Ísland í töfralampanum: 5. hluti

19_england_to_iceland_fornleifur_copyright.jpg

db_smederij1.gifFornbíó Fornleifs hamrar járniđ međan ţađ er heitt, en til ţess ţarf kol. Kolagrafir fornar eru ugglaust margar ţar sem myndin hér fyrir ofan var tekin.

Hér birtist nefnilega 19. skuggamynd Riley Brćđra úr syrpunni England to Iceland. Hún ber heitiđ Guides and Ponies. Glerskyggnan ber merki Riley Brćđra efst i vinstra horni. Enginn getur ţví veriđ í vafa um ágćti og gćđi ţessarar myndar, svo ekki sé talađ um landiđ fagra sem hún sýnir. Ţar sem birki og reyniskógum var eytt međ glórulausri ofbeit ţegar fólk var ekki ađ ađ farast úr hor og sauđféđ úr gaddi.

Myndin er tekin af meistara Sigfúsi Eymundssyni, nema ađ hann hafi framkallađ hana fyrir ađra. Ađ minnsta kosti er sama myndin og á skuggamynd Riley Brćđra varđveitt á ţurrnegatífu í Ţjóđminjasafni Íslands (sjá neđar) og er tileinkuđ Sigfúsi (sjá sömuleiđis hér og hér). Sú ljósmynd kom hins vegar úr safni Péturs Brynjólfssonar ljósmyndara, sem var barnungur ţegar myndin var tekin, en ţađ hefur veriđ um 1882-83.

mynd_eymundssonar_jms.jpg

Í Grafningi eđa nćrri Laugavatni?

Á myndinni má sjá fjóra karla, leiđsögumennina (Guides), sem bendir einhvern megin til ţess ađ útlendingar gćtu hafa veriđ međ í för. Myndin sýnir einnig fjögur hross. Áđ er viđ stórt og gamalt reynitré. Ţjóđminjasafniđ upplýsir ađ myndin sé tekin í Grafningi og ađ mađur sjái líka á í bakgrunninum niđri á flatlendinu. Mér sýnist hins vegar ađ ţetta séu ađeins voldugri vötn en á, og ímyndađi mér, áđur en ég sá dóm Ţjóđminjasafns fyrir ţeirra mynd, ađ hún vćri tekin nćrri Laugavatni. Ef einhverjir geta skoriđ úr um ţađ vćru upplýsingar vel ţegnar. Er myndin úr Grafningi eđa úr nágrenni Laugavatns?

Reynirinn "í Grafningi" hélt líklegast áfram ađ vaxa og dafna, ţví í byrjun 20. aldar var tekin mynd reyni einum miklum (sjá hér). Myndina tók Magnús Ólafsson og á bakhliđ hennar er ritađ: 10 álna hátt Reyniviđartré í Grafningi. Ćtli ţađ pár sé nú ekki frekast ástćđan fyrir ţví ađ myndin af reyninum hér ofar í "brekkunni" er tileinkuđ Sigfúsi Eymundssyni og sögđ úr Grafningi? En er ţetta nú í raun og veru sama tréđ og á myndunum tveimur hér ofar?  Hvar er ţá fjalliđ í bakrunninum sem er á steríómynd Magnúsar Ólafsson, sem var tekin á tímabilinu 1905-1920?

magnus_lafsson_steroreynir.jpg

Spurningar vakna alltaf í Fornbíói Fornleifs. Mađurinn međ tyrknesku húfuna (Sjá nánar um tyrkneska húfur á Íslandi í 4. hluta greinasafnsins um myndir úr syrpunni England to Iceland) virđist ađ dćma af flóttalegu augnaráđinu ekki vera međ nein svör á reiđum höndum. Hvađ međ ykkur lesendur góđir? Ţiđ eru nú flest nokkuđ fróđ um stađhćtti.

Ég ţakka ykkur svo enn og aftur fyrir komuna, en ef ţiđ eruđ međ einhver lćti í salnum, hagiđ ykkur eins og vitleysingar og hendiđ poppi eđa pippi í sýningastjórann, ţá hendir hann ykkur óhikađ út. Bíóstjórar hafa mikil völd.

db_ogenturk1_1282286.gif

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti

Ísland í töfralampanum 4. hluti

 


Bloggfćrslur 29. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband