Svona finnst silfur í jörðu

armband_2
 

RÚV greinir frá merkum minjum sem voru að finnast við fornleifarannsóknirnar í Alþingisreitnum. Þar fara rannsóknir fram undir stjórn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings.

Einn gripanna er talinn vera armhringur eða armbaugur úr silfri. Takið eftir því hvernig hringurinn er tekinn upp og þetta er upplýst: Forvörður var kallaður á svæðið til þess að klára að grafa armbauginn upp og koma honum í umhverfi þar sem málmurinn heldur jafnvægi. Vala útskýrir að það sé gert vegna þess að um leið og hann sé tekinn úr moldinni fái hann sjokk því jarðvegurinn sem hann liggi í sé súrefnissnauður.

Munið þið silfursjóðinn frá Miðhúsum sem fannst óáfallinn í jörðu í súrum og súrefnisríkum jarðvegi. Silfur finnst ekki óáfallið í jörðu, sama hvort um jarðvegurinn er súrefnissnauður eða -ríkur. Sjá meira um silfrið að Miðhúsum hér.

Sömuleiðis fannst tunnulaga met í Alþingisreitnum. En það er líka alveg met, það sem er sagt um metið: Annar gripurinn er met, með plús og mínus á sitthvorum enda. Ef búið er að finna sannanir þess að menn á söguöld hafi þekkt plús og mínus, þá er mér öllum lokið. X og I þekktu þeir sem rúnir fyrir g og i, en einnig sem rómverska tölustafi sem notaðir voru fyrir aura og aurtugi og mörk. Blýmet finnast oft með einhverju skrauti eða táknum og er x eða "+" laga tákn eru vel þekkt á metum frá fyrri hluta miðalda og eru ugglaust til að sýna þyngd metsins. Nú verður gaman að sjá hve þungt metið er


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Blýmet með plús og mínus.... klárlega rafgeymasambönd

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.8.2012 kl. 12:00

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Eða eitthvað úr Casio-vasatölvu Ingós  Hann kunni ekki að deila...

FORNLEIFUR, 10.8.2012 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband