náđ í hana, ţví fćreyskir vinir mínir hafa sopiđ hveljur og fariđ og náđ í grindarskutla sína ţegar ţeir hafa séđ höfuđstađ sinn í allri sinni dýrđ á mynd minni. Ég skil ţá vel ... Og nú hef ég hćkkađ verđiđ á ţessari "fornleifđ" minni međ ţessari grein. Eins og allir vita er Tórshavn dýr bćr, en ţó ekki eins dýr og Reykjavík.
Hér fyrir neđan eru svo nokkrar ađrar skemmtilegar myndir úr Fćreyjasyrpu ţeirri sem Vilhelm Richter seldi í byrjun aldarinnar, sem komu frá safni á Orř og eru nú varđveittar á Ţjóđminjsafninu í Kaupmannahöfn. Myndirnar voru ugglaust ekki teknar af honum sjálfum.
Ţessi mynd í syrpu sem V.Pagh Richter seldi virđist í fljótu bragđi miklu yngri en yfirlitsmyndin af Ţórshöfn. En ég er ekki viss.
Menning og listir | Breytt 10.1.2020 kl. 05:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţingvalla-bagallinn endurskođađur
31.12.2019 | 07:30
Međal fegurstu forngripa sem fundist hafa í jörđu á Íslandi er haus, eđa öllu heldur húnn, af svo kölluđum tau-bagli (Ţjms. 15776/1957-39) eđa tau-staf, sem fannst í jörđu áriđ 1957. Bagallinn var lausafundur sem fannst viđ framkvćmdir á Ţingvöllum og eru fundarađstćđur allar frekar óljósar (sjá um ţađ hér á bls. 24-25).
Tau-baglar (tau er boriđ fram tá á íslensku) eru ţeir stafir kirkjunnar manna nefndir sem hafa T-laga haus. Tau er gríska heiti bókstafsins té. Bagall er hins vegar hiđ forna norrćna orđ fyrir biskupsstaf og er orđiđ afleitt af latneska orđinu fyrir staf, baculus (stundum ritađ í hvorugkyni baculum), sem og gríska orđinu baktron, sem hinar margfrćgu bakteríur (stafgerlar), sem hrjá mannkyniđ, mega ţakka nafn sitt.
Gripur ţessi, sem vćntanlega hefur veriđ biskups- eđa ábótastafur, var sendur utan á mikla sýningu 1992-93 sem kostuđ var af Norrćnu Ráđherranefndinni og Evrópuráđinu. Ég (VÖV) ritađi um gripinn í sýningaskrár sem komu út í tengslum viđ hinar stóru farandsýningu sem sett var upp í París, Berlín og Kaupmannahöfn 1992-93. Skráin hét á dönsku Viking og Hvidekrist, Norden og Europa 800-1200; á ensku: From Viking to Crusader, The Scandinavians and Europe 800-1200, á ţýsku Wikinger, Waräger, Normannen. Die Skandinavier und Europa 800-1200 og á frönsku Les Vikings... Les Scandinaves et l´Europe 800-1200.
Í afar stuttum texta sýningarskránna, gaf ég upp ađeins ítarlegri upplýsingar um tau-bagalinn frá Ţingvöllum en t.d. Kristján Eldjárn eđa James Graham-Campbell höfđu áđur gert er ţeir veltu fyrir sér ţessum einstaka grip í verkum sínum, sem ég vitnađi sömuleiđis í. Mađur sökkti sér niđur í frćđin, en gat ţá ekki skrifađ nema nokkra línur. Nú verđur bćtt úr ţví.
Tau-stafurinn frá Ţingvöllum, sem er auđveldast ađ stílgreina sem tilheyrandi Úrnes-stíl, er ekki stór gripur. Lengd hans međ leifunum af tréstafnum sem fundust í fal stafsins er ekki nema 7,1 sm og breidd er 8,6 sm. Viđurinn í stafnum hefur veriđ greindur sem blóđhyrnir (cornus sanquinea L.).
Tau-tákniđ og baglar voru á hámiđöldum taldir skírskota til tau-krossins, té-laga kross, sem var einkennistákn heilags Antoníusar munks í Egyptaland sem talinn er hafa veriđ uppi 3-4. öld e. Kr. Einnig hefur Tau-kross veriđ tengd heilögum Frans af Assisi í list síđmiđalda. Tau-stafir hafa lengir veriđ ţekktir sem biskups og prestastafir í austurkirkjunni, í armensku kirkjunni, međal koptískra kristinna og hjá Eţíópum. Menn hafa leikiđ sér ađ tengja stafinn frá Ţingvöllum viđ austurkirkjuna, en ţví miđur er lítiđ sem stutt getur slík tengsl og Antoníus og heilagur Fransiscus (Frans) koma tau-baglinum á Íslandi ekkert viđ, enda er tau-kross hans ekki eins í laginu og bagall sá sem Antoníus og Frans eru sýndir međ í freskum og altarislist miđalda.
Líkt og ég benti á í afar stuttum texta mínum um bagalshúninn frá Ţingvöllum í sýningaskrám Víkingasýninganna í París, Berlín og Kaupmannahöfn, ţá ţekkjum viđ hausa úr viđi af stöfum sem mest líkjast hausnum frá Ţingvöllum. Ţeir hafa fundist í Dublin. Ţađ hefur lengi veriđ ljóst ađ Íslendingar hafa grimmt sótt í vöruviđskipti í Dyflinni og í enskum verslunarstöđum á fyrrihluta miđalda (sjá nánar neđar í ţessum texta). Ég er enn á ţví ađ húnninn geti veriđ verk frá Bretlandseyjum eđa Írlandi, ţar sem Íslendingar versluđu mikiđ á 11.12 og fram á 13. öld. Ég hika ekki viđ ađ aldursgreina stafinn til um 1100 e.Kr. og jafnvel getur hann veriđ eitthvađ yngri. Hann er heldur ekki í hreinrćktuđum Úrnesstíl.
Baglar kirkjunnar
Bagallinn, eitt af einkennistáknum biskupa og annarra háttsettra manna innan mismunandi kirkjudeilda, hafa gegnum söguna hlotiđ margar skýringar. Sumir vilja álíta ađ ţetta sé fjárhirđstafur, međ vísunar til ţess ađ ţessir menn gćttu hjarđar Drottins. Flestir baglar fengu ţví fljótlega svipađ form og krókstafir fjárhirđa. Ađrir sérfrćđingar sjá frekar uppruna tau-bagalsins međal gyđinga sem fyrstir tóku kristni. Ţeir áttu ađ hafa ćttleitt bagalinn úr gyđingdómi. Tíu ćtthvíslir gyđinga áttu sér hver sinn staf og var hver stafur merktir bókstafi ćttarinnar, en sá sem kristnin "erfđi" eđa fékk ađ láni var stafur prestanna, Levítanna, sem blómsrađi og laufgađis (varđ tré lífsins, lífsins tré arbor vitae; og síđar meir róđan/krossinn) ţ.e. stafur Arons sem greint er frá í 4. Mósebók, 17 kafla og t.d. einnig í 2. Mósebók, 7. kafla: Drottinn ávarpađi Móse og Aron og sagđi:
Ef faraó segir viđ ykkur: Geriđ kraftaverk, skaltu segja viđ Aron: Taktu staf ţinn og kastađu honum niđur frammi fyrir faraó. Hann verđur ađ eiturslöngu. Síđan fóru Móse og Aron til faraós og ţeir gerđu ţađ sem Drottinn hafđi bođiđ ţeim. Aron kastađi staf sínum frammi fyrir faraó og ţjónum hans og hann varđ ađ eiturslöngu. Ţá kallađi faraó fyrir sig vitringa og galdramenn og spáprestar Egyptalands gerđu eins međ fjölkynngi sinni. Hver ţeirra kastađi staf sínum og stafirnir urđu ađ eiturslöngum en stafur Arons gleypti stafi ţeirra. En hjarta faraós var hart og hann hlustađi ekki á ţá eins og Drottinn hafđi sagt.
Stafur Móses er einnig nefndur í Síđari Konungabók, kafla 18:4, ţegar segir frá Hiskía Akassyni, sem svo er kallađur á íslensku (Hezekijah ben Ahaz):
Ţađ var hann sem afnam fórnarhćđirnar, braut merkisteinana og hjó niđur Asérustólpana. Hann braut einnig eirorminn, sem Móse hafđi gert, en allt til ţess tíma höfđu Ísraelsmenn fćrt honum reykelsisfórnir og var hann nefndur Nehústan.
Síđast en ekki síst má finna "stađfestingu" á ţessu í Nýja Testamentinu, nánar tiltekiđ í Jóhannesarguđspjalli 3:14, sem einnig skýrir af hverju menn voru međ bronsstafi sem sýndu táknrćnan orm á Íslandi um 1100 árum e.Kr.:
Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyđimörkinni, ţannig á Mannssonurinn ađ verđa upp hafinn svo ađ hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf.
Eirormur var um langan tíma eitt af táknum Krists. Óneitanlega minnir bagallinn frá Ţingvöllum á eirorm Móses, sem kallađur var Nehushtan, og sams konar mynd af krossinum virđist hafa lostiđ niđur í biblíuglansmyndahöfunda í Bandaríkjunum á 20 öld og listamanna sem hefur skreytt kirkjuhurđ í San Zeno í Verona á Ítalíu sem er frá fyrri hluta miđalda (12. eđa 13. öld).
Sagan um stafi ćtthvíslanna 12 á kirkjuhurđinn á San Zeno í Veróna; 1. Mósebók kafli 14: Ţá kom orđ Drottins aftur til Abrams: Ekki mun hann erfa ţig heldur sá sem af ţér mun getinn verđa. Hann skal erfa ţig.
Ţá leiddi hann Abram út fyrir og mćlti: Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef ţú getur. Og hann sagđi: Svo margir munu niđjar ţínir verđa.
Móses fćr lögmáliđ og Aron gćtir stafa ćtthvíslanna. Stafur ćtthvíslar hans hans laufgađist og blómgađist.
Vangaveltur um eiganda bagalsins sem fannst á Ţingvöllum
Heyrt hefur mađur og lesiđ alls kyns vangaveltur um hugsanlegan eiganda tau-bagalsins sem fannst i jörđu á Ţingvöllum. Eins og oft áđur á Íslandi, skal sú leiđa hefđ í hávegum höfđ, ađ einstakur gripur sem finnst í jörđu sé tengdur ákveđinni persónu í Íslendingasögum eđa álíka bókmenntum. Slíkir órar eru algjörlega út í hött. Hvort ţeir feđgar Gissur Ísleifsson eđa Ísleifur Gissurarson biskupar hafi átt tau-bagallinn á Ţingvöllum skal ţví hér međ öllu ósagt látiđ, ţó svo ađ bagallinn falli tímalega ađ embćttistíma ţeirra sem biskupa í Skálholti.
En kannski voru ţeir feđgar, líkt og svo margir kirkjunnar ţjónar, óđir međ međ öli, svo ađ ţeir týndu embćttisverkfćrum sínum á víđavangi? Hugsanlega misstu ţeir bagalinn á kvennafari og ţađ međ bráđóţroskuđum stúlkum? Enn annar ţanki gćti gefiđ ástćđu til ađ ćtla, ađ eins og fyrr og síđar hafi ţjófar hreiđrađ um sig á Alţingi. Baglinum gćti hafa veriđ stoliđ. Allt eru ţetta ţó óţarfa vangaveltur er menn vita ekki hvar á ađ leita ađ svörum um uppruna forngripa.
Einhverjum datt nú síđast í hug ađ lögsögumenn hefđu gengiđ međ einhver tákn um stöđu sína á ţingi. Um slíkt var spurt á Vísindavefnum (sjá hér), ţar sem sérfrćđingur einn afneitađi sem betur fer međ öllu ađ slík tákn hefđu veriđ notuđ af lögmönnum; en af einhverjum furđulegum ástćđum birtist samt ljósmynd af Ţingvallabaglinum viđ greinina á Vísindavefnum. Stundum geta menn ekki setiđ á sér í vitleysunni?
Tá-baglar í Evrópu á miđöldum
Hvar finnur mađur svo forláta bagal eins og ţann sem fannst á Ţingvöllum áriđ 1957? Sannast sagna hefur enn enginn tau-bagalshúnn líkur ţeim sem fannst á Ţingvöllum enn fundist í jörđu eđa varđveist á annan hátt. Ţađ ćtti ţó ekki ađ vera útilokađ ađ eins eđa svipađur gripur ćtti eftir ađ finnast einhvers stađar í nágrannalöndum Íslands. Húnninn er steyptur og gćtu fleiri húnar hafa veriđ steyptir eftir sama grunnmóti og hann.
Ţeir Tau-baglar sem nánast ţola samlíkingu viđ stafinn frá Ţingvöllum eru baglar sem höggnir voru út á lágmyndum á írskum hákrossum.
Mynd byggđ á tölvumćlingu af Durrow-hákrossinum í County Offaly á Írlandi. Ţarna situr Jesús í dómsdagsmynd og heldur á tveimur af táknum sínum, krossinum og ormastaf ćttar sinnar.
Hér fyrir neđan sést greinilega á 3 ljósmyndum tau-bagall á dómsdagsmynd á hákrossinum frá Muiredach sem stendur viđ klausturkirkjuna í Monasterboice i County Louth á Írlandi. Krossinn er aldursgreindur til 9. eđa 10. aldar, sem stílfrćđilega virđist vera góđ tilraun ađ teygja grćna lopann. Krossinn er öllu nćr frá 11. öld.
Hér fyrir neđan; Miđjumynd á hákrossi sem stendur í Clonmacnois í County Offaly. Á ţessum krossi stendur Jesús einnig stoltur međ tákn sín krossinn og međ tau-bagalinn ormastaf Levítans) og kross.
Á syđri hákrossinn í Kells á Írlandi sem kenndur er viđ heilagan Patrek og Kólumkilla má einnig sjá Krist standa međ tross og ormastaf. Ţrívíddarmynd.
Tau-baglar voru greinilega í tísku á Írlandi á fyrri hluta miđalda. Baglahúnar úr tré sem fundist hafa viđ fornleifarannsóknir í Dyflinni á Írlandi sýna ţađ glöggt. Ekki er nú alls endis víst ađ um baglahúna sé ađ rćđa í öllum tilvikum. Her eru teikningar af ţremur af fjórum ţeirra, sem upphaflega birtust í bók James T. Lang (1988): Viking-Age Decorated Wood: A study of its Ornament and Style [Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B, vol 1], National Museum of Ireland.
Nokkur dćmi um taubagla í Vestur-Evrópu á fyrri hluta miđalda
Enginn tau-bagall hefur enn fundist eđa varđvesit í Skandinavíu; En víđa í Norđur- og Vesturevrópu hafa varđveist tau-baglar og einnig sjást ţeir í kirkjulist, sem sýnir ađ tau-stafir hafa veriđ algengir víđa um álfuna. Hér sýni ég fáein dćmi til gamans:
Brotinn húnn af tau-staf sem skorinn hefur veriđ úr fílabeini eđa rosmhvalstönn. Hann er varđveittur í St.Peter Schatzkammer í Salzburg í Austurríki. Húninum er er gefin mjög breiđ aldursgreiningin eđa 800-1250, ţótt tímabiliđ 900-1150 sé mun líklegri greining. Silfurumgjörđ međ áletrun, sem er háls stafsins, er mun yngri en stafurinn og húnninn. Mál húnsins eru 4,8 x 13 sm (sjá nánar hér). Sjáiđ hve eyrun á orminum líkjast eyrum á orminum á tréhúninum hér ađ ofan frá Dyflinni.
Húnn af tau-staf úr fílabeini frá ţví um 1000 e.Kr., varđveittur í Dómkirkjunni í Köln.
Húnn af tau-bagli úr fílabeini varđveittur í Schatkamer Sint-Servaasbasiliek (kirkju heilags Servatíusar) í bćnum Maastricht í Hollandi.
Tau-bagall frá 11. öld sem varđveittur er í British Museum. Hann er í Engil-Saxneskum stíl sem svo er kallađur.
Írskur tau-bagall sem talinn er vera frá 12. öld og sem varđveittur er í Ţjóđminjasafni Íra í Dyflinni.
Tvenns konar baglar höggnir í lítinn steinkross í Broughanlea í County Antrim á Norđur-Írlandi. Aldur óviss.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
31.12.2019
Menning og listir | Breytt 16.3.2022 kl. 10:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Syndafall á Ţjóđminjasafni
27.12.2019 | 10:17
Sumariđ 1883 stundađi starfsmađur Forngripasafnsins í Reykjavík furđuleg forngripa(viđ)skipti međ ţjóđararfinn. Hann lét útsendara frá Nordiska Museet i Stokkhólmi hafa forláta brjóstkringlu frá 16. öld, sem hafđi veriđ búningasilfur kvenna á Íslandi í aldarađir. Brjóstkringlu ţessa, sem sem er úr logagylltu silfri, fékk Nordiska Museet ađ ţví er virđist ađ gjöf ţann 8. júlí 1883.
Áriđ 2008 fékk Ţjóđminjasafniđ brjóstkringluna aftur ađ láni í óákveđinn tíma og hefur hún nú hlotiđ safnanúmeriđ NMs-38867/2008-5-185. Ţađ vekur hins vegar furđu ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins, sem fćrt hefur brjóstkringluna inn í Sarp, skráningarkerfi flestra safna á Íslandi, lćtur ţetta eftir sér hafa á Sarpi:
í skiptum fyrir R.A., 8.XII. Brjóstkringla. Efni silfur, gylt. Ţverm. 6 cm. Sjá Afb. 2 - 3 , Pl. 3, 12 a - b. Fengin frá Forngrs. í skiptum af R.A., 8.XII.1883 kom hún.
Eitthvađ virkar ţetta eins og endasleppt ruglumbull. En međ góđum vilja má ćtla, ađ menn á Ţjóđminjasafni viti á einhverju stigi ekki hvort brjóstkringlan hafi komiđ frá Svíţjóđ, en ţó er ég ekki viss, ţví mig grunar ađ starfsmađurinn sem skrifar ţessa ţvćlu kunni líklegast ekki setningarfrćđi og notkun spurningarmerkja. En kom kringan til Íslands? Ţađ má vera eđlileg spurning miđađ viđ allt ţetta rugl á Sarpi.
Međan ađ brjóstkringlan góđa var í Svíţjóđ, hafđi enginn í Stokkhólmi burđi til ađ rannsaka ţennan grip eđa uppruna hans, ţví ekki er hann íslenskur. Kringlan var ađeins skráđ ţar sem "smycken" frá Íslandi og upplýst er ađ Forngripasafniđ hafi gefiđ hana Nordiska Museet.
Önnur kringla í "Endurlifnunarstíl"
Nú vill svo til ađ Forngripasafniđ átti annan, sams konar grip og kringluna, sem gefin var til Stokkhólms. Hún ber númeriđ 2156 (sjá hér) og henni fylgir löng keđja; hvortveggja er logagyllt. Kringlunni ţeirri í Forngripasafninu lýsti Sigurđur Vigfússon á eftirfarandi hátt:
Hálsfesti úr silfri, algylt, l.um 135 cm., br. 6 mm., ţ. 2 mm. Öll samfelld; kveiktir hlekkir, grannir, dálítiđ undnir, svo festin verđur sljett; hún er svo sem tvöföld öll, samsett af tvennum hringum; kemur ţađ glegst í ljós er undiđ er öfugt upp á hana. Á henni leikur lítill grafinn silfurlás, gyltur, međ hring í, og í honum hangir kringlótt kinga, 5,9 cm. ađ ţverm. og 48 gr. ađ ţyngd, steypt úr silfri og gylt, međ mjög upphleyptu verki beggja vegna og steyptri snúru umhverfis. Annars vegar er syndafalliđ, Adam og Eva standa hjá skilningstrjenu góđs og ills; Eva tekur ávöxt af trjenu og Adam heldur á öđrum. Ormurinn (djöfullinn) hringar sig um trjeđ. Dýr merkurinnar (einhyrningur, uxi, svanur, hjörtur o.fl.) eru til beggja hliđa. Yzt vinstra megin virđist vera Jahve og sendir frá sjer engil á flugi: en yzt hćgra megin virđist engill(inn) reka Adam burtu; eru ţćr myndir miklu smćrri en ađalmyndin. Trjeđ er međ mikilli krónu og fyrir neđan hana er letrađ: MVLIER . DE - DIT. MIHI/ ET . COMEDI . - GE . 2. ( ţ.e. konan gaf mjer og jeg át međ. Genesis [1. bók Móse ] 2. [kap.]). Hins vegar er friđţćgingin fyrir syndafall og syndir mannkynsins; Krossfesting Krists. Umhverfis Krist ađ ofan eru geislar í hálfhring. Sinn rćninginn er til hvorrar handar. María frá Magdölum krýpur viđ kross Krists og heldur um hann. Önnur kona ( María móđir Krists?) snýr sjer undan og gengur frá. Hermađur (Longinus) ćtlar ađ stinga spjóti í síđu Krists; annar ađ brjóta međ kylfu fótleggi annars rćningjanna. Höfuđsmađurinn (Longinus) situr á hestsbaki hjá krossi Krists og hefur spjót sitt á lopti. Beggja vegna viđ krossana og milli ţeirra er leturlína yfir ţvera kinguna: MIS-ERERE. NO-BIS - DOMI-NE( ţ.e. Miskunna oss drottinn ). Alt er ţetta í endurlifnunarstýl og líklega frá 16.öld. Sennilega gjört í Ţýzkalandi, í upphafi, ađ minsta kosti. - Festin (og kingan) er sögđ ađ vera frá Jóni biskupi Arasyni, en seinast hefur átt hana Sigurđur á Vatnsleysu (Jónsson) (S.V.).
Öll ţessi frćđsla Sigurđar Vigfússonar var góđ og blessuđ, eins langt og hún náđi, og Sigurđur Vigfússon gerđi sér eins og sannur síđendurlifnunarstílisti far um ađ frćđast, sem og upplýsa ţá sem áttu ţjóđararfinn. Mćttu menn taka hann sér til fyrirmyndar, bćđi í á Nordiska Museet og á Ţjóđminjasafni nútímans.
Medalía en ekki brjóstkringla
Ţó Sigurđur Vigfússon hafi miđlađ haldgóđum upplýsingum og komist nćrri um flest hvađ varđar "brjóstkringlu", og sem sögđ var frá Jóni Biskupi Arasyni komin, hafđi hann ekki ađgang af öllum ţeim upplýsingum sem fólk hefur í dag, en sem sumir virđast ţó ekki geta nýtt sér til gagns eđa gamans.
Međ örlítilli fyrirhöfn er fljótt hćgt ađ komast ađ ţví ađ ţćr tvćr "brjóstkringlur" sem varđveittust á Íslandi eru í raun medalíur, sem Jóhann fyrsti Friđrik hinn mikilfenglegi, kjörfursti af Saxlandi (Johann Friedrich der Großmütige von Sachsen;1532-1547) lét steypa (og ekki slá) einhvern tíma stuttu eftir áriđ 1535 - eđa um ţađ bil - eđa ađ minnsta kosti áđur en hann hrökk upp af vegna offitu og lystalifnađs. Hann var mikill fylgisveinn Marteins Lúters og átu ţeir kumpánar greinilega sams konar mat.
Lukas Cranach eilífađi Jóhann kjörfursta eins og kćfu í dós.
Medalíumeistarinn, eđa listamađurinn sem steypti medalíurnar, var Hans Reinhard inn eldri, sem starfađi á tímabilinu 1535 fram til 1568.
Nýlega var á uppbođi í Vínarborg seld medalía af ţeirri gerđ, sem frekt og ríkt siđbótarfólk bar um hálsinn á Íslandi er ţađ rćndi og hlunnfór ađra. Medalían fór á 700 evrur (sjá hér).
Fornleifur vonar nú ađ Ţjóđminjasafniđ taki viđ sér og fari á árinu 2020 ađ skrá ókeypis upplýsingar um gripi safnsins sem Fornleifur hefur nú í allmörg ár miđlađ hér á blogginu til almennings. Safniđ verđur vitaskuld ađ vitna í Fornleif og éta orđrétt eftir honum - Eđa eins og ritađ stendur ANTIQUUS DETID MIHI ET COMEDI og étiđ ţađ!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stopp !! Fyrir alla muni
3.12.2019 | 16:42
"Hver er eiginlega tilgangurinn međ sjónvarpsţáttunum Fyrir alla muni", spurđi einn vina Fornleifs í gćr? Honum var greinilega niđri fyrir vegna ţess hve lélegir honum ţóttu ţćttirnir, enda er hann smekkmađur á fortíđ, sögu og menningu.
Ég leit ţví á efniđ í ţessum ţáttum. Nú síđast var búinn til einskis nýtur ţáttur međ ţessu annars ágćta nafni fyrir skattpeninga landsmanna - af fólki sem greinilega veit lítiđ, eđa alls ekkert, um hvađ ţađ er ađ rćđa eđa frćđa um.
Jafnvel ţótt ţáttarstjórnendur leiti til rótgróinna menningarstofnanna eftir upplýsingum, verđa ţáttastjórnendur ţví miđur einskis vísari. Allur vísdómur virđist hafa flutt úr landi og jafnvel löngu fyrir hrun.
Í síđasta ţćtti Fyrir alla Muni (sjá hér) var fjallađ um međalgćđa empire-mublu (sem mér sýnist ađ sé spónlögđ). Hún er, ađ ţví ađ mér sýndist, frá miđbiki 19. aldar. Í ţćttinum er sögđ saga af fólki í Breiđholti sem telur ađ ţetta skúffedaríum hafi veriđ í eigu Skúla fógeta Magnússonar og ađ forfeđur ţeirra hafi náđ í ţađ í Viđeyjarstofu er hún vađ ađ hruni komin snemma á 7. áratugnum.
Ţátturinn byrjađi reyndar á ţví ađ ekiđ vestur í bć. En viti menn, allt í einu var bíllinn kominn upp í Breiđholt. Jafn öfugsnúiđ var allt annađ í ţessum ţćtti.
Sams konar (eđa álíka) mublu, chatol eđa skatthol eins og ţađ heitir nú á íslensku, er hćgt er ađ fá fyrir slikk í Danmörku, ţađan sem mér sýnist ađ skattholiđ sé ćttađ. Skattholiđ var reyndar ekki sýnt sérstaklega vel í ţćttinum Fyrir alla muni. Mér sýnist skúffedaríiđ vera lagt međ spón af eik eđa afrísku mahóní.
Eigendurnir sem eiga kjallarann í Breiđholti sjá líklega ofsjónum fúlgur faldar í skúffedaríinu, fyrst ţeir halda eđa telja sér trú um ađ Skúli fógeti hafi setiđ viđ ţađ. Í fjölskyldunni var ćvinlega talađ um skáp/púlt Skúla.
Greint var frá ţví í ţćttinum, ađ afkomendur eiganda skattholsins hafi leitađ til eins af stjórnendum ţáttarins til ađ finna kaupanda í útlandinu. Reyndar er mublan í Breiđholtinu, sem er sýnd mjög lítiđ og illa í ţćttinum, ađeins neđri hlutinn af skattholinu. Toppskápinn vantar. Ţađ kom vitaskuld heldur ekki fram í ţessu frćđsluefni á vegum RÚV, frekar en svo margt annađ sem skipti máli viđ ađ leysa ráđgátuna sem sett var fram.
Stíllinn á skattholinu, einn og sér, sýnir ţađ ljóslega ađ mublan er í empire (boriđ fram ampír) stíl og er hún frá miđbiki 19. aldar. Ţess er ekki getiđ í ţćttinum. Danir framleiddu empire-mublur lengur en t.d. Frakkar, ţannig ađ skattholiđ gćti hugsanlega veriđ frá síđari hlut 19. aldar (síđ-empire).
Leitađ til Ţórs Magnússonar
Ţó enginn starfsmanna fáliđađs Ţjóđminjasafns hafi haft burđi til ađ frćđa skransala og eina af ţessum ćsiblađakonum sem vinna fyrir auglýsingatekjur RÚV, hefđi ekki ţurft ađ angra öldunginn og eftirlaunaţegann Ţór Magnússon, ţó hann sé sagđur "vita allt", til ađ láta hann segja ţjóđinni ađ ţetta geti ekki veriđ mubla Skúla vegna ţess ađ hann sá hana ekki í Viđey á 7. áratug síđustu aldar.
Rök Ţórs voru ćđi furđuleg og alls ekki byggđ á stílfrćđi húsgagnsins eđa frćđilegu mati.
Ţar sem Ţór var viss um ađ hann hafđi ekki séđ skattholiđ í Viđey á 7. áratug síđustu aldar, ţegar afkomendur stórbóndans Eggerts Briem Eiríkssonar fóru og sóttu skattholiđ, taldi Ţór ađ ţetta gćti ekki veriđ mubla Skúla. Furđulög rök ţađ, en enn meiri furđu sćtir ađ Ţór beitir ekki fyrir sér mikilli ţekkingu sinni og annálađri og bendi einfaldlega á ađ mublan sé í empirestíl og geti ţví ekki veriđ frá tímum Skúla fógeta. Eitthvađ viturlegra hefđi vissulega getađ hafa veriđ klippt út úr ţćttinum, ţví ţáttagerđarmenn eru óprúttnir í viđleitni sinni viđ ađ "búa til góđa sögu". Sannleikurinn er ekki alltaf besta sagan hjá fólki í ţeim bransa.
Afkomendur Eggerts Briem Eiríksson, sem námu á brott mubluna í Viđeyjarstofu, gćtu hćglega veriđ ađ segja sannleikann um hvernig ţau náđu í húsgagn forfeđra sinna, ţví mublan er frá 19. öld og gćti ţví hafa veriđ ritpúlt Eggerts Briem eđa jafnvel föđur hans Eiríks biskupsritara.
Eeeen ekki áttu allir Íslendingar svona fínar mublur á 19. öld. Ţeir sem ekki voru höfđingjar, illmenni og arđrćningjar urđu ađ láta sér nćgja ađ geyma sitt dót í smákistlum og rita sín bćnabréf viđ ljósiđ frá grútarlampa á heimasmíđađri fjöl.
Summa summarum er ađ skattholiđ í ţćttinum Fyrir alla muni hefur Skúli Magnússon hvorki setiđ viđ međ bókhaldiđ sitt, né séđ. Ţađ geta allir frćđst um viđ einfalda leita ađ orđinu chatol (t.d. á dönsku) á netinu (leitiđ líka ađ myndum af chatol). Í leiđinni geta menn, sem ólmir vilja eignast "Skúlaskápa", litiđ á verđ á álíka skattholum og séđ ađ ţađ er vafalítiđ lćgra en innflutningskostnađur. Lítiđ fćst fyrir 19. aldar mublur ţessa dagana. Kannski á ţađ eftir ađ breytast.
Ţađ verđur ađ teljast stórfurđulegt, ađ veriđ sé ađ búa til heilan sjónvarpsţátt međ kjánalegum spuna um eitthvađ, sem auđveldasta mál hefđi veriđ ađ ganga úr skugga um međ leit á veraldarvefnum. Ţá hefđu menn líklega einnig uppgötvađ, ađ á mublunni í kjallaranum hjá Brímunum í Breiđholtinu vantar toppstykki, eins og ţađ sem sjá má hér ađ ofan. Toppstykkiđ vantar greinilega líka í ţćttina sem Fornleifur leyfir sér ađ gagnrýna hér af sinni alţekktu grimmd.
Ţjóđ sem hendir
Íslenska ţjóđin hefur flýtt sér svo mikiđ úr "helv..." fortíđinni, ađ fćstir ţekkja vart stíl og smekk fólks fyrir 70-100 árum síđan eđa fyrr. Nú er allt eins konar Ikea, nema menn teljist til Epal-elítufólks sem er svo vel í álnum og vitstola, ađ ţađ kaupir ţađ sem flott ţykir á 100-200% hćrra verđi en ţađ selst á í nágrannalöndunum. Íslendingar henda einnig manna mest í Evrópu á haugana.
Vanţekking íslenskra skransala í gegnum tíđina, á ţví sem ţeir eru ađ selja, sýnir ţetta líka mjög glögglega. Skransalar ţurfa náttúrulega ekki ađ vita nokkurn skapađan hlut, en ţađ vćri nú líklega til bóta ef lágmarksţekking vćri fyrir hendir. En ţegar sölumenn, sem eru ađ fara međ "meint húsgögn" föđur Reykjavíkur í sölu til útlanda, vita ekki neitt um ţađ sem ţeir taka ađ sér ađ selja, ţá verđa ţeir fyrir alla muni ađ lesa sér betur til - og ţađ hefur reyndar aldrei veriđ auđveldara. Lestrarkunnátta Íslendinga hefur aftur á móti aldrei veriđ verri.
Saga af skransala
Hér segir frá sölumennsku skransala eins í Reykjavík, sem hafđi til sölu nokkuđ kindugan róđukross, sem hann kynnti til sögunnar sem "rómverskan"; og geri ađrir betur. Ţađ er kannski ekki í frásögur fćrandi, ađ skransala mannsins fór á hausinn og ađ hann er hinn sami Sigurđur Helgi Pálmason (Gunnarssonar hljómlistamanns) sem sér um stjórn ţáttanna Fyrir alla muni.
Áhugi ţjóđar, sem af öllu hjarta fyrirlítur fortíđina, var ekki mikill á dýrkeyptu silfri skransalans, sem vildi selja flest sem gulls ígildi. Í dag er Sigurđur Pálmason starfsmađur Myntsafns Seđlabankans, ţegar hann er ekki ađ skýra út skran á RÚV međ lítilli ađstođ frá stofnunum sem ćtti ađ hafa vit á fortíđinni.
Róđukross samsettum úr hlutum frá mismunandi tíma, reyndi Safnaramiđstöđin ađ selja á 4,6 milljónir króna hér um áriđ. Hér má lesa frćđilegt álit á hinum heilaga krossi samsettum á síđari tímum óheiđarlegum. Kannski kemur ţáttur um kross ţennan í röđinni Fyrir alla muni og góđ skýring á vel stćltum handleggjum Krists?
Fornleifur telur ađ sú ágćta kona, sem hlýtur brátt ađ verđa útvarpsstjóri á RÚV, ćtti ađ sýna sparnađ í verki og velta starfsmönnum stofnunarinnar af makindalegri vindsćng Bjarna Ben og taka af ţeim sólgleraugun. Síđan mćtti skipa ţeim ađ láta endursýna ţćttina Muni og Minjar, ţótt ţađ sé gamalt og sigiđ sjónvarpsefni (ja, vonandi er ekki búiđ ađ henda ţeim ţáttum á haugana). Fyrir mannsaldri síđan, reyndu Eldjárn og órykfallinn Ţór Magnússon ađ minnsta kosti ađ miđla vitsmunum í ţjóđina, Ţeir fornólfarnir, Kristján og Ţór, ţurftu ekki ađ aka Miklubrautina vestur í bć til ađ fara upp í Breiđholt til ađ fá gott "plott" í ţćttina sína.
Svo geriđ ţađ nú fyrir hann Fornleif ađ sökkva vindsćngum RÚV í skítalćk í Fossvogi og látiđ svo hendur standa fram úr ermum. RÚV verđur ađ geta gert betur fyrir allar auglýsingatekjurnar sem velta inn og sem ýmislegt grćđgispakk á sólbekkjum lífsins vill fá fingurna í. En ţćttir, sem gerđir er líkt og menn gangi međ tvöföld sólgleraugu í rökkri, eru kannski ţađ sem menn vilja sjá til ađ láta ljúga sig stútfulla.
Menning og listir | Breytt 9.12.2019 kl. 09:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
"Stradivaríusinn" minn er kominn heim
2.11.2019 | 10:35
Í október var ég í nokkra daga međ gömlum vinum í forláta íbúđ í Charlottenburg í Berlínarborg. Áđur en ţeir komu, hafđi ég setiđ á pólitísku skjalasafni Utanríkisráđuneytis Ţýskalands (Politisches Archiv des Auswärtiges Amts) og grúskađ fyrir grein sem ég ćtla ađ skrifa međ konu í París. Fyrir utan daga međ góđum mat, tónleikum og leikhúsferđ á Berliner Ensamble til ađ sjá hiđ djöfulgóđa verk Baal eftir Berthold Brecht, var hápunktur ferđarinnar fyrir mig ađ annar fornvinanna kom međ langspiliđ mitt góđa sem ég smíđađi ţegar ég var ungur (sjá hér).
Nýlega var smíđakennari á Ţingeyri, Jón Sigurđsson ađ nafni, sem smíđar langspil, búinn ađ smíđa verklega tösku fyrir mig undir hljóđfćriđ mitt, en kassinn var ekki tilbúinn ţegar ég var á Íslandi í lok september.
Einn vina minna, Kristján, gerđist vinsamlegast burđardýr fyrir langspiliđ. Ég hafđi vitaskuld miklar áhyggjur af međferđ hljóđfćrisins og kassans í flugvél frá Íslandi til Berlínar. En ekkert var ađ óttast um ţađ í höndum Kristjáns. Ţađ fékk svo sannarlega einnig Sondermeđferđ hjá flugfreyjunum Icelandairs. - Kristján ţurfti ekki annađ en ađ segja leyniorđiđ "LANGSPIL" og brosa á freyjurnar. Ţađ ţótti freyjunum mjög ćsandi og kassinn fékk ađ dvelja á Saga-Class alla leiđ til Tegel Lufthafen. Hvort ţađ var Kristján eđa langspiliđ, sem hafđi slík áhrif á freyjurnar, veit ég ekki, en ţađ verđur eiginlega ađ rannsaka ţađ vísindalega sem allra fyrst. En Icelandair og flugfreyjum félagsins fćri ég innilegustu ţakkir fyrir fyrirgreiđsluna viđ Kristján - eđa langspiliđ.
Saddir af Berlín fóru vinir mínir aftur í hámenningu Fósturjarđarinnar, en ég fór bara í rútu til Danmerkur. Ég er líklega dellukarl, ţví ég keypti sérsćti undir langspiliđ. Kassinn vakti athygli. Ţó ekki meira en ađ svartur hasshundur, sem sleppt var inn í rútuna eftir komuna til Danmerkur, hafđi ekki hinn minnsta áhuga á kassanum. Síđan hef ég í frístundum veriđ ađ dytta ađ hljóđfćri mínu, reyna mismunandi strengi og treina bogann sem ég keypti međ mikilli ró og innhverfri íhugun í versluninni Sangitamiya í Reykjavík í september.
Ţar fyrir utan hef ég horft á YouTube međ upptökum af mismunandi ágćtisfólki sem leikur á nýlega smíđuđ langspil (ţvílík áhugamál sem sumt fólk hefur!). Ég hef viđ ţađ fullvissađ mig um ađ rómađ hljóđiđ í hljóđfćri mínu var engin ímyndun kunnugra manna. Langspiliđ, sem á sínum tíma var dćmt af kanadískum sérfrćđingi sem hljómfegurstu gerđ langspila landsins - hvorki meira né minna. En langspil hljóma ugglaust eins mismunandi og ţau eru mörg.
Íslenskir harđlínukommar viđ minnismerki um Rósu Luxemburg í október 2019.
Ekki hélt ég neina tónleika í Berlín í ţetta sinn, en sársé eiginlega eftir ţví ađ hafa ekki tekiđ Nallann á langspiliđ. Ég lokkađi félaga mína til ađ fara međ mér og setja rósir viđ ána Spree, ţar sem ţýskir óţokkar köstuđu litlum en ţéttvöxnum líkama Rósu Luxemburg í ána áriđ 1919. Ég er viss um ađ Rósa hefđi ekkert haft á móti ţví - ţ.e.a.s. ađ ég spilađi Nallann.
Kommarnir frá Íslandi minntust Rósu međ bleikum rósum. Menn mega leggja í ţađ hvađa merkingu sem ţeir vilja.
Eftir heimkomuna frá Berlín hef ég fariđ í smábreytingar á langspilskassanum. Ég setti á hann ađrar spennur en upphaflega voru, sem og hornspeldi úr messing; keypti ţar ađ auki gítarkassalás sem ég hef enn ekki skrúfađ á. Ég mun einnig setja lamir á hann ađ innanverđu. Ćtlunin var svo ađ setja sútuđ laxaskinn á kassann allan, en ţá frétti ég ađ sútarinn á Sauđárkróki hefđi iđađ í skinninu og vćri ţví miđur farinn á hausinn. Veit einhver, hvar nú er hćgt ađ fá ódýr, sútuđ laxarođ? Kann ekki einhver ađ blikka sútara fyrir mig - eđa er nóg ađ segja bara "Langspil"?
Nú, ćfingin skapar meistarann. Síđar leyfi ég ykkur kannski ađ heyra lag á Útlagann, sem ţangađ til hvílir í töskunni Rođleysu. En ég lofa engu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
Drengurinn í fjólubláu skyrtunni, París 1971
1.10.2019 | 15:23
Fornleifur gamli, sem er allt ađ einrćđur á ţessu bloggi, hefur lengi hvatt einn ritstjóra ţess til ađ birta hér gamla mynd af sér, ţá er ritsjórinn var bćđi ungur og fallegur. Fornleifur telur myndina kominn á aldur og telur hana vel geta talist til hálfgerđra fornleifa, enda verđur myndin 50 ára eftir tćp tvö ár.
Taka verđur fram ađ ritstjórinn er enn ungur í anda, en fallegur er hann nú ekki og heldur ţví hvergi fram - en kannski myndarlegur? Sem jarteikn fyrir ţví ađ ritstjórinn var eitt sinn fallegur og myndarlegri en hann er í dag, birtist hér mynd af honum nýkomnum á 11. aldursár, ţar sem hann sat fyrir í París í lok ágústmánađar 1971 - alveg eins og hann hefđi aldrei gert annađ.
Ţađ var vitanlega frćg frönsk listakona, sem mér sýnist heita Nicole Ar... sem á frídegi sínum er hún var ekki ađ selja myndir á fínustu galleríum Parísar, sat á torginu í Montmartre og teiknađi ţessa litkrítarmynd af drengnum frá Islande. Hún keđjureykti međan ađ hún teiknađi mig. Mér skilst ađ kona ţessi hafi orđiđ frćg fyrir ađ hafa teiknađ hinn "Grátandi dreng" sem margfrćgur er orđinn í eftirmyndagerđum. Ekki teiknađi hún ţó tár á hvarma ritstjórans, en lagđi natni sína í stađinn viđ freknurnar. Ég man ađ sjálf var hún í fjólublárri rúllukragapeysu, og hafđi á orđi samkvćmt frönskumćlandi föđur mínum, ađ ég hefđi góđan smekk á lit. Skyrtan fjólubláa var aldrei beint minn smekkur. En hvađ gerir mađur ekki ţegar mađur er ţađ sem Bretar kalla "a dedicated follower of fashion."
Sannast sagna var ég ekkert óánćgđur međ myndina, ţó ég gerđi mér ţá ţegar grein fyrir ţví ađ Nicole A.. vćri ekki stór listakona. Mér fannst hún reyndar ná hárinu vel og gera mig líkan Dýrđlingnum, Roger Moore, sem ţekktastur var fyrir ađ háriđ sat ávallt vel ţó hann lenti í ryskingum viđ glćpahyski. En nú sé ég, ađ ég var miklu líkari Tony Curtis sem birtist á skjánum međ Roger Moore áriđ 1971 í The Persuaders, og var sá myndaflokkur kallađur Fóstbrćđur á íslensku, sćllar minningar.
Fyrir utan ađ franska listakonan eilífađi mig međ stór saklaus hvolpaaugu, sem ég hafđi nú aldrei haft (en slíkt selst betur), ţá held ég barasta ađ myndin sé ekki mjög ósvipuđ mér.
Annar listamađur spreytti sig fyrst á drengnum frá Íslandi. Hann var spćnskur og teiknađi mig í roki og rigningu í ágústmánuđi. Ţar fór ţví miđur enginn Picasso - Foreldrar mínir voru ekkert afar ánćgđ međ ţá mynd (sem var kolateikning) ţar sem ţeim fannst ég verđa of dökkleitur á myndinni. Mér fannst enniđ á mér vera of lágt. Amma mín í Hollandi fékk ţá teikningu, og sem betur fer veit enginn hvar ţađ "listaverk" er nú niđur komiđ.
Menning og listir | Breytt 17.2.2020 kl. 09:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Anna María snýr aftur
4.5.2019 | 06:50
Málverk ţessi munu brátt hanga í Faktorshúsinu á Ísafirđi. Ţau voru nýveriđ (29.4.2019) keypt á uppbođi í Kaupmannahöfn. Myndin sýnir hjónin Önnu Maríu Benedictsen Meyer og Johan Ferdinand Meyer. Anna fćddist í Faktorshúsinu og snýr nú aftur í ţađ 144 árum eftir dauđa sinn. Hér verđur saga hennar sögđ í stórum dráttum:
Áriđ 1835 kom í heiminn lítil stúlka, í Faktorshúsinu vestur í Hćstakaupstađ. Stúlkubarniđ var skírt Anna María Benedictsen. Síđar á lífsleiđinni varđ hún leikkona í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og rithöfundur. Hún var góđ vinkona og trúnađarmađur H.C. Andersens. Jú, ekki vita ţetta nú allir, en Anna María var líklega međal frćgari Íslendinga í Danmörku, en hefur aldrei hlotiđ verđskuldađa athygli á Íslandi líklega vegna ţess ađ hún var bara kona og ţar ađ auki ekki alíslensk, sem lengi ţótti til vansa á Íslandi.
Nú ţegar neyđist ég til ađ ćttfćra Önnu Maríu. Ţađ er nauđsynlegur siđur á Íslandi, svo konur giftist ekki náfrćndum og karlar kvćnist ekki frćnkum sínum. Ţá verđur allt fólk eins í framan. Fađir Önnu var Jens Jacob Benedictsen (1806-1842). Hann var íslenskur útgerđamađur, fyrst á Bíldudal en en síđar á Hćstakaupstađ viđ Skutulsfjörđ. Móđir Önnu Maríu var Anna Benedictssen (1811-1891), fćdd Frahm í Kaupmannahöfn. Jens Jacob Benedictsen var sonur Boga Benedictsens (1771-1849) kaupmanns og frćđimanns, fćddist á Bíldudal ţar sem fađir hans, Bogi, rak verslun um tíma. Eftir ađ Bogi Benedictsen var sestur í helgan stein ađ Stađarfelli í Dölum og hóf ađ stunda frćđimennsku ađ miklu kappi, tók Jens sonur hans viđ útgerđinni og rak verslun á Bíldudal. Áriđ 1828, ţegar Jens var rétt rúmlega tvítugur, keypti hann verslunarréttindin í Hćstakaupstađ međ ađstođ fjölskyldu sinnar. Var Jens farsćll í viđskiptum og efldi útgerđ viđ Ísafjarđardjúp til muna og kom sér upp litlum flota ţilskipa og gerđist sterkur samkeppnisađili norskra og danskra kaupmanna, sem fyrir voru á Ísafirđi. Jens giftist Maríu, dóttur Jóhannesar Frahm Jensen frá Aabenraa á Suđur-Jótlandi, sem hafđi um langan aldur stundađ siglingar til Íslands og veriđ í nánu samfloti viđ Boga Benedictsen.
Faktorshúsiđ á okkar dögum. Ljósmynd höfundur
Ungu hjónin Jens og Marie fluttu í norskt timburhús í Hćstakaupstađ, svo kallađ Faktorshús, sem enn stendur á Ísafirđi. Ţađ var friđađ áriđ 1975 og hefur nýlega veriđ endurbćtt og lagfćrt međ miklum tilkostnađi af eigendum hússins, heiđurshjónunum Áslaugu Jensdóttur og Magnúsi Helga Alfređssyni, sem síđar segir frá. Ţess verđur ađ geta ađ húsiđ var flutt í einingum frá Noregi áriđ 1787, áriđ sem einokun Dana var lögđ formlega af á Íslandi. Húsiđ var síđan reist í Hćstakaupstađ af norskum kaupmanni af hollenskum og dönskum ćttum. Sá hét Herman Didrich Jansen (1723-99, mynd hér til vinstri). Jansen hafđi hér verslunarútibú, og stundađi útflutning á fiski til Spánar og Ítalíu. Jansen er ţó líklegast frćgastur fyrir ađ vera afi tónskáldsins Edvards Griegs.
Viđskiptavit Jens Benedictsens olli ţví ađ hćgt er međ góđri samvisku ađ kalla hann fyrsta kapítalista Íslands. Hann og Marie eignuđust ţrjú börn á Íslandi, en fluttu sig svo um set til Kaupmannahafnar ađ ósk Marie. Í Kaupmannahöfn eignuđust ţau ţrjú börn ađ auki. Ţau áttu heimili sitt í Strandgade á Christianshavn í Kaupmannahöfn. Jens hélt áfram siglingum og verslun á Íslandi, en áhuga hans á fisksölu og sala á lambaskrokkum og skyri í Kaupmannahöfn, svo eitthvađ sé nefnt, deildi frú Marie svo sannarlega ekki međ honum. Ađ sögn fróđra manna hafđi hún mikla ímugust á öllu sem íslenskt var, og ţráđi lífiđ í höfuđborginni. Sagan segir, ađ ţegar Marie hélt veislur hafi hún í hvert sinn er Jens vildi blanda sér í umrćđur, sagt: Ti stille Jens, vi taler ikke om tran (Ţegiđu Jens, viđ erum ekki ađ rćđa um lýsi).
Sú hjónabandssćla varađi ekki viđ. Áriđ 1842, á einni sínum mörgu ferđum til Íslands, til ađ sćkja ţann varning sem hafđi gert fjölskylduna nokkuđ vel stćđa á danskan mćlikvarđa, varđ Jens ađ leita vars í Vestamannaeyjum í miklum stormi. Orđrómur var á kreiki um ađ danski sýslumađur í Eyjum, Johan Nikolai Abel (1794-1862), hefđi myrt Jens. Aldrei var sá kvittur kveđinn niđur eđa sannreyndur fyrir dómsstólum.
Briggskipiđ Hekla var í eigu Jens Benedictsens. Hann sigldi á ţví í sinni síđustu för til Íslands. Myndin var seld á uppbođi í Kaupmannahöfn áriđ 2007 og er nú í eigu félags á Fjóni. Mynd Aabenraa Antikvitetshandel 2007.
Marie bjó áfram í Kaupmannahöfn eftir dauđa manns síns og hélt vaflaust veislur án fiskmetis. Nokkru síđar flutti hún međ börnin og ásamt foreldrum sínum öldnum í Nyhavn 12 í hjarta Kaupmannahafnar. Ţađ var ţeim megin Nýhafnar er skip frá Íslandi lönduđu varningi sínum á 19. öld. Ţar bjó fjölskyldan í hluta mikils og vandađs húss, sem enn stendur og sem mikill glćsibragur er yfir.
Nyhavn 12 ađ kvöldi til fyrir allnokkrum árum. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Leiklist og ópera
Anna María ólst nú upp í skarkala stórborgar danska ríkisins. Snemma hneigđist hugur hennar ađ listum. Marie móđir hennar var mjög gefin fyrir óperur og leikhús, sem hana hafđi sárţráđ í myrkrinu á Ísafirđi.
Áriđ 1855 tók hún ţrjár dćtur sínar međ í menningarreisu til Ţýskalands til ađ fara í óperuhús. Ţar hittu ţau engan annan en H.C. Andersen, sem er til vitnis um ţá ferđ. Í einni af dagbókum sínum ţann 19. júlí 1855 reit hann: Í Dresden, ţar sem ég hitti ungfrú Benedichtsen frá Kaupmannahöfn, var fariđ í óperuna á hverju kvöldi, hún hafđi í 14 daga hlustađ á fleiri en allan vetrartímann heima.
14 árum síđar, ţegar Anna María var orđin ţekkt leik- og söngkona á fjölum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, hélt hún skáldinu lofrćđu er hann sneri heim eftir langa dvöl erlendis. Hún flutti ljóđ, lofgjörđ um Andersen, ţar sem hann var nefndur til sögunnar som den store Politiker, der havde forstaaet den store politiske Kunst at vinde: fřrst Břrnene, saa Moderen og saa Manden. Ţessu skýrđi Dagbladet frá ţann 7. september 1869.
Einn af ţeim sem heilluđust ađ leik- og söngkonunni Önnu Maríu Benedictsen, var Philip Ferdinand Meyer (1828-1887). Hann fćddist inn í gyđingafjölskyldu í bćnum Nakskov á Lálandi. Foreldrar hans voru Jacob Joseph Meyer úrsmiđur (1787-1848)og kona hans Jette (f. 1795), sem fćdd var i Nakskov, af ćttinni Levison. Jacob Josef kom frá Ţýskalandi, nánar tiltekiđ borgarhlutanum Moisling viđ Lübeck. Honum voru veitt borgararéttindi í Nakskov áriđ 1812.
Philip Ferdinand var einn átta systkina. Ţegar hann komst á fullorđinsár, hóf hann heildverslunarrekstur í Hamborg og Danmörku. Hann komst fljótt í álnir og ţótt álitlegt mannsefni í Kaupmannahöfn er hann kvćntist Önnu Maríu Benedictsen áriđ 1855. Áđur en ţađ gerđist, hafđi hann tekiđ kristna trú, svona til vonar og vara, og hét upp frá ţví formlega Johann Ferdinand Philip Meyer, en hann notađi mest nafniđ Ferdinand. Hann fylgir nú ástkćrri eiginkonu sinni til Íslands.
Anna María vann ekki lengi á Konunglega leikhúsinu. Hún blandađist inn í illdeilur ţar og tengdist stjórnanda leikhússins sem var rekinn. Eftir ţađ átti hann hún ekki afturkvćmt ţangađ. Ferdinand efnađist vel og hjónin reistu sér mikiđ og virđulegt hús á Friđriksbergi, viđ skemmtanargarđinn Alhambra.
Alhambravej 9 var eitt sinn virđulegt hús međ miklum ávaxtagarđi. Nú eru í ţví einhver braskfyrirtćki og eignina á banki á Jólandi.
Ţar mun Anna María hafa sungiđ. Húsiđ er enn til, en er fyrir löngu umgirt af yngri og forljótum byggingum frá ţeim tíma sem Frederiksberg breyttist líkt og Reykjavík gerir í dag, og ekki til hins betra. Í stađ ţess ađ syngja og leika á fjölum Hins konunglega leikhúss, hóf Anna María ađ rita greinar og ljóđ, međal annars undir dulnefninu Anna Rembrandt og Nemo.
Eftir ţađ vitum viđ svo sem ekkert mikiđ um Önnu Mariu og mann hennar, annađ, en ađ ţau eignuđust 6 börn, m.a. soninn Aage Meyer Benedictsen (1868-1926), sem gerđist nokkuđ frćgur á sínum tíma bćđi í Danmörku sem og í öđrum löndum. Saga hans er merkileg og hefur ađeins veriđ rakin lítillega hér á blogginu, en betri greinargerđ um hann verđur ađ bíđa betri tíma. Ég hef flutt tvö erindi um Aage i Litháen á ráđstefnum sem hinn mikli Íslandsvinur og norrćnufrćđingur Svetlana Steponoviciene hefur stađiđ fyrir. Svetlana, sem er orđin öldruđ nú, er formađur Félags til minningar um Aage Meyer Benedictsen. Aage Meyer Benedictsen var mjög annt um frelsi Litháa, dvaldi í landinu og skrifađi bók Et Folk, der vaagner (1895) / Awakening of a People (1924), um nauđsyn ţess ađ Lithaugaland fengi frelsi.
Aage Meyer Benedictsen. Ljósmynd tekin af Johanne Frigast í Kalundborg. Myndin er í eigu safns háskólans í Vilnius.
Anna María var ţegar farin ađ missa heilsuna á 7. áratug 19. aldar, og á ljósmynd, sem til er af henni frá 8. áratug aldarinnar, má sjá mjóslegna og heilsulitla konu, en ţó er hćgt ađ sjá ađ ţar fer sama fallega konan međ sama brosiđ og á málverkinu fremst í ţessari grein.
Á ferđ til lćkninga í Stokkhólmi í lok árs 1874, andađist Anna ţar í borg ađeins 39 ára gömul og var ţađ manni hennar og börnum mikill sorgardauđi. Hver annar en H.C. Andersen ritađi um hana látna međ miklum söknuđi. Laugardaginn 2. janúar 1874 skrifađi hann sorgmćddur:
Benedictsen-Meyer er dáin í Stokkhólmi segja blöđin ....
Dagblađiđ Berlingske Tidene hafđi ţetta ađ segja um Anne Marie:
Under et Ophold i Stockhom dřde den 27de December f. M. Fru Maria Meyer, f. Benedictsen. Den Afdřde, der var fřdt paa Island den 1ste Februar 1835, debuterede i sit 18de Aar paa det Kgl. Theater som Ragnhild i Svend Dyrings Huus og vakte allerede ved denne Debutrolle ikke ringe Forhaabninger; til Scenisk Virksomhed medbragte hun et i flere Henseender fordeelagtigt Ydre, en god Sangstemme og sćrlig en ualmindelig Begavelse og Dannelse, men hun optraadte i den vanskelige Tid, da der fra flere Sider arbejdedes mod J. L. Heiberg, og dennes store Interesse for hendes Talent foraarsagede hende mange Krćnkelser i det 3 Aaar, hun offrede i Theatrets Tjeneste. Maria Meyer har til forskjellige Tider, 1857 og 1868, deels under Pseudonymet Anna Rembrandt, deels under eget Navn skrevet flere Eventyr og Noveller, ligesom de i sin Tid meget omtalte Breve fra og til en Skespillerinde, udgivne af Nemo, hidrřrer fra hendes Haand. Var hendes literaire Production vel vćsentligt paa grund af hendes svagelige Helbred, ikke meget omfattende, vidner den dog om hendes fleersidige Dannelse og Talent, Rige Aandsevner og personlig Elskvćrdighed samlede om hende en stor Kreds af Venner, der med Veemod ville have modtaget Budskabet om hendes Tidlige Dřd.
Um málverkin sem brátt munu hanga í Faktorshúsinu
Nýveriđ tilkynnti mér einn af afkomendum Önnu Maríu, sem ég komst í samband viđ fyrir nokkrum árum, ađ hún hefđi sett tvö málverk, sem fjölskyldan átti af hjónunum Önnu Maríu og Ferdinand Meyer, á uppbođ hjá Bruun & Rasmussen í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkrum árum hafđi stađiđ til ađ ég myndi fá ađ skođa myndirnar og ljósmynda, en alvarleg veikindi mín um tíma komu m.a. í veg fyrir ţađ.
Mér fannst tími til kominn ađ Anna María fćri aftur Vestur, ţar sem hún fćddist, og ţegar ég frétti af uppbođinu, sem fór fram ţann 29 apríl sl. á netinu, hafđi ég ţegar samband viđ Áslaugu í Faktorshúsinu og hvatti hana til ađ bjóđa í verkin. Hún og Magnús mađur hennar, sem á heiđurinn ađ einstaklega vel unnum smíđaviđgerđum á Faktorshúsinu, ákváđu ađ reyna viđ uppbođiđ.
Bćđi mér og Áslaugu til mikillar furđu, var enginn áhugi á verkunum, og bođ Áslaugar fékk enga mótbjóđendur. Ţađ tryggđi henni ţessi fallegu málverk af íslensku leikkonunni, sem menn hafa vitađ allt of lítiđ um, og eiginmanni hennar sem enn minna er vitađ um, annađ en ađ hann hafđi fjári gott peningavit. Ég held ađ mađurinn hennar, hann Ferdinand hafi heldur ekkert á móti ţví ađ komast í hreina loftiđ á Íslandi.
Málverkin voru bćđi máluđ af kennara viđ Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn, Christian Andreas Schleisner (1810-1882). Málverkiđ af Önnu Maríu var málađ áriđ 1857 er hún var 22 ára gömul, en málverkiđ af eiginmanni hennar er dagssett áriđ 1868. Schleisner hlotnađist prófessorsstađa viđ Akademíuna áriđ 1858.
Nú koma málverkin á nćstu dögum til Íslands og verđa til prýđi í Faktorshúsinu, gestum ţar til mikillar ánćgju. Vona ég ađ fólk fari og kaupi sér kaffi og kökur hjá Áslaugu og Magnúsi í Faktorshúsinu og virđi fyrir sér ţessa frćgu íslensku konu og líka manninn hennar.
Menning kemur svo sárasjaldan vestur á Firđi, segja sumir. Ég er nú hrćddur um ađ ţađ sé ađ breytast, ţó sumir hafi aldrei fariđ suđur - en ţađ gerđi Anna María.
Málverkiđ af Önnu Maríu: 55x47 cm, olía á striga,
Málverkiđ af Ferdinand Meyer: 58x49 cm, olía á striga.
Kaupmannhöfn, 4. maí, 2019
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Š
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Út um stéttar ...
4.1.2019 | 10:23
Árbít mínum nú í morgun lauk ekki fyrir en klukkan hálf ellefu. Ég vakna venjulega snemma og borđa líka árla, en í dag ákvađ ég ađ fasta í nokkrar klukkustundir.
Ég fór í verslun til ađ kaupa nauđsynjar og ćtlađi ađ kaupa mér helgarblađiđ Weekendavisen, en rak ţá augun í Information, sem ég les alla jafna ekki og hef ekki gert í árarađir. Ég hef einfaldlega ekki efni á ţví. Blađiđ kostar 40 DKK í lausasölu, sem er hiđ argasta kapítalíska okur og svínarí.
Ađeins ein ástćđa var fyrir ţví ađ ég keypti hiđ gamla kommablađ Information í morgun. Íslandskort prýddi forsíđuna. Ekki ţarf nú meira til ađ fanga athygli Mörlandans, ţótt forframađur sé!
Ég trúđi vart mínum eigin augum, ţví eitthvađ um móđurlandiđ finnur mađur vart á virkum degi, nema í fyrsta lagi á bls. 4., en venjulega alls ekki, nema kannski í tónlistaraukum prentuđu blađanna - eđa ţegar eitthvađ gýs og skíturinn í bankageiranum vellur yfir.
En eins og siđur minn og erfđagóss hefur fyrir skipađ, rekst ég ávallt fljótt á villur annarra, ţó ég sjái sjaldnast mínar eigin.
Forsíđumyndin í Information var auglýsing fyrir grein eftir hinn ágćta Erik Skyum-Nielsen, sem ég kannast viđ og hef eitt sinn hjálpađ viđ ađ finna villur í bók. Vitnađ er í ljóđlínur eftir Ţorstein Erlingsson á "íslensku". Ţví miđur vill svo illa til ađ tvćr, heilar villur er í ţessum tveimur línum úr ljóđinu. Skođiđ myndina og finniđ ţćr.
Grein Skyum-Nielsens, sem fjallar um Snorra Eddu er međ ágćtum, en eitthvađ hefur runniđ út í sandinn međ stafsetninguna á íslensku. Allt er ekki ritađ alt eins og sumir gerđu á tímum Ţorsteins. Í er ekki skrifađ i.
Smámunir, líkt og Ísland er. En hafa ber ţađ sem réttara reynist eins og viđ Íslendingar segjum - en höldum víst sjaldnast sjálfir. Ţorsteinn Erlingsson orti einnig ţetta:
Ţví fátt er frá Dönum sem gćfan oss gaf,
og glöggt er ţađ enn hvađ ţeir vilja.
Ţađ blóđ sem ţeir ţjóđ vorri út sugu af,
ţađ orkar ei tíđin ađ hylja:
svo tókst ţeim ađ meiđa hana međan hún svaf
og mjög vel ađ hnupla og dylja;
og greiđlega rit vor ţeir ginntu um haf
ţađ gengur allt lakar ađ skilja.
Tak ská´ du ha´! Ţetta á nú ekki viđ um Erik Skyum-Nielsen. En ég er farinn ađ verđa leiđur á sumum öđrum dönsku ţýđendunum sem ţykjast hafa tök á íslensku. Ţađ er nokkuđ langt á milli ţeirra sem ţađ hafa.