Lev Samuilovich Klein

LSK1
 

Leo S. Kejn (f. 1927), eđa Lev Samuilovich Klein eins og hann heitir í vegabréfum og opinberum sjölum, er einn merkasti fornleifafrćđingur núlifandi. Ég ćtla ekki ađ ţylja upp áhugaverđa ćvisögu ţess merka rússneska fornleifafrćđings hér, heldur getiđ ţiđ lesiđ hans eigin sögu og merkilegar athugasemdir viđ hana hér.

Eitt langar mig ţó ađ nefna. Leo S. Klejn var sendur í Gúlag, úthýst úr samfélaginu eins og mörgum öđrum sem hugsa sjálfstćtt eđa gagnrýniđ. Eftir ađ Klejn losnađi úr Gúlaginu, ţangađ sem sumir samstarfsmanna hans og KGB höfđu komiđ honum, hefur umheimurinn notiđ góđs af visku ţessa merka manns í ríkum mćli.

Ég varđ ţess njótandi ađ hlusta á erindi međ honum í Árósum í byrjum 10. áratugarins og síđar í Kaupmannahöfn, og ég hef lesiđ meginhluta ćvisögu hans á ţýsku. Á 9. áratugnum varđ ég einnig vitni ađ ţví ađ deildin mín í Árósum hafđi samstarf viđ fornleifafrćđinga í Leníngrad. Sumir ţeirra komu Klejn í Gúlagiđ. Forgangsmađur um ţađ sovét-danska samstarf var Olaf Olsen ţjóđminjavörđur Dana, sem áđur hafđi veriđ prófessor deildar ţeirrar viđ Árósaháskóla sem ég stundađi nám viđ frá 1980 til 1992. Olaf Olsen var um síđustu helgi afhjúpađur í Jyllands-Posten fyrir ađ hafa stundađ njósnir fyrir Rússa í lok 5. áratugar síđustu aldar. Meira um ţađ síđar.

Ţegar Klejn kom í fyrirlestraferđ til Kaupmannahafnar og ég bjó á Vandkunsten 6, beint á móti húsinu ţar sem fornleifadeild háskólans í Kaupmannahöfn var, mćttu afar fáir á fyrirlestur hans. Ţessi auma mćting varđ til ţess ađ Olaf Olsen skammađist út í stúdenta í stúdentablađi Hafnarháskóla. Hann kallađi ţađ skandal ađ svo fáir hefđu komiđ til ađ hlýđa á hinn merka manna. Ţá var mér nú hugsađ til ţess samstarfs sem Olsen hafđi haft viđ háskólann í Leníngrad, međan Klejn sat í Gúlaginu.

LSK4a

Ég kynntist Leo S. Klejn örlítiđ, en honum ţótti afar merkilegt ađ ađ ég gat ţýtt nokkur orđ fyrir hann í fyrirlestri. Orđiđ fyrir flugu á ensku var stoliđ úr honum í miđri setningu, í einhverri líkingu ţar sem hann ţurfti ađ nota flugu. Kleijn bađ áheyrendur um hjálp og spurđi hvor einhver ţekkti enska orđiđ fyrir rússneska orđiđ myxa (boriđ fram múcha). Latínan hjálpađi mér. Musca er orđiđ fyrir flugu á latínu og munu orđin myxa og musca vera skyld málsifjalega. Klejn fór ţá ađ tala viđ mig á rússnesku, en ég stöđvađi hann strax og upplýsti ađ ég hefđi afar takmarkađa ţekkingu á rússnesku og ađ ég hefđi slegiđ fluguna í einu höggi vegna latínukunnáttu úr menntaskóla.

Oft hefur mig ţó langađ ađ kunna meiri rússnesku, til ađ mynda til ađ geta lesiđ verk Leo S. Klejn, eins merkasta fornleifafrćđings sem uppi hefur veriđ, ţótt hann hafi ekki grafiđ mikiđ. En eins og lesendur mínir vita, er ekki nóg ađ grafa. Menn verđa líka ađ skilja hiđ stóra samhengi, og ţađ grafa menn oftast ekki upp.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband