Ísland í töfralampanum: 2. hluti

db_hoedafnemen.gif

Sćlt veri fólkiđ. Fornleifur bíóstjóri tekur ofan hattinn fyrir ţeim sem nenna ađ lesa og frćđast. (Sjá 1. hluta ţessarar vefgreinar hér).

Fáir vita líklega, ađ löngu ađ fyrir aldamótin 1900 fóru fram Íslandskynningar međ hjálp Laterna Magica skuggmyndasýningavéla eđa töfralampa. Ţađ var ţó ekki einungis erlendis ađ menn gátu séđ Ísland úr lömpum. Reykvíkingar stóđu, ađ ţví er virđist, í biđröđum til ađ sjá skuggamyndir.

Myndasýningar međ Íslandsmyndum hafa líklega hvatt einhverja útlendinga til Íslandsferđa. En slíkar sýningar myndu vćntanlega ná skammt gegn ţeim apparötum og töfratćkjum sem hafa valdiđ ţví ađ vart er á Íslandi nútímans hćgt ađ ţverfóta fyrir erlendum ferđamönnum, ađ ógleymdum amerískum óraunveruleikastjörnum sem látiđ hafa stćkka á sér barminn og rasskinnar. Nú ţykir víst mest virđi ađ vita hvađ "fylgjendur" rassstórra Ameríkana finnst um okkar volađa, en tvímćlalaust frábćra, land.

Laterna Magica, í sem fćstum orđum

En hvađ er Laterna Magica, eđa töfralampi? Töfralampinn er talinn er hafa orđiđ til á 17. öld og var notađur vel fram á 20. öld. Hann er til í margs konar gerđum og stćrđum. Venjulega samanstendur lampinn af eldföstum kassa eđa öskju, ţar sem í er settur ljósgjafi, kerti, olíulampi, gasljós og síđar rafmangspera. Einnig voru í kassanum speglar. Fyrir framan ljósgjafann inni í kassanum er brugđiđ eđa rennt glerskyggnu, handmálađri mynd, síđar ljósmyndum og jafnvel handlituđum  ljósmyndum. Linsa eđa linsur sjá um ađ safna myndinni og henni er varpađ upp á vegg eđa tjald. Til ađ nota ekki of mikinn tíma í hinar tćknilegur hliđar og gerđir laterna magica skyggna og sýningavéla, sem eru mikil frćđi og fróđleg, ţykir mér viturlegast ađ benda mönnum á ađ lesa sér allt til um ţađ á hollenskri vefsíđu, sem er sú besta í heimi um ţetta fyrirbćri, fyrirrennara skyggnusýningavéla og kvikindasýningavélanna. Vefsíđan ber heitiđ de Luikerwaal og er síđan einnig á ágćtri ensku. Henni er stjórnađ af Henc R.A. de Roo, áhugamanni og safnara töfralampa og skyggna. 

kirchers_bog_1280887.jpgTöluverđ skođanaskipti hafa veriđ um hinn eiginlega upphafsmann ţessarar uppfinningar. Ţjóđverjanum og Jesúítanum Athanasius Kircher hefur lengi veriđ eignađur sá heiđur, en nú má ţykja alveg víst ađ hann hafi aldrei notađ slíkt tćki. Hann lýsir Laterna Magica í bókinni Ars Magna Lucis et Umbrae sem út kom í Amsterdam međ myndum áriđ 1671 (sjá mynd). Skýringar í bókinni sýndu ađ Kircher var rúinn skilningi á ţví hvernig töfralampinn virkađi. Hann fullvissađi menn ţó á afar sannfćrandi hátt, líkt og góđum jesúíta sćmir, um ađ apparatiđ vćri ekki uppfinning djöfulsins og illra afla.

Ađrir höfđu lýst ţessu tćki og notađ ţađ miklu fyrr en Kircher. Til dćmis danski frćđimađurinn Thomas Walgenstein, sem sýndi myndir međ Laterna Magica í Rómarborg áriđ 1665. Enn fyrri til var hollendingurinn Christiaan Huygens sem ţegar áriđ 1659 hafđi teiknađ dćmigerđa Laterna Magica sýningavél sem ekki var mjög frábrugđin ţeim sem ţekktust á 19. öld. (Sjá frekar hér).

Áđur en eiginlegar ljósmyndir voru fundnar upp, voru allar laterna magica-skyggnur handmálađar teikningar. Efni myndanna var fjölţćtt og stundum var leikiđ á áhorfandann međ einföldum sjóhverfingum ţannig ađ fólki sýndist persónur eđa hlutir á myndunum hreyfa sig.

db_hemelvaart2_1280719.gif

Laterna Magica varđ vitaskuld mjög fljótt vinsćlt leikfang í Vatíkaninu.

Ţess vegna voru sýningar á Laterna myndum mjög vinsćlar, eđa allt ţar til ţćr dóu drottni sínum, en bćđi í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum voru ţćr lengi notađar viđ kennslu og alls kyns áróđursstarfsemi, eđa allt fram yfir 1970.

209390.jpg

Áđur en ađ ljósmyndir voru fćrđar yfir á glerskyggnur, ţekktust líka skyggnur međ handmáluđum myndum af "íslenskum stöđum". Ţessi mynd frá síđari hluta 19. aldar á ađ sýna Heklu. Myndin er greinilega undir sterkum áhrifum af mynd úr útgáfu af riti ţjóđverjans Dithmars Blefkeníus Scheeps-togt na Ysland en Groenland, sem út kom áriđ 1608 í Leiden í Hollandi. 

blefkenius_b.jpg

Hrúturinn "Erlendur", sem er nú forystusauđur í hjörđ Fornleifs bónda (sjá hér), varđ einnig ađ stjörnu á töfralampatímabilinu. Myndin er frá fyrri hluta 19. aldar og er handmáluđ á gler. Hann er nú kominn í hrútakofa Fornleifs og líđur vel.

erlendur_a_glerinu_c_1287499.jpghruturinn_erlendur.jpg

Laterna Magica sýningar í Reykjavík á 19. öld

Orđiđ skuggamynd, ţ.e. í ţýđingunni skyggna eđa ljóskersmynd, kemur fyrst fyrir í íslensku máli áriđ 1861. Áđur höfđu tvö nýyrđi litiđ dagsins ljós: Ljósmynd áriđ 1852 og sólmynd áriđ 1854. Nútíminn sigldi nú hratt ađ Íslands ströndum.

Áriđ 1861 birtist ţessi frétt í Íslendingi um turnreiđarhátíđ í Berlín ţar sem ­ţýskir vopnabrćđur minntust Ţriggja ára stríđsins eđa 1. Slésvíkurstríđsins gegn Dönum á mjög hatursfullan hátt. Danir unnu ţađ stríđ:

Í Berlinni stóđ slík hátíđ fyrir skemmstu međ hinum mesta veg og viđhöfn. Viđ leikinn í »Viktoríuleikhúsinu« var sunginn og sleginn hergöngusöngur »Sljesvíkur-Holtseta«; sló ţá í óţrjótandi lófaskelli međ heyrendum. Söngurinn var endurtekinn, en ţví nćst sýndur í skuggamyndum bardagi Kílarstúdenta viđ Flensborg (1848), ţar er margir af ţeim fjellu eptir drengilega vörn. Ţá stóđ upp mađur frá »Sljesvík-Holtsetu«, er barizt hafđi móti Dönum, og mćlti nokkur »hjartnćm« orđ til ţeirra, er viđ voru staddir. Af ţví, er ţýzk blöđ segja hjer um, má marka, eins og af öđru, hve rík hefndarfýsin og hatriđ viđ Dani er međal manna á Ţýzkalandi.

Áriđ 1874 birtist auglýsing í blađinu Víkverja. Hún hljóđađi svo:

Til hagnađar fyrir Sunnudagaskólann verđa í Glasgow 1. mars sýndar skuggamyndir og nokkrar sjónhverfingar."

Hvort ţarna hafa veriđ sýndar ljósmyndir eđa handmálađar myndir sem sögđu t.d. biblíusögur, er ekki víst. Stórhýsiđ Glasgow sem reist var áriđ 1863 af skoskum mönnum í Grjótaţorpinu viđ Vesturgötuna (en brann ţví miđur áriđ 1903) hafđi sal sem gat tekiđ allt ađ 200 manns í sćti. Margir Reykvíkingar gćtu ţví hafa séđ skuggamyndir á ţessum árum. Líklegast tel ég ađ Sigfús Eymundsson hafi séđ um ţessar sýningar, en hann sýndi fyrstur Íslendinga myndir áriđ 1870.

glasgow1885.jpgStórhýsiđ Glasgow í Reykjavík. Ef til vill fyrsti stađurinn á Íslandi ţar sem myndir voru sýndar međ töfralampanum.

Ţorlákur Ó. Johnson

Áriđ 1883 hélt Ţorlákur Ó. Johnson kaupmađur (f. 1838), sem var lćrđur í verslunarfrćđum á Skotlandi og í London, „panóramasýningar" á Hótel íslandi. Ţorlákur hafđi dvaliđ 17 ár erlendis og lengst af á Bretlandseyjum. Hann kynntist töfralampasýningum erlendis, og er hann sneri heim áriđ 1875, hóf hann slíkar sýningar međ Sigfúsi Eymundssyni. Ţess má geta, ađ Ţorlákur var náfrćndi Jóns Sigurđssonar. Síđar á skyggnusýningaferli sínum lauk hann jafnan sýningum og fyrirlestrum međ mynd af ţeim hjónum Jóni forseta og Ingibjörgu.

Á árunum 1883-1892 stóđ Ţorlákur fyrir skuggamyndasýningum sem hann nefndi einatt "skemmtanir fyrir fólkiđ". Hann bauđ eitt sinn 400 börnum til slíkrar kvöldskemmtunar og gaf ţeim mjólk, kökur og fleira. Ţá héldu hinir velmegandi í Reykjavík, ađ hann vćri af göflunum genginn. Ţeir ríku á Íslandi tóku sér líkt og í dag vćna sneiđ af kökunni áđur en ţeir fóru yfirleitt ađ hugsa um fátćklinga og börn. En í börnum voru góđir viđskiptavinir á töfralampasýningar Ţorláks. Ţorlákur var nú ekki eins vitlaus og burgeisarnir héldu.

Skemmtanalíf Reykvíkinga var ađ sögn fremur lítilfjörlegt á síđari hluta 19. aldar. Margar sögur fara af drykkjuskap međal verkafólks og sjómanna - já og skálda og menntamanna. Ţorlákur vildi vinna gegn ţeirri eymd (um leiđ og hann flutti inn vín og whisky) og stofnađi ásamt Matthíasi Jochumssyni og öđrum góđum mönnum Sjómannaklúbbinn í október 1875, "hollan griđastađ til menntunar og endurnćringar, ţegar ţeir vćru í landi og annars hefđu lítinn ţarflegan starfa međ höndum". Ţorlákur var sömuleiđis fyrstur Íslendinga til ađ auglýsa varning sinn í blöđunum. Myndasýningar sínar auglýsti hann einnig. Hann flutti t.d. inn "Eldspýturnar ţćgilegu og Ţjóđfrelsis whisky fyrir fólkiđ". Ţegar hann var ekki ađ kenna Vesturförum Lundúnaensku.

Ef Fornleifur hefđi veriđ samtímamađur Ţorláks hefđi hann líklega veriđ nýjungagjarnari en hann er nú, og ţegiđ glas af Ţjóđfrelsiswhisky og tvćr syrpur úr töfralampanum hjá Ţorláki Ó. Johnson. Sjómannaklúbburinn varđ hins vegar ekki langlífur, enda ţóttu vín og whisky Ţorláks betri skemmtun en "fjöriđ" í klúbbnum.

_orlakur_johnson_1280890.jpg

Skuggamyndakonungur Íslands, Ţorlákur Ó. Johnson, á yngri árum.

Ţorlákur hóf skuggamyndasýningar í samstarfi viđ Sigfús Eymundsson ljósmyndara, en Sigfús sýndi fyrstur manna svo vitađ sé skuggamyndir á Íslandi. Ţađ var áriđ 1870. Samvinna ţeirra stóđ ekki lengi, eđa innan viđ ár, en Ţorlákur hélt síđan áfram sýningum nokkur ár. Myndir Sigfúsar og annarra frá Íslandi voru hins vegar notađar til gerđar myndasyrpa međ ljósmyndum frá Íslandi, eins og fram kemur í síđari köflum ţessa rađbloggs um Töfralampasýningar á Íslandi.

hotel_sland.jpg

Hótel Ísland (ţađ fyrsta) var stađurinn ţar sem "fólkiđ í Reykjavík", fór á Panórama-sýningar í salnum međ lokunum fyrir gluggana. Loka ţurfti fyrir stóra gluggana á Stóra Salnum til ađ hafa gott myrkur viđ sýningarnar. Myndin er rangt feđruđ og aldursgreind af Ţjóđminjasafninu en sauđakaupmađurinn John Coghill sést á myndinni ásamt fríđu föruneyti.

1883 Skuggamyndasýningar Ţorláks voru fyrst auglýstar í Ísafold ţ. 19. desember 1883:

"Fyrir sveitamenn og ađra, er koma til Reykjavíkur um jólin og nýáriđ - ­ ţá verđa sýndar á Hótel Ísland fallegar skugga myndir eđa Panorama ­ í allt 150 myndir  -­ bćđi frá London -­ Ameríku -­ Edinborg - ­ Sviss -­ París -­ Ítalíu ­ Afríku og fleiri löndum."

Veturinn 1884 hélt Ţorlákur nokkrar sýningar í félagi viđ Sigfús. Lúđvík Kristjánsson segir svo frá í bók sinni um Ţorlák:

Veturinn 1884 hélt Ţorlákur allmargar sýningar í félagi viđ Sigfús Eymundsson. Innlendu myndirnar, sem ţeir sýndu voru frá ellefu stöđum á Suđvesturlandi, en auk ţess allmargar úr Reykavík. Ţá er Ţorlákur frétti á sínum tím til Englands um stofnun Ţjóđminjasafnsins, hafđi hann látiđ ţá ósk í ljós viđ Jón Sigurđsson, hve nauđsynlegt vćri fyrir Íslendinga ađ eignast "fallegt Museum". Hann vildi vekja áhuga Reykvíkinga og annarra landsmanna á Ţjóđminjasafninu, og í ţví skyni lét hann tala myndir af ýmsum munum ţess til ađ kynna samkomugestum sínum safniđ".

1884 Í Ţjóđólfi ţ. 15. nóvember 1884, sagđi svo um sýningar Ţorláks:

"Ţađ eru skriđbyttumyndir međ litum (landterna-magica-myndir) af fögrum mannaverkum, borgum, stórhýsum, einnig af viđburđum, sömuleiđis fagrar landslagsmyndir. Nokkrar myndir eru einlitar ađeins, og eru ţćr af innlendum byggingum eđa landslagi ... Í vorum skemmtanalausa bć er ţetta fyrirtćki mjög ţakkarvert og mun vafalaust fá ađsókn almennings eins og ţađ á skiliđ."

1885 Í blađinu Fréttir frá Íslandi  birtist í 11. árgangi ţess áriđ 1885 grein sem bar titilinn Frá ýmsu, framförum og öđru. Ţar mátti m.a. í lok greinarinnar lesa eftirfarandi klausu um skemmtanalífiđ í Reykjavík:

"Ađrar skemtanir voru litlar, ađrar enn ţađ, ađ panórama-myndir voru sýndar ţar, og helzt af útlendum mannvirkjum og stöđum og innlendum landstöđvum (sjá hér).

1890 Ţorlákur sem ferđađist ađ jafnađi einu sinni á ári til Englands. Ţar náđi hann 5036500a.jpgsér í myndasyrpur. Áriđ 1890 keypti hann litađa myndasyrpu um "Ferđir Stanley í gegnum hiđ myrka meginland Afríku". Á frummálinu hét syrpan, sem taldi 29 myndir, Stanley in Africa og var gefin út af York & Son í Lundúnum (syrpan er ađ hluta til varđveitt í dag sjá hér). Ţorlákur flutti einnig skýringafyrirlestur um Henry Stanley og sömuleiđis lét hann yrkja og sérpenta kvćđi um hetjudáđ kappans, sem jafnan var sungiđ ţegar myndirnar voru sýndar. Drápan var einnig skrautritađ og sendi Guđbrandur hana til Stanleys sem ţakkađi honum međ ţví ađ senda af sér áritađa ljósmynd: Drápan hljóđar svo:

henry_stanley_1280767.jpg

5036473a.jpg

Stanley var ađalhetjan skuggafólksins í Reykjavík áriđ 1890. Svona sigli hann gegnum tjaldiđ inn í huga fólks á Hótel Íslandi í umbođi Ţorláks Ó. Johnson. Kannski hefur Ţorlákur einnig bođiđ upp á Livingstone, get ég gert mér í hugarlund. Hér er mynd af seríu međ honum. Svona gćtu myndir Ţorláks hafa litiđ út, ţegar ţćr bárust frá Englandi.

liv_box04.jpg

Skemmtanir fyrir fólkiđ

1891 Víđa var fariđ í ţessum sýningum Ţorláks. Í auglýsingu í Ísafold fyrir sýningar Ţorláks áriđ 1891 má lesa:  

„Skemmtanir fyrir fólkiđ":..Vjer höfum fariđ í kring um hnöttinn . . . Vjer höfum komiđ og sjeđ orustur og vígvelli í egipzka stríđinu . . . ferđast víđsvegar um vort söguríka og kćra föđurland . . . Og nú, kćru landar, opna jeg fyrir yđur enn nýja veröld, međ nýjum myndum..." Skugginn í speglinum Kenn mér.

Tilgangur Ţorláks međ myndasýningunum sínum var ađ skemmta og frćđa, enda var ţađ hugsunin á bak viđ framleiđslu ţeirra á Bretlandseyjum. Ţorlákur lýsti ţessu einni í annarri auglýsingu ţann 2. desember 1891:

"Víđa um hinn menntađa heim er nú fariđ ađ sýna (eins og ég geri) myndir af borgum, löndum, listaverkum, merkum mönnum, dýrum o.fl. Er slíkt nú ađ fara mjöđ í vöxt, einkum á Englandi, Frakklandi og í Ameríku. Í flestum landfrćđifélögum og öđrum menntafélögum til fróđleiks og skemmtunar, ţar sem iđulega eru haldnir fyrirlestrar um alls konar fróđleik. Eru slíkar fyrirlestrar um alls kyns fróđleik. Eru slíki fyrirlestrar skýrđir međ skuggamyndum, er hlýtur ađ gera efniđ bćđi fróđlegra, skemmtilegra og minnisstćđara í hugum manna. Fćstir af oss hafa ráđ á ađ ferđast um heiminn og sjá alla ţess undrahluti, en flestir hafa ráđ á ađ afla sér slíks fróđleiks fyrir fáeina aura međ ţví ađ sćkja slíkar myndasýningar. Ég hef nú um nokkur undanfarin ár flutt landa mína, er sótt hafa slíkar sýningar, víđs vegar ... ... Hver getur neitađ ţví, ađ í ţessu sé talsverđur fróđleikur og ţađ svo ódýr, ađ flestir geti veitt sér hann; ađ verja fáeinum stundum á hinum löngu vetrarkvöldum til slíks ferđalags borgar sig vel fyrir hvern ţann, sem kann ađ meta ţetta rétt. Og nú, kćru landar, opna ég fyrir yđur enn nýja veröld međ nýjum myndum, sem koma međ Lauru og sem ég sýni í stóra salnum á Hótel Ísland. Föstud. og laugard. 4. og 5. des. kl 81/2.

Fyrst

Keisaradćmiđ Kína og Kínverjar, [21 mynd víđs vegar úr Kína og úr Ţjóđlífi Kínverja.] Hinn frćgi hershöfđingi, Gordon, ćvi hans og lífsstarf. [12 myndir og ţćr víđa ađ, ţar sem Gordon hefur veriđ.] Enn fremur í undirbúningi nýjar myndir frá London og hin skemmtilega ferđ frá London til Rómarborgar og ferđir til Egyptalands í gegnum Súesskurđinn til Kaíró. Hver sýning endar međ tveimur myndum af Ölfusárbrúnni.

5048105a.jpg

Gordon allur. Ţetta ţótti Reykvíkingum örugglega merkilegt ađ sjá. Nokkrar myndir eru enn varđveittar úr álíka syrpu frá York & Son(sjá hér)

Nokkru áđur eđa 18. nóvember 1890 má lesa auglýsingu frá Ţorláki:

Stór myndasýning af Íslandi. Hiđ stćrsta myndasafn, sem nokkurn tíma hefur veriđ sýnt af landinu ... er ég međ miklum kostnađi hef látiđ búa til - alls um 80 myndir."

Jólamyndir smáfólksins

Fyrir Jólin 1889 sýndi Ţorlákur margar nýjar syrpur ćtlađar börnum eđa smáfólkinu, eins og Ţorlákur kallađi börn. Syrpurnar báru titla eins og Ţrándur fer ađ veiđa Björninn og ţeirra hlćgilegu ađfarir, Sólmundur gamli og Sesselja kelling hans ađ nćturţeli ađ reyna ađ ná músinni sem hélt fyrir ţeim vöku, Rakarinn og hundurinn hans Snati; Gvendur Ferđalangur, Hreiđriđ hans Krumma og Tannpína. Ţetta voru allt ţýskar syrpur framleiddar af Wilhelm Busch.

Nú getur Fornleifur og ţćr barnalegu sálir sem lesa frćđi hans séđ ţađ sem krakkar í Reykjavík horfđu á í Hótel Íslandi áriđ 1889. Upphaflega báru ţessar syrpur ţýska titla ein og Die wunderbare Bärenjagd, Die Maus, Der gewandte, kunstreiche Barbier und sein kluger Hund, Rabennest, (eđa Raben-Nest) Der hohle Zahn

Ţađ hefur nú veriđ eftir krökkunum í Reykjavík ađ hafa gaman ađ ţví ađ sjá rakara skera nefiđ af viđskiptavini sínu, og ţađ rétt fyrir jólin.

650-skillfull-barber09.jpg

Um Jólin 1898 sýndi Ţorlákur einnig börnunum ţađ sem hann kallađi "hreyfanlega mynd" Ekki voru ţađ kvikmyndir eins og viđ ţekkjum ţćr síđar, heldur skuggamyndir međ ýmsum búnađi á myndinni eđa viđ útskiptingu á líkum myndu, ţannig ađ út leit fyrir ađ hreyfing vćri á myndinni. Hann sýndi hreyfanlega mynd sem hann kallađi Grímuball barnanna í Mansion House í London og Björgunarbátinn.

Ţorlákur hćtti sýningum sínum 1892. Heilsu hans fór hrakandi um ţađ leyti og var ţessi glađi mađur ađ mestu óvinnufćr vegna einhvers konar ţunglyndis til dauđadags áriđ 1917.

Ţćr myndaskyggnur sem Fornleifur festi nýlega kaup á á Cornwall, sem eru úr tveimur syrpum eru ađ öllum líkindum sams konar (ef ekki sömu) myndir frá Íslandi og Ţorlákur Ó. Johnson var ađ sýna Reykvíkingum á 9. áratug 19. aldar. Myndasyrpur međ ljósmyndum frá Íslandi voru seldar af minnsta kosti tveimur fyrirtćkjum á Bretlandseyjum á 9. og 10. áratug 19. aldar. Í nćstu fćrslum verđur saga skyggnanna sögđ, mynd fyrir mynd. Ţví miđur hafa ekki allar ţeirra fundist enn. En hugsast getur ađ allar myndirnar frá Íslandssyrpunum komi einhvern daginn í leitirnar. Hćgt er ađ biđja, vona og jafnvel leita.

Er nema von ađ Beinólfur á Ţjófminjasafninu gleđjist? Viđ segjum ekki meira - ađ sinni. 3. hluti kemur ţegar hann er lagstur í gröfina.

db_skelet_ani_1280714.gif

Höfundur og sýningarstjóri: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (og Fornleifur)

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ítarefni:

Lúđvík Kristjánsson: Úr heimsborg í Grjótaţorp: Ćvisaga Ţorláks Ó. Johnson. Fyrra bindi. Skuggsjá.

http://www.luikerwaal.com/

http://www.magiclantern.org.uk/

http://www.slides.uni-trier.de/index.php

http://www.dickbalzer.com/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ţakka kćrlega fyrir fróđlegan pistil. 

Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 2.5.2016 kl. 01:08

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér fyrir innlitiđ Halldór. Menn geta nú fariđ ađ hlakka til sýninganna á Íslandsmyndunum.

FORNLEIFUR, 2.5.2016 kl. 07:15

3 identicon

"og Ţorvaldur Ó. Johnson var ađ sýna Reykvíkingum á 9. áratug 20. aldar."

Á ţetta ekki ađ vera 19. aldar?

Jón (IP-tala skráđ) 2.5.2016 kl. 09:01

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú, ţakka ţér fyrir Jón. Hefur veriđ leiđrétt.

FORNLEIFUR, 2.5.2016 kl. 12:25

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Annars mćtti halda ađ karlinn vćri mćttur á skyggnilýsingar og farinn ađ sýna myndir í gegnum miđilsfjanda.

FORNLEIFUR, 2.5.2016 kl. 12:27

6 identicon

Hét Ţorvaldur ţessi sýningarmađur ekki örugglega Ţorvaldur? Einkar fallegt nafn. Ekki hét hann Ţorlákur? Eđa voru ţeir Ţorvaldur og Ţorlákur kannski brćđur?

Og ađ öđru: Í minni sveit var látiđ duga ađ taka ofan og vissu allir hvađ viđ var átt ţar til menn, hugsandi á ensku, fóru ađ tíđka ađ taka ofan höfuđiđ. Síđan ţarf sennilega ađ taka fram, til ađ forđast misskilning, hvort menn taka ofan hattinn eđa höfuđiđ.

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 2.5.2016 kl. 15:33

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Leiđréttingin fór greinilega ekki í gegn um daginn áđur en ég birti ţetta. Happ í óhappinu er hins vegar ađ lektor einn í Öskjuhlíđinni sem heitir Ţorvaldur S hefur líka lesiđ greinina. Ţađ er ćđri skýringar til á öllu. Ţess vegna er Ţorvaldur S ađ lesa próförk fyrir mig ađ kostnađarlausu. Ţvílíkur lúxus. Ţorlákur hefđi örugglega ţegiđ slíka ţjónustu.

Ţetta međ hattin lćrđi ég af RÚV http://www.ruv.is/frett/taka-franskir-serhljodar-ofan-hattinn. Ţví hlýtur ţetta ađ vera rétt.

FORNLEIFUR, 7.5.2016 kl. 23:05

8 Smámynd: FORNLEIFUR

... Og ég er mjög svipađur Mond, en held ţó rostungsmússtassinu betur snyrtu. Ţú, Ţorvaldur, ert líkur Karli, og er ekki leiđum ađ líkjast.

FORNLEIFUR, 7.5.2016 kl. 23:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband