Sigmundur lögleysa

_jo_minjar.jpg

Nú er komið í ljós, að svo óeðlilega hafi verið staðið að gerð fýsileikaskýrslu Capacent og lagafrumvarps í tengslum við það varðandi fyrirhugaðan samruna Þjóðminjasafns og Minjastofnunar (sjá hér í færslu Fornleifs í gær), að brotin hafa verið lög landsins. Sigmundur Davíð forsætisráðherra, sem einnig vill vera minjaráðherra, og samstarfskona hans á Þjóðminjasafni virðast alls ekkert siðgæði hafa.

Framkvæmdastjóri Minjastofnunar, dr. Kristín Sigurðardóttir, sem sat í stýrihóp þeim, hvers vinnu Capacent byggði skýrslu sína á, fékk ekki skýrsluna fyrr en sl. mánudagskvöld (22. febrúar) eftir að skýrslan var kynnt fyrir starfsmönnum Þjóðminjasafns í fyrirlestrarsal safnsins. Minjastofnun sendi þá þessa stuttu en ódagsettu yfirlýsingu þann. 22. febrúar.

Nú er lagafrumvarpið, sem talað var um í skýrslunni, einnig komið í loftið, og greinilegt er að stýrihópurinn hefur ekki komið að því verki. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur greinilega fengið að skrifa einræðisyfirlýsingu sína ein og óstudd.

805756.jpgHér er SDG hugsanlega búinn að fá sér Virtual Antiquarian og gefur fimm daga (og tveggja vinnudaga) frest til að gera athugasemdir við lagafrumvarpið. Ég tók mér rúmar 20 mínútur í að sjá að frumvarpið er veruleikaskert spil Margrétar Hallgrímsdóttur og Sigmundar Davíðs, þar sem niðurstöður hafa verið ákveðnar fyrirfram.

Hvað er frestur?

Svo er gefinn frestur!, til að skila athugasemdum við frumvarpið sem sumir hagsmunaaðilar fengu ekki fyrr en í gær, 24. febrúar. Fresturinn er til 29. febrúar.

Hvers konar stjórnskipulag er eiginlega á Íslandi? Er frumstætt fólk, illa gefið og ósiðmenntað við völd? Ég fæ ekki séð annað. Það er logandi klárt.

Þetta ferli er eins og í landi þar sem glæpalið stjórnar. Isis gefur jafnvel lengri fresti áður þeir skera á háls. Putin er "large" í samanburði við þessa íslensku nánaglaóstjórn.

Þessi lagafrumvarpstillaga er ríkistjórn landsins til háborinnar skammar og starfshættir þjóðminjavarðar ættu að kalla á brottvikningu hennar úr starfi, nú þegar. Konan er að mínu mati óhæf til starfans - til annars en að valda usla og leiðindum, og það jafnvel fyrir utan Þjóðminjasafnið.

Þetta er orðinn svo mikill farsi og forsætisráðherra til vansa að nú verður stjórnarandstaðan öll að taka í taumana og kynna sér þetta mál og stöðva lögleysuna. Sjálfstæðisflokkurinn, sem mestan þátt átti í að Fornleifavernd Ríkisins og síðar Minjastofnun Íslands varð til og málaflokkur sem Þjóðminjasafn gat aldrei valið var settur á hendur hæfara fólks sem gerði betur, verður einnig að stöðva sorgarleikinn.

Þetta rugl í forsætisráðherra og nánasta samstarfsmanni hans, Margréti Hallgrímsdóttur, verður að koma í veg fyrir. Afturhvarf til óstjórnarinnar á Þjóðminjasafni fyrir aldamót (að undanskildum stjórnarárum Guðmundar Magnússonar á Þjóðminjasafninu) væri óbærilegt. En það gerist með þessum furðulega samruna sem öllum vélum Margrétar og Sigmundar er stímt á. Brátt falla þó vígin.


Bloggfærslur 25. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband