Hlustið þið enn á þetta gamla hatur?

Halli Pé

Ekki kemur öll forneskja úr jörðunni. Svo á við um Passíusálmana, sem er gert mjög hátt undir höfði á Íslandi, þótt innihaldið sé gegnumsýrt af andstyggilegum hatursglósum 17. aldar. Efniskenndar menjar eru sérfræðiþekking Fornleifs frekar en fornir sálmar, en hatrið í Passíusálmum Hallgríms er svo efniskennt að það drýpur af því blóð og vart er hægt annað en að fjalla um þá hér.

Svo mikið álit og dálæti hafa Íslendingar á þessum forna haturkveðskap og níði, að þegar prestur nokkur, sem valinn hafði verið til þess að lesa þennan forna hatursboðskap í ár, bauð sig fram sem biskupsefni, var hann umsvifalaust látinn hætta lestrinum í Ríkisútvarpinu. Einhver gamall guðleysingi var látinn þylja sálmana í útvarpinu í hans stað. Lestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar eru greinilega svo mikill heiður, að lestu hans gæti gert útslagið fyrir frambjóðanda í biskupskosningum. Allir vilja greinilega lesa og tönnlast á svikum, prettum, hatri, undirferli og blóðþorsta gyðinga sem að sögn myrtu Krist.

Stofnun Simon Wiesenthals hefur nú haft samband við RÚV, þar sem sálmarnir eru lesnir á hverjum degi. Sjá hér.

Af RÚV
og hér er hægt að sjá allt, nema hatrið, í Passíusálunum

 

Vissuð þið lesendur góðir, að Passíusálmarnir eru svo grasserandi af gyðingahatri 17. aldar, að þeir menn sem hafa þýtt þá yfir á ensku (Charles Gook), og dönsku (Björn Sigurbjörnsson) hafa sérstaklega gert sér far um að þýða burt andstyggðina gegn gyðingum. Í ítalskri þýðingu Diego Rossi og Silviu Cosimini, sem kom út árið 1998 var það reyndar ekki gert, en sú þýðing er mjög rétt og fullkomin miðað við ensku og dönsku þýðinguna.

Eftir stendur, að Íslendingar eru greinilega heillaðir af safaríku gyðingahatri 17. aldar og sumir telja þetta jafnvel ort beint upp úr Jóhannesarguðspjalli. Nei, svo er ekki, þetta er gyðinghatur þess tíma sem Hallgrímur Pétursson lifði á. 

Mögulegt er að Hallgrímur Pétursson hafi hitt fyrir Gyðinga í Glückstadt og Kaupmannahöfn. En kannski hefur hann þó aldrei séð eða kynnst gyðingum og aðeins látið kveðskap sinn um endalok meistara síns gegnumsýrast af hatursáróðri 17. aldarinnar. Samkvæmt rannsóknum danska guðfræðingsins Martin Schwarz Lausten í bók hans Kirke og synagoge, holdninger i den danske kirke til jødedom og jøder i middelalderen, reformationstiden og den lutherske ortodoksi (1992), var það umhverfi sem Hallgrímur var í í Kaupmannahöfn gegnumsýrt af þessum fordómum í garð gyðinga og bókasöfnin full af pésum með slíku hatri sem bárust sunnar úr álfunni. Skóli Frúarkirkju, þar sem Hallgrímur lærði til prests, var engin undantekning. 

Þótt hatrið í Passíusálmunum sé frá því á 17. öld, er það samt sem áður gyðingahatur, og þó þessir sálmar séu nærri dýrkaðir í kirkjum Íslands í dag og árlega þuldir í útvarpi af leikum sem lærðum, guðhræddum sem guðleysingjum, eru þeir enn sem áður svæsið gyðingahatur. Hatrið og orðbragði í sálmunum fer reyndar langt fram yfir það sem t.d. íslenskir nasistar létu frá sér fara á prenti á 20. öld.

Nú er svo komið á Íslandi, að pólitísk rétthugsun, meira en annað, kemur fyrir að menn séu með ónot út í svarta menn, samkynhneigða, múslíma eða aðra minnihluta. En árlega á föstunni er útvarpað lestri sálma sem eru fullir af gyðingahatri. Þeir eru  lesnir með helgislepju og margir munu hlusta á þetta. Halda mætti að slepjan væri svo yfirgengileg, að menn hlusti aðeins á þetta með einu eyranu og séu ónæmir fyrir ljótu orðavali um gyðinga. En persónulega tel ég að þetta hatur seytlist inn í undirmeðvitund fólks.

Sumar fornleifar á ekki að friðlýsa og ég tel að íslensk yfirvöld verði að gæta að sér. Meðan ekkert ljótt má segja um þá sem minna mega sín eða þá ofsatrúarmenn sem drepa fyrir minnstu vangát trúleysingja og heiðingja, þá gengur ekki að hafa árlega frumstæða endurtekning á illsku gyðinga í opinberum fjölmiðlum.

Gyðingar drápu ekki Jesús. Það hefur páfinn í Róm meira að segja sýnt fram á í bók sinni. Meintur brotavilji íslenskra aðdáenda 17. aldar útleggingar á píslasögu Jesús er fyrir hendi. Það er sama frá hvaða tíma gyðingahatrið er, það er og verður gyðingahatur, og það varðar reyndar einnig við íslensk lög. Brotin eru framin á Íslandi, og lögin eru til og heita hegningarlög.

von-den-juden

Ekki lesa lúterskir þennan pésa, Von den Juden und Iren Lügen, í kirkjum sínum á Íslandi, þó það sé eftir sjálfan Martein Lúther?

Best væri þó fyrir alla að setja þessa hatursperlu íslensku þjóðarinnar niður í skúffu. Nóg er til af öðru uppbyggilegu efni en ónot í garð gyðinga - er það ekki annars? Eða er það hlutverk trúarsálma að fara með hatursglósur um önnur trúarbrögð og þjóðir?

Rabbi Abraham Cooper hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles hefur nú sent Útvarpsstjóra, Páli Magnússyni, bréf og beðið hann um að brjóta þá hefð að lesnar séu upp lygar um gyðinga og svæsið, fornt gyðingahatur á RÚV.

Vænti ég þess að næsti Biskup Íslands sýni sóma sinn í því að gera hið sama. Við lifum á öðrum tímum en Hallgrímur Pétursson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingismenn sem taka þátt.. þeir eru sorglega fáránlegir. Látum vera að Árni Jonsen lesi þennan hroða, já og Þorgerður Katrín; .. En að siðmenntað fólk komi nálægt þessu er fáránlegt og skömm fyrir land og þjóð

DoctorE (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 10:45

2 identicon

Því er nú varla svarandi þessu bulli þínu og kanski síst að ég ætti að gera það, trúlaus og ekkert sérstakur aðdáandi passíusálmanna þó mér finnist þeir merkilegir, en reyni úr því að aðrir mér meiri "menningarvitar" verða ekki til þess!            Passíusálmarnir eru ágætur vitnisburður um hugarástand og þjóðfélagsríni sinnar tíðar. Sumt er sígilt, t.d. " Vei þeim dómara er veit og sér,víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns,að víkja af götu sannleikans." eða " Andskotinn illskuflár,oft hefur snöru snúna,snarlega reiðubúna" (skoðist sem myndlíking um freistingu til óhæfuverka) eða "það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann". Hrein og klár gullkorn.  Efalaust má finna dæmi um gyðingahatur sem og ýmiskonar annað hatur og fórdóma í Passíusálmum. Þeir gætu jafnvel hvað það varðar, skoðast sem minnisvarði um slíka tíma. Ekki ætlastu til að Auschwitz  verði lokað, sem  er orðið minnisverk um sérstaka óhæfu gegn ýmsum þjóðfélagshópum og í raun gegn mankyni.  Gamla testamentið er uppfullt af óhróðri um aðrar þjóðflokka en gyðinga, á þá ekki með sömu rökum að hreinsa burt alla óhæfuna til að hún hafi ekki skaðleg áhrif á óðroskaðar sálir?

Þú ert því miður bara bullari og uppfullur af öfgahatursáróðri,líttu þér heldur nær og hættu að mæla bót illri meðhöndlun ísraelskra gyðinga á palestínumönnum.

p.s. Úr því við erum að spá í Passíusálmana, þá finnst mér það stór galli hvað þeir eru alltaf vitlaust lesnir. Lesararnir virðast almennt ekki átta sig á hljómfalli rímsins.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 10:56

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þar erum við loksins sammála, hr. huldudoktorE.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 10:58

4 identicon

Það er miklu nær að leggja niður RÚV. Stofnun í Bandaríkjunum kemur ekkert við hvað fólk kýs að lesa.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:04

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Bjarni Gunnlaugur, Auschwitz hefur verið lokað, og er þar safn. Útrýmingarnar, sem áttu sér stað i Auschwitz, komu til af árhundraða gyðingahatri. Enn er verið að lesa slíkt hatur í útvarpi og kirkjum á Íslandi og greinilegt er að sumir kalla það "sígilt" - ef til vill á Íslandi, en ekki úti í hinum siðmenntaða heimi. En á íslandi er gyðingahatur sígildar bókmenntir.

Elín Sigurðardóttir. Stofnun í Bandaríkjunum, sem reyndar er með deildir og starfsmenn um allan heim, kemur einmitt mikið við hvað Íslendingar lesa í útvarpi. Þessi alþjóðlega stofnun er lögmæt og virt stofnun sem talar máli þeirra sem hatrinu er beint að, þeirra sem hatast er út í. Lokun RÚV er annað mál.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 11:21

6 identicon

Fornleifur,

Bíddu voru gyðingar þeir einu sem Nasistum var í nöp við, og var ástæða drápa á gyðingum, vegna "árhundraða gyðingahatri"?

Hvað með allt hina þjóðfélagshópana sem Nasistar drápu? Hvað með alla Slavana sem þeir drápu, þá almenna borgara. Hvað með sígaunana aðra sértrúarsöfnuði, samkynhneigða. Nei, en þú tönglast á að ástæðan fyrir þessum drápum hafi verið eitthvað djúpstætt gyðingahatur?

Ástæða fyrir drápunum var fyrst fremst stefna nasista á að hafa hreinan kynstofn. Síðan voru það óvinir ríkisins. Gyðingahatur, sprottið af einhverjum trúarlegum ástæðum t.d. út af Martin Lúther, er mjög langsótt að segja að hafi verið ástæða ofsóknanna.

Ég persónulega styð Ísraels menn frekar en hitt varðandi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hins vegar finnst mér þú vera ansi eftirlátur við þessa endalausu "paranoiu" hjá gyðingum víðs vegar um heiminn.

Eina hatrið sem fyrirfinnst er hjá þér, og þinni heitelskuðu stofnun. Því miður.

Brynjar Gauti (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:43

7 identicon

Þú ert að tala um ritskoðun og RÚV. Hvernig færðu það út að RÚV sé annað mál?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:47

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Elín, það var lokun RÚV sem var annað mál samkvæmt þér, eða stakkst þú ekki upp á því. Ég skrifaði ekki neitt annað.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 11:51

9 identicon

Það er þinn misskilningur að ég álíti lokun RÚV annað mál. Mér þykir lokun RÚV vera lausn á því máli sem þú nefnir: ritskoðunartilburðum stofnunar í Bandaríkjunum. Atvinnublaðurskjóðurnar á RÚV gera hvað sem er til að halda í launaumslagið - jafnvel samþykkja ritskoðun öðrum til handa.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:58

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Brynjar Gauti, mér er vel kunnugt um alla hina hópana, en nú er ekki brotið á þeim í sálmum á Íslandi. Fyrir utan Roma-fólið (sígauna), þá skipulögðu nasistar ekki útrýmingar á öðrum. Margir slavar, Danir, múslímar og aðrir unnu líka með nasistum í útrýmingarherferð þeirra. Þekkir þú yfirleitt söguna? Mér er spurn, þar sem rasískt gyðingahatur byggði á rótgrónu gyðingahatri sem í flestum tilvikum var trúarlegt. Nasistar notuðu sömu aðferðirnar og sömu sögurnar og á miðöldum. Í dag eru þessar sömu sögur notaðar í heimi múslíma.

Það er ekki paranoja að þurfa að lifa við að guðshús þitt, hvar sem í heiminum sé undir sífelldum hótunum, eða að börnin manns séu í hættu í skólum vegna þess að þú ert gyðingur. Brynjar Gauti, í fjölda landa heims þykir það allt í lagi að tala um að útrýma gyðingum, hvar sem þá er að finna.

Hefur þú lesið Passíusálmana, Brynar Gauti?

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 11:59

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Ágæta Elín, þú skrifaðir:

Það er miklu nær að leggja niður RÚV. Stofnun í Bandaríkjunum kemur ekkert við hvað fólk kýs að lesa.

ég svaraði:

Elín Sigurðardóttir. Stofnun í Bandaríkjunum, sem reyndar er með deildir og starfsmenn um allan heim, kemur einmitt mikið við hvað Íslendingar lesa í útvarpi. Þessi alþjóðlega stofnun er lögmæt og virt stofnun sem talar máli þeirra sem hatrinu er beint að, þeirra sem hatast er út í. Lokun RÚV er annað mál.

Þú skrifar svo:

Þú ert að tala um ritskoðun og RÚV. Hvernig færðu það út að RÚV sé annað mál?

og ég svara kurteislega:

Elín, það var lokun RÚV sem var annað mál samkvæmt þér, eða stakkst þú ekki upp á því. Ég skrifaði ekki neitt annað.

Það ert því þú sem álítur lokun RÚV æskilega, en ég tel hana vera annað málsem ekkert kemur bréfi Simon Wiesenthal stofnunarinnar við. 

En látum það liggja milli hluta. Ég skil alveg afstöðu manna til RÚV. Fréttastofan þar er vart treystandi um mörg mál, en þannig held ég að það verði ávallt í litlum þjóðfélögum, og ekki síður á einkareknum stöðvum eins og sýnt þykir.

Það eina sem er hægt að gera er að sjá til þess að fréttamenn og útvarpsmenn séu ekki að ljúga að fólki.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 12:09

12 identicon

Mér finnst það fremur fyndið að efst í bréfinu stendur: Museum of tolerance-Los Angeles, New York tolerance center og Center for human dignity – Jerusalem.

Ef það er eitthvað sem ísraelska þjóðin hefur sýnt af sér í gegnum aldirnar og ekki síst undanfarin ár, held ég að fæstir geti tekið sér enska orðið tolerance í munn um framferði þeirra.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 12:25

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Þorsteinn Úlfar Björnsson, þú ert einfaldlega illa að þér, og það finnst mér vægt til orða tekið.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 12:33

14 identicon

Hvernig vita starfsmenn Wiesenthal um innihald Passíusálmanna?

Einhver, sem er ósáttur við innihald Passíusálmanan hlýtur að hafa komið þeim upplýsingum til þeirra og pantað þetta bann við upplestri.

Á Vilhjálmur Örn einhvern hlut að máli þar? 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 12:53

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Öll þessi ár hef ég aldrei hlustað á Passíusálmana. Hreinlega ekki haft áhuga á þeim, en þeir fordómar sem Vilhjálmur segir nú að séu þar eru ásamt meintum skorti Hallgríms Péturssonar heitins á umburðalyndi sem VIlhjálmur gagnrýnir svo harðlega vildi ég óska að Vilhjálumur sæi hve vel eiga við hans eigin skrif um margra ára skeið í garð muslima og Palistínumanna. Araba- og muslimahatur Vilhjálms og fullkominn skortur á víðsýni og því að setja sig í spor annarra mannsekja sem fæddar er á ákveðnum landssæðum jarðar er raunverulegt stórfellt vandamál sem VIlhjálmur vinnur að sérhvern dag að auka og breiða út og smita aðra af.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.2.2012 kl. 13:20

16 Smámynd: FORNLEIFUR

Svavar Bjarnason, starfsmenn Simon Wiesenthal stofnunarinnar í Los Angeles fréttu af Passíusálmunum í grein sem hefur komið eftir mig í þessari bók.

Einhvern tíma á síðasta ári spurði stofnunin mig, hvort hægt væri að kaupa þýðingu á sálmunum á ensku og útvegaði ég þeim hana. Lét kaupa hana fyrir mig í Hallgrímskirkju. Ég hef unnið fyrir Simon Wiesenthal stofnunina í Jerúsalem fyrir mörgum árum síðan.

Síðan lásu starfsmenn stofnunarinnar í Jerusalem sálmana, sem eru reyndar vægari í hatrinu á ensku en þeir eru á íslensku, og nú er komið bréf til RÚV. Þetta er mjög einfalt og engin ástæða til að fara í íslenska samsærishaminn eða hengja bæði bakara, smið og sig sjálfan eins og Íslendingar gera oft þegar á þá er deilt. Það er gyðingahatur í sálmunum og er ekkert meira um það að segja.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 13:20

17 Smámynd: FORNLEIFUR

Helgi Jóhann Hauksson, alltaf jafn stóryrtur og öfgafullur. Ég hef aldrei skrifað neitt um Palestínumenn nema að það sé sannreynt. Svo mikið er ekki hægt að segja um þig, eða t.d. fréttastofu RÚV. 

Það er merkilegt að þú vænir mig um araba- og múslimahatur. Ég veit ekki betur en að ég hafi bjargað múslímskum flóttamönnum sem dönsk yfirvöld vildu senda mig úr landi til Íran. Ég skrifaði grein í Politiken og málið fór fyrir opinn fund í utanríkismálanefnd danska þingsins. 

Hvenær bjargaði þú síðast múslímum,  Helgi.

Helgi Jóhann Hauksson, þú ert rógberi, ef þú heldur að gagnrýni mín á gyðinghatur múslíma og öfgaíslam sé hatur í garð múslíma, þá veður þú í villu. Þetta hatur og yfirlýstur útrýmingarvilji múslíma á Ísrael og gyðingum er hatur af sama meiði og hatrið í Passíusálmunum. Þar sem þú ert mikill áhugamaður um sálmana, er næst að halda að þú hafi upphaflega smitast í hatri þínu á gyðingum í fermingarundirbúningi og síðan hafi þetta fylgt þér alla tíð þangað til þú gerðis öfga-vinstrimaður og stuðningsmaður hryðjuverkahópa og fólks sem vill útrýma Ísraelsríki.

Njóttu sálmanna meðan þú hefur, því fyrirheitna ríkið þitt, ESB, leyfir heldur ekki hatursorð Passíusálmanna, né stuðning við Hamas.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 13:33

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkt rugl í þér, dr. Vilhjálmur, og þessari ágætu Wiesenthal-stofnun, er þið teljið ykkur sjá Gyðingahatri bregða fyrir í Passíusálmunum. Raunalega brotakennd fræðimennska það!

"Júði" var ekki skammaryrði í Passíusálmunum, það merkti þá einfaldlega Gyðingur og dregið af nafni ættstofns Júda og lands hans, Júdeu.

Gyðingahatur er ekki í sálmum Hallgríms fremur en í Jóhannesarguðspjalli, þótt leiðtogar Gyðinga hafi (enn einu sinni) brugðizt á dögum Krists og átt sína mjög svo virku samsekt með Rómverjum í dauða hans; þeir fyrrnefndu áttu þar reyndar upptökin og þrýstu mjög á landstjórann Pílatus að breyta gegn samvizku sinni.

Að minna á þá staðreynd – og svikin og falsið, blindnina og miskunnarleysið í sambandi við það réttarmorð, felur ekki í sér neina kynþáttahyggju eða kynþáttahatur, enda var Kristur Gyðingur og postularnir sömuleiðis, Páll meðtalinn.

Varst það kannski þú, sem klagaðir í Wiesenthal-stofnunina?

Þessari kjánalegu kæru ætti Ríkisútvarpið að vísa frá með bros á vör.

PS. Og hlálegt er að sjá doktorinn vera orðinn sammála gervidoktornum!¨

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 13:43

19 identicon

Fornleifur,

Ég hreinlega get ekki skilið hvernig þú getur vaðið yfir menningu annarra, og talað um hatur, og síðan beðið um fullkomið umburðarlyndi varðandi gyðingum.

...var þetta kannski gyðingahatur, þetta síðasta.

Bíddu, jú ég þekki söguna vel. Þú veist vel að kynþáttahyggja var fyrst og fremst ástæða fyrir ofsóknum nasista á gyðingum. Síðan er hægt að nefna að þeir voru oft mjög valdamiklir, og umdeildir í samfélaginu, sem gerði þá enn verri fyrir nasistana.

Auðvitað komu gyðingar verst út úr Þriðja ríkinu. Hins vegar upptökin og ástæðan fyrir stefnunni, átti lítið sem ekkert skylt við gyðinga af trúarlegum ástæðum. Auðvitað hægt að finna einhverjar tilvitnanir, en það er hægt að finna það um allt.

Gyðingar eru síðan ekki þeir einu sem eiga á hættu að vera níddir, og langt í frá. Kristnir menn víðs vegar og múslimar, og margir aðrir eru í jafn mikilli hættu og þeir.

Ég las yfir hluta Passíusálmana, og að tala um gyðingahatur er meló-dramatískt í hæsta máta.

Verð að segja að þú ert hálfgert skrípó. Þú missir þig yfir þessu, en þegar fólk "missir sig" yfir einhverju sem þú þá styður, þá bregðstu hart við, og kallar fólk kjána.

Ég held að ástæða fyrir því að gyðingar/Ísraelsmenn séu svona óvinsælir sé einmitt út af svona rugli,(en bíddu var þetta ekki gyðingahatur hjá mér núna!).

Wake up and smell the coffee!

Brynjar Gauti (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 13:43

20 Smámynd: FORNLEIFUR

J.V.J. Lestu nú það sem Páfinn þinn skrifar. Ég hef áður bent þér á að gera það. Ég er með tilvitnun í það hér í færslunni.

Þetta svar þitt er ekki málefnalegt. Simon Wiesenthal stofnunin er ekki að velta sér upp úr orðunum Júði og Gyðingur. Þeir hafa lesið sálmana og hatrið í þeim særir fólk.

Ef þú ert að leita að að einhverjum til að hengja, sem er gamall siður, t.d. hjá rannsóknarréttinum, þá vísa ég  í svar mitt til Svavars Bjarnasonar hér fyrir ofan:

"Svavar Bjarnason, starfsmenn Simon Wiesenthal stofnunarinnar í Los Angeles fréttu af Passíusálmunum í grein sem hefur komið eftir mig í þessari bók.

Einhvern tíma á síðasta ári spurði stofnunin mig, hvort hægt væri að kaupa þýðingu á sálmunum á ensku og útvegaði ég þeim hana. Lét kaupa hana fyrir mig í Hallgrímskirkju. Ég hef unnið fyrir Simon Wiesenthal stofnunina í Jerúsalem fyrir mörgum árum síðan.

Síðan lásu starfsmenn stofnunarinnar í Jerusalem sálmana, sem eru reyndar vægari í hatrinu á ensku en þeir eru á íslensku, og nú er komið bréf til RÚV. Þetta er mjög einfalt og engin ástæða til að fara í íslenska samsærishaminn eða hengja bæði bakara, smið og sig sjálfan eins og Íslendingar gera oft þegar á þá er deilt. Það er gyðingahatur í sálmunum og er ekkert meira um það að segja."

Ég bíð svo eftir brosinu hjá Páli Magnússyni.

Heldur þú, J.V.J. að Gyðingurinn Jesús hafi lýst trúfélögum sínum og ættmennum á sama hátt og Hallgrímur Pétursson gerði?

Hann var ekki Íslendingur hann Jesús.

P.s. ef ég hef ástæðu að klaga í einhvern, þá gæti ég vitanlega sent Ratzinger Páfa bréf og sagt honum að J.V.J. sé ekki sammála, en ég held að Páfa sé nú nokkuð sama hvað einhver Jón heldur úti á eyju á hjara veraldar, þar sem íbúarnir hafa ekki fylgst með nýjustu síðbótunum.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 13:52

21 Smámynd: Mofi

Þetta er aumkunarverð vitleysa Vilhjálmur!  Hvaðan fá gyðingar mikinn stuðning?  Er það ekki einmitt frá kristnum, bæði hérna á Íslandi og í Bandaríkjunum?  Það eru kristnir söfnuðir hér á landi sem halda uppi vörnum fyrir Ísrael og auðvitað þar sem þeirra messías var gyðingur. Þó að Jesú hafi verið tekinn af lífi af hópi af gyðingum þá var samt hin kristna kirkja stofnuð af gyðingum og fyrstu hundrað árin eða svo var mikill meirihluti hennar gyðingar.

Þetta er eitthvað svo brenglað að maður bara hristir hausinn yfir vitleysunni.

Mofi, 24.2.2012 kl. 13:57

22 Smámynd: FORNLEIFUR

Já, Brynjar Gauti, það er ekkert annað en gyðingahatur að væna gyðinga um illsku og spekúlasjón vegna þess að þeir leyfa sér að benda á það hatur sem þeir verða fyrir og hafa orðið fyrir.

Ég veit ekki hvort ég á að óska þér til hamingju, en þú ert gyðingahatari ef þér finnst gyðingahatur Passíusálmanna melórama. Ertu siðlaus?

Hatur á gyðingum í Þriðja ríkinu, sem ekki var bara í Þriðja Ríkinu heldur einnig á Íslandi, var ekki bara af rasískum toga. Aldagömul menning, þar sem aldið var á gyðingahatri hafði sitt að segja hvernig fór í Þýskalandi undir Hitler og hans meðreiðarsveinum í fjölda landa.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 13:57

23 Smámynd: FORNLEIFUR

"Mofi" , segðu Simon Wiesenthal stofnunni það. Ef stuðningur við gyðinga er þeirri undanþágu háð, að kristnir megi svína Gyðinga til í fornum kveðskap uppi á Íslandi, þá er sá stuðningur ekki mikils virði.

En maður eins og þú, sem trúir því að dínósár og finngálkn hafi verið uppi á sögulegum tíma, er kannski ekki besti maðurinn til að tjá sig um aðra forynju, þ.e. gyðingahatur. Sjöunda dags aðventistar hafa nú ekki allir verið bestu vinir gyðinga.

Í yfirlýsingu frá Aðventistum sem loks birtust árið 2005 mátti lesa þetta:

"Noting the sixtieth anniversary of the end of WWII, Seventh-day Adventist church leaders in Germany and Austria have released a declaration saying they "deeply regret" any participation in or support of Nazi activities during the war.  The church bodies "honestly confess" a failure in "following our Lord" by not protecting Jews, and others, from that era's genocide, widely known as the Holocaust.  Millions of people perished from war atrocities, including more than 6 million Jews who were exterminated in Nazy persecutions during the 12-year period of 1933 to 1945."

og þetta:

"We deeply regret that the character of National Socialist dictatorship had not been realized in time and distinctly enough, and the ungodly nature of [Nazi] ideology had not clearly been identified," the statement, as translated from German, reads. The church says it also regrets "that in some of our publications . . . there were found articles glorifying Adolf Hitler and agreeing with the ideology of anti-Semitism in a way that is unbelievable from today's [perspective]."

Church leaders also expressed regret that "our peoples became associated with racial fanaticism destroying the lives and freedom of 6 million Jews and representatives of minorities in all of Europe" and "that many Seventh-day Adventists did not share the need and suffering of their Jewish fellow-citizens."

A paramount regret, the statement indicated, was that German and Austrian Adventist congregations "excluded, separated and left [church members who were] . . . of Jewish origin to themselves so that they were delivered to imprisonment, exile or death."

Adventistar í Þýskalandi hentu út fólki af gyðinglegum uppruna sem tekið hafði þessa aðventistatrú. Fólk þetta endaði í útrýmingarbúðum.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 14:11

24 Smámynd: Mofi

Fornleifur, hvaðan fá gyðinga einn sinn mesta stuðning?  Er það ekki frá kristnum sem einmitt trúa því að það voru gyðingar sem tóku Jesú af lífi?  Sakar þú ekki líka Nýja Testamentið fyrir gyðinga hatur vegna þessa?

Mofi, 24.2.2012 kl. 14:18

25 Smámynd: FORNLEIFUR

Mofi, Nýja testamentið notar ekki gífuryrðin eins og Hallgrímur Pétursson. Hann var uppi á 17. öld og orðbragð og fordómar þess tíma eiga ekki lengur við . Við erum komnir lengra, í sumum hlutum heims.

Það er líka alltaf hollt að staldra við og sjá hve mikill þessi stuðningur sem þú talar um er. Ég þekki nokkra kristna menn sem virkilega styðja Ísrael. En hinir eru vissulega til sem misnota þennan stuðning sinn og ætla gyðingum að sjá ljósið á síðasta degi og helst fyrr. Þannig verður það bara ekki, þið (kristnir) hafði drepið of marga gyðinga til þess að ykkur sé fyllilega treyst.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 14:28

26 Smámynd: Mofi

Hvað er að því að vona að aðrir sjá ljósið og bjargist á efsta degi?   Aðeins ef manni óskar einhverjum alls ills vill maður að viðkomandi sjái aldrei ljósið og glatist. 

Mofi, 24.2.2012 kl. 14:37

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

>pUppspunnin kæra gegn meintu Gyðingahatri í Passíusálmunum – reynt að útrýma lestri þeirra úr útvarpi!.

Ofangreind orð í Guardian-fréttinni voru sjálf undirfyrirsögnin þar. Í 1. setningu greinarinnar stendur svo (leturbr. mín): "The pope has written a detailed and personal repudiation of the idea that the Jews were collectively responsible for the death of Jesus." – Um þetta er ég 100% sammála páfanum. Það er RANGT að kenna allri Gyðingaþjóðinni á dögum Krists um krossfestingu hans, og það eru ENN MEIRI RANGINDI – já, í ætt við kynþáttahatur – að skella þessari skuld á Gyðinga seinni alda.

En hvorugt gerir Hallgrímur Pétursson. Hann er svo hreinn af ákærum ykkar, að ég tel hann standa afar nærri því að geta talizt helgur maður. Þannig hefur líka þjóðin heiðrað hann ... vitandi þó, að mannlegur var hann og orti skemmtilega um tóbakspunga sína sem annað!

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 14:42

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sendingin mistókst áðan, það vantaði framan á hana, hér er hún öll:

Dr. Vilhjálmur, þú beitir fölsunum hér, þegar þú lætur hér sem ég sé í einhverri andstöðu við álit Benedikts páfa á þessum málum. Orð hans í þessu sambandi eru reyndar engin opinber trúarkenning, ekki sett fram sem slík (og því engin skylda að fylgja þeim eins og páfagaukur), en gættu strax að þessu, fyrst í Guardian-fréttinni af ummælum páfans: "Pope concludes those responsible for the crucifixion were the 'Temple aristocracy' and supporters of the rebel Barabbas." Þarna er ekki bent á Rómverja, heldur vissa hópa Gyðinga, rétt eins og ég geri (án þess að gleyma sekt Rómverja) í pistli mínum um málið á Krist.blog.is: Uppspunnin kæra gegn meintu Gyðingahatri í Passíusálmunum – reynt að útrýma lestri þeirra úr útvarpi!.

Ofangreind orð í Guardian-fréttinni voru sjálf undirfyrirsögnin þar. Í 1. setningu greinarinnar stendur svo (leturbr. mín): "The pope has written a detailed and personal repudiation of the idea that the Jews were collectively responsible for the death of Jesus." – Um þetta er ég 100% sammála páfanum. Það er RANGT að kenna allri Gyðingaþjóðinni á dögum Krists um krossfestingu hans, og það eru ENN MEIRI RANGINDI – já, í ætt við kynþáttahatur – að skella þessari skuld á Gyðinga seinni alda.

En hvorugt gerir Hallgrímur Pétursson. Hann er svo hreinn af ákærum ykkar, að ég tel hann standa afar nærri því að geta talizt helgur maður. Þannig hefur líka þjóðin heiðrað hann ... vitandi þó, að mannlegur var hann og orti skemmtilega um tóbakspunga sína sem annað!

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 14:44

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru líka afar gagnlegar málsgreinar úr Guardian-fréttinni:

"Dismissing the centuries-old interpretation of St John's assertion that it was "the Jews" who demanded Barabbas's release and Jesus's execution, the pontiffasks: "How could the whole people have been present at this moment to clamour for Jesus's death?"

The notion of collective Jewish guilt, which bedevilled relations between the two faiths, was disowned by the Roman Catholic church at the second Vatican council in 1965. But this is thought to be the first time a pope has carried out such a detailed, theological demolition of the concept."

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 15:02

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

SKÝRARA: the pontiff [páfinn] asks: "How could the whole people have been present at this moment to clamour for Jesus's death?"

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 15:02

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Af hverju ferðu ekki efnislega í hatrið í Passíusálmunum. Hef ekki lesið þá í mörg ár en þetta fann ég:

1



Útskrift Pílatus eina lét



yfir krossinum standa:



Jesús nefndur af Nazaret,



nýr kóngur Gyðingalanda. -



Drottni með sann



dómarinn fann



dauðasök öngva hærri.



Margur las það



í þessum stað,



því hann var borg svo nærri.




2



Það var ritað og þanninn sett



í þrenns lags tungumáli.



Valdsmenn Júða það vissu rétt,



vilja því Pílatus brjáli.



Hann ansar greitt,



ei skyldi neitt



um breytt, og framar tjáði:



Hvað skrifað er,



skal standa hér. -



Svo skeði af drottins ráði.




5



Kóngur Gyðinga klár og hreinn



í krafti guðlegum drottnar,



sá Davíðs stól skal erfa einn,



aldrei hans ríki þrotnar.



Ísraels hrós,



heiðinna ljós,



heitinn forfeðrum lengi.



Svoddan titil



sómdi rétt vel,



sál mín, þinn herra fengi.




6



Svoddan virðingu vildu hann



vondir Gyðingar sneyða.



Heiftaröfundin í þeim brann,



af því Pílatum beiða



orðtak það brátt



á allan hátt



úr færa settum máta.



Hann kvað við nei,



því það vill ei



þeim drottinn veitast láta. 

-

Er það eitthvað meira. Best að fá fordómana efnislega á blað og ræða svo út frá því

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 16:26

32 Smámynd: FORNLEIFUR

Bjarni Freyr, öðru nafni Sleggjan og Hvellurinn. Eins og SWC bendir á í bréfi sínu til Páls Magnússonar, er minnst beint á Gyðinga og Júða í um 50 skipti í Passíusálmunum og einnig óbeint til æðstupresta og farísea. 

Mæli ég með því að menn lesi t.d. 7. sálm 15. sálm 20. sálm, 25., 35.,og t.d. númer 50.

hér má lesa sálmana http://www.snerpa.is/net/kvaedi/pass.htm

50:5 
Gyðinga hörð var heiftin beisk,
hjartans blindleiki og villan treisk.
Þeim kunni ei nægjast kvöl og bann,
sem Kristur fann.
Líka dauðan þeir lasta hann.

Eftir morð á 6 milljónum gyðinga í Evrópu á 20. öld, eru það víst frekast að kristnir og aðrir trúarhópar lasti gyðinga, en að gyðingar lasti Jesús dauðan, sem er reyndar gamalt níðminni frá miðöldum, þegar gyðingar voru ásakaðir af kristnum fyrir að hafa vanheilagað hostíuna.

Jón Valur Jensson er greinilega enn að ásaka gyðinga um það sem Hallgrímur gerði með sínu grimma 17. aldar gyðingahatri. En Jón Valur ætti að vita betur en að vera að troða forarkjafti og fordómum Hallgríms Péturssonar upp á Nýja Testamentið. Það er léleg guðfræði og frumstæð.

Nú er Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, farinn að túlka GT í þá veru á einni bloggsíðu Jóns, að GT segi það sama og Hallgrímur http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1224957/

Snorri Óskarsson hefur ekkert máli sínu til stuðnings og þau dæmi sem hann tekur af handahófi eiga alls ekkert við. Hann Óskar bloggvinur minn, sem er mikill Ísraelsvinur, verður að gera sér grein fyrir því, að þótt gyðingar hafi fyrir langalöngu haft óbeit á þeim börnum Guðs sem fæddust samkynhneigð og að Hallgrímur Pétursson hafi hatað gyðinga eins og flestir samtímamenn hans gerðu á 17. öld, þá þýðir það ekki að gyðingar og kristnir menn þurfi að framfylgja þeim fordómum í dag. Reynið að skilja það vinir mínir, Jón Valur og Snorri í Betel.

Heimurinn hefur þróast, og ég trúi því að Drottinn hafi hjálpað okkur til þess að þróast, en virði einnig þá sem halda að það hafi gerst á annan hátt. Samvinna manna og Guðs er góð, en fordómar eru ekki til að fremja slíka samvinnu. Hvorki lesning með eimyrju og brennisteini yfir hommum, sem skapaðir voru í hans mynd eins og við hin, né árlegt skítkast í gyðinga.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 17:31

33 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef lesið bloggið hjá Jón Vali og krist.blog.

Sé ekki mikið gyðingarhatur.

Kannski Jón Valur og Snorri svari. Hvort þeim er illa við gyðinga eða ekki ?

-Sleggjan-

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 17:44

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það mætti halda að Forleifur sé illa lesinn í Gamla testamentinu.

Þar berja nú spámennirnir heldur betur á spilltri samtíð sinni, margir.

Þú hefðir haft gott af því, VÖV, að hlusta á Margréti Eggertsdóttur, rannsóknaprófessor í íslenzkum fræðum við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, tala um þessi Passíusálmamál –– og um leið þína mistúlkun á þeim –– á Rás 2 nú á 6. tímanum (viðtalinu var að ljúka fyrir um 5 mín.).

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 17:48

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margrét þessi er ólíkt lesnari í Passíusálmunum en dr. Vilhjálmur, hún er sérfróð um málefnið, einn aðalútgefandi heildarverka Hallgríms í 8 bindum (fjögur komin).

Hún benti m.a. á, að einstakar tilvitnanir í Pass. eru oft teknar úr samhengi. Það á við um þetta dæmi þitt, Vilhjálmur, sem þú gefur hér í innleggi þínu kl. 17.48 (og var þetta VERSTA dæmið þitt eða hvað?!).

Samhengið er svona (og ég skýt athss. inn í hornklofum), vers.4–7:

4

Pílatus víst þeim varðhald fékk.

Vaktin strax út af staðnum gekk,

gröfinni blifu herrans hjá

og svo til sjá,

settu innsigli steininn á. [Verið er að tala um atburði eftir krissfestingu og greftran Jesú.]

5

Gyðinga hörð var heiftin beizk,

hjartans blindleiki og villan treisk.

Þeim kunni ei nægjast kvöl og bann, [ath.: "kunni", ekki: "kann"!]

sem Kristur fann.

Líka dauðan þeir [þeir hinir sömu] lasta hann. [þ.e. Gyðingar þeir sem í hlut áttu, sjá næsta vers.]

6

Forðastu svoddan fíflskugrein,

framliðins manns að lasta bein.

Sá dauði hefur sinn dóm með sér,

hver helst hann er.

Sem bezt haf gát á sjálfum þér.

7

Gyðingar vildu veita rýrð [TAKIÐ EFTIR: "vildu", ekki "vilja"!]

vors lausnara upprisu dýrð.

En drottins vald og vísdóms ráð

þess vel fékk gáð.

Verk sitt framkvæmdi víst með dáð.

.

Og svo er það eitt aðaleinkenni Pass., sem birtist hér líka: að skáldið dregur lærdóm af atburðunum, lærdóm fyrir samtíðina eða lesandann sérstaklega, eins og próf. Margrét minnti oft á í viðtalinu: Sagan, sem H.P. segir, er ekki til þess að við hrokumst upp yfir neinum öðrum, heldur erum við jafnan vöruð við, að sama syndsamlega athæfið getur hent okkur sjálf, ef við höfum ekki gát á okkur. Á þetta er minnt hér í 6. versinu.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 18:07

36 identicon

Það hlýtur að vera eitthvað að mér vegna þess að aldrei hef ég lesið neinn gyðingahatur úr Passíusálmunum. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta einfaldlega áhugaverður og magnaður kveðskapur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 18:55

37 Smámynd: FORNLEIFUR

Það var vart að búast við öðru en að formaður listafélags Hallgrímskirkju, dr. Margrét Eggertsdóttir, og kaþólikkinn Jón Valur Jensson, sem telur Hallgrím til dýrlinga, séu annað en sammála; Tilbúin til að segja gyðingum að þeir vaði í villu, alveg eins og Hallgrímur forðum.

Margrét Eggertsdóttir hefur vonandi sagt landslýð að á 17. 18. og jafnvel þeirri 19. var venjan um hinn kristna heim að hnýta í gyðinga og nota gyðingahatur (antijudaisme og andgyðingdóm) til að móralísera yfir lýðnum. Þess vegna voru gyðingar ofsóttir í kristnum löndum.Lýðurinn fékk guðfræðilegt veiðileyfii á gyðinga. Því fyrr sem guðfræðingarnir Margrét og Jón Valur gera sér grein fyrir því, því betra. En mér er leitt að upplifa þessa venþekkingu þeirra.

Marteinn Lútker og Wittenbergsku siðbótamennirnir færðu okkur hatur á gyðingum, sem ekki hafði sést eins kröftugt í langan tíma, áður en þeir stigu fram á sjónarsviðið. Mæli ég með því að Margrét Eggertsd. og Jón Valur Jensson kynni sér þettastutta yfirlit Martin Schwarz Laustens um gyðingahatur í Danmörku sem Ísland heyrði undir. 

Mér er spurn, og vonandi getur Margrét litið út úr Fílabeinsturninum, og skýrt fyrir mér: Var sálmakveðskapur kvenna á Íslandi, sem aldrei var birtur, en sem er mjög merkilegur þó, fullur af þessu hatri Lúthertrúar í garð gyðinga? Er til meira af kveðskap eins og Hallgríms? Eða sótti hann þetta einn út í lönd?

15:10 
Þenk nú í þínu hjarta
þar næst í annan stað,
hvar um herrann réð kvarta,
hyggja máttu þar að.
Orðum hans ekki treystu
illgjarnir Júðar þeir,
úr spurning öngri leystu,
æ því versnuðu meir.

Þú ert greinilega að fara í gengum þessa sömu pínu, JVJ, þegar þú ert með ásakanir á hendur mér fyrir að hafa klagað til SWC. Þvílík illmennska. Ég er búinn að skýra út fyrir þér tvisvar, hvernig kom til að SWC hafði samband við mig og fékk þýðingu af Passíusálmunum. En þú heldur áfram ásökunum á mig fyrir að vera einhvern útsendara og hjálparmann þeirra sem þú álítur vera afkomendur morðingja Guðs þíns. Þú ert illa að þér!

22:14 

Lögmálsins bölvan bitur og sterk,
banvænn djöfull og öll mín verk,
þó hrópa vilji nú hvert um sig
hefnd og fordæming yfir mig,
nýt ég, minn Jesú, þín í því,
frá þeirra klögun verð ég frí.
25:4 
Rétt lög, sem rituð finnast,
rangfærðu Júðar hér.
Oss ber þar á að minnast,
ill dæmi forðumst vér.
Dómurinn drottins er.
Hinn þó með heiftum klagi
og hreinan sannleik aflagi,
sjái valdsmenn að sér.

Já það er greinilegt að þú lifir þig inn í þetta.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 19:58

38 Smámynd: FORNLEIFUR

H.T. Bjarnason, gæti verið að þú sjáir ekki hatrið vegna þess að þú ert ekki gyðingur og þekkir ekki sögu antijudaisma kirkjunnar sem Hallgrímur var hluti af?

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 19:59

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru vonlaus öfgaskrif af þinni hálfu, Vilhjálmur minn Örn.

Þú tekur engum sönsum hér, setur allt inn í fyrirframsniðin hólf þín.

Farðu nú inn á þessa vefslóð Rúv og hlustaðu á viðtalið við dr. Margréti hér í Síðdegisútvarpinu: http://www.ruv.is/sarpurinn/siddegisutvarpid/24022012, því að af því geturðu LÆRT.

Svo telur rithöfundurinn Pétur Gunnarsson sig ekkert of mikinn mann til að lesa upp 16. Passíusálm hér, um svik Júdasar, ill endalok hans o.fl.: ruv.is/sarpurinn/lestur-passiusalma/23022012.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 20:43

40 identicon

Íslendingar gyðingahatarar?

Nehehehehei.....

Þeir hata sko ekki gyðinga. Þeir eru bara að gagnrýna þá, af því að þeir eru að útrýma Palestínumönnum....

Jamm, ofangreint er mjög venjulegt viðkvæði hjá mjög venjulegum Íslendingi. Og breytir þá engu hvort um er að ræða vinstrisinnaðan einstakling sem álítur að Kristur hafi verið félagi Jésús síðhærður hippi sem bar mótmælaspjöld gegn kúgun Bandaríkjamanna,og pabbi Che Guerra, nú eða hægri sinnaður miðaldra gagnkynhneigður karlmaður, sem álítur að Kristur hafi verið hr. Jésús Kristur, miðaldra, jakkafataklæddur frelsari mannkyns, hvurs frelsun var að hafa andstyggð á hommum og boðaði að staða konunar væri í eldhúsinu.

Jamm, hinn venjulega Íslendinga finnst ekkert tiltökumál að skrifa á Fésbók, að hinum finnist sorglegt að Hitler skuli ekki hafa tekist ætlunarverk sitt. Náttúrulega, vegna þess að gyðingar eru svo vondir við Palestínumenn, ekki af neinum öðrum ástæðum.

Og ef maður dirfist að spyrja þetta ágæta fólk, af hverju Hitler var að drepa júðana, því þeir hefðu nú ekki verið byrjaðir á að útrýma Palestínumönnum, þá fær maður yfir sig heilaga skammardrepu um arabahatur, Zionisma og eitthvað þaðan af verra, og náttúrulega að gyðingar drápu félaga Jésús, eða herra Jésús Krist.

Nú, staðreyndirnar í þessu máli eru hinsvbegar ákaflega einfaldar, Íslendingar eru heimskir og illa siðaðir ruddar. Þeir eru almennt siðblindir, þjófóttir, gerspilltir, barnanýðingar, nauðgarar, ofbeldis- og misyndismenn sem ryðjast framfyrir í röðum, og eru dónalegir og yfirgangsmenn að öllu leyti. Þeir bera bara virðingu fyrir mönnum með minna typpi og stærri jeppa en þeir sjálfir.

Rótgróið gyðingahatur, innprentað af ofstækiskrissum eða öfgakommum er bara einn þáttur í þessari flóknu samsetningu.

Það virðist þó alfarið fara framhjá þessu fólki, að félagi Jésús, herra Jésús Kristur, var gyðingur. Gyðingar drápu Jésús, og því í lagi að hata þá botnlaust og endalaust, og stinga þeim í ofnana. Merkilegt reyndar, að þetta hatur virðist ekki brjótast út þegar geðveikir einræðisherrar í arabaríkjum pynta og stráfella eigin þegna.

Persónulega finnst mér í lagi að menn hatist við gyðinga, og stundi óheftan áróður gegn þeim, en þá vil ég líka fá réttinn til að boða kviksetningar á hommahöturum kennda við Betel, og afhöfðun á öfgakommum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 21:14

41 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þarf að benda á;

Ef þú ert á móti stefnu Ísraels í Palestínumáli ertu ekki anti semetiskur/Gyðingahatari .

Svo hef ég lesið að Jón Valur er pro-Ísrael

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 21:38

42 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jæja, JVJ, fannst Pétri Gunnarssyni gott að lesa um Júdas, gyðinginn sem sveik gyðinginn Jesús?. Hann klagaði væntanlega til SWC, vondu manna síns tíma.

Í dag hefur Jón Valur Jensson og Margrét Eggertsdóttir hengt upp skítugan þvott sinn, svo allir geti séð. Þið eruð ekki nógu vel að ykkur í trúfræði Lúterstrúar á 17. öld.

Þegar Margrét Eggertsdóttir heldur því meira að segja fram, að Herra Hallgrímur hafi sett sig í skó gyðinga í Passíusálmunum, þá er hún kominn út fyrir allan þjófabálk. Hallgrímur var í sömu skóm og þeir kristnu guðfræðingar sem hötuðust út í gyðinga á 17. öld. og voru það nær allir.

Hallgrímur er engin undantekning og sálmana hans er ekki hægt að rannsaka sem eitthvað séríslenskt fyrirbæri líkt og dr. Margrét gerir. Það er af og frá að þeir séu það.

Eftir stendur að Páll Magnússon segist ekki svara SWC, enda ekki eins klókur og þú, Jón Valur, og Margrét, og stofnun hann hélt því fram á 19. tímanum í kvöld, að hann hefði engin bréf fengið frá SWC, þó ég viti með vissu að þau hafi verið send honum aftur á 16. tímanum í dag að íslenskum staðartíma.

Hilmar, þakka fyrir innleggið, sem er mjög íslenskt. Þú ert maður sem vilt fá eitthvað fyrir þinn snúð. Tönn fyrir tönn.  Er ekki betra að stoppa hatrið sem menn tönnlast á?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.2.2012 kl. 21:43

43 Smámynd: FORNLEIFUR

Sleggjuhvellur, maður getur vel verið gyðingahatri (antisemít) ef maður er stuðningsmaður Palestínumanna. T.d. ef maður telur það í lagi að bera saman vandamálið á Gaza við gettóið í Varsjá og hin 1139 gettóin sem gyðingar Evrópu voru lokaður í til að hægt væri að slátrað þeim. Menn sem hefja greinar á þessum orðum, Israel, Israel über alles, er líka gyðingahatari, en þetta gerði formaður félagsins Íslands Palestína.

Jón Valur er sannarlega pró-Ísrael, en hann telur að gyðingahatur í kvæðabálki frá 17. öld vera harmlausan og jafnvel guðdómlegan kveðskap og lítur á Hallgrím sem hvern annan kaþólskan dýrðling - þó svo að gyðingar finnist að sér vegið með því sem í Passíusálmunum er látið flakka, og það meira að segja af manni sem setti sig í skó gyðinga, eins og Margrét Eggertsdóttir hefur haldið fram.

FORNLEIFUR, 24.2.2012 kl. 21:54

44 identicon

Vil benda Gúmmíhamrinum á, að mjög erfitt er fyrir krissa að vera á móti Ísrael, því landið gegnir víst veigamiklu hlutverki í dómsdegi.

Það verður, fjandinn hafi það, enginn heimsemdir, engin second-coming, enginn dómsdagur, ef Ísrael hættir að vera til.

Mér skilst reyndar, án þess að hafa neina sérþekkingu á málinu, að síðasta stríðið verði háð í Ísrael, með þeim afleiðingum að gyðingarnir drepist víst allir, sem og allir aðrir. Og einungis sanntrúaðir krissar á Vesturlöndum komist til himnaríkis til Gussa.

Þetta getur verið mjög ónákvæm lýsing á því sem á víst að gerast, en mér til afsökunar er, að ég hef mjög lítinn áhuga á efninu.

Viljálmur, jamm, rétt hjá þér. Þetta var mjög íslenskt, enda ætlað Íslendingum. Geri ráð fyrir að þeir íhugi þetta tilboð mitt um tönn fyrir tönn mjög alvarlega. Geri ráð fyrir að þeir þurfi að meta það hvort það séu sanngjörn skipti, að þeir verði ofsóttir á sama hátt og þeir ofsækja.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 22:03

45 identicon

Hvaða útrýmingar ertu að tala um í Auschwitz? Það er löngu búið að sanna það að ásakanir RÚSSNESKA hersins eru uppspuni frá rótum og því réttast að tala um Holohoax.

Ég mæli með því að þú kynnir þér m.a. þetta eftir gyðinginn David Cole. Þetta er í samtals 6 þáttum:

 http://www.youtube.com/watch?v=PTz71TOFoGs&list=PL590E6F4B40BAAF1C&index=8&feature=plpp_video

Hallgrímur Pétursson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 02:31

46 Smámynd: FORNLEIFUR

Mig langar að upplýsa lesendur að síðasta færsla var send frá

anfield@visir.is sem hefur IP: 190.6.231.212

Sum ykkar þekkið hann! Lögreglan gerið það líka.

FORNLEIFUR, 25.2.2012 kl. 08:09

47 identicon

Hver sá sem hyggur sálma Hallgríms lausa við það sem við þekkjum í dag sem Gyðingahatur er sekur um alvarlega tímaskekkju. Tíðarandi Evrópu var bara því miður slíkur, og hefur verið slíkur allt frá lagasetningum Konstantínusar, þótt þetta hafi allt verið breytilegt eftir stað og tíma. (Áhugasamir geta skoðað sig um í „The Jew in the Medieval World: A Source Book: 315-1791“, þar sem skjöl eru týnd saman víða að.)

Nú er þannig að fleiri stórskáld hafa gerst sek um að gefa út verk í sínum tíðaranda. Má þar nefna til dæmis Chaucer, eða það sem er þýtt sem „Saga príóressunnar“ í þýðingu Erlings Hallgrímssonar, og svo ættu allir að þekkja til Shylocks hans Shakespeare. Þannig er það bara, en samt efa ég að margir myndu nefna skáldin sérstaka Gyðingahatara, þótt verk þeirra votti um slíkt, þar sem þetta er einfaldlega eitt einkenna þess tímabils.

Veit ég ekki hvaða spurningu Ríkisútvarpsmenn hafa spurt Margréti, eða hvernig þeir hafa matreitt svar hennar, en ef hún heldur virkilega að Gyðingar hafi ekki verið samsekir um kristsdráp fyrir mönnum þessa tíma og þessa slóða, þá er hún ekki mjög mikill doktor. Þetta voru einfaldlega alkunn sannindi. Rétt eins og helgisiðleg barnadráp Gyðinga.

Til gamans má nefna að slík sannindi voru „kunn“ víðar en á Íslandi hans Hallgríms. Eftirfarandi er t.d. kafli úr verki Mósess Maímónídesar, eins helsta og merkilegasta heimspekings Gyðinga, þar sem heimspekingurinn mundar pennan og hugan í ádeiluritið sam kallað er bréfið til Jemen: „... The first one to have adopted this plan [þ.e. til að eyða Gyðingdómi] was Jesus the Nazarene, may his bones be ground to dust. He was a Jew because his mother was a Jewess although his father was a Gentile. For in accordance with the principles of our law, a child born of a Jewess and a Gentlie, or of a Jewess and a slave, is legitimate (Yevamot 45a). Jesus is only figuratively termed an illegitimate child. He impelled people to believe that he was a prophet sent by God to clarify perplexities in the Torah, and that he was the Messiah that was predicted by each and every seer. He interpreted the Torah and its precepts in such a fashion as to lead to their total annulment, to the abolition of all its commandments and to the violation of its prohibitions. The sages, of blessed memory, having become aware of his plans before his reputation spread among our people, meted our a fitting punishment to him. Daniel had already alluded to him when he presaged the downfall of a wicked one and a heretic among the Jews who would endeavor to destroy the Law, claim prophecy for himself, make pretenses to miracles, and allege that he is the Messiah..“ og þar frame eftir götum.

Slíkur var einfaldlega tíðarandinn, að jafnvel stórfróðir menn eins og Móses Maímónídes tóku þátt í umræðunni. Þegar hann réttlætir kristsdráp og bölvar Jesú vottar nokkuð til haturs, sem er einfaldlega viðeigandi fyrir tíðaranda þess tíma, og er ég viss um að ef slíkum kafla væri útvarpað einhver staðar úti í heimi myndu hinir ágætu yfirboðar Ríkisútvarpsins tala um hatursútvarp, þó svo að Maímónídes er miklu merkilegri einstaklingur en Hallgrímur, og eigi útvörpun mun heldur skilið.

En það að menn beri skyn á villu annarra en ekki sína eigin ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Auðvitað ættu menn að lesa áfram Hallgrím. Auðvitað ættu þeir ekki að skauta framhjá eðlilegum pólitískum tímaskekkjum í barnaskap, heldur takast á við þær, og væri slíkur lestur mun meira gefandi. Auðvitað ætti þetta að vera lesið upp í útvarpinu, því þetta eru stórbókmenntir, en samhliða ætti þetta að fá gagnrýna umfjöllun.

E.S. Undrast maður oft yfir því að VÖV nenni að halda uppi svona umræðu andspænis rökvilltum bloggheimakrossförunum sem hingað rata.

(Maímónídesinn er úr: A Maimonides Reader, útg. og þýtt af Isadore Twersky, Behrman House 1972.)

Sófisti (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 10:08

48 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég þakka þér fyrir Sófisti. Mér sýnist þú vera mjög merkileg manneskja, og gott er að sjá að aðrir Íslendingar hafi lesið Rabbí Moshe ben Maimon, Rambam, sem ég hef og gert, en kannski ekki eins mikið og ég vildi.

Nesher ha Gadol, Hin stóri Örn, er mér fyrirmynd á mörgum sviðum og ég hef einnig ritstýrt riti sem ber hans góða nafn, Rambam, sem því miður fjallaði minnst af öllu um hann heldur danska gyðinga, sem fæstir vita mikið um Rambam. Gamall rabbí hér í landi hefur verið með fyrirlestrarröð um Maimonides og látið út úr sér hverja rangfærsluna á eftir annarri. Ég hef þó mestan áhuga á læknisfræði Rambams og mataruppskriftum og hef dundað mér við að lesa bréf fjölskyldu hans sem fundist hafa í Kaíró genizunni, en nú er hægt að lesa þau á netinu. 

Mér finnst útlegging Rambams á Jesús ekki vond, ill né hatandi og aldrei hef ég um hann heyrt í Ríkisútvarpi Íslendinga.

Það undar líka mig, að ég nenni að deila við "bloggheimakrossfara", en oft leiða svör til þess að menn opinbera vankunnáttu sína og jafnvel það hatur sem ég er að benda á að sé til, sem gæti jafnvel átt rót í því að andstyggð á gyðingum í Passíusálmunum hefur síast hefu inn í þá, t.d. í fermingarundirbúningi eða einfaldlega með þvi að hlusta á útvarpið heima hjá afa og ömmu. 

En hvað ætli margir Íslendingar hlusti í raun á þennan árlega lestur?

Hvað varðar Margréti Erlendsdóttur, þá velti ég því alvarlega fyrir mér hvort það sé sama manneskjan og Margrét Erlendstóttir sem tróð upp á sumarþingi BIWF árið 2110 http://www.britishisrael.co.uk/newsletter/4.pdf sem eru samtök sem álíta að hina eiginlega afkomendur Ísraels sé að finna í Vestur-Evrópu, og meðal annar meðal "Benjamíníta" á Íslandi. Það eru samtök sem tekin hafa verið í gyðingahatri gegn þeim gyðingum sem BIWF viðurkennir ekki. Var dr. Margrét hjá þessu fólkí árið 2010?

Til fræðslu. svona halda sumir að Rambam hafi litið út. Ég er þó í vafa um að hann hafi litið út eins og Úsbeki, Gyðingum á Spani og í Marokkó, þaðan sem fjöldkylda Rambams flýði var líka skylt að klæðast ákveðnum fötum, sem mér sýnist Maimonides ekki bera á þessari mynd.

rambam_n1

FORNLEIFUR, 25.2.2012 kl. 10:54

49 identicon

Mér finnst nú bara hjákátlegt grín að taka mark á öfgamanninum Vilhjálmi Erni. Hann hefur haldið uppi stanslausu  Íslendingahatri og arabahatri hér í þessum netmiðli í mörg ár og er svo að gangrýna menn fyrir gyðingahatur. Er það gyðingahatur að ganrýna gyðinga??? Já segir Vilhjálmur Örn sem er haldin þessari annarlegur kennd að ef þú ert ekki á sömu skoðun og hann í einu og öllu þá ert þú gyðingahatari.

 Nú spyr ég menn: Er verra að vera gyðingahatari en að vera íslendingahatari og arabahatari eins og Villhjálmur Örn vissulega er??? Þetta finnst mér algerlega eins og verið sé að kasta steini úr glerhúsi að endalaust tönglast á gyðingahatri í annarri hverri setningu.

Mér er alveg slétt sama um lestur Passíusálmana í útvarpi en að láta úrelta öfgastofnun úti í löndum segja okkur fyrir verkum er algerlega út í hött. Ég vona svo sannarlega að við íslendingar séum ekki svo vitlausir að gera slíkt.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 12:57

50 Smámynd: FORNLEIFUR

Þorvaldur, gefðu fólki nokkur dæmi um múslimahatur mitt. En áður en þú hefst handa máttu vita, að það getur varðað við lög að væna menn um eitthvað sem þeir eru ekki.

Er fyrsti maðurinn sem opinberlega stakk upp á mosku á Íslandi, arabahatari? Hver var það nú annars? Jú, það var "öfgamaðurinn" Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Mikill múslímahatri og arabahatari er sá maður.

FORNLEIFUR, 25.2.2012 kl. 13:40

51 identicon

''Mig langar að upplýsa lesendur að síðasta færsla var send frá

anfield@visir.is sem hefur IP: 190.6.231.212

Sum ykkar þekkið hann! Lögreglan gerið það líka.

FORNLEIFUR, 25.2.2012 kl. 08:0''

Þarna er Síonismanum rétt lýst. Ef að fólk bendir á að júðar hafa logið að heimsbyggðinni varðandi svokallaða ''Helför'', þá á að kalla lögreglu til. Gangi þér vel með það. 

Hallgrímur Pétursson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 14:14

52 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þá er maður búinn að lesa alla þessa langloku og er engu nær um það hvar þetta meinta gyðingahatur er. Kanski er réttast að benda á sama númer og unglingarnir benda á í þessu sambandi, 113. vælubíllinn. Hann ætti að komast fljótlega til þín Vilhjálmur/Fornleifur.

Svo er það að bjarga einni múslímafjölskyldu ekki það sama og að vera "vinur", það getur líka verið notað í öfugum tilgangi.

Svo tek ég fram að ég er EKKI gyðingahatari, ég er bara ekki hrifinn af síonisma, hann er ástæðan fyrir öllu ruglinu þarna suðurfrá að mínu áliti.

Svo ættu menn að hætta þessu trúarrugli og kreddukenningum um hvaða trú sé betri, minnir á pissukeppnirnar í gamla daga þar sem sá vann sem náði lengst uppá vegginn.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.2.2012 kl. 22:38

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vilhjálmur - ég skora á þig að nefna eitt haldbært dæmi úr passíusálmunum, sem vott eða keim af gyðingahatri, þér hefur hingað til algerlega mistekist í þessari umræðu að gera það.

Ef þér tekst það ekki ert þú ekki mikið betri en maður frá BNA sem kærir veitingastaði fyrir of heitt kaffi sem hann helti yfir sig. Sama ruglið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2012 kl. 12:58

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

*"sem ber vott" átti að standa þarna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.2.2012 kl. 12:59

55 Smámynd: FORNLEIFUR

Guðsteinn, viltu vera svo vænn að lesa bréf SWC. Það er hlekkur í það í færslu minni. Þar getur þú lesið dæmi um hatrið sem hægt er að lesa út úr ensku þýðingunni, sem þó er mildun á ósómanum frá 17. öld.

Þú ert ekki kristinn maður, heldur særður Íslendingur, þegar þú líkir heitu kaffi saman við hatur í uppáhaldssálmunum þínum. Haturs sem hefur verið notað til að myrða bræður gyðingsins Jesús.

Kæran er reyndar ekki frá mér, en mér finnast Passíusálmarnir tímaskekkja. Ekki Kristindómur, heldur Passíusálmarnir.

FORNLEIFUR, 26.2.2012 kl. 18:21

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er búin að hlusta á þetta þunglyndisrokk 11 sinnum allt saman eins og það leggur sig og ég er enn að jafna mig.... Hvort það er blaðrað um gyðinga eða ekki, kemur málinu ekkert við.

Biblíufólk ákvað að gera óþverra heilagan og þar við situr. Ef Biblífólk ákveður að eitthvað sé fallegt, svona eða hinsegin er það þannig bara. Ekkert þýðir að malda í móin.

Passíusálmasrnir urðu hafnir upp til skýjanna af fólki sem var á sama draugaplani og höfundurinn. Og þannig fólk dregst að þessu. Daprir, líflausir og helst haldnir súperþunglyndi.

Fólki sem eru lokaðar allar dyr að skilja hvað er raunverulega fallegt og hvað ekki...ekki eru Passísálmarnir nein list af neinu tagi.

Óskar Arnórsson, 26.2.2012 kl. 19:19

57 identicon

Tengdafaðir minn, sem var gestgjafi í litlu þorpi í Vestur Þýskalandi á stríðsárunum, var sjálfur í lífshættu vegna þess að hann faldi gyðingafjölskyldu á flótta. Konan mín mundi vel eftir þessari fjölskyldu sem hún aðstoðaði við að fela. Ég bar mikla virðingu fyrir þeim fyrir þetta þegar ég seinna heimsótti þennan stað.

Móðurbróðir konunnar giftist ungum gyðingi og bjargaði þar með lífi hennar. Hún var góður vinur okkar í mörg ár eftir stríð, enda mikill skörungur. Hafði mikla ánægju af að ræða við hana um ýmis hebresk orð og þjóðvenjur gyðinga. Þannig hef ég m.a. haft töluverð þægileg samskipti við gyðinga.

Við höfðum nýlega endurséð þáttinn um hvernig SWC komu einum stærsta glæpamanni nasista frá Argentínu til Ísrael, og mér fannst hann eiga það skilið, enda hef ég einnig verið í Auschwitz og séð leifar hörmunganna þar.

En þegar ég las bréf Rabbi Abraham Cooper fannst mér SWC hverfa langt frá upprunalegum tilgangi sínum. Með bréfinu fylgja á fimmtu síðu tilvitnanna í ensku þýðingu Passíusálmanna. Hefði ég ekkert kannast við Passíusálmana, eins og virðist vera tilfellið hjá sumum þeirra, sem taka þátt í þessum umræðum, þá hefði ég líklega verið sammála Rabbi Abraham. En nú fann ég fram Passíusálmana og fór að lesa þá enn einu sinni. Auðvitað samdi Hallgrímur sálmana samkvæmt hugsunarhætti og málfari 17. aldar, og einmitt þess vegna er nauðsynlegt að lesa ljóðin á því tungumáli til þess að skilja innihaldið. Hér skiptir sama máli og þegar við lesum íslendingasögurnar. Og hér er ekki nóg að lesa nokkur orð, heldur er nauðsynlegt að lesa allan sálminn og bera saman við frásögnina í guðspjöllunum, sem er grundvöllur skáldsins.

Mér virðist sem Hallgrímur hafi átt við allt mannkynið þegar hann notar orðið „gyðingar“. Ekki nóg með það, heldur ávítar hann oft sjálfan sig fyrir önnur eins ódæði og gyðingar frömdu, þótt hann geri það á annan hátt.

Er óhugsanlegt að nútíma hugarfar forði okkur frá því að skilja þetta og þar með geta sjálf lært af því sem Hallgrímur er að reyna að læra sjálfur, og þar með vona að aðrir geti hafið hugann upp á hærra stig í tilveru sinni?

Voru það ekki íslendingar sem drápu Jón Arason og syni hans? Voru það ekki íslendingar sem myrtu fjölda kvenna á Þingvöllum fyrir ótrúlegan „galdur“? Myndi gyðingur sem læsi upp ljóð um þetta í þjóðarútvarpi Ísrael teljast færa áróður gegn íslendingum í dag?

Jóhann M Þorvaldsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:14

58 Smámynd: Mofi

Óskar, þetta hjá þér er dáldið eins og einhver sem horfir á Mónu Lísu og segir þetta vera ómerkilegt málverk.  Ekki sniðugt...

Jóhann, hittir naglann á höfuðið. Þetta er akkúrat málið.

Mofi, 2.3.2012 kl. 13:00

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Mofi, um afar gott innlegg Jóhanns.

(Tilraun til innleggs eftir ritbann!)

Jón Valur Jensson, 2.3.2012 kl. 15:08

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Húrra! – mínum gamla bloggvini Vilhjálmi Erni runnin reiðin!

Og heill og sæll, forni minn!

Jón Valur Jensson, 2.3.2012 kl. 15:09

61 Smámynd: Óskar Arnórsson

Haturboðskap Passíusálmanna er sjálfsagt hægt að túlka fram og til baka. Það er misskilningur að það sé í lagi með hatur ef hatrinu er vafið inn í fallaega hluti inn á milli. Það hvorki réttlætir hatrið né verður betra af því að fá stimpilinn list eða trúarbrögð.

Það voru Íslendingar sem drápu Jón Arason og syni hans enda var það algengt á þeim tíma að afgreiða málin með manndrápum á þessum tíma.

Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 15:20

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ást og kærleikur í Passíusálmunum, ekki hatur, Óskar minn.

En það er raunsæi líka og ekki þagað yfir valdníðslu valdstéttanna.

Jón Valur Jensson, 2.3.2012 kl. 18:14

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það fer eftir hlustandanum JVJ. Að sitja undir þessum lestri 11 og 12 ára gamall veldur bara martröðum. Þú hlýtur að vera sammála því að Passíusálmarnir eru ekki við hæfi barna...

Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 18:29

64 identicon

Óskar, er það furða að 11 og 12 ára krakkar skilji ekki þetta mál í dag vegna þess að þeim er bannað að kynnast þeirri bók í skólanum sem var eitt aðalupplýsingakver íslenskra heimila í fleirri aldir? Mér finnst það vera eins og að skera fæturna undan menningu þjóðarinnar án þess að veita henni aðrar mikilvægar stoðir. Trúfrelsi bætist ekki með því að taka forna vitneskju frá börnum okkar. Þær upplýsingar tekur ekki frá þeim frelsið til að taka ásatrú eða íslam eða enga trú, ef þau velja þess konar "trú" í lífinu.

Jóhann M Þorvaldsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 19:19

65 identicon

Mig langar að bæta því við að lestur Passíusálmanna var einn uppáhaldsþátturinn minn í RÚV þegar ég var 11 og 12 ára gamall, en þá var ég líka búinn að lesa alla Biblíuna, sem var leyfilegt þá, enda liðin 70 ár síðan.

Jóhann M Þorvaldsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 19:43

66 Smámynd: Óskar Arnórsson

Trúarbrögð af öllum sortum, er vont sýstem í sjálfu sér. Ég skil þann hluta að fullt af fólki lærir fallega hluti í gegnum trúarbrögð, enn festist oft í því og hættir að hugsa sjálfstætt sem ein af afleiðingunni.

Það er ekkert að trú á eitthvað. Enn það þurfa ekki endilega að vera uppskriftir sem eru fyrir löngu úreltar eons og Biblían, Kóran og önnur gömul sýstem. Þessi dýrkunarárátta leiðir aldrei af sér neitt gott.

Að Passíusálmarnir hafi verið uppáhaldsþættirnir þínir þegar þú varst 12 ára er einstakt. Ég hef aldrei heyrt um það fyrr. Þú hlýtur að vera mjög óvenjulegur maður...þú varst alla vega óvenjulegt barn.

Íslendingar eru ekki orðnir nógu gamlir til að kallast "menningarþjóð"....

Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 21:46

67 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var óskaplega fallegur undirhljómurinn í Passíusálmalestrinum sem maður heyrði hjá afa sínum og ömmu og í útvarpinu í þá daga ... með viðlög Páls Ísólfssonar á undan og eftir.

Jón Valur Jensson, 2.3.2012 kl. 22:50

68 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef barn verður skelfingu lostið við eitthvað sem það heyrir, sér eða uppplifir JVJ, á þá að berja það með rökfræði fullorðinna? Það er gert í ýmsum löndum með hroðalegum áhrifum og mér finnst það ekkert til fyrirmyndar.

Þessi skelfilega afstaða fólks sem finnst allt í lagi að trampa á börnum og öðrum í kringum sig, sem hafa krónískt rétt fyrir sér eingöngu vegna þess að þeir eru með afsökun sem er full að eigingjarnri skýringu þeirra:

"Þetta er list, þetta er fallegt,. þetta kemur frá Guði, það eru svo margir sammála,,," og svo framvegis. Ég hef aldrei heyrt neinn tala um að honum hafi þótt Passísálmarnir skemmtilegi á 12 ára aldri enn þennan Jóhann M. Og ég trúi því sem hann segir. Enn ég vil meina að að það sé óvenjulegt af barni á þeim aldri að hlusta á svona lúmska neikvæðni eins og ég upplifi Passíusálmanna.

Ég er ekki að gera lítið í trúnni þinni JVJ. Enn eins og þú veist lít ég ekki á þig sem frjálsa manneskju vegna alls konar afstöðu þinnar í trúmálum. Í smbandi við að verða háður allskonar venjum þá var til fólk sem varla finnst eðlilegt að éta soðna ýsu og soðnar kartöflur nema hlusta á Jón Múla flytja fréttir samtímis... sannfæringin að verki eina ferðina enn...

Og mér finnst almenn hugsun um Passíusálma snúast um sameiginlega trú en skynsemi. Bara af því að Hallgrímur var einhverntíman gott skáld, þýðir það ekki að nota eigi kveðskapinn til að styrkja dýrkunaráráttu almennings með henni.

Ég veit ekki almennilega hvort mér tekst að koma því á framfæri sem ég er að meina. Það eru Passíusálmarnir, það eru mörg trúarbrögð, það eru siðir og venjur, það eru bækur eins og biblía og kóran, það eru allskonar "kúltúr" og venjur í hverju landi sem eru notaðir af fólki svo það fái ástæðu til að hætta að hugsa og gefa sig á vald fyrirfram gefnu hugsanakerfi vegna ákveðinna upplifanna sem þeir verða fyrir.

Óskar Arnórsson, 3.3.2012 kl. 09:36

69 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið verðið líka að gæta þess, gagnrýnendur Hallgríms, að það er einkar vanhugsað af ykkur að ætla honum að tjá ígrundað hatur í ljóðum sínum. Maðurinn er kristinn, og honum leyfist ekki að hata fólk, það er andstætt trúnni og umfram allt að hata saklaust fólk. Að finna út kynþáttahatur í Passíusálmunum segir þvi ekkert um þá, en mest um ykkur sjálfa, ótæmandi ímyndunarafl ykkar, herrar mínir.

Jón Valur Jensson, 3.3.2012 kl. 21:10

70 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Eru íslendingar ekki menningarþjóð?

Í yfir 60 ár hef ég átt heima í þessum löndum: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Bandaríkjunum, Englandi, Sierra Leone, Nígeríu. Ég á enn eftir að komast í land, sem að mínum dómi er betra menningarland en Ísland. Öðru vísi þýðir ekki nauðsynlega betra.

Jóhann M Þorvaldsson, 3.3.2012 kl. 22:32

71 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef aldur og tíminn í menningarþróun er borin saman við önnur lönd þá eru íslendingar á gelgjuskeiði menningarlega og það er ekkert að því. Hvað sé betra eða verra er bara vitlaus

áhersla og röng spurning...

JVJ. Fólk hættir ekkert að hata af því að það varð kristið..,passíusálmana má leggja til hliðar og hleypa öðru kvæðaskáldi að....

Óskar Arnórsson, 4.3.2012 kl. 04:02

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert þjóðahatur í Passíusálmunum, Óskar minn, og bannað að halda því fram á sunnudögum.

Jón Valur Jensson, 4.3.2012 kl. 14:36

73 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Hvar voru Bandaríkin þegar Snorri Sturluson skrifaði sögur sínar?

Jóhann M Þorvaldsson, 4.3.2012 kl. 22:49

74 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hefur enginn dáið af völdum Passíusálmanna, Vilhjálmur minn.

Það þarf enga réttlætingu á neinu hatri þar, enda er það ekki þar að finna – ekki á Gyðingaþjóðinni, svo mikið er víst, enda þótt lýst sé hatrömu hatri presta og fræðimanna á Kristi, sem þeir fengu dæmdan til dauða.

Og við leitum ekki til Gyðinga nútímans til að "leiðrétta" neitt í Passíusálmunum né í guðspjöllunum, sem eru frumheimild Hallgríms.

(Ég reyndi að leggja þetta inn á nýja grein þína á postdoc.blog.is, en það er víst lokað þar á tölvu mína.)

PS. Jón Steinar stundar þar augljósa útúrsnúninga; ég svara þeim ekki.

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 06:07

75 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er hrein rökleysa að halda því fram að engin hafi dáið af völdum Passíusálmanna JVJ. Alveg eins og fólk deyr ekki af völdum Biblíulesturs. Það drepur hvert annað að sjálfsögðu einmitt vegna þess að það las Biblíunna, Kóran eða hlustaði á Passíusálmanna.

Fólk sem hugsar allt lífið út frá trúarbragðasýstemum virðist hafa sameiginlegt vandamál með sjálft sig. Það alhæfir, hlustar ekki á neinn nema sjálfan sig og vittnar í sínar bækur máli sínu til stuðnings. Það er gjörsamlega rænt öllum möguleikum á eigin hugsun, samvisku eða því sem gerir fólk "human". Þetta gildir ekki um alla sem notar trúarbrögð, enn allt of marga.

JVJ ásakar aðra um útúrsnúninga, enn sér ekki sína eigin útúrsnúninga....

Óskar Arnórsson, 7.3.2012 kl. 14:01

76 Smámynd: Mofi

Óskar, þú ert nýbúinn að lesa Jakobsbréfið. Fannstu mikla hvöt frá því til að fara að drepa annað fólk?

Ef að síðan fólk hlustar aðeins á sjálft sig, er það þá ekki bara þeirra eigin græðgi og illska sem er aðal hvatinn að þeirra verkum?

Þú hefðir mjög gott af því að lesa þessa bók hérna til að fá aðeins annað sjónarhorn á mannkynssöguna:  The Great Controvercy
Hafðu í huga að því fleiri sjónarmið sem maður kynnist því minni líkur eru á því að maður er heilaþveginn því maður hefur sjálfur þekkinguna til að velja á milli sjónarhorna sem maður sjálfur telur vera réttast.

Mofi, 7.3.2012 kl. 14:14

77 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur að sjálfsögðu enga sönnun fyrir því, Óskar, að neinn hafi drepið mann, hvað þá annan, vegna lesturs Passíusálmanna, og ekki væru það líkleg viðbrögð þess guðrækna fólks sem les þá og hlustað hefur á þá á föstunni. Ég veit heldur ekki til, að Íslendingar hafi nokkurn tímann drepið Gyðing, hvað þá í fleirtölu; annars getur dr. Vilhjálmur eflaust upplýst okkur betur um það, því að einhverjir asnar héðan gengu til lags við nazista á stríðsárunum.

Annað í þessu sá ég ekki svaravert.

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 17:15

78 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok JVJ. Það hefur engin fengið magaverk heldur af Passíusálmunum, né kvef svo vitað sé. Það eru engar rannsóknir sem sýna skaðsemi Passíusálma á mat sem er í sama herbergi og þeir eru lesnir... þetta eru að sjálfsögðu öll gáfulegustu rök sem hægt er að finna og ég valdi þau sérstaklega svo ég væri í "sterio" við þig og þína aldeilis framúrskarandi rök í málinu.

Það breytir ekki staðreyndum. Sleppið þessum Passíusálmum og látið lessa eitthvað fallegt í staðin á páskum. Ekki pynta fólk og börn með þessu ömurlega sálardrepandi rugli lengur...

Nei MOFI. Ég fann enga hvöt til að drepa neinn eða neitt. Þetta er vel smíðað þetta Jakopsbréf og það er meira þarna sem er alveg ágætt.

Ég les "Mannkynssöguna" með oppnum huga og tek undir það að þess fleiri vinklar sem maður fær á söguna, því meiri möguleiki er að komast að sannleikanum um mannkynssöguna. Ég ætla að kikja aðeins á þessa bók, enn þetta með heilaþvott er oftast notað þegar fólk er orðið háð hugsanakerfum á þann hátt að það sé skaðlegt.

Þegar þekking er orðin einstefna og greinilega bundin einn einustu stefnu, hættir það að vera þekking þar með. Engu máli skiptir hversu marga skóla fólk hefur farið í, hversu margar bækur það hef náð a'ð torga, ekkert af þessu skiptir máli ef ekki fylgir opðin hugur.

Þeir sem ánetjast Biblíu eða öðrum hugmyndakerfum eru ekki þeir ,menn sem ég myndi velja mér sem kennara eða leiðbeinanda. Ég hef lært að passa mig á hugmyndafræði allskonar, ekki bara gagnvart fólki í trúmálum og annari pólitík, heldur líka fólki sem reynir að eyða heilbrigðri skynsemi með hjálp af einhverju sem þeir sjálfir kalla "þekkingu"...

Óskar Arnórsson, 7.3.2012 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband