Cara Insula

Řm Kloster 1981 1 b

 

Fornleifafrćđingar muna líklega flestir vel eftir fyrstu fornleifarannsókninni sem ţeir tóku ţátt í. Fyrsta rannsóknin sem ritstjóri Fornleifs var međ í, fór fram voriđ 1981 í rústum klaustursins í Řm á Jótlandi, ţar sem á miđöldum var klaustur Cistercíensareglunnar, sem var grein af Benediktínum er stofnuđ var í Frakklandi í lok 11. aldar. Klaustriđ var stađsett viđ vatniđ Mossř nćrri Árósum og var stofnsett um 1170. Kallađi reglan klaustriđ í Řm Cara Insula, Kćru Eyju. Nokkur klaustur Cisterciensareglunnar voru í Danmörku á miđöldum.

Rannsóknin í Řm kloster áriđ 1981 var tveggja vikna skólarannsókn undir stjórn Ole heitins Schiřrrings, sem var lektor á Afdeling for Middelalderarkćologi viđ Árósarháskóla, ţar sem ég nam fornleifafrćđi. Ole var góđur kennari, en dó um aldur fram eftir ađ hann var orđinn safnstjóri í bćnum Horsens. Rannsóknir höfđu áđur fariđ fram í Řm, en viđ skođuđum rústir byggingar sem aldrei hafđi veriđ rannsökuđ. Ţetta voru lítilfjörlegar leifar, neđstu hleđslur steina úr veggjum byggingar sem líklega hefur veriđ tvćr hćđir.

Ég var eini neminn, sem ţarna tók ţátt, sem lauk námi í fornleifafrćđi. Ţarna var Vesturjóti, sem síđar varđ prestur, en hann hafđi byrjađ alveg óvart í klassískri fornleifafrćđi. Ţarna var líka kennari sem starfađ hafđi á Grćnlandi og sömuleiđis gamall kennari sem skrifađi barnabćkur um miđaldir. 

Í hópnum var einnig skemmtilegur eilífđastúdent og hippi, sem náđi "kćrustunni" af ţeim sem síđar varđ prestur. Einnig var ţarna sagnfrćđistúdent, sem ég hjálpađi síđar međ lestur á Íslendingasögum, er hann skrifađi verđlaunaritgerđ um víkingavirkiđ Aggersborg viđ sagnfrćđideild Árósarháskóla. Ekki má gleyma Tatjönu, ungri konu frá Pskov í Rússlandi, sem gifst hafđi einhverjum dönskum Stalínista. Nýlega hitti ég hana götu í Kaupmannahöfn, ţar sem hún var ađ heimsćkja dóttur sína sem er ballettdansari.

Řm Kloster 1981 2 b

Ég gróf auđvitađ beint niđur á beinagreind af munki (eđa sjúklingi), sem ég rannsakađi og teiknađi. Ćtlunin var ađ leyfa beinagrindinni ađ vera ţarna áfram ţar til nćst yrđi grafiđ til austurs út frá svćđi ţví sem viđ vorum ađ rannsaka. Ţegar ég var ađ ljúka viđ ađ teikna munkinn, hrundi sniđiđ niđur á hann og var ţá hćgt ađ tćma stćrri hluti grafarinnar og teikna beinagrindina niđur ađ mitti.

Mađur getur lćrt margt á tveimur vikum. Teikningu, mćlingar, ljósmyndun, uppgraftarkerfi, ţvott á forngripum, skráningu og allt annađ skipulag, t.d. hreinsun verkfćra. Áđur en rannsóknin hófst keypti ég mér Yashica MAT 6x6 kassamyndavél, sem ég á enn, og sem hefur ţjónađ mér dyggilega gegnum árin, en meira gaman var ađ leika sér međ Hasselblad myndavélina sem deildin átti. Margt sem mađur hefur búiđ ađ síđan, lćrđi mađur á ţessum tveimur sólríku vikum í júní 1981, áđur en ég fór ađ grafa á Stóruborg, sem ég greindi lítillega frá í ţessari fćrslu. Ţađ er allt annar handleggur, en fróđlegur. Meira um ţann merka stađ síđar.

Myndirnar voru teknar af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni á nýju Yashicuna sína í júní 1981. 

Ítarefni:

https://www.museumskanderborg.dk/%C3%B8m-kloster


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann er nú harla fornfálegur hann Fornleifur ţinn á myndinni af honum!

Annars legg ég ekki í ađ lesa ţetta, fć hroll viđ ađ frćđast um ţessar munkdóms-beinagrindur ţínar.

Jón Valur Jensson, 4.11.2011 kl. 01:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Samt frćđandi.

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2011 kl. 04:52

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Valur, Fornleifur verđur ađ vera fornfálegur, en sumir hafa samt haldiđ ađ myndin  af "Fornleifi" vćri af mér persónulega, t.d. prófessor einn í Óđinsvéum, sem ég sagđi frá um daginn er ég sagđi frá laxerolíu í Dauđahafsrúllunum. Hann skrifađi mér tölvupóst og spurđi hvar ég hafđi keypt gleraugun, ţví hann hafđi alltaf langađ í svona gleraugu. Viđ höfum alltaf veriđ í ritsambandi en aldrei séđ hvorn annan. Árin hafa ekki fariđ eins illa međ mig og Fornleif, enda er hann eldri en ég.

Svona gleraugu er reyndar hćgt ađ kaupa og sá ég eitthvađ líkt ţessu ţegar ég var ţar síđast í Hollandi. Konan mín bannađi mér ađ kaupa ţau, ţegar ég stakk upp á ţví.

Annars var ţessi frásögn minnst um beinagrindur, frekar um fólkiđ sem ég vann međ. Minning frá ćskuárum.

Helga, ţakka innlitiđ.

FORNLEIFUR, 4.11.2011 kl. 05:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góđur ţessi um viđbrögđ konunnar ţinnar!

Annars var ég bara ţreyttur og tímalaus. Les ţetta síđar. B. kv.

Jón Valur Jensson, 4.11.2011 kl. 12:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhvernttíman bjó ég til svona gleraugu úr beini fyrir myndina Svo á Jörđu eftir Kristínu Jó.  Senan:"Ég sé!, Ég sé!" var síđan gerđ ódauđleg af spaugstofunni, svo ţetta urđu ansi frćg gleraugu.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 13:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband