Hinn mikli samruni Fornleifaráđherrans

b8b14cd6f3faf96f160992e243df0447

Ţann 22. febrúar 2016 var í fréttum Sjónvarps greint frá skýrslu sem Forsćtisráđuneytiđ og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson fornleifaráđherra hafa keypt dýrum dómum hjá Capacent. Forsćtisráđuneytiđ hefur upplýst mig ađ ţeir Capacentmenn hafi ćtlađ 5,7 milljónir í verkiđ (sjá hér), og ţykir mér ţađ mjög dýrt fyrir 42 síđur af stikkorđum og frekar miklu orđagjálfri (jargon). Skýrslan var pöntuđ í desember á sl. ári. Ţađ er ţví svo sem ekki löng vinna sem liggur ađ baki ţessu plaggi Arnars Pálssonar og Arnars Jónssonar, sem um daginn var einnig kynnt af samverkamanni ţeirra Ţresti Frey Gylfasyni á Ţjóđminjasafni Íslands.

Hvergi á byggđu bóli, nema í einrćđisríkjum eins og t.d. Norđur-Kóreu, eru leiđtogar eđa ţađan ađ síđur forsćtisráđherrar, ađ vasast í fornleifa-, minja- og safnamálum ţjóđar sinnar. Ísland er ţó ekki skrýtiđ land, lesendur góđir, heldur eingöngu ţeir sem stjórna ţar og ţeir sem grćđa á vitleysunni. Virtutem corrumpit.

Ákvörđun hefur greinilega veriđ tekin

Ein af ţessum einkennilegu, furđulegu - ja, stórfurđulegu hugdettum núverandi forsćtisráđherra hefur nú hoppađ fullmynduđ út úr höfđinu á honum rétt fyrir vorţing. Hann hefur beđiđ fyrirtćki fullt af hálfmenntuđum sérfrćđingastrákum ađ skrifa skýrslu - sem er út í hött. Enda er ţađ grunur minn, ađ ţađ sem stefnt sé ađ međ skýrslunni sé greinilega ţegar ákveđiđ.

Skýrslan fjallar um fyrirhugađan samruna Ţjóđminjastofnunar og Minjastofnunar Íslands. Skýrslan er sett fram án ţess ađ starfsmenn stofnananna hafi haft möguleika ađ tjá sig um innihald hennar og má af slíkum vinnubrögđum sem eru vítaverđ, ólýđrćđisleg og frumstćđ, glögglegast sjá, ađ ţađ er búiđ ađ taka ákvörđunum um sameininguna.

Getur ţađ ţví engan furđađ, ađ allir utan Ţjóđminjasafns Íslands og jafnvel innan séu í alla stađi undrandi á skýrslu ţessari og telji hana hrákasmíđi hina verstu. Capacent hefur tekiđ ađ sér pólitískt níđingsverk, sem ekki verđur fyrirtćkinu til mikils sóma.

capacent-74621589.png

capacent.jpg

Séđ á vefsíđu Capacents fyrirtćkis međ mottó og stikkorđ á Íslandi. Menn fá varla  ferska sýn međ ţví ađ sćkja skođanir til tveggja deiluađila. En mottóiđ úr Hálsaskógi á ţó vel viđ.

Mikill hluti starfsmanna og hagsmunaađila telja samrunatillöguna út í hött

Ţađ ríkir alls engin jákvćđ skođun međal annarra en örfárra starfsmanna Ţjóminjasafns Íslands eins og skilja mćtti af máli Ţjóđminjavarđar. Hagsmunahópar, fornleifafrćđingar og ađrir, eru almennt mjög á móti ţessum samruna, sem ađeins mun hafa í för međ sér ólýđrćđisleg og ţóttakennda stjórnsýslu sem stangast á viđ Stjórnsýslulög. Samruninn mun skapa óendalega mörg vandamál, sem kallađi á breytingar á stjórnsýslulögum. Samruninn Ţjóđminjasafn og Minjastofnunar er afturhvarf til ófremdarástands fortíđar og áratuganeyđar minjaverndar á Íslandi.

Ég er búinn ađ lesa skýrsluna og sé ekki neinar haldbćrar röksemdir í stikkorđum hennar fyrir ţví ađ leggja stofnanirnar saman. Mér hefur reyndar lítil ţótt til starfa Minjastofnunar og forvera hennar Fornleifaverndar Ríkisins koma. En starfsviđ Minjastofnunar og ađskilnađur á honum frá Ţjóđminjasafni var nauđsynlegur. Öll rökin fyrir ţví ađ taka málaflokka af Ţjóđminjasafninu á sínum tíma, sem safniđ réđ aldrei viđ međ óhćfum og of fáum starfsmönnum eru hunsuđ í skýrslu Sigmundar Davíđs.

Rökin eru einnig fjárhagsleg, en heildarsparnađur á ári yrđi ekki verulegur og slagar kostnađur viđ gerđ ţessa lélegu skýrslu Capacents óefađ hátt upp í sparnađinn fyrsta áriđ. Svo kemur kostađur viđ starfslok fólks sem á ađ jarđa og svo framvegis. Ţetta verđa dýr mistök ef boltanum verđur spyrnt áfram.

Tćkifćrissinnarnir skipta um skođun

Grátbroslegt er ađ sjá heiđursmenn og sannleiksvitni eins og Guđmund Lúther Hafsteinsson, sem eitt sinn barđist fyrir eflingu húsaverndunar utan Ţjóđminjasafnsins, standa nú sem auman embćttismann og umbođsmann starfsmanna Ţjóđminjasafns sem fćstir eru sérfrćđingar og snúa aftur á reit 0. Nýlega var hann starfsmađur Minjastofnunar og fór ţađan í fússi. Nú snýr hann sér miđur glćsilega á bárunni. "Baráttumenn" sem svo snúa seglum eftir vindi hljóta ađ skynja ađ ekki sé hćgt ađ slökkva eldinn. Baráttuandinn er horfinn. Menn gefast upp rétt fyrir ellilífeyrisaldurinn.

Erum viđ ađ upplifa hefndarađgerđ?

Mér sýnist á öllu ađ Margrét Hallgrímsdóttir hafi aldrei boriđ barr sitt eftir ađ minjavarslan var tekin af Ţjóđminjasafninu um aldamótin. Hún hefur unniđ leynt og ljóst ađ ţví ađ koma Minjastofnun fyrir kattarnef. Ţetta hefur mér alltaf ţótt afar fyndiđ ţví eitt sinn voru ţćr tvćr konur sem stjórna stofnunum tveim miklar perluvinkonur. Síđan slettist upp á vinskapinn eins og gengur. En á kattarslagur ađ skapa áratugavanda í íslenskum minjamálum? Slíkar erjur batna auđvitađ ekki viđ ađ barnssálin stórlimađa í Forsćtisráđuneytinu hafi áhuga á öllu gömlu og hafi falliđ fyrir eldmóđi og Framsóknaranda Margrétar Hallgrímsdóttur. Hann réđi hann hana tímabundiđ til sín í Forsćtisráđuneytinu til ađ undirbúa allsherjarvaldatöku sína í minjamálum.

haralitur_fire.jpgSpurđ um ţađ í fréttunum, af hverju starfsmenn Minjastofnunar Íslands hafi ekki fengiđ ađ gefa umsögn um skýrsluna, svarađi hún ekki spurningu eins elsta fréttamanns landsins, en hóf ađ tala um allt ađra hluti. Er ţađ ósk Margrétar ađ stjórna ein öllum minjamálum á Íslandi međ forsćtisráđherrum landsins? Ţađ verđa ađ mínu mati endalokin, ef ţessi skýrsla verđur ekki stöđvuđ. En lítiđ ţykir mér Margrét hafa til borđs ađ bera til ţeirrar ábyrgđar sem hún vill bera - nema logandi frekju. Ţađ er ágćtur eiginleiki ţegar mađur best viđ stjórnvöld, en ókostur í stöđu Margrétar. Óeđlilegt ţykir mér einnig í alla stađi ađ yfirmenn stofnananna tveggja sem sameina á hafi komiđ beint ađ gerđ "hlutlausrar" skýrslu í stýrihópi. Slík vinnubrögđ eru út í hött.

Einnig er ţađ einkennilegt sending á forn en góđ loftnet mín ađ ađalhöfundur stikkorđaskýrslunnar er formađur félags Sameinuđu Ţjóđanna á Íslandi, sem berst fyrir gegnsći, mannréttindum og eđlilegum stjórnarháttum um heim allan. Í ţví félagi situr einnig í stjórn Bogi Ágústsson, glansandlit Fréttastofu Sjónvarps síđan 1977, sem bauđ Ţjóđminjaverđi í fréttirnar ţar sem hún komst upp međ ađ svara ekki spurningum hans. Bogi var ekki ađ hafa fyrir ţví ađ bjóđa talsmönnum ţeirra sem telja skýrslu Ţrastar Freys Gylfasonar, samfélagsmanns Boga hjá félagi SŢ, vera hrákasmíđ. Hvernig getur veriđ ađ eins reyndur fréttamađur og Bogi leyfi ţjóđminjaverđi ađ komast upp međ ţví ađ svara ekki spurningum og bjóđi ekki ţeirri hliđ sem ţykir ađ sér vegiđ? Svariđ er einfalt: RÚV.

Prófessor Margrét?

Margrét Hallgrímsdóttir, sem bendluđ hefur veriđ viđ sameiningu Ţjóđminjasafns viđ HÍ, og krafist prófessorsnafnbótar fyrir ţann samruna (en hún er ekki međ doktorspróf), verđur líklega af ţeim bitlingi viđ ţessa sameiningu, nema ađ slíkum nafnbótum verđi einnig úthlutađ úr Forsćtisráđuneytinu í framtíđinni. Hún reddar titlinum örugglega á einhvern annan hátt er ég viss um. Prófessor í brottrekstri starfsmanna vćri líklega betri bitlingur enda Margrét orđin sérfrćđingur í slíku. Eldhugar fá alltaf ţađ sem ţeir vilja ţví allt hefst međ logandi frekjunni. Ađ lokum ţurfum viđ kannski ekki ráđuneyti á Íslandi og látum okkur nćgja nokkra einrćđisherra á sandkassastiginu til ađ stjórna landinu.

Hvađ getur stjórnarandstađan gert

Vona ég innilega ađ stjórnarandstađan og einnig Sjálfstćđisflokkurinn beiti sér kröftuglega geng ţessu gćluverkefni SDG og fyrrum fulltrúa hans í Fornleifamálaráđuneytinu. Ţegar fumvarpssmíđin byrjar er nauđsynlegt ađ vera vakandi. Ţetta frumvarp verđur ađ stöđva. Ţađ er út í hött og algjört afturhvarf til fortíđar međ endalausan vanda og klíkuskap í minjageiranum. Minjavernd og fortíđaráhugi fjallar ekki um afturhvarf, heldur um hvernig viđ getum skýrt fortíđina fyrir komandi kynslóđum. Ekki er tekiđ tillit til ţess í skýrslu Capacents og Sigmundar Davíđs fornaráđherra. Ţetta útspil Sigmundar Davíđs er tímaskekkja eins og flest ađ ţví sem blessađur mađurinn tekur fyrir sér hendur. Hann virđist ţó ávallt ánćgđur međ hugdettur sínar, en ţađ var Neró einnig ţegar hann brenndi Róm (sjá hér).

Ítarefni:

Fýsileikagreining á breyttri stofnanaskipan í málaflokki menningarminja

Fréttir Sjónvarps 22.2.2016. (6,39 mínútur inni í ţáttinn)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ţađ eru nú margir prófessorar ekki međ doktorspróf, t.d. margir á menntavísindasviđi

Torfi Kristján Stefánsson, 24.2.2016 kl. 12:44

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég var nú bara ađ tala af ţekkingu minni frá siđmenntuđum löndum.

FORNLEIFUR, 24.2.2016 kl. 13:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband