Nathan og fressiđ

Fregnmidi Nathans

 

Allir Íslendingar, sem eiga feitlagin börn og ófríđ, ţekkja Cocoa Puffs, amerískt ruslfćđi sem hellt hefur veriđ í kok íslenskra barna áratugum saman, tannlćknum og útfararstjórum til mestrar ánćgju.

Hitt vita ţó fćstir, ađ fyrirtćkiđ sem flytur ţetta ómeti inn og kallar ţađ morgunmat, ber gamalt og rótgróiđ nafn í íslenskri verslunarsögu: Nathan & Olsen. Ţótt Olsen og Nathan séu fyrir löngu komnir undir grćna torfu heitir fyrirtćkiđ nú http://www.nathan.is/ á veraldarvefnum.

Frits Heymann Nathan 

Frits Heymann Nathan á sokkabandsárum sínum

Nathan sá er ljćr ţessari heildsölu nafn sitt, án ţess ađ geta gert ađ ţví, var danskur gyđingur, Frits Heymann Nathan ađ nafni. Hann verslađi á Íslandi í byrjun 20. aldar og stofnađi ađ lokum verslun međ Olsen, sem hét fullu nafni Carl Olsen. Ég hef skrifađ um Nathan hér, en hann var m.a. fađir Ove Nathans kjarneđlisfrćđing, sem ég heimsótti eitt sinn á Niels Bohr-stofnuninni til ađ fá upplýsingar um föđur hans, sem dó ţegar Ove var tiltölulega ungur. Ove Nathan vissi ţví svo ađ segja ekkert um afrek föđur síns á Íslandi. Á fjórđa áratugnum fór Frits út i kókosbolluframleiđslu (flřdeboller og negerkys) í Kaupmannahöfn og hafđi ofan af fyrir fjölskyldu sinni međ ţví, ţví Danir hafa alltaf borđađ meira af slíku kremmeti og engu minna en matargötin á Íslandi.

Nathan hafđi skopskyn gott. Eitt sinn, er hann var enn á Íslandi, langađi hann eđa konu hans unga í kött og hann lét prenta fyrir sig fregnmiđann sem myndin efst er af. Nathan var tilbúinn ađ greiđa heilar 10 kr. út í hönd fyrir heilbrigđan, ţrílitan fresskött sem ekki var blá- eđa gráleitur og allra síst málađur. Ég hef spurt afkomendur Nathans, hvor til vćri mynd af ţessum ketti, en ţeir töldu svo ekki vera.

Ég skrifađi fyrir nokkrum árum grein um Nathan og köttinn ómálađa fyrir  tímaritiđ Rambam, sem ég ritstýrđi hér í Danmörku um tíma. Sýniđ nú menningalega tilburđi og lesiđ dönskuna, ţví ég nenni ekki ađ snúa öllu ţví sem ég skrifađi ţá yfir á íslensku.

Fregnmiđinn hans Nathans, ţar sem hann lýsti eftir hentugum ketti, er varđveittur á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, ţar sem ég rakst eitt sinn á hann, ţar sem hann hékk innrammađur á bakstigagangi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Jamm ţađ er líka borin von ađ hann hafi getađ fengiđ ţrílitan fress, ţví ţeir geta aldrei orđiđ nema tvílitir, aftur á móti geta lćđur veriđ ţrílitar.  Svona útúrdúr frá efninu.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 6.10.2012 kl. 17:17

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Mjáhá!

Kannski hefur Nathan bara látiđ sér nćgja lesbíska lćđu, eđa ţá veriđ ađ kanna kattarkunnáttu Íslendinga.

Ég er mikill kattarmađur og viđ fáum í heimsókn hálfblindan og gigtveikan fress, sem áđur bjó hér í nćstu götu en flutti fyrir 10 árum 2 kílómetra í burtu. Hann kemur nokkrum sinnum á ári í heimsókn og er nú nýbúinn ađ vera í 3 daga og var sóttur í dag af "föđur" sínum, en foreldrar hans vita  hvar hann er, ef hans hefur veriđ saknađ í einhvern tíma. Gestur okkar er rauđbröndóttur.

Reyndar hef ég, Ásthildur, lesiđ ađ ţrílitir fresskettir séu til, en ţeir geta ekki fengiđ afkćmi.

Kannski fékk Nathan aldrei óskaköttinn sinn.

FORNLEIFUR, 6.10.2012 kl. 17:58

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Kannski veit Mali hans Sigga Ţórs Guđjónssonar ţetta? Kannski er hann kominn af ketti Nathans, og á í endalausu stríđ viđ músalimi og friđardúfur?

FORNLEIFUR, 6.10.2012 kl. 18:01

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Einn fyrir Mala

FORNLEIFUR, 6.10.2012 kl. 18:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Hahahaha frábćrt.  Já sem betur fer höfum viđ alltar ţessar undantekningar frá reglunni. Ţessi mynd er yndisleg, en brýtur hún ekki í báta viđ gyđingdóminn, svona svipađ og myndir af múhamed

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 6.10.2012 kl. 18:37

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali er yfir sig móđgađur yfir ţví ađ vera hafđur hér hálfpartinn eđa alpartinn ađ háđi og spotti og sagđur vera kominn af ketti ţessa Satans eđa hvađ hann nú eiginlega heitir.  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.10.2012 kl. 01:48

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Jamm lífiđ er vanţakklćti út í gegn... eđa ţannig.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 7.10.2012 kl. 02:06

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Ertu ţegar búinn ađ reka Mala í sunnudagsskólann, Sigurđur Ţór? Óskađu honum gleđilegs árs frá mér ţví í dagatali Mala Katzenellensohns er áriđ 5773 nýlega í garđ gengiđ.

Allir vita ađ ţessi fornegypsku villidýr tóku gyđingdóm í stórum stíl er ţeir flýđu međ rottuföngurum faraós til Rómar, međ smástoppi í landi Kanans. Hafa ţeir haldiđ trúnni síđan, sérstaklega ţessir svörtu og hvítu. 

Hvađ heldur ţú ađ Mali sé ađ gera ţegar hann malar? Já, hann fer međ bćnirnar sínar.

Kattahatur er eins og ţú veist álíka fár og gyđingahatur. Veriđ er ađ kenna lífverum um eitthvađ sem ţćr ómögulega geta hafa gert. Alltaf veriđ ađ tala illa um ţá. Ef sumar kerlingar í Vesturbćnum hefđu ekki ketti til ađ hata, gćti mađur bara orđiđ hrćddur um upp á hverju ţćr tćkju ađ hata í stađinn.

Ásthildur Cesil, engar myndir móđga gyđingafólk, ekki einu sinni ţótt vitlaust fólk haldi ađ kettirnir ţeirra séu messías. En annars tel ég ađ fólk sem finnur hjá sér ţörf til ađ teikna Múhameđ, ćtti frekar ađ teikna skrípóketti, ţví kisur eru svakalega hársárar og einnig ţeir sem ţćr hafa matarást á. Hver einasti sófi í heiminum yrđi rifinn í tćtlur...

FORNLEIFUR, 7.10.2012 kl. 04:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Eins gott ađ ţađ er ekki mikiđ um skrípóteikningar af kisum.  Vil helst ekki missa sófan minn. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 7.10.2012 kl. 11:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband