5. getraun Fornleifs

Getraun

Fornleifur spyr eins og sauður að fornum sið: Hvaeretta á myndinni?

Veit hann það vel sjálfur, enda er leikurinn til þess gerður, að allir nema fornleifafræðingar svari. Fornleifafræðingar geta bara etið það sem úti frýs.

Vissuð þið, að hvergi í heiminum eru hlutfallslega til eins margir fornleifafræðingar eins og á Íslandi? Sú spurning er ekki hluti af getrauninni, en frekar spurning um raunalegt ástand, sem veldur því nú að þessi miklu fjöldi ágætu fornleifafræðinga mótmælir nýjum og illa hugsuðum Þjóðminjalögum sem greinilega voru ekki skrifuð af fornleifafræðingum. En var nú viturlegt að stofna fornleifafræðideild við Háskóla Íslands til að ala á heimalningshætti, skyldleikarækt og atvinnuleysi í greininni, þar sem fræðimennska er enn af skornum skammti, en stórtæk garðyrkja, óhemjuleg skurðagerð með tilheyrandi yfirlýsingagleði því mun algengari? Ef þið hafði skoðanir á því, lát heyra. En hér skal venjulegu fólki með áhuga á miklum aldri fyrst og fremst svara eftirfarandi spurningum

  • A) Hvað er það sem á myndinni sést?
  • B) Hvar fannst það?
  • C) Í hverju fannst það?
  • D) Hvað var hlutverk þess?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gæti verið hlut af gyllingu á einhverjum hlut eða jafnvel klæðisbút. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.6.2012 kl. 19:44

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sæll Vilhjálmur, þú ert kaldur, en gettu betur Gvöðmöndur.

FORNLEIFUR, 10.6.2012 kl. 19:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Kannski eldfornt grasstrá, sem hefur komið upp með einhverju öðru.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.6.2012 kl. 19:56

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Njét, og heldur ekki hálmstrá sem þú getur haldið í...

FORNLEIFUR, 10.6.2012 kl. 20:08

5 identicon

1.Hvönn

2, Mosfelli

3. Milli tanna í hauskúpu Egils

4. Til að stinga úr tönnum

Jón (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 20:17

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón, nei, nei, nei, og nei. Ég gef þér 1. stig fyrir að hafa fundið hauskúpu Egils Ólafssonar.

FORNLEIFUR, 10.6.2012 kl. 21:32

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Svarið liggur svo beint við.

FORNLEIFUR, 10.6.2012 kl. 21:33

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Birkigrein notuð sem svipa á dýr í smölun .

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2012 kl. 00:53

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei annars,dagatal eða annar teljari. Er mínus nokkuð gefinn.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2012 kl. 00:57

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hár af Napóleon undir smásjá. Búið að gera hring um arsenik kristalla sem hann fékk úr græna veggfóðrinu á Elbu.  Bara svona quick guess.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2012 kl. 02:07

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er þetta þó bara strá. Kannski eitt af þeim á jörðu sem stungu Bólu Hjálmar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2012 kl. 02:09

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Helga, nokkuð glúrinn, en bara 200 sinnum of stórt hjá þér, nema að birkið sé smágert þar sem þú býrð.

Jón, heitur að vanda, en Naflajón er ekki rétt tegund og ekki guðsgrænn nálapúði Hjálmars í Bólu.

Og svarið blasir enn við.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 05:20

13 identicon

1. Fjöður

2. Skálholti

3. Í gröf

4. Skrifa alls konar skemmtilegt

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 06:42

14 Smámynd: FORNLEIFUR

Því miður Bergur, allt rangt, en myndin er í um 180-200 sinni stækkun, eftir því hvernig skjá maður er með.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 07:45

15 identicon

1. Ullarþráður

2. Stöng

3. Í rokki

4. Búa til sokka.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 08:08

16 Smámynd: FORNLEIFUR

Bergur, eitt svar er rétt en ekki nægilegt.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 09:21

17 identicon

Ég stend á gati.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 11:20

18 Smámynd: FORNLEIFUR

Lausnin er ekki langt undan. Stöng er staðurinn og það fannst í einhverju sem er grænt að lit, en getur líka verið rauðleitt...

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 12:09

19 identicon

Ég fattettekki. En Magnús Þór Hafsteinsson heldur að þetta sé plöntuþráður af einhverri tegund, hampur, silki, baðmull ...?

Ég var líka að velta fyrir mér sinki eða kopar ... en fæ ekkert af þessu til að smella saman á einn eða annan hátt.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 14:30

20 Smámynd: Magnús Ágústsson

A) Ísubein

B) Stöng

C)?

D) Tannstöngull

Magnús Ágústsson, 11.6.2012 kl. 14:48

21 Smámynd: FORNLEIFUR

Magnús, Stöng er rétt, tannstöngull rangt og ýsubein líka.

Bergur orðin kaldur aftur.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 15:19

22 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta eru fornleifar, tæplega 1000 ára gamlar, og líklegast hefur kona átt þetta og það sem það var í og hún var að minnsta kosti á Stöng í Þjórsárdal. Kannski var hún bara í heimsókn og tapaði þessu í gólfið.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 15:40

23 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Getur verið að þetta sé nálhús???

Hugsanlega nálhús er fanst við fornleifauppgröft á Stöng.

Er sirka 4,4cm langt...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.6.2012 kl. 17:27

24 Smámynd: FORNLEIFUR

Ólafur Kaldi, þú ert fjári heitur, en það sem er á myndinni er ekki nálhús, þó að það komi við sögu.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 18:09

25 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Stærðarhlutföllin gætu átt við mannshár, þó sýnist mér vanta "húðlagið" (cuticle) sem myndar sérstakar upphleyptar þversum rendur. Þó gæti verið að húðlagið hafi eyðst í sýru og eftir standi undirlagið (cortex).

Hárið hefur væntanlega fundist í mýri ("græn en stundum rauðleit") og hefur verið DNA greint til að staðfesta kyn eigandands.

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.6.2012 kl. 18:11

26 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki er þetta þá þráður úr nálhúsinu???

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.6.2012 kl. 19:11

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurning hvort þetta felist í orðinu nálhús þ.e. Ná-lús.  Þ.e. að þarna sé lús á ferð í togi eða þeli. Kannski er þetta hrosshár í streng sem var strengdur á "holað innan tré" sem fátækur fiðlungur átti. Kannski var þessi fiðlungur svo fátækur að hann þurfti að notast við eigið hár?

Ritað hefur þú um þetta nálhús áður. Það var með keng sem eitthvert reipi var væntanlega súrrað við. Þú segir þetta blasa við. Kannski eins vel og fjall blasir við þegar þú stendur í hlíðum þess og rýnir í klungrið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2012 kl. 19:34

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til viðbótar dettur mér í hug að þetta sé mannshár, sem greinst hefur með einhvern efnaskort. Syrbjúg jafnvel. Nú eða þá að einhver óáran úr eldjallaösku hafi plagað manninn (konuna).

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2012 kl. 19:38

29 identicon

1. Hrosshár

2. Stöng

3. Inni í nálhúsi

4. Að halda nálunum

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 22:35

30 Smámynd: FORNLEIFUR

BERGUR ÍSLEIFSSON er sigurvegari 5. Getraunar og hefur þá líklega fundið svarið á þeim tveimur stöðum í rituðu máli, þar sem minnst hefur verið á það. Nálhúsið fannst sumarið 1983 á Stöng í Þjórsárdal og hrosshárin voru greind af dr. Henrik Trier í Árósum sama ár. 

Hrosshárin fundust eins og Bergur segir réttilega inni í nálhúsinu, sem fannst á Stöng og hefur verið troðið þar inn til að halda nálunum, sem þó voru engar. Myndin af nálhúsinu blasir við þegar maður opnar Fornleif.

Meira um þetta hár á morgun og gripinn sem það fannst í. Ég nenni því ekki í kvöld, þar sem ég sofnaði á sófanum.

Ég þakka Jóni Steinari og Brynjólfi fyrir góðar ágiskanir, sem og Ólafi Birni, sem var mjög nálægt réttu svari.

FORNLEIFUR, 11.6.2012 kl. 22:54

31 identicon

"Ég þakka Jóni Steinari og Brynjólfi fyrir góðar ágiskanir, sem og Ólafi Birni, sem var mjög nálægt réttu svari."

... og kom með lykilorðið, nálhús. Gúggli var með rest.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 02:36

32 Smámynd: FORNLEIFUR

FORNLEIFUR, 12.6.2012 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband