Ísland í töfralampanum: 3. hluti

db_snuf1_1281913.gif

Sigga gamla tekur nú óđslega í nefiđ af einskćrri gleđi, ţví hér skal brátt hafin sýning á skuggamyndum frá Íslandi, sem framleiddar voru á seinni hluta 19. aldar á Bretlandseyjum. Síđast svo vitađ sé voru myndirnar sýndar í Reykjavík af Ţorláki Ó. Johnson á 19. öld. - Er nema von ađ Sigríđur sé hamingjusöm?

Ritstjóri Fornleifs fann nýlega og keypti gamlar myndir af innfćddu eFlóamanni búsettum á Cornwall á Bretlandseyjum. eFlóinn (eBay) getur oft geymt áhugaverđa gripi, ţótt langt sé á milli dýrgripanna.

Skuggamyndirnar međ íslensku efni, sem verđur lýst hér á nćstu dögum - og tveim ţeirra ţegar í ţessum kafla (sjá neđar)- fundust fyrir algjöra tilviljun er höfundurinn var ađ leita ađ öđru efni međ hjálp Google. Ţađ er Fornleifi mikil ánćgja ađ sýna fróđleiksfúsu fólki ţessar merku skuggamyndir.

Ţćr glerskyggnur međ Íslandsmyndum sem Ţorlákur Ó. Johnson og Sigfús Eymundsson sýndu Reykvíkingum (sjá 2. hluta greinasafnsins um Ísland í töfralampanum), voru ugglaust fyrst og fremst framleiddar á Englandi. Viđ vitum ađ ţangađ sótti Ţorlákur myndir sínar og vćntanlega hafa hann og Sigfús, sem sýndi skuggamyndir međ Johnson um tíma, veriđ milligöngumenn um ađ bresk fyrirtćki framleiddu myndaröđina England to Iceland sem í sölulistum var einnig kölluđ From England to Iceland.

Hverjir tóku myndirnar ?

     Nokkrar myndanna hefur Sigfús Eymundsson sannanlega tekiđ, ţví viđ ţekkjum ţćr úr ágćtu safni međ pappírsljósmyndum Sigfúsar sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands.

Ađrar myndanna í syrpunni England to Iceland hafa aftur á móti án nokkurs vafa veriđ teknar af efnamönnunum og veiđifélögunum Maitland James Burnett (1844-1918) og Walter H. Tevelyan (1840-1884) sem komu til ađ stunda stangaveiđar og til ađ ljósmynda landiđ á árunum 1882-84. Eftir veikindi og dauđa Trevelyans áriđ 1884, kom Burnett einn til Íslands nćstu árin, eđa fram til ársins 1888. Báđir tóku ţeir ljósmyndir á Íslandi ađ ţví er taliđ er.

sigfus_eymundsson.jpg

Sigfús Eymundsson, bóksali, útgefandi og myndasmiđur. Sigfús rak fyrstu ljósmyndastofu Íslands frá árinu 1867.

Frank Ponzi gerđi ferđum Burnetts og Trevelyans góđ skil í bókinni Ísland fyrir aldamót (1995) og byggir hana á myndum og dagbókarbrotum sem hann fann og keypti á Bretlandseyjum.

Ponzi rakst hins vegar aldrei á skuggamyndir, ţar sem notast hafđi veriđ viđ sumar ljósmyndir Burnetts og Trevelyans. Sumar myndanna í syrpunni England to Iceland eru ţví skiljanlega ekki međ í bók Ponzis og greinilegt er ađ Burnett og Trevelyan hafa í einhverjum tilvikum tekiđ fleiri en eina mynd á hverjum stađ sem ţeir heimsóttu. Vikiđ skal ađ ţví síđar. Einnig grunar mig, ađ Sigfús Eymundsson hafi veriđ ţeim félögum innan handar viđ ljósmyndun.

Syrpan England to Iceland

     Myndasyrpa međ titlinum England to Iceland var seld af tveimur fyrirtćkjum á Englandi í lok 19. aldar. Annars vegar, og til ađ byrja međ, af Riley Brothers í Bradford í Yorkshire á England en einnig frá og međ ca. 1890 af Lundúnafyritćkinu E.G. Woods (sjá síđar). Í sölulistum E.G. Woods var syrpan kölluđ A visit to Iceland.

Ţessar syrpur međ myndum frá Ísland virđast mjög sjaldgćfar, ţví áđur en Fornleifur fann fáeinar ţeirra hjá forngripasalanum á Cornwall, voru engar myndir úr syrpunni lengur ţekktar nema af lýsingum í sölulista Riley brćđra og E.G. Woods sem Lucerna, vefsvćđi fyrir rannsóknir á Laterna Magica hefur birt. Ađ auki keypti ég tvćr myndir úr enn annarri syrpu sem ber nafn Sigfús Eymundarsonar [sic], en ţannig ritađi Sigfús oft nafn sitt á fyrri hluta ljósmyndaraferils síns.

Skyggnumyndirnar, sem nú eru komnar í leitirnar úr syrpunni England to Iceland/From England to Iceland, eru ađeins 12 ađ tölu og eru ţćr bćđi framleiddar af Riley Brćđrum og E.G. Woods og ţví ekki allar framleiddar á sama tíma ţó svo ađ ţćr hafi veriđ teknar á sama tíma og af sömu ljósmyndurunum. Hins vegar passa númer myndanna sem límd voru á glerplöturnar viđ efni myndanna eins og ţví var lýst í fyrstu auglýsingum Riley brćđra fyrir syrpuna frá Íslandi.

Syrpan er ţví langt frá ţví öll fundin/varđveitt. Upplýst er í fyrstu auglýsingum ađ í syrpu Riley Brothers, sem upphaflega var búin til á tímabilinu 1882-85, en líklegast áriđ 1883, hafi veriđ 48 myndir.

Af ţeim glerskyggnum sem nú eru komnar í leitirnar eru flestar merktar međ tölu og merki framleiđanda, og koma ţćr upplýsingar heim og saman viđ sölulista Riley brćđra sem er varđveittur frá 1887. Lýsingar á skuggamyndunum 48 í lista Riley brćđra passa viđ efni myndanna sem fundust nýlega á Cornwall, einnig ţeirra sem framleiddar voru af E.G. Wood. Hugsanlegt er, ađ ţegar Riley brćđur hafa snúiđ sér ađ kvikmyndagerđ eftir 1890 hafi ţeir selt réttinn af Íslandssyrpunni, sem og mörgum öđrum skuggamyndum til annarra fyrirtćkja í ţeim iđnađi.

Sölulistum međ upplýsingar um Laterna Magica skuggamyndir hefur veriđ safnađ skipulega af rannsóknarteymi viđ nokkra háskóla í Evrópu, á Bretlandseyjum, Hollandi og Ţýskalandi, sem hefur miđstöđ viđ háskólann í Trier í Ţýskalandi. Ţar miđla menni vel af ţekkingu sinni á vefsíđunni LUCERNA – the Magic Lantern Web Resource.

Frćđimenn á ţessu sviđi sem vinna saman ađ LUCERNA hafa skráđ u milljón skyggnur og upplýsingar um ţćr.  Einn ţeirra, Dr. Richard Crangle í Exeter, hefur veriđ hjálplegur höfundi ţessarar greinar međ upplýsingar sem leiddu til ţessara skrifa.

merki_riley_brothers.jpg

Riley Brothers

    Reiley Brothes var fyrirtćki, sem í byrjun einbeitti sér ađ gerđ skuggamynda, sölu ţeirra og leigu, sem og sölu og leigu á sýningartćkjum fyrir skuggamyndir. Fyrirtćkiđ var stofnađ áriđ 1884 í Bradford í Yorkshire eftir ađ ullarkaupmađurinn Joseph Riley (1838-1926) hafđi heillast af Laterna Magica sýningum. Riley hafđi ungur ađhyllst meţódisma og međ hjálp menntunarstefnu ţeirra komist til metorđa og í álnir.

joseph.jpgÁriđ 1883 keypti Joseph Reiley (hér til vinstri á unga aldri) tćki og myndir handa tveimur sonum sínum Herbert og Willie Riley. Feđgarnir hófu fljótlega sýningar á myndum međ trúarlegum og frćđilegum fyrirlestrum til ađ safna fé fyrir munađarleysingjaheimili og samtökin Action for Children, sem er starfandi enn ţann dag í dag.

Joseph sá verslunartćkifćri í töfralampanum og stofnađi ásamt bróđur sínum, Sam, fyrirtćki sem framleiddi skyggnur og sýningartćki. Fyrirtćkiđ blómstrađi og varđ á fáeinum árum stćrsta fyrirtćki á ţessu sviđi í heiminum. Fyrirtćkiđ var rekiđ af brćđrunum Herbert og Willie undir yfirumsjón Josephs, en síđar áriđ 1894 hófu ađrir synir Josephs, Arnold og Bernard, einnig störf í fyrirtćkinu. Áriđ 1894 stofnađi Herbert Riley útibú í New York og stjórnađi rekstri ţar til dauđadags áriđ 1891.

Willie Riley, sem einnig var liđtćkur rithöfundur, hélt aftur á móti til Parísar og komst ţar í kynni viđ kvikmyndavél Lumiers. Fengu Riley brćđur einkarétt á sölu Keneptoscopi-tćkni Cecil Wrays áriđ 1896. Ţetta voru tvenns konar tćki sem hćgt var ađ sýna kvikmyndir međ međ ţví ađ setja aukabúnađ á vel útbúna gaslýsta töfralampa ţessa tíma. Riley brćđur voru ţannig einnig forgangsmenn í kvikmyndaheiminum og áriđ 1897 hófu Riley Brothers sölu á kvikmyndaupptökuvél og framleiđslu á 75 feta filmum. Allt fékk ţó enda, ţví samkeppnin í kvikmyndageiranum í Bandaríkjunum var hörđ. Fyrirtćkiđ Riley Brothers hélt ţó velli á Bretlandseyjum fram ađ síđara heimsstríđi, ţó í mýflugumynd undir lokin (sjá meira hér). 

Hiđ góđa skip Camoens

3_fornleifur.jpg

Mynd nr. 3. Leith Harbour - England to Iceland. Riley Brothers. (Stćrđ allra skyggnanna er 8,2 x 8,2 sm).

   Allt hófst ţetta međ skyggnumyndunum og međal hundruđa syrpa sem Riley Brothers framleiddu var syrpan međ myndum frá Íslandi: (From) England to Iceland. Innihald hennar var sem áđur segir 48 myndir, og er vitađ frá auglýsingum fyrirtćkisins hvađ ţćr sýndu. Margar ţeirra, eđa 14, sýndu ýmsa stađi á Skotlandi.

Ađeins ein myndanna 14 frá Skotlandi í syrpunni (From) England to Iceland var hins vegar á međal myndanna sem nýlega fundust hjá eFlóamanninum á Cornwall. Ţađ er mynd nr. 3 í syrpunni, sem er líklegt ađ Burnett eđa Trevelyan hafi tekiđ í ferđum sínum. Sýnir hún skip á höfninni í Leith og ber heitiđ Leith Harbour. Leith er hafnarborg Edinborgar á Skotlandi og fyrsta borgin sem ritstjóri Fornleifs leit augum í Evrópu í fyrstu utanlandsferđ sinni áriđ 1970.

Skuggamynd númer 3 sýnir ţó ekki skip ţađ sem Burnett og Trevelyan sigldu jafnan á til Íslands. Ţađ hét Camoens. Ţegar Camoens sigldi ekki međ farţega, m.a. fjölda Vesturfara, flutti skipiđ hross frá Íslandi í kola- og tinnámur á Bretlandseyjum, ţar sem blessađir hestarnir enduđu ćvi sína á hrćđilegan hátt. Hćgt er ađ lesa ítarlega um voluđ hrossin og ţessa merku, bresku ferđalanga í fallegri bók Frank Ponzis, Ísland fyrir aldamót (1995), sem er ţó ađ verđa illfáanleg. Óskandi vćri ađ hún kćmi út aftur.

39_fornleifur.jpg

Mynd nr. 39. Camoens in Ice -- Akureyri [eđa öllu heldur í Trékyllisvík]. Riley Brothers.

Ein af síđustu myndunum í syrpunni England to Iceland var kölluđ Camoens in Ice -- Akureyri. Hún var međal myndanna sem Fornleifur fékk frá Cornwall fyrr á ţessu ári og er tölusett sem nr. 39.

Ţađ má ţó teljast nćsta öruggt ađ myndin sé ekki frá Akureyri eđa Eyjafirđi. Spurningin um fjörđinn sem myndin er tekin á var borin undir lesendur Fornleifs í gćr. Haukur Jóhannesson jarđfrćđingur, sem er manna fróđastur um Strandir, áleit til ađ byrja međ  ađ myndin vćri tekin á Ingólfsfirđi (sjá hér). Hann hafđi ţó samband viđ Guđmund Jónsson fyrrv. hreppstjóra í Munađarnesi, sem ţekkir einnig vel til á ţessum slóđum, sérstaklega frá sjó, ţó hann sé nú fluttur á Grundarfjörđ. Guđmundur, taldi víst ađ myndin vćri tekin í Trékyllisvík og tekur Haukur Jóhannesson heils hugar undir ţađ. Haukur ritađi mér eftir ađ ţessi grein hafđi birst: "Ég er búinn ađ bera myndina undir Guđmund á Munađarnesi. Hann segir ađ myndin sé tekin á Trékyllisvík og ţađ er rétt ţegar betur er ađ gáđ. Skipiđ hefur veriđ undir bökkunum innan viđ Krossnes og ţađ sést yfir Melavíkina og upp á Eyrarháls. Haugsfjall er á sínum stađ og Eyrarfjall en hćgra megin sést í Urđanesiđ undan Urđartindi milli Melavíkur og Norđurfjarđar.    Ţetta er alveg örugg greining."

Fornleifur tekur einnig undir ţetta og ţakkar hér međ Hauki og Guđmundi fyrir alla hjálpina í leit ađ hinu sanna um myndina af Camoens. Camoens var ţarna í ísnum í Trékyllisvík og ekki á Akureyri eins og kaupendur myndanna fengu ađ vita áriđ 1887. Líklega er ţessi mynd tekin á sama tíma og ţessi mynd á pappír sem ég veit ekki hver tók, en líkast til voru ţađ Burnett eđa Trevelyan:

5780ea1645851307319ce06b40e0b308_1282159.jpg

 

Höfundur og sýningarstjóri: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (og Fornleifur)

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

 

db_hoedafs.gif

Fornleifur heldur áfram sýningum á Íslandsmyndum sínum innan skamms, en óskar lesendum sínum góđrar nćtur, ţegar ţeir hafa loks komist í gegnum ţennan hluta Íslandskynningarinnar frá 19. öld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband