"Miklu betri en Silvo"

SILVO
 

Sagđi eitt vinur minn, ţegar ég greindi honum frá ţví ađ hinn merki silfursjóđur sem fannst á Miđhúsum viđ Egilsstađi áriđ 1980, hefđi fundist óáfallinn og skínandi fagur í jörđu. Hann átti ţar viđ gćđi jarđvegsins, sem hlaut ađ valda ţessum frábćru varđveisluskilyrđum. Ţessi fćrsla fjallar um jarđvegssýni sem tekin voru á Miđhúsum, en sem voru aldrei rannsökuđ.

Ţađ er reyndar međ einsdćmum ađ silfur finnist varđveitt á ţann hátt sem silfriđ á Miđhúsum gerđi. Dr. Kristján Eldjárn velti varđveislunni mikiđ fyrir sér í viđtali sem hann átti viđ finnanda áriđ 1980 og tók upp á segulband. Hann spyr finnendur margoft um varđveislu silfursins. Ţór Magnússon minntist einnig á ţann mikla gljáa sem sjóđurinn hafđi, í vettvangsskýrslu sinni frá 1980 (sjá hér) og síđar. Ţeir ákváđu ţó ekki ađ athuga ţađ neitt nánar.

Snemma árs 1994 hafđi ég fyrir hönd Ţjóđminjasafnsins samband viđ hjónin á Miđhúsum og bađ ţau um ađ senda mér jarđvegssýni frá fundarstađnum. Ţau fékk ég aldrei. Hins vegar sendu ţau dýrabein sem ţau fundu einnig áriđ 1980, en sem ţau höfđu ekki látiđ Eldjárn eđa Ţór Magnússon vita um. Í međfylgjandi bréfi létu ţau í té alls kyns upplýsingar, en fćstar af ţeim hafđi ég beđiđ um.

Ritari Ţjóđminjaráđs greindi rangt frá

Ég bađ margsinnis um ađ jarđvegssýni yrđu tekin í tengslum viđ fyrirskipađa rannsókn menntamálaráđuneytis á sjóđnum 199-95. Síđast í bréfi til ţjóđminjaráđs dagsettu 14. apríl 1995. En í kjölfar ţess var mér tjáđ ađ ráđiđ ćtlađi ađ fresta umfjöllun um ţađ efni ţangađ til niđurstöđur höfđu borist úr efnagreiningu á silfrinu í Kaupmannahöfn. Lilja Árnadóttir ritari nefndarinnar undirritađi bréfiđ sem ég fékk frá nefndinni.

Ţessi upplýsing frá Ţjóđminjaráđi var reyndar haugalygi. Annađ hvort vissu ráđsmeđlimir betur, eđa Lilja hefur ekki greint ţeim réttilega frá ţví sem gerst hafđi.

Lilja Árnadóttir hafđi nefnilega ţegar ţann 15.11. 1994 beđiđ Guđrúnu Kristinsdóttur safvörđ á Egilsstöđum, um ađ taka sýni af jarđvegi. Safnvörđurinn gerđi ţađ í tveggja stiga frosti sama dag. Guđrún Kristinsdóttir á Safnastofnun Austurlands tók jarđvegssýni og sendi ţau og skýrslu dags. 15. nóvember 1994 til Reykjavíkur (sjá hér) til Helga Ţorlákssonar sagnfrćđings og Lilju Árnadóttur starfsmanns Ţjóđminjasafns og Ţjóđminjaráđs sem sjá áttu um ađ rannsaka silfursjóđinn.

Afar furđulegt rannsóknarferli

Ţótt fyrirskipađ hefđi veriđ ađ allir ţćttir varđandi fund silfursjóđsins yrđu rannsakađir og birtir, er nú ljóst ađ ađeins var ţađ birt sem henta ţurfti.

Fariđ hafđi fram taka jarđvegssýna á Miđhúsum ţann 15. nóvember 1994, ţótt ekki mćtti greina mér frá ţví í apríl 1995. Sú jarđvegstaka var fyrirskipuđ af Helga Ţorlákssyni og Lilju Árnadóttur, sem í hlutverki ritara Ţjóđminjaráđs laug ţví ađ mér, ađ ráđiđ hefđi ekki tekiđ afstöđu til slíkrar rannsóknar.

Ţau tvö ákváđu ađ jarđvegssýnin skyldu tekin og rituđu ţađ á minnisblađi merkt Trúnađarmál dags. 18. nóvember 1994. Lilja hafđi kannski ekki sagt Ţjóđminjaráđi frá ţeirri "rannsókn" sem hún fékk gerđa 15. nóvember, og ađ hún og prófessor Helgi Ţorláksson fyrirskipuđu ađ slíka sýnatöku ćtti ađ framkvćma, í skjali sem er dagsett ţremur dögum eftir ađ sýnatakan átti sér í raun stađ. Stórfurđulegt!

Í lokaskýrslu Helga og Lilju dagsettri í júní 1994, er hins vegar greint frá ţví ađ  Lilja Árnadóttir hafi fariđ međ jarđvegssýni frá Miđhúsum til Kaupmannahafnar og ţví haldiđ fram, ađ Lars Jřrgensen fornleifafrćđingur, sem hélt um rannsóknir í Kaupmannahöfn, hafi ekki taliđ ástćđu til ađ láta rannsaka jarđveginn. Sú stađhćfing er í meira lagi athyglisvert í ljósi ţess, ađ ekkert er minnst á ţessi jarđvegssýni í skýrslu danska Ţjóđminjasafnsins eđa í gögnum um sendingu gripa til Kaupmannahafnar. Ţegar ég hef spurt Lars Jřrgensen um máliđ man hann ekki eftir ţeim jarđvegssýnum sem Lilja segist hafa tekiđ međ sér til Kaupmannahafnar.

Lilja upplýstir síđar (1995), ţá sem ritari Ţjóđminjaráđs, ađ ekki vćri búiđ ađ taka ákvörđun um sýnatöku á jarđvegi, sem eru náttúrulega enn meiri ósannindi ef hún hefur fariđ međ ţau til Kaupmannahafnar.  Enn síđar upplýsti hún og Helgi Ţorláksson ađ jarđvegssýni hafi veriđ bođin Ţjóđminjasafninu í Kaupmannahöfn. Ţađ kemur ekkert fram um jarđvegssýni í bréfi Lilja og Helga til Olaf Olsens fyrrverandi prófessors m.m. dags. 17. október. Heldur ekki í svari Lars Jřrgensens dags. 10. nóvember 1994, né í bréfi hans frá 17.11. 1994; heldur ekki í fréttatilkynningu frá Ţjóđminjasafni dags. 28. nóvember 1994, né í fylgibréfi Ţórs Magnússonar međ sérstöku innsigli Ţjóđminjasafnsins dags. 1. desember 1994 (sjá ţessi bréf hér). Ekkert kemur fram í yfirlýsingu Lars Jřrgensens frá 17.11. 1994, um ađ hann hyggi á jarđvegsrannsóknir, enda höfđu ţćr ekki veriđ nefndar í bréfum til hans eđa Ţjóđminjasafns Íslands.

Hvernig má ţetta vera? Svona er reyndar allt ferliđ viđ rannsóknina á silfursjóđnum hjá ţeim sem ekki sćttu sig viđ niđurstöđu breska sérfrćđings James Graham-Campbells, sem dró uppruna sjóđsins í vafa.

Vart er neinum steinum um ţađ ađ velta ađ Lilja Árnadóttir var algerlega óhćf til ađ sinna ţessum rannsóknum. Mörg ţau skjöl sem hér birtast í fyrsta sinna, sýna ţađ svo ekki er um neitt ađ villast.

helgi-thorlaks Lilja Árna

Helgi og Lilja

Hvađ kom Hriflungum eiginlega sýnatakan viđ?

Ţann 15. nóvember 1994 hringdi Lilja í GK [Guđrúnu Kristinsdóttur] v/sýnatöku + Sigurđ St. 1Kg. Sama dag átti hún samtal /v Eddu húsfreyju á Miđhúsum og skrifar Lilja gott á eftir upplýsingu um ţađ í minnispunktum sínum sem ég hef undir höndum (sjá hér). Minnispunktar ţessir hafa ekki veriđ birtir ţótt slíkt gćti talist eđlilegt miđađ viđ yfirlýsingar ţess ráđs sem Lilja var ritari hjá.

Sigurđur St. mun vera enginn annar en Sigurđur Steinţórsson jarđfrćđingur, barnabarn Jónasar frá Hriflu.

SSt
Fékk Sigurđur Steinţórsson prófessor í bergfrćđi 1 kg. af mold?

Ekki er mér ljóst, af hverju Sigurđur Steinţórsson er nefndur í sambandi viđ 1 kg. af jarđvegi frá Miđhúsum, og ekki er vitađ hvort hann hafi greint ţann jarđveg. Ađkoma han ađ sýnatökunni er ţví algjörlega á huldu og út í hött, ţví Ţjóđminjaráđ bađ ekki um hana. Ekkert kemur heldur fram í opinberum skýrslum um ţátt hans í rannsóknum á jarđvegi frá Miđhúsum. En greinilega fékk hann 1 kg. af ţessu undraefni eđa var sérlegur ráđgjafi Lilju Árnadóttur.

Sama Lilja og skrifađi minnispunkta sína 15.11. 1994 og ákvađ međ Helga Ţorlákssyni ţann 18. nóvember 1994, ađ sýni skyldu tekin (í framtíđ), vildi ekki tjá sig um jarđvegssýnin sem ritari ţjóđminjaráđs, ţegar ég spurđi hvort hćgt vćri ađ fá ţau tekin í fyrirspurn í apríl 1995. Verđur ţađ ađ sćta furđu. Hvađa tiltćki var ţađ hjá Lilju, og ef til vill ţjóđminjaráđi, ađ ljúga ađ mér. Kannski getur heiđursmađurinn Sturla Böđvarsson kastađ ljósi á ţađ, en hann var formađur Ţjóđminjaráđs.

Ef ţađ hefđi ekki veriđ vegna ţess ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins hefđi skiliđ gögn um töku sýna á jarđvegi á Miđhúsum eftir á glámbekk, ţá hefđum viđ líklega aldrei fengiđ ađ vita, ađ ţann 18.11. 1994 hafi Lilja Árnadóttir á fundi međ Helga Ţorlákssyni á Neshaganum taliđ honum trú um ađ eitthvađ ćtti ađ gera, sem ţegar hafđi veriđ gert.

Ljóst er ađ Helgi Ţorláksson og sér í lagi Lilja Árnadóttir sátu á gögnum og upplýsingum um rannsóknir sínar á silfursjóđnum. Ţau fóru ekki ađ óskum Menntamálaráđuneytis og Ţjóđminjaráđs.

Mid 4
Nýfundiđ Miđhúsasilfur boriđ saman viđ myndir bók í eigu finnenda sjóđsins

 

Nú er minnsta mál ađ efnagreina jarđveginn og aldrei meiri ástćđa

Ţjóđminjasafni ber nú at taka fram sýnin sem tekin voru af jarđvegi á Miđhúsum til ađ ganga úr skugga um hvort eitthvađ sé í ţessum jarđvegi sem getur skilađ silfri skínandi hreinu og glansandi í hendur finnanda og fornleifafrćđinga 1000 árum eftir ađ ţađ hefur veriđ grafiđ í jörđu. Ţađ gleymdist áriđ 1994-95.

Ég er búinn ađ hafa samband viđ Ţjóđminjasafniđ til ađ fá upplýst hvernig sýnin eru varđveitt og hvernig ţau eru skráđ. Enn hafa ekki borist svör. Ef veigrađ verđur viđ svörum verđur máliđ sent il Menntamálaráđuneytis. Sigurđur Steinsţórsson er hugsanlega einnig međ sýni, sem hann getur vonandi gert grein fyrir hiđ fyrsta. Eđa kannski var hann bara hulduráđgjafi.

Einnig vćri vit í ţví ađ fá gerđa kolefnisaldursgreiningu á ţeim beinum sem Miđhúsahjónin sendu allt í einu á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1994 í stađ ţess ađ láta Kristján Eldjárn og Ţór Magnússon hafa ţau áriđ 1980. Ţau fundust í sömu lögum og silfriđ.

Miđhúsajarđveg og bein verđur ađ rannsaka. Annađ vćri siđlaust, sérstaklega í ljósi ţess ađ fremsti sérfrćđingur Breta í efnagreiningu á fornu silfri hefur látiđ í ljós vafaum skýrslu Ţjóđminjasafns Dana, en einnig vegna ţess ađ umsjónamađur dönsku rannsóknarinnar lét í ljósi ţá fyrifrakgefnu skođun, ađ: Iřvrigt mener vi, at projektet er spćndende - selvom ĺrsagen er yderst beklagelig og Det vil som sagt vćre yderst beklageligt for skandinavisk arkćologi, hvis Prof. Graham-Campbel antagelser er korrekte"; En kemst ađ lokum ađ ţeirri niđurstöđu, ađ einn gripanna hafi veriđ frá ţví eftir iđnbyltingu og skrifađi ţá: Dette sidste forhold bevirker desvćrre, at der sandsynligvis er indblandet en tidsmćssigt yngre hĺndvćrksteknologi i skattefundet. Det mĺ anses for sandsynligt at den nuvaerende sammensćtning af skattefundet ikke er den oprindelige, svo notuđ séu orđ Lars Jřrgensens, sem greinilega ţótti allt ţetta mál mjög miđur fyrir Ţjóđminjasafn Íslands.

Jú, ţessi síđustu orđ danska "sérfrćđingsins" gefa jafnvel ástćđu til ađ silfriđ hafi veriđ bađađ í SILVO-fćgilegi - eđa kannski var ţađ Goddard? Hvernig skýra menn annars gljáann og varđveisluna - nema ţá međ efnagreiningu á jarđveginum?

Ég hef áđur greint frá ţví hvernig Helgi og Lilja greindu rangt frá rannsóknarferlinu í skýrslu sinni sem var gerđ opinber í júni 1995 (sjá hér).

Meira um Silfurmáliđ síđar, ţví er ekki lokiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert. Fyrir lélega dönskukunnáttu mína vćri gaman ađ fá ţýđingu međ ţessu.

Er hćgt ađ aldursgreina silfur međ sama hćtti og t.d. lífrćnar leifar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2012 kl. 15:14

2 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ţetta hlýtur ađ kalla á svör t.d. frá Sigurđi Steinţórssyni. Hefur ţú haft samband viđ hann?

Sigurđur Ţórđarson, 21.12.2012 kl. 11:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţetta vćri nú skemmtilegt efni í heimildarmynd. Eitthvađ svo lýsandimfyrir samtryggingu međalmennskunnar í íslensku embćttismannakerfi og algert ábyrgđarleysi ţess.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2013 kl. 17:58

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein spurning plagar mig . Ef ţetta er eitthvađ svondl og svínarí, hvađan kom ţá silfriđ?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2013 kl. 18:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband