Fćrsluflokkur: Menning og listir

Tapađ fundiđ

Poq

Í nýjasta hefti SKALK, hinu vinsćla, danska riti um fornleifafrćđi og sögu, er áhugaverđ grein eftir ungan fornleifafrćđing, Jens Winther Johannsen.

Greinin fjallar um grćnlenskan grip sem fannst nýveriđ viđ fornleifarannsóknir í tengslum viđ byggingu neđanjarđarlestarstöđvar viđ Řsterport í Kaupmannahöfn. Gripurinn grćnlenski hefur endađ í díki viđ Eystrahliđ um miđja 17. öld.

Spydspids

Gripurinn er teinn eđa oddur međ krókum úr beini. Oddurinn er spjótsoddur af grćnlensku fuglaspjóti, spjóti sem var kastađ úr kajökum međ kasttrjánungi. Gerir höfundur greinarinnar grein fyrir sögu ţeirra Grćnlendinga sem rćnt var á ferđum Dana til Grćnlands. Ţeir voru fćrđir til Kaupmannahafnar á fyrri hluta 17. aldar til ađ svala forvitni konungs og svo hćgt vćri ađ „uppfrćđa ţau útí Guđshrćđslu, Tungunni og borgaralegum Sýslum". Rekur Johannsen sögu ţeirra í stórum dráttum og leggur til ađ spjótsoddurinn, sem fornleifafrćđingar fundu í Kaupmannahöfn, hafi týnst er Grćnlendingar sýndu norska frćđimanninum Jens Bjelke spjótiđ einhvers stađar viđ Řsterport, og hafi oddurinn síđar ratađ í díkiđ.

Persónulega finnst mér mun líklegra ađ einn hinna nauđugu Grćnlending, sem dauđleiddist í Kaupmannahöfn og dóu flestir úr ţunglyndi ţótt ţeim hafi annars veriđ lýst sem glađvćru fólki, hafi eitt sinn lćđst út á andaveiđar og veriđ ađ veiđa sér önd í matinn á díkjum Kaupmannahafnar er oddurinn brotnađi af kastspjótinu. 

Svo mikiđ leiddist Grćnlendingum í flatneskju Kaupmannahafnar, ađ ţeir reyndu ađ strjúka á konubáti sem ţeir smíđuđu sér, en komust ađeins yfir á Skán, ţar sem ţeir bjuggu í góđu yfirlćti hjá skánskum bćndum áđur en ţeir voru fluttir aftur leiđindi Kaupmannahafnar.

Ég get ekki sagt meira um ţennan skemmtilega fund viđ Řsterport, nema ađ ég brjóti höfundarétt, og bendi lesendum á ađ finna sér eintak af Skalk nr. 2012 á bókasafni á Íslandi til ađ frétta frekar af örlögum frćnda vorra á Grćnlandi í kóngsins Kaupmannahöfn. Ţví óneitanlega er ţetta merkilegur fundur, sem tengist enn merkilegri örlagasögu.

Einhvern tíman munu líklega finnast sauđskinnskór íslenskir međ leppum í díkjum Kaupmannahafnar. Íslendingar köstuđu hins vegar svo vitađ sé reiđhjólum í ölćđi í díki Kaupmannahafnar, eins og menn geta lesiđ um í dönskum lögregluskýrslum sem upplýsa, ađ sökudólgarnir hafi veriđ tveir fornleifafrćđingar, fćreyskur og íslenskur  - ţó ekki sá er ţetta skrifar. Kannski segir mađur frá ţeirri uppákomu í seinni tíma annálum á blogginu Fornleifi.

Efst er mynd af Grćnlendingnum Poq, sem ađ eigin frjálsum og fúsum vilja fór til Danmerkur áriđ 1724, svo ţađ var líklega ekki hann sem tíndi örvaroddi sínum. Hann var fyrsti Grćnlendingurinn sem tókst ađ snúa aftur á lífi til síns heima eftir dvöl í hjarta ríkisins. Á málverkinu, sem nú hangir í Ţjóđminjasafni Dana, ţar sem einnig sést Piqueroq samlandi Poqs, heldur Poq á spjóti međ króksoddum af sömu gerđ og oddurinn sem fannst í 17. aldar lögum í díkinu viđ Řsterport, og sömuleiđis kasttrjáningur eđa teinn sá sem notađur var til ađ kasta fuglaspjótinu.  


Nálhúsiđ og hrosshárin frá Stöng

Nálhús fundiđ á Stöng 1938

Fimmtu getraun Fornleifs lauk eftir um ţađ bil einn sólahring, ţegar Bergur Ísleifsson gaf okkur rétt svör viđ öllum spurningum. Skulda ég nú lesendum Fornleifs ítarlegri upplýsingar um hrossháriđ sem myndin međ getrauninni var af.

Rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal hófust áriđ 1983. Ţjóđhátíđarsjóđur gaf mér ţađ sumar smápening til rannsóknarinnar, sem dugđu fyrir nokkurra vikna launum fyrir tvo stúdenta. Árangurinn var góđur. Viđ rannsókn á gólflögum skálans, sem enn stendur opinn á Stöng og er yfirbyggđur, fundust eldri, óhreyfđ gólflög, og sömuleiđis veggur eldri skála undir ţeim sem nú er opinn gestum.

Vinna á Stöng b
 
Uppgröftur í skálanum ađ Stöng í Ţjórsárdal. Einar Jónsson teiknar. Ljósm. VÖV.

Nokkrir merkir gripir fundust viđ rannsóknina, en sá merkilegasti kom á nćstsíđasta degi rannsóknarinnar. Ţađ var nálhúsiđ sem ţiđ sjáiđ hér á myndinni efst.

Nálhúsiđ fann ég í neđst í gólflagi skálans sem liggur undir yngsta skálanum sem til sýnis er í dag. Nálhúsiđ fannst rétt fyrir framan pallinn (setiđ) sem var međfram veggjum skálans, framarlega (austast) í skálanum.

Ég og Einars Jónsson lögfrćđingur og ţá sagnfrćđinemi, sem vann međ mér, trúđum ekki okkar eigin augum og ánćgja okkar fóru ekki framhjá hópi ferđamanna sem kom í heimsókn nokkrum mínútum eftir ađ viđ fundum hlutinn. Ţar fór fyrir hópi Sigurjón heitinn Pétursson trésmiđur, sem lengi var forseti borgarstjórnar í Reykjavík fyrir Alţýđubandalagiđ og einhverjir samflokksmenn hans og kollegar frá Norđurlöndum. Sigurjón fékk ađ höndla hlutinn og úrskurđađi međ gantalegu brosi á vör ađ ţetta hlyti ađ vera eitthvađ stykki úr bíl og vćri glćnýtt. 

Ţó ég ţekkti ekki neitt nálhús međ ţessu sama lagi, gerđi ég mér strax grein fyrir ţví ađ ţessi gripur vćri nálhús, og stađfestu tveir sérfrćđingar á Norđurlöndunum ţađ, en ţeir höfđu heldur ekki séđ nálhús sem var međ ţessu lagi og töldu gripinn "austrćnan".

Nálhús

Nálhúsiđ séđ frá enda ţess. Ljósm. VÖV.

Er gripurinn var kominn í hús, fór innihaldiđ í nálhúsinu ađ ţorna, og losnađi ţađ ađ lokum úr nálhúsinu. Ţetta voru einhvers konar trefjar. Ég fór međ ţćr til Danmerkur, ţar sem ţćr voru greindar af dr. Jesper Trier forstöđumanni forvörslustofu Forhistorisk Museum Moesgĺrd í Árósum, sem var á sama stađ og fornleifadeildin viđ háskólann í Árósum, ţar sem ég nam frćđin. Jesper Trier sem er "fiberolog" og hafđi sérhćft sig í alls kyns tćgjum og taugum í egypskum fornleifum, var ekki í miklum vafa ţegar hann brá ögn af hárinu undir smásjána. Ţetta voru samankuđluđ hrosshár, sem ugglaust er ekki mikiđ öđruvísi en hrosshár af hesti Faraós.

Hrosshár úr nálhúsi

Hrosshárin í nálhúsinu. Ljósm. VÖV.

Hrosshárum hefur líklega veriđ trođiđ inn í rör nálhússins, sem var opiđ í báđa enda, og ţađ gegnt ţví hlutverki ađ halda nálunum í skorđum. Ekki veit ég hvort hrosshár séu betri til ţess arna en t.d. ull, en hver veit?

Aldursgreining á birkikolum og beinum úr gólflagi ţví sem nálhúsiđ fann hefur sýnt, ađ gólfiđ og húsiđ sé frá 11. öld. Sjá t.d. hér.

Ég tel ađ nálhúsiđ á frá Stöng geti allt eins veriđ íslensk smíđ. Á Stöng var smiđja á 10 öld, ţar sem menn unnu međ kopar og á nálhúsinu er skreyti Ţjórsárdals, sem er hringur međ punti í miđjunni, svokallađir "Circle-dot" eđa "konsentrískir hringir", sem reyndar er líka mög algengt skreyti um allan heim. En í Ţjórsárdal eru flestir gripir međ skreyti einmitt međ ţetta einfalda, alţjóđlega "mynstur".

Nálhúsiđ hefur fariđ á sýningar í 4. löndum og talađ hefur veriđ um ađ framleiđa eftirlíkingar af ţví til sölu, og ţćtti mér ţađ í lagi ef einhver hluti gróđans af slíku framtaki, sama hvađ lítill hann yrđi, fćri á einhvern hátt í áframhaldandi rannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal, sem mér hefur reynst erfitt ađ fjármagna.

Nálhúsiđ er nú til sýnis á Ţjóđminjasafni Íslands í hinu kjánalega „Ţjórsárdalsbúri", sem er glerkassi hálffullur af vikri sem eitthvert hönnuđargrey hefur flippađ út međ í föstu sýningu safnsins. Kassinn á ađ gefa tilfinningu af eldvirkni og eyđingu byggđar. Eldvirkni, ein og sér, eyddi reyndar ekki búsetu á Stöng eđa byggđ í Ţjórsárdal, svo kassinn er út í hött. Einnig er bagalegt, ađ vart er hćgt ađ sjá gripina frá Ţjórsárdal vegna ţess ađ of dimmt er í ţessum eldakassa Ţjóđminjasafnsins, sem verđur líklega ađ teljast eitt kjánalegast gimmick safnasögu Íslands. Vikurinn, sem notađur er í ţennan undrakassa, er ekki eini sinni vikurinn úr Heklugosinu 1104, sem um tíma var taliđ ađ hefđi grandađ byggđ í dalnum. Nú hafa fornvistfrćđingar og jarđfrćđingar einnig gert sér grein fyrir ţví, ađ Ţjórsárdalur lagđist fyrst í eyđi á 13. öld.

Ítarefni

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1989). Stöng og Ţjórsárdalur-bosćttelsens ophřr. Í Bojsen Chris­tensen K. M. og Vilhjálmsson, V.Ö. (eds.) hikuin 15, 75-102. English summary.

Sami (1992) Fćrsla um grip númer 590 b í sýningarskránni Viking og Hvidekrist. Norden og Europa800-1200 (From Viking to Crusader; Wikinger, Waräger, Normannen; Les Vikings... Les Scandinaves et l'Europe800-1200) fyrir sýninguna Viking og Hvidekrist, sem var sett upp á Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1992 (sýningin var einnig í Paris - Berlín - Kaupmannahöfn 1992-93). Nordic Council of Ministers in collaboration with The Council of Europe; The 22nd Council of Europe Exhibition 1993.

Sami (1994) "Nálhús frá Stöng í Ţjórsárdal. Í Á. Björnsson (red.). Gersemar og ţarfaţing. Úr 130 ára sögu Ţjóđminjasafns Íslands. Ţjóđminjasafn Íslands, Hiđ íslenska Bókmenntafélag. Reykjavík 1994.


5. getraun Fornleifs

Getraun

Fornleifur spyr eins og sauđur ađ fornum siđ: Hvaeretta á myndinni?

Veit hann ţađ vel sjálfur, enda er leikurinn til ţess gerđur, ađ allir nema fornleifafrćđingar svari. Fornleifafrćđingar geta bara etiđ ţađ sem úti frýs.

Vissuđ ţiđ, ađ hvergi í heiminum eru hlutfallslega til eins margir fornleifafrćđingar eins og á Íslandi? Sú spurning er ekki hluti af getrauninni, en frekar spurning um raunalegt ástand, sem veldur ţví nú ađ ţessi miklu fjöldi ágćtu fornleifafrćđinga mótmćlir nýjum og illa hugsuđum Ţjóđminjalögum sem greinilega voru ekki skrifuđ af fornleifafrćđingum. En var nú viturlegt ađ stofna fornleifafrćđideild viđ Háskóla Íslands til ađ ala á heimalningshćtti, skyldleikarćkt og atvinnuleysi í greininni, ţar sem frćđimennska er enn af skornum skammti, en stórtćk garđyrkja, óhemjuleg skurđagerđ međ tilheyrandi yfirlýsingagleđi ţví mun algengari? Ef ţiđ hafđi skođanir á ţví, lát heyra. En hér skal venjulegu fólki međ áhuga á miklum aldri fyrst og fremst svara eftirfarandi spurningum

  • A) Hvađ er ţađ sem á myndinni sést?
  • B) Hvar fannst ţađ?
  • C) Í hverju fannst ţađ?
  • D) Hvađ var hlutverk ţess?

Hver er konan til vinstri ?

Beinin heilla 3bb

Beinin heilla, og konan hér á myndinni er engin undantekning frá ţeirri reglu. Ljósmynd ţessi, sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands, var tekin sumariđ 1939 í Ţjórsárdal, nánar tiltekiđ í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum, sem var nćrri ţar er Ţjóđveldisbćrinn stendur í dag.

Ég á fórum mínum ljósrit af dagbók Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar frá rannsókninni, sem hefur fariđ framhjá ýmsum sem telja sig hafa gert rannsóknum í Ţjórsárdal skil. Ekki kemur ţar fram hvađa heimsókn ţessi kona tengdist. Sumir, sem séđ hafa mynd ţessa hjá mér, létu sér detta í hug dr. Ólafíu Einarsdóttur, sem var fyrsti viđurkenndi fornleifafrćđingur Íslands. Ţađ ţykir mér sjálfum ólíklegt, ţar sem ég man eftir Ólafíu sem mun breiđleitari konu af Mýrarkyni međ allt öđruvísi nef en konan sem skođađi og kjassađi beinin í Ţjórsárdal sumariđ 1939. En hver veit?

Myndirnar sem teknar voru í garđinum ţann dag sem konan lagđist međ beinunum, eru einar af ţeim fáu sem teknar voru af rannsókninni ađ Skeljastöđum, ţar sem Matthías Ţórđarson sem gróf ađ Skeljastöđum tók ekki ljósmyndir.

Hver er konan
Konur eru svo hverflyndar, hér er ungfrú fornleifafrćđi 1939 til hćgri

 

Til frćđslu fyrir ţá sem alltaf eru halda ţví fram ađ beinin í Skeljastađagarđi hafi legiđ í gjósku frá Heklugosinu áriđ 1104, t.d. jarđfrćđingur nokkur sem aldrei kom til Skeljastađa ţegar veriđ var ađ grafa ţar, ţó svo ađ hann vćri međ í rannsókninni í Ţjórsárdal áriđ 1939, ţá má vera augljóst af myndunum , ađ svo er ekki. Ţótt myndin sé svarthvít, get ég séđ, ađ askan sem liggur undir konunni og beinunum er H3 gjóskan, sem er forsögulegt lag sem Hekla spjó yfir Ţjórsárdal og víđar fyrir einum 2900 árum síđan, en gjóska ţessi hefur víđa blásiđ upp og flust mikiđ til, enda mjög létt. Flest mannabein í kirkjugarđinum lágu á uppblásnu yfirborđinu og höfđu bein sést ţar í langan tíma og veriđ tekin af lćknastúdentum og nasistum. Mun ég greina frá ţví betur síđar.

Allar upplýsingar um konuna til vinstri á myndinni (til hćgri á ţeirri neđri) vćru vel ţegnar. Einhver sonur eđa dóttir ţekkir kannski móđur sína í hlutverki hinnar ungu og glađlegu konu, sem greinilega hafđi áhuga á fornum leifum og skjannahvítum beinum.


Silfurberg í Kaupmannahöfn

Rosenborg kristallar

 

Í Rósenborgarhöll í Kaupmannhöfn er geymt safn glćsigripa danskra konunga, svo og krónur, ríkisepli og annađ sem konungum ţótti gaman af áđur en hrađskreiđir bílar og lífrćn rćktun urđu vinsćlli. Á međal lítilfjörlegri dýrgripa konungasafnsins eru tveir teningslaga kristallađir kalksteinar, nánar tiltekiđ kristallar úr silfurbergi, sem á frćđimálinu er kallađ Iceland Spar, einnig kallađ kalkspat, Ca[CO3].

Efst međ köntunum á teningum ţessum hefur veriđ greyptur á kristallana rammi úr gylltu silfri, en neđst standa ţeir á fćti úr sama efni. Umbúnađur steinanna er ţó ekki alveg eins, og steinarnir eru heldur ekki jafnstórir. Einn er 10 sm ađ hćđ hinn nokkuđ minni eđa 8,9 sm. Sá stćrri er, sem reyndar er ekki sá hćsti, er 689 rúmsentímetrar og hinn minni 672.

Ekki er međ vissu vitađ, hvenćr ţessi gripir komu í safn konunganna, Kunstkammeret, en líklega hefur ţađ veriđ á 17. öld. Kristallarnir eru nú í ţví safni sem kallađ er Grćna Herbergiđ (Det Grřnne Kabinet) í kjallaranum undir Rosenborg.

Lengi voru ţessir kristallar skráđir sem norskir, en ţađ eru ţeir ekki, ţví silfurberg finnst ekki í Noregi. Ţeir voru á ţeim tíma ekki ţekktir utan Íslands, en síđar hefur silfurberg einnig fundist og veriđ unniđ á Spáni, í Síberíu, Japan og Suđur-Afríku, og síđar í Bandaríkjunum.

Silfurbergsteningarnir í Rósenborgarhöll er taldir ćttađir úr Helgustađanámu viđ Reyđarfjörđ, ţar sem fyrst var fariđ ađ sćkja silfurberg á 17. öld, en námuvinnsla sem ađ lokum eyđilagđi hreinleika silfurbergsins hófst ţó ekki fyrr en eftir 1850. Silfurberg finnst á tveimur öđrum stöđum á Austurlandi.

Í ferđalýsingu Ferdínands Albrechts hertoga af Braunschweig-Lüneburg-Bevern frá 1670 lýsir Ferdínand ţví sem hann sá í safni Danakonungs:

Ein grosser hohler Stein gantz voll Amathistern, so auch in Norwegen gefunden werden. Chrystall aus Issland, welchen, wie auch den Norwegischen Edelgesteinen, es nur daran fehlet, dass sie nich zur rchten MATURITÄT kommen können.

Frederik_3__Paul_Prieur__1663__Rosenborg_Slot
Friđrik 3. Danakonungur og Íslands

Tveimur árum áđur en Ferdínand Albrecht hertogi heillađist af óţroskuđum steinum (kristöllum) Friđriks 3, skipađi Friđrik konungur steinskurđarmeistara og ađstođarmanni hans ađ sigla til Íslands og dvelja ţar í sex mánuđi til ađ vinna ţar íslenskan kristal.  Mun Erasmus (Rasmus) Bartholin prófessor í stćrđfrćđi og síđar lćknisfrćđi viđ Hafnarháskóla líklegast hafa stađiđ á bak viđ ţann leiđangur, ţar sem hann ráđlagđi flotanum danska sem átti ađ koma námumanninum til Íslands.

Menn hafa svo gefiđ sér ađ Bartholin hafi ţakkađ konungi ađstođina viđ ađ ná í kristalla til Íslands međ ţví ađ fćra konungi ađ gjöf hina tvo silfurbergskristalla frá Helgustađanámu. Hafa kristallarnir ţá hugsanlega veriđ settir í umbúnađ sinn árin 1668-69.

Telja fróđir menn ađ Bartholín hafi haft áhuga á silfurberginu frá Íslandi fyrir rannsóknir sínar eđa áhuga, en síđar notuđu ţekktir vísindamenn í Evrópu silfurberg til rannsókna. Má ţar nefna danska stjarnfrćđinginn Ole Rřmer, tengdason Bartholins, hollendinginn  Christian Huygens (1629-95) og Isaac Newton (1642-1727).

Ametyst Konungs
Strýturnar úr ametysti, eru 3,1 og 3,0 sm ađ lengd.

Taliđ er, ađ upphaflega hafi tvćr strýtur úr ógegnsćjum vínrauđum ametyst veriđ límdar ofan á teningana. Ţannig er einn kristallana nú hafđur til sýnis í Kaupmannahöfn Ţessar strýtur eru líka enn til í safni Danakonunga, í Det Grřnne Kabinet, og bera númerin  320 og 321.  Geta strýturnar, ein áttstrend en önnur međ ferningslaga ţversniđ, vel veriđ komnar frá Íslandi, ţar sem ametyst er einnig ađ finna.

Sumir frćđimenn hafa leikiđ sér af ţeirri hugmynd ađ silfurberg hafi veriđ notađ sem svokallađir sólarsteinar á miđöldum. En ţegar nefndir eru sólarsteinar (solarium) í miđaldaannálum kirkna var ţó örugglega ekki alltaf átt viđ kristalla, heldur sólúr úr steini. Bergkristall gćti einnig hafa veriđ notađur. Peter heitinn Foote gaf áriđ 1956 út grein um sólarsteina og gerđi danskur fornleifafrćđingur skýringar hans ađ sýnum og hefur sá, Thorkild Ramskou, kallađur Ramses, síđan veriđ ţökkuđ skýring á sólarsteinum, sem ég held ađ sé röng. Meira um ţađ síđar.

Ítarefni

Garboe, Aksel 1959. Geologiens historie i Danmark: Fra myte til videnskab. C.A. Reitzel, Kbh.

Hein, Jřrgen 2009. The tresure Collection at Rosenborg Castle II; The inventories of 1696 and 1718; Royal Heritage and Collectin in Denmark-Norway 1500-1900. [Udg. Af Selskabet til Udgivelse af danske Mindesmćrker]. Museum Tusculanum Press. [Gripunum er lýst á blađsíđum 139 og 140. og bera silfurkristallarnir númerin 268 og 269. Jřrgen Hein naut ađstođar Dr. Sveins Jakobssonar viđ kafla sinn um kristallana frá Íslandi]. Myndirnar hér ađ ofan eru úr bók Jřrgen Heins.

Leó Kristjánsson 2007. Silfurberg og ţágttur ţess í ţróun raunvísinda og ýmissar tćkni, einum á 19. öld: Minniblöđ og heimildaskrá. Jarđvísindastofnum Háskólands, Raunvísindastofnun Háskólans, Önnur útgáfa, nóv. 2007.

Leó Kristjánsson 2001. Silfurberg: einstćđ saga kristallanna frá Helgustöđum. Jökull 50, Reykjavík 2001, bls. 95-108.

Grein um Silfurberg á Wikipedia.

Ţakka ég einnig Peter Kristiansen safnverđi á Rosenborgarsafni fyrir upplýsingar.

Viđbót 1.6. 2012 

Ég fékk um daginn neđanstćtt bréf frá Leó Kristjánssyni jarđeđlisfrćđingi viđ HÍ, sem ég ţakka innilega fyrir, en Leó hefur manna mest rannsakađ silfurbergiđ og skrifađ um ţađ:

Sćll Vilhjálmur,

ég var ađ lesa fróđleg skrif ţín um silfurbergs-skrautmuni í Rósenborgarhöll. Ég er mjög áhugasamur um íslenska silfurbergiđ og hef síđan 1995 tínt saman ýmis gögn um ţađ, ađ mestu í tómstundum. Áhersla mín hefur ţó einkum veriđ á notkun ţessa efnis í raunvísindarannsóknum, frekar en t.d. á verslun međ ţađ, eđa á sýnum af ţví á söfnum. Ég hafđi ekki heyrt af mununum sem ţú lýsir eđa af frásögn Ferdinands hertoga, en er svona "paa staaende fod" sammála um ađ kristallarnir sem ţeir eru úr gćtu hafa komiđ til Danmerkur 17. öld. Mér hefur fundist líklegt ađ Ole Worm hefđi eignast sýni af silfurbergi, en ekkert óyggjandi hef ég ţó séđ um slíkt í bók H.D. Schepelerns 1971 um Museum Wormianum sem ég á, né í bókum hans og Jakobs Benediktssonar um bréfaskipti Worms. Ţađ er hinsvegar spurning hvenćr tćkni viđ ađ saga og/eđa slípa svona efniviđ hafi komist á nógu hátt stig til ađ smíđa hallar-kubbana úr kristöllum sem í upphafi voru örugglega frábrugđnir teningslögun. Silfurberg klofnar eđa springur mjög gjarna eftir sínum náttúrulegu ţrem skakkstćđu stefnum; stórir saltkristallar úr ţýskum námum hefđu líklega veriđ bćđi auđfengnari og auđveldari ađ sníđa til í teninga en silfurbergiđ. Ţú nefnir ađ silfurberg tengist einhverjum rannsóknum Ole Rřmers, ég hef ekki haft fregnir af ţví fyrr og vćri ţakklátur fyrir frekari upplýsingar ţar ađ lútandi. Frásagnir hef ég séđ um ađ Danir hafi stillt út stórum silfurbergskristöllum á einhverjum heimssýningum o.ţ.h. á 19. öld. Ég hef ekki haldiđ öllum slíkum frásögnum til haga, en til dćmis segir G. vom Rath í Annalen der Physik 132, bls. 530, 1867 ađ á ţví ári hafi í der dänischen Abtheilung der Pariser Ausstellung veriđ (ótilsniđinn) kristall ađ stćrđ 2 1/2 fet og breidd 1 fet.

Sitthvađ í umfjöllun um silfurberg í seinni tíma ritum m.a. hinni íslensku Wikipediu er ónákvćmt, raunar einnig í ţví sem ég hef skrifađ sjálfur vegna ţess ađ nýjar upplýsingar er ég ađ finna smátt og smátt. Skrá um ýmis rit mín og erindi varđandi silfurbergiđ er á heimasíđunni www.raunvis.hi.is/~leo undir "Web-publications". Ég bendi sérstaklega á 400 bls. skýrslu frá 2010 sem hćgt er ađ lesa og prenta út. Ég mun vonandi bćta viđ hana mörgum heimildum o.fl. síđar á árinu. Nýjasta grein mín sem ađgengileg er ţar kom út fyrir nokkrum dögum í tímaritinu History of Geo- and Space Sciences. Af ţessum ritum má vel draga ţá ályktun, ađ Helgustađanáman sé merkasti stađur á Íslandi í heimssögulegu tilliti. Hinar ýmsu stofnanir (landshlutans og landsins) sem sjá um byggđaţróunar-, umhverfis-, ferđa- og safna-mál, ćttu ađ geta nýtt sér ţá stađreynd á ýmsan hátt.

Sumir fjölmiđlar einkum útlendir hafa löngum haft furđu mikinn áhuga á sólarsteinum og ţessháttar "fornmanna-vísindum". Jókst hann enn eftir birtingar greina í ritum Konunglega Vísindafélagsins í London á nokkrum síđustu árum (Hegedüs o.fl. 2007, Ropars o.fl. 2012) sem fjalla m.a. um fund kalkspat-mola í gömlu skipsflaki í Ermarsundi. Ég er sammála ţér, Ţorsteini Vilhjálmssyni (sjá kafla hans í ritinu  Íslensk Ţjóđmenning 7, 1990) o.fl.skynsömum mönnum sem ég hef rćtt viđ, um ađ hćpiđ sé ađ tengja sólarsteina úr fornritum viđ hvort heldur er silfurberg eđa landafunda-sjóferđir, af ýmsum ástćđum. Ég hef ţví látiđ öđrum eftir ađ rćđa um ţau mál á prenti. Ritgerđ Peters Foote 1956 hefur fariđ fram hjá mér en ég er ađ verđa mér úti um afrit. Árni Einarsson líffrćđingur sagđi mér fyrir nokkrum árum frá sólarsteinum í máldögum kirkna og hefur birt grein í Griplu XXI 2010 ţar sem ţeir koma viđ sögu. Ég vissi ekki ađ ţar gćti veriđ um sólúr úr steini ađ rćđa eins og ţú nefnir, hélt frekar ađ ţađ hefđu kannski veriđ steinar međ hringlaga formum í, eđa steindir sem sýndu einhver sérstök litbrigđi (enda mun Sonnenstein á ţýsku allavega nútildags geta átt viđ tiltekiđ feldspat međ ţesskonar eiginleika).

Kveđja,

Leó Kristjánsson


Íslenskar súpermýs

  Icelandic Supermice

Nýlega minntist ég á Ĺge Meyer Benedictsen. Langamma hans á Íslandi hét Jarţrúđur Jónsdóttir og trúđi ţví ađ íslenskar mýs gćtu róiđ á kúadellum. Íslendingar trúa oft hvađa dellu sem er. Má til ađ mynda nefna Kínverja nokkurn sem vill verđa keisari uppi á örćfum og dellunni í íslenskum fjármálafurstum áđur en allt hrundi á Fróni. Ég reyndist sannspár í fćrslu minni um ţá í frásögninni um súpermýsnar íslensku, sem fyrst birtist 6.11.2007.

---

Dr. Ebenezer Henderson, Skotinn sem gerđist prestur í Danmörku og dreifđi biblíum út um allt, velti líka fyrir sér veraldlegum fyrirbćrum. Hann velti fyrir sér íslenskum músum í ferđabók sinni frá Íslandi áriđ (1818). Ţar skrifar hann á blađsíđum 417-19 um athuganir Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem fyrst komu út í Íslandslýsingu ţeirra áriđ 1772. Rannsóknir ţeirra bentu til ţess ađ hagamýs söfnuđu berjum og öđru ćtilegu á ţurrar kúadellur, sem ţćr svo roguđust međ niđur ađ nćsta lćk, hoppuđu um borđ og stýrđu dellunni međ halanum, ţangađ til ţćr voru komnar heilu og höldnu á áfangastađ.

Hr. Hooker, sem einnig ferđađist á Íslandi, henti gaman af ţessari vitleysu hjá Eggerti og Bjarna og segir okkur ađ sérhver viti borinn Íslendingur hlćgi af ţessari upplýsingu Eggerts og Bjarna.

En Henderson var trúmađur og hann tilkynnti lesendum sínum međ mikilli andargift í bók sinni Iceland: Or the  Journal of A Residence in the Island during the Years 1814 and 1815:

"Having been apprised of the doubts that were entertained on this subject, before setting out on my second excursion, I made a point of the account, and I am happy in being able to say, that it is now established as an important fact in natural history, by the testimony of two eye-witnesses of unquestionable veracity, the clergyman of Brjamslćk, and Madame Benedictson of Stickesholm, both of whom assured me that they had seen the expedition performed repeatedly".

henderson  Ebenezer Henderson hafđi mikil áhrif á skeggtísku Össurar Skarphéđinssonar

Madame Bendediktsson, sem hét Jarţrúđur Jónsdóttir (og var kona Boga Benediktssonar faktors og frćđimanns) hafđi á sínum yngri árum haft möguleikann á ţví eina kvöldstund, ađ virđa fyrir sér mýs viđ strönd lítils stöđuvatns, og sjá hvernig litlu dýrin léku listir sínar sem ferjumenn. Maddaman greindi einnig frá ţví ađ mýsnar hefđu notađ ţurra sveppi sem töskur.

Annađ hvort hefur frú Jarţrúđur sjálf veriđ á sveppum ţetta sumar, eđa ađ hún hafi veriđ berdreymin í meira lagi og hefur máski séđ fyrir sér Íslendinga áriđ 2007 fyrir utan Bónusverslun, en ekki getađ sett ţá sýn í samhengi - ekki trúađ sínum eigin draumum.

Ţetta athćfi íslenskra músa ţótti enn svo merkilegt áriđ 1832, ađ alţýđufrćđararnir hjá Penny Magazine sögđu frá ţessu og bćttu viđ myndinni af íslenskum músum á siglingu.

Nú er vandamáliđ bara, ađ ég veit ekki hvort ţetta er rétt eđa rangt. Ég hef aldrei fylgst međ músum. Geta íslenskar mýs siglt á kúadellum og hafa ţćr yfirleitt leyfi til ţess? Sumir íslenskir fjármálasnillingar geta greinilega siglt á hvađa dellu sem er og er ţeim trúađ fram í rauđan dauđann.


Tóm steypa

Steypa
 

Í frétt Sjónvarpsins í fyrrakvöld var greint frá ţví ađ Húsafriđunarnefnd freistađist ţess nú friđalýsa hús og mannvirki í Skálholti undan viđundrinu sem menn byggđu á liđnum vetri viđ norđurhliđ Skálholtskirkju. Ég vona ađ Húsafriđunarnefnd verđi kápan úr ţví klćđinu.

Međ núverandi menntamálaráđherra, sem neitađ hefur ađ taka afstöđu til ólöglöglegar leyfisveitingar Fornleifaverndar Ríkisins, sem gaf út leyfiđ til ađ óskapnađurinn í Skálholti yrđi reistur, er ţađ borin von ađ sú ósk Húsaafriđunarnefndar rćtist. Fornleifavernd Ríkisins neitar einnig ađ tjá sig um máliđ, svo líklegast verđur ađ fara međ ţá beiđni fyrir einhverja nefnd sem getur rakiđ garnirnar úr Fornleifavernd Ríkisins og kennt ráđherra stjórnsýslu.

Fćri ég einnig fréttamanni sjónvarpsins bestu ţakkir fyrir ađ sýna alţjóđ ađeins betur hvers konar ćvintýrakarlar og leiktjaldasmiđir hafa veriđ ađ verki í Skálholti. Tilgátuhús sem á ađ sýna byggingalist fyrri alda á einum helgasta stađ landsins, inniheldur plast, tjörupappa og gerviefni og greinilega líka hrađsteypu eins og sýnt var í sjónvarpsfréttinni.

Svo er ţví boriđ viđ, ađ Ţorláksbúđ međ plastdúk og steypu sé byggt međ húsagerđ á Stöng í Ţjórsárdal sem fyrirmynd. Svo er ekki, og get ég sagt ţađ međ ró í huga, ţar sem ég hef manna mest rannsakađ minjar ađ Stöng í Ţjórsárdal. Skúrinn í Skálholti, og Ţjóđveldisbćrinn viđ Búrfell í Ţjórsárdal kemur byggingum á Stöng í Ţjórsárdal ekkert viđ. Ţó ađ yfirsmiđurinn ađ Ţorláksbúđ međ steypuslettunum, hafi smíđađ innviđi fyrir hugmyndakirkju arkitekts sem teiknađi „eftirmynd kirkjunnar á Stöng", ţá er ekki ţar međ sagt ađ sú kirkja eigi nokkuđ sameiginlegt međ ţeim byggingum sem á miđöldum stóđu á Stöng í Ţjórsárdal.  Ég stjórnađi rannsóknum á kirkjurústinni á Stöng í Ţjórsárdal, og ég vil meina ađ kirkjulíkaniđ sem var reist viđ Ţjóđveldisbćinn eigi ekkert skylt vil kirkju ţá sem stóđ á Stöng í Ţjórsárdal. Sjá hér. Hér má hins vegar lesa grein um rannsóknirnar á kirkjunni Ţjórsárdal og einnig hér og hér.

Biđ ég ađstandendur byggingarinnar sem klambrađ hefur veriđ saman norđaustan viđ dómkirkjuna í Skálholti vinsamlegast um ađ hćtta ađ ljúga opinberlega til um hvar ţeir hafa sótt sér hugmyndir ađ byggingu sinni. Hugmynd ţeirra er kannski sótt í teikningar arkitektsins Hjörleifs Stefánssonar, en Hjörleifur hefur hins vegar hina mestu ímugust á ţví fyrirbćri sem reist hefur veriđ í Skálholti á síđastliđnum vetri. Hann sagđi sig úr stöđu formanns í Húsafriđunarnefnd vegna ţess ađ ţessu furđubygging varđ ađ veruleika í trássi viđ ráđleggingar Húsafriđunarnefndar.

Menn, eins og Gunnar Bjarnason smiđur, ćttu ađ sjá sóma sinn í ţví ađ taka ţessa hrćđilegu byggingu sína niđur og reisa hana annars stađar, ţar sem hún veldur ekki spjöllum. Ég legg til ađ hann biđji Fornleifavernd og Menntamálaráđyneytiđ um fjárhagslega hjálp til ţeirrar framkvćmdar. 


Líkneskjadýrkun

Skákmát
 

Ţjóđminjaverđi og Skáksambandi Íslands kemur akkúrat ekkert viđ hvađ einhver mađur úti í bć selur á uppbođi. Ţađ sem hann selur eru ekki minjar eđa fornleifar í skilningi ţjóđminjalaga. Skáksambandiđ seldi manninum gripina, og ţar međ voru ţeir og "verđmćti" ţeirra úr sögunni fyrir Skáksambandiđ.

Ég á sjálfur skyrdollu sem Bobby Fischer skrifađi "Fucking Jews" á, tyggjóklessu sem Sćmi Rokk tuggđi fyrir 1. skákina sem tefld var, fjórar flugur sem Boris Spassky fann á hótelherbergi sínu á Hótel Sögu, sem og kaffibrjóstsykur hollenskan, sem dr. Max Euwe gleymdi heima hjá föđur mínum. Skáksambandiđ fćr aldrei ţessa gripi eđa ágóđann af sölu ţeirra - ALDREI!

Menn eru svo ađ hlćja af monstransi kaţólikka međ blóđi fv. páfa sem nýlega kom í karmelítaklaustriđ í Hafnafirđi. Ţađ er hćgt ađ kyssa og kjassa í ţeim tilgangi ađ fá allra sinna meina bót. Mér sýnist ţó, ađ líkneskjadýrkun á gripum sem notađir voru af sjúkum gyđingahatara, sem tekinn hefur veriđ í heilagra manna tölu á Íslandi, vera álíka helga fyrir suma Íslendinga eins og blóđnasablettur úr páfa. Ekki er öll vitleysan eins. Fetíshismi er greinilega ríkur í sumum Íslendingum.

Mađur getur furđađ sig á yfirlýsingagleđi ţjóđminjavarđar, sem í afskiptum sínum af ţví hvađ mađur úti í bć gerir viđ eignir sínar, fer langt út fyrir starfssviđ sitt og -reglur.


Stúlkan frá Egtved

Stundum skilur mađur einfaldlega ekki baun í tilganginum međ sumum rannsóknum á fornleifum. Síđast fékk ég ţá tilfinningu er ég heyrđi í fréttum hér í Danaveldi um verkefni líffrćđings nokkurs viđ Kaupmannahafnarháskóla. Hann DNA-greinir hár úr fólki frá bronsöld, sem fundist hafa í mýrum í Evrópu.

Líffrćđingurinn, Morten Allentoft ađ nafni, safnar nú hárlokkum af mýrarlíkum, ţ.e. fólki sem fórnađ hefur veriđ, eđa grafiđ, í mýrum í Ţýskalandi, Póllandi. Oftast eru bein ţessa einstaklinga alls ekki varđveitt, en húđ og hár eru meira eđa minna varđveitt og sömuleiđis fatnađur. Nú síđast fékk Allentoft lokk úr hári Egtved stúlkunnar, sem fannst í Egtved á Jótlandi áriđ 1921.

Egtved Nazi Version
Egtved Nazi style

Stúlkan frá Egtved er talin einn merkasti fornleifafundur í Danmörku, ţó svo ađ hún hafi ekki veriđ nema um 16-18 ára ađ ţví er fróđustu menn telja. Hún gaf upp öndina, blessunin, um 1357 f.Kr. Ţá var hún sveipuđ kýrfeldi og lögđ í kistu sem var gerđ úr eikarbol.

Egtved Bing og Grřndal
Kongelig Egtved

Tilgangurinn međ DNA-rannsókninni á hárinu á bronsaldarfólki er sagđur vera til ţess ađ sjá, hvort einhver skyldleiki sé međ ţeim sem teknir hafa veriđ af lífi eđa grafnir úti í mýri á bronsöld.

Egtved girl
Back to the ´60s

Ţegar ég las um ţetta verkefni Allentofts og heyrđi, var mér spurn: Telur mađurinn virkilega ađ hann gćti séđ náinn skyldleika manna á milli, ţótt ţeir hvíli lúin bein eđa hafi endađ daga sína í mýri einhvers stađar í Evrópu?  Ég leitađi ţví betri upplýsinga en fjölmiđlar gáfu. Blađamenn skilja ekki alltaf allt samhengiđ, ţótt ţeir vilji komast á ţing og verđa forsetar.

Egtvedpigen
Gry Egtved

Kom ţá ýmislegt í ljós, sem skýrđi fyrir mér rannsóknina - og kannski ekki. Kristian Kristiansen, prófessor í fornleifafrćđi viđ háskólann í Göteborg ber ábyrgđ á verkefninu. Hann langar ađ endurrita sögu bronsaldar - ekki meira né minna. Hann telur skođun ţá um bronsaldarsamfélagiđ í Norđur-Evrópu, sem hingađ til hefur veriđ viđ lýđi, úrelda. Kristiansen sćttir sig ekki lengur viđ ţá túlkun kollega sinna, ađ bronsöld í Norđurevrópu hafi veriđ tími lítilla fólksflutninga og ferđalaga. Krisiansen, sem er Dani, telur ţessu öđruvísi fariđ og telur ađ ýmsir fundir á síđustu árum sýni ađ mikil hreyfing hafi veriđ á fólki. Ţetta telur  hann m.a. sig sjá í forngripunum.

Egtved academic
Lone, akademikerpigen fra Egtved

 

Hann telur ađ DNA muni gefa svariđ. Ég held ekki. Ég held ađ ţađ sé ţegar hćgt ađ sýna fram á hve lítiđ skylt og blandađ fólk í Danmörku, Svíţjóđ, Pólandi og Ţýskalandi var á bronsöld, međ beinamćlingum einum saman. Mikill stađbundinn munur í er keramík, en glćsigripir, sem gćtu hafa borist um langa vegu sem verslunarvara, ţurfa ekki endilega ađ sýna uppruna ţess fólks sem ţeir finnast hjá. Gripur frá Búlgaríu í Danmörku sýnir ekki endilega ađ einhverjir frá Búlgaríu hafi veriđ í Danmörku.

Kristiansen telur konuna geta hafa veriđ langförula, ţví ađ ţađ er taliđ ađ konur hafi oft veriđ sóttar langt í burtu til ađ giftast, t.d. til ţess ađ styrkja bönd milli stríđandi hópa. Ţví telur Kristiansen ađ DNA úr stúlkunni frá Egtved geti sýnt ađ hún hafi komiđ annars stađar frá á Jótlandi eđa t.d.  frá Sjálandi. En á móti má spyrja, var mikill munur á erfđamengi fólks í austur og vestur Danmörku á ţessum tíma? Til ţess ţarf auđvitađ enn frekari DNA rannsóknir, en ţćr hafa ekki fariđ fram. Varđveitt bein eru líka af skornum skammti og beinamćlingar (osteometria) er ţví erfiđ.

imagesCA5RGD2P
Av,er hun ikke fra Boring?

Ţví er oft ţannig fariđ, ađ ţótt gripur sem finnst á Norđurlöndunum, sem er greinilega kominn langt ađ, ţá ţýđir ţađ ekki ađ fólkiđ sem átti hann hafi veriđ ađkomufólk úr fjarlćgum löndum.

Nú er bara vonandi, ađ ekki komi í ljós ađ Egtved stúlkan var söngelskur drengur sem hafđi gaman af blómum og ađ setja hár. En ţađ ţćtti ţeim í kynjafrćđinni líklega afar krćsilegt.

Mavedans Egtved
Oldtidsfund, men skide sensuel, ikke? Lige efter Prof. Kristiansens hoved.

Ég er hins vegar viss um, ađ ef ég fengi lokk úr hári konu minnar, og sendi hann til Allentofts, ţá myndi koma í ljós ađ ţćr vćru nátengdar, enda er konan mín komin af svipuđum slóđum og Egtved stúlkan, og hefur sama fólkiđ búiđ ţar lengi og talađ einkennilegt tungumál.

Efst má sjá Flemming Kaul fornleifafrćđing viđ Ţjóđminjasafn Dana (tvífara Kristjáns IV) segja frá stúlkunni frá Egtved á makalausri densku (Danglish).


Skálholtsskemmdarverkiđ

Fornleifavernd Amen

Í mikilli langloku um Ţorláksbúđ á Vísis.is, lýsir Bjarni Faust Einarsson kollega minn yfir skođun sinni á Ţorláksbúđ hinni nýju. Enginn ţarf ađ vađa í villu um, ađ flestir fornleifafrćđingar á Íslandi, sem bera virđingu fyrir frćđunum sínum, líst illa á Ţorláksbúđ. Ţađ á svo sannarlega viđ um Bjarna Einarsson, ţó hann tjái sig seint um máliđ og ţekki greinilega ekki alla enda ţess. Ekki hafa nú samt margir fornleifafrćđingar, ađrir en viđ Bjarni, lýst skođun okkar opinberlega, nema ef vera skyldi Ţjóđminjavörđur. Hinir eru auđvitađ allir lafhrćddir viđ vald Fornleifaverndar Ríkisins, sem er hin eini sanni sökudólgur, ţví Fornleifavernd gaf leyfi til ađ viđundriđ í Skálholti yrđi byggt.

Bjarni Einarsson

Í grein Bjarna á visir.is er greint frá fundi sem Fornleifavernd Ríkisins bođađi til í ársbyrjun 2012. Ţann fund skrifađi ég um og hvatti menn til ađ fjölmenna á hann. Ţá skrifađi ég mikiđ um Ţorláksbúđ og sýndi fram á hver tók ákvörđunina um bygginguna og hvar ábyrgđin lćgi. Hún liggur algjörlega hjá Fornleifavernd ríkisins. Ţađ hefur Menntamálaráđuneytiđ stađfest. Ég sendi ráđuneytinu fyrirspurn (sjá hér), henni var svarađ á ţennan hátt.

Bjarni (sjá mynd) greinir frá ţví ađ starfsmenn Fornleifaverndar Ríkisins hafi á fundinum ekki litiđ svo á ađ Ţorláksbúđ vćri tilgátuhús, heldur eins konar skýli líkt og skýli ţađ sem reist var á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1957. Sú upplýsing stangst svo um munar á viđ ţćr upplýsingar sem fornminjavörđur Suđurlands gaf viđ leyfisveitinguna. Uggi Ćvarsson, skrifar ekkert slíkt í leyfisveitingu sinni eftir ađ hann hafđi  greinilega fengiđ skipun frá yfirmanni sínum Kristínu Sigurđardóttur um hvađ hann ćtti ađ gera. Sjá einnig hér. Ţetta sýnir greinilega, ađ fyrir utan ađ vera ekki starfi sínu vaxnir, ţá ţekkja starfsmenn Fornleifaverndar ekki sögu minjaverndar sem skyldi.

Skýliđ sem reist var yfir Stöng áriđ 1957 er allt annars eđlis en smekkleysan í Skálholti. Ţađ var m.a. reist fyrir tilstuđlan dr. Kristjáns Eldjárns yfir rústir sem voru rannsakađar ađ hluta til (Ţótt sumir teldu ţćr fullrannsakađa); til ađ koma í veg fyrir algjöra eyđileggingu ţeirra. Ţorláksbúđ er hins vegar eyđilegging, sögufölsun úr gerviefnum, tímaskekkja, eyđsla á almannafé og smekkleysa í einni og sömu byggingunni. Hún er bautasteinn yfir póltíska spillingu og andlegan vanmátt íslenskrar minjavörslu.

Miđađ viđ ţann óskunda sem Fornleifavernd Ríkisins hefur haft í frammi varđandi Stöng sjá hér, hér og hér, ţá ćtti sú stofnun ađ hafa hćgt um sig ađ nota skýliđ á Stöng til ađ afsaka sig út úr fyrirbćrinu viđ kirkjumúrinn í Skálholti. Ţetta er ein lélegasta afsökun sem komiđ hefur frá Fornleifavernd Ríkisins.

Kjarni málslins er sá, ađ Ţorláksbúđ var reist í trássi viđ skýr ákvćđi í lögum, en međ leyfi frá Fornleifaverndar Ríkisins, sem á ađ fylgja ţeim lögum en ekki ađ brjóta ţau.

Ţorláksbúđ er ólögleg framkvćmd og hana ţarf ađ fjarlćgja, samkvćmt lögum og í leiđinni yfirmann fornminjavörslunnar sem einn bar ábyrgđ á ţessu ömurlega lögbroti.

Sjá einnig fćrslu hér í dag um spillinguna í fornleifavörslunni á síđasta áratug 20. aldar. Össur Skarphéđinsson umhverfisráđherra hringdi í Ţjóđminjavörđ og Náttúrvernd Ríkisins til ađ ţjösna í gegn sumarbústađ lyfsala nokkurs. Bústađurinn var reistur ólöglega í Berufirđi á Barđaströnd.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband