Tvćr frásagnir af finnskum fornleifafrćđingi

Voionmaa 2

Jouko Voionmaa (1912-1991)

Fyrri sagan af Jouko Voionmaa

Einn ţátttakenda leiđangurs fornleifafrćđinganna frá Norđurlöndunum í Ţjórsárdal og í Borgarfirđi sumariđ 1939 var ungur, finnskur fornleifafrćđingur, Jouko Voionmaa ađ nafni. Ţađ kom í hlut Voionmaas ađ rannsaka fornleifar á Lundi Lundareykjadal og ţar sem heitir Stórhólshlíđ í Ţjórsárdal. 

Voionmaa var af frćđimannakyni kominn, sonur Väinö Voionmaa (1869-1947) sagnfrćđiprófessors viđ háskólann í Helsinki, sem um tíma sat í ríkisstjórnum Finnlands fyrir sósíaldemókrata. Hann var í tvígang utanríkisráđherra Finnlands 1926-7 og í skamman tíma áriđ 1938. Móđir hans var Ilma Voionmaa.

Jouko Voionmaa tók áriđ 1937 ţátt í norrćnu fornleifafrćđingaţingi í Danmörku, ţar sem rannsóknirnar á Íslandi byrjuđu á gerjast. Ţegar ţćr rannsóknir voru skipulagđar var ákveđiđ ađ hann tćki ţátt í rannsóknunum fyrir hönd Finnlands. Ţetta bréf ritađi hann Matthíasi Ţórđarsyni ţjóđminjaverđi ţann 6. júní 1939 og í lok ágústmánađar sama ár ţakkađi hann fyrir sig međ nokkrum línum sem hann sendi frá Hótel Borg.

Ađ mínu mati var Jouko Voionmaa líklegast fyrsti fornleifafrćđingurinn sem starfađi á Íslandi sem beitti nákvćmnisvinnubrögđum viđ fornleifarannsóknir. Voionmaa hélt dagbók yfir rannsóknir sínar á Íslandi áriđ 1939 eins og allir hinir stjórnendur uppgraftanna. Dagbók hans, sem hann merkti međ finnska fánanum, og sem i dag er varđveitt í Helsinki, geymir ýmsar upplýsingar um ađ ţađ gat veriđ örlítiđ lćvi blandiđ andrúmsloft milli norrćnu fornleifafrćđinganna, ađ minnsta kosti í dagbókum ţeirra.

Í bók Steffen Stummanns-Hansen um sögu fornleifarannsókanna í Ţjórsárdal áriđ 1939, Islands Pompeji (2005), reynir höfundur í fremur langlokulegum köflum, ađ gefa mynd af ţví hvađ hinir ýmsu ţátttakendur hugsuđu. Ţetta hefur ekki tekist sem skyldi, eins og margt annađ í bók Stummann-Hansen. Höfundurinn hefur greinilega ekki skođađ eđa haft ađgang ađ öllum tiltćkum heimildum. Í bókinni er t.d. ekki getiđ dagbókar Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar, sem reyndar til er á Ţjóđminjasafni Íslands (og sem ég á til í ljósriti). Hana hefur Stummann-Hansen ađ einhverjum ástćđum ekki fengiđ ađgang ađ er hann var ađ afla heimilda á Íslandi fyrir hálfmisheppnađa bók sína.

Dagbók Voionmaas

Dagbók Voionmaas frá rannsóknum hans á Íslandi.

Margir ţátttakendanna í rannsóknunum áriđ 1939 voru vegna einhvers ţjóđernisrembings - eđa  minnimáttakenndar - međ horn í síđu hvers annars, og sumir í garđ Voionmaas, ţar sem ţeim ţótti hann ekki kunna ađ grafa. Ef til vill var eitthvađ baktjaldamakk í gangi. Voionmaa gróf hins vegar nákvćmlega eins og flestir fornleifafrćđingar myndu gera í dag. Ţeir sem voru af gamla skólanum, t.d. arkitektinn Aage Roussell, sem var frábćr ađ mćla upp rústir/byggingar, sem var og eina áhugamál hans, eđa Aage Stenberger frá Svíţjóđ, létu aftur móti hjálpardrengi sína moka fjálglega upp úr tóftum ţeim sem ţeir stjórnuđu rannsóknum á.Matthías Ţórđarson hafđi lítiđ yfirlit yfir ţađ sem hann var yfirleitt ađ gera og rannsókn hans var ekki vísindaleg. 

Ţađ kom einnig fljótt í ljós ađ Aage Roussell hafđi valiđ sér vćnstu rústina, ţađ er ađ segja rústina ađ Stöng. Ađrir en Roussell höfđu fúlsađ viđ stađnum í upphafi. Ákveđin öfund kom í ljós hjá hinum ţátttakendunum yfir „heppni" Roussells.

Dómharđur Dani

Aage Roussell var ýkja dómharđur um menn í bréfum sínum til vina sinna sem varđveist hafa. Hann sendi eftirfarandi baktal til kollega síns og mentors, Poul Nřrlunds:

Ţórđarson er forfćrdelig flink, men ganske uninteresseret i saavel udgravningerne som vore personer, men der er intet samarbejde. Han ved det hele i forvejen, for han kan lćse det i sagaerne. Han interresser sig heller ikke for at deltage i vore aftensamtaler, som sćrlig Stenberger elsker. Sidstnćvnte herre virker meget nervřs og deprimeret og lader is slaa ned af den mindste modgang. Voionmaa er en flink gut, men gangske uden kendskab til bygningsarkćologi, hans opmaaling er et mareridt. Han er stenaldermand. Jeg er glad for den lille Eldjárn, som Stenberger misunder mig inderligt. ...".

Dagbók Matthíasar Ţórđarsonar er ađ sama skapi upplýsandi, en einhvers konar minnimáttarkennd hans leiddi til einangrunar hans í verkefninu. Hann hafđi áđur veriđ orđinn tengiliđur fyrir verkefni nasískra „frćđimanna" í Ţýskalandi sem vildu rannsaka fornleifar á Íslandi, en sem ekkert varđ úr.

Voionmaa, hins vegar, var mađur ađ mínu skapi og beitti sömu ađferđum og ég hef notađ í Ţjórsárdal viđ rannsóknir mínar ţar. Hann fann greinilega fyrir hnýtingum gömlu karlanna í sig, og skrifađi: 

„Satan, jeg gjorde fel den förste dagen. I. hade grävt fandens [finsk: perkele]mycket mera än jag. T. ĺtervände redan klockan fem efter at ha funnit ett hus med fem rum. Min egen grävningsteknik have väckt uppmärksamhed bland turisterna och de bereättade att I. och jag använde olika metoder. Utan att säg ett ordgick I2 till sen egen plats och ĺterkom därifrĺn tigande. Att jag själv ĺstadkommit sĺpass litet berodde ocksĺ pĺ att tvĺ män röjde bort björkbuskaget varför enast 2´grävde. Det är derfor klart at jeg i viss mĺn ger efter, emedan skiktgrävning är onödig i lager just frĺn tiden före det sista utborttet. Det stämmer nog att man lika bra kan iakttage de olika skikgten i profilen, men det är tots det interessant att följa de olika skikten i plan, ty dĺ kan man se hur huset har förandrat dĺ väggarna strörtat umkull och taken brakat samman.  Man kunne skriva en hel artikel om S., sĺ underlig och umöjlig är han. Kippelgren [orđaleikur Voionmaa og á hann viđ fyrrverandi ţjóđminjavörđ Finna, Hjalmar Appelgren-Kivalo] hade mere rätt i dĺ han i Helsingfors talade om honom. En fullständig rövaslickare .. Min egen metod visade sig vara rigtig, ty genast under yttertorven fanns skiktet med Heklas utbrott 1793 og under det den hela väggen. ..."

Ţađ er erfitt ađ átta sig á ţessum árekstrum milli manna, og vita viđ hvern er átt ţegar Voionmaa kallar t.d. einn af ţátttakendunum landshöfđingjann og annan sósíalíska félagsmálaráđherrann. Ţann síđastnefnda telur höfundur bókarinnar Islands Pompeji vera Kristján Eldjárn.

Ţađ er ţó ljóst ađ hinn ungi finnski fornleifafrćđingur var enginn steinaldamađur. Hann gróf međ tćkni og ađferđum sem nútímafornleifafrćđingar myndu flestir samţykkja. Líklegast átti Roussell viđ ađ Voionmaa grćfi eins og fornleifafrćđingar á hans tíma grófu upp steinaldaleifar. 

En ţessi rembukeppni á milli fornleifafrćđinganna á Íslandi áriđ 1939 hefur mađur svo sem séđ hjá síđari tíma fornleifafrćđingum. Sumir fornleifafrćđingar gera víst ekkert annađ í frítíma sínum.

Lundur 3 litil

Voionmaa og samstarfsmenn hans rannsökuđu m.a. ţessa rúst ađ Lundi í Lundareykjadal áriđ 1939.

Voionmaa fann líklega, ţrátt fyrir ađferđafrćđina sem fór í taugarnar á grófgerđari mönnum, besta fund sumarsins í Ţjórsárdal. Í dalinn kom ung finnsk kona Liisa (Alice) Tanner, sem hélt upp á lokapróf sitt viđ háskólann í Helsinki međ ţví ađ ferđast međ vinkonu sinni alla leiđina til Íslands. Tveimur árum síđar kvćntist Jouko henni og ţau eignuđu síđar saman sjö börn. En kannski varđ ţađ bara Liisa sem fann Jouko sinn - hver veit? Börn ţeirra eignuđust fornleifafrćđinga sem guđforeldra. Ţví er haldiđ fram í bókinni Islands Pompeji, ađ íslenskt fornleifafrćđingapar hafi veriđ guđforeldrar barna Joukos og Liisu Voionmaa. Ţađ hlýtur ađ byggja á einhverjum misskilningi, ţví á ţessum tíma höfđu engir íslenskir fornleifafrćđingar látiđ pússa sig saman. Eitthvađ held ég ađ ţađ sé orđum aukiđ eins og svo margt í bókinni Islands Pompeij.

Eftir síđara stríđ var Voionmaa einn fremsti myntsérfrćđingur Finna og vann sem yfirmađur myntsafna Ţjóđminjasafns Finna og Háskólans í Helsinki. Hann skrifađi nokkrar mikilvćgar bćkur á ţví sviđi. 

 

Síđari sagan af Jouko Voionmaa

Annar kafli í ćvisögu ţessa merka finnska fornleifafrćđings, er sótti Ísland heim áriđ 1939, er minna ţekktur en sá fyrri. Ţekkja fróđir menn sem ég hef hitt og sem unnu međ Voionmaa á Ţjóđminjasafni Finna ekki einu sinni ţá sögu. Ţađ er saga Voionmaas í Síđari heimsstyrjöldinni, eđa í Framhaldsstríđinu 1941-44, eins og Finnar kalla stríđiđ, ţví ţeir háđu skömmu áđur Vetrarstríđiđ viđ Sovétríkin eins og kunnugt er.

Ţegar Jouko Voionmaa sneri aftur til Finnlands haustiđ 1939, var styrjöld skollin á í Evrópu og hann fór eins og flestir Finna ekki varkosta af ţví. Finnar ţurftu ađ ţola miklar hörmungar í Vetrarstríđinu svokallađa 1939-40. Voionmaa var kallađur í finnska flotann áriđ 1941. Ţetta kemur međal annars fram í ţeim bréfaskrifum sem hann átti viđ Mĺrten Stenberger sem hafđi fengiđ ţađ hlutverk ađ smala saman niđurstöđunum úr rannsóknunum á Íslandi sumariđ 1939. Niđurstöđurnar komu ađ lokum komu út í bókinni Forntida Gĺrdar i Island, (Munksgĺrd; Křbenhavn 1943/ bókin var hins prentuđ í Uppsölum í Svíţjóđ).

Forntida Gĺrdar I Island 2

Forntida Gĺrdar i Island.

Heimildir sem Steffen Stummann-Hansen hefur birt í bók sinni Islands Pompeji sýna, ađ Voionmaa átti í erfiđleikum međ ađ skila af sér og lesa próförk fyrir bókina um Íslandsverkefniđ fyrr en um miđbik 1943, en ţá fyrst lauk herţjónustu hans. Ekki er ţó greint nánar frá ţessari herţjónustu í bók Stummann-Hansens.

  OmakaitseTartu1941

Eistar flykktust undir fána Omakaitse-sveitanna, illrćmdra vopnabrćđra Ţjóđverja, áriđ 1941. Myndin er tekin í Tartu.

EstonianNavyjoyningOmakaitseTartu1941

Myndin sýnir viđ nánari athugun, ađ undirforingjar í eistneska flotanum gengu í rađir Omakaitse-sveita, heimavarnarliđsins, sem einnig hjálpađi dyggilega til viđ ađ framfylgja Helförinni í Eistlandi.

Starf Juoko Voionmaas í finnska flotanum, Merivoimat, sem útsendur undirforingi, var ađ vera sendifulltrúi Finnska flotans hjá Ţýska flotanum í Tallinn, Marinebefehlshaber Ostland.

Hann skrifar ekki mikiđ um starf sitt í bréfi til Mĺrten Stenbergers dags.12 maí 1943:

„Ett halvt ĺr var jag som förbindelsesofficer vid den tyska staben i Reval, blev tillbakakommenderad efter nögonslags gräl me tyskarna pĺ grund af deras inbillade anklagelser för politisk arbete. I själve verket vill tyskarna att sĺ fĺ människor som möjligt se deras regim i Estland, som annos stĺr oss nära. Allt hvad Finland angĺr: finsk historia och kultur ända till smĺ saker. Mannerheims bilder o.s.v., äro där forbjudna, efter varje finne gĺr SS-män, vĺra samtal och sällskap ĺhöras. Undan totala mobilisationen fly hundratals ester över viken till Finland, alla vilja kämpa mot bol^vismn [sic í Islands Pompeij] men ej för Tyskland. Estland som gĺtt igenom bol^svistisk [sic í bókinni Islands Pompeij] terror väntar och fĺr ej nĺgonting bättre av tyskarna. ... Och nu är jag "under damm" och sammlar historik över krigshändelser i vĺra Sjöstridskrafter." ....(Bréfiđ er ađ finna á Antikvariks-Topografiska Arkivet väd Riksantikvarieämbetet í Stokkhólmi og er hér ritađ af eftir rithćtti í bókinni Islands Pompeji).

Varđ Voionmaa vitni ađ Helförinni?

Í október 1947, frammi fyrir rannsóknarnefnd, sem stofnuđ var til ađ rannsaka mál landráđamanna og samverkamanna nasista í Finnlandi eftir stríđ, sagđi gyđingurinn og ţingmađurinn Santeri (Alexander) Jakobsson frá ţví, ađ fađir Jouko Voinomaas, Väinö, sem lést áriđ 1947, hefđi greint sér frá ţví ađ Voinmaa hefđi međ Gestapomönnum og finnskum lögregluforingjum séđ fjöldagrafir gyđinga í Eistlandi. Sjá nánar hér í bók Hannu Rautkallios (1988) um ţađ sem Jakobsson hafđi eftir Väinö Voionmaa.

Juoko Voionmaa var kallađur fyrir rannsóknarnefnd ţann 20. október 1947, og neitađi alfariđ frásögn Jakobsson og sagđi hana byggja á misskilningi. Jouko Vioonmaa sagđist hins vegar hefđi veriđ í bođinu í foringjaklúbbnum á Domberg í Tallinn sem Jakobsson hafđi sagt frá, en ađ hann hefđi ekki fariđ međ hinum í yfirmannabođinu, ţ.e. Arno Anthoni yfirmanni finnsku Ríkislögreglunnar, VALPO, og SS Standartenführer og yfimanni Einsatzkommando 1a of Einsatzgruppe Martin Sandberger til ađ sjá gyđingagrafir. Móđir Juokos, Ilma, var ţá einnig kölluđ fyrir rannsóknarnefndina áriđ 1948 (22. október), og var tekin gild frásögn hennar um ađ mađur hennar, prófessor Väinö Voionmaas, hefđi jafnan sagt sér allt ađ létt úr starfi sínu en ađ hann hefđi aldrei sagt sér ţađ sem Santeri Jakbosson hafđi greint frá og taliđ sig heyra Jouko segja frá upplifelsi sínu í Eistlandi.

Santeri Jakobsson var ekki kallađur frekar til yfirheyrslna og ţar viđ sat. Ţađ forđađi Jouko honum örugglega frá frá vandrćđum ţví máliđ var hiđ óţćgilegasta fyrir sósíaldemókrata. Hvađa nálćgđ og samvinna sem einhver mađur hafđi haft viđ viđ Ţjóđverja í stríđinu var slćmt mál fyrir hann, sér í lagi rétt eftir stríđiđ, ţegar VALPO hafđi fengiđ nýja stjórnendur sem ekki voru lengur samverkamenn nasistaböđla heldur trúir hinum ysta vinstri vćng stjórnmálanna.

Ekki dreg ég frásögn Jouko Voionmaas fyrir rannsóknarnefndinni í efa, enda engar heimildir til sem geta leyft mér ţađ, en furđulegt ţykir mér ţó samt misminni Jakobssons og sú ađferđ rannsóknarnefndarinnar finnsku ađ spyrja ekkju Vainö Voinmaa, Ilmu, um sannleiksgildi lýsinga Jakobssons, sem Jakobsson hafđi ađ sögn eftir Vainö Voionmaa.

Ţćr nafngreindu persónur, ţýskar sem eistneskar, sem Jouko ţurfti á einn eđa annan hátt ađ umgangast í embćtti sínu í Eistlandi, báru hins vegar sannanlega ábyrgđ á fjöldamorđum og útrýmingu gyđinga í Eistlandi og Finnlandi. Ţeir fengu aldrei ţau maklegu málagjöld sem menn höfđu vćnst. Ćttingi eins fórnarlamba lögregluforingjans Arno Anthonis vildi ekki mćla međ dauđadómi yfir Anthoni, og dauđadómur yfir Martin Sandberger var felldur úr gildi í Vestur-Ţýskalandi og hann dó sem vel efnađur öldungur á lúxuselliheimili í Stuttgart áriđ 2010. Hann hló ađ fórnarlömbum sínum alla leiđ í gröfina. Hér má lesa frásögn af viđtali sem tekiđ var viđ hann áriđ 2010.

sandberger og anthoni

Arno Anthoni (annar frá vinstri í fremstu röđ) og Martin Sandberger (ţriđji frá vinstri) voru menn sem fornleifafrćđingurinn Voinmaa neyddist til ađ umgangast er hann gegndi ţjónustu fyrir land sitt í Finnska flotanum.

Enginn vildi hafa veriđ í sporum Voionmaas í Eistlandi, en mikiđ hefđi veriđ gott fyrir síđari tíma og skilning manna á stríđinu hefđi hann sagt umheiminum ađeins meira frá störfum sínum í Eistlandi ţessi örlagaríku ár 1941-43 og frá ţví hvernig hann umgekkst fjöldamorđingja.

Helförin i Finnlandi 

Í Finnlandi fóru rannsóknir ţegar í gang á ţví í hve miklum mćli finnska Ríkislögreglan VALPO hafđi samvinnu viđ ađ koma gyđingum og öđrum frá Finnlandi fyrir kattarnef međ samvinnu viđ útrýmingarsveitir (Einsatzgruppen) Ţjóđverja í Baltnesku löndunum. Til Finnlands höfđu 500 gyđingar flúiđ fyrir stríđ. Mörgum tókst ađ flýja áfram í einhvers konar frelsi en ađrir hrökkluđust aftur til landa ţar sem ţeir voru í hćttu. Fjjöldi gyđinga faldi sig einnig í skógum Lapplands. Nýlega hefur finnski sagnfrćđingurinn Oula Silvennoinen sýnt fram á, ađ ţýskar Einsatzgruppen hafi einnig starfađ í Finnlandi til ađ leita uppi kommúnista og gyđinga.

Fljótlega eftir stríđ var sýnt fram á ađ yfirmađur ríkislögreglunnar/VALPO, Arno Antoni, hafđi mikiđ og náiđ samband viđ morđapparat Ţjóđverja og eistneskra ađstođarmenn ţeirra. Hann hafđi sýnt einbeittan vilja til ađ ađstođa Ţjóđverja viđ ađ útrýma gyđingum í Finnlandi.

Átta flóttamenn af gyđingaćttum höfđu međal annarra veriđ sendir ţangađ frá Finnlandi af finnsku lögreglunni og síđar til Auschwitz. Til samanburđar má nefna, ađ ég uppgötvađi ađ líkt ástand hafđi ríkt í samstarfi ríkislögreglunnar og annarra yfirvalda í Danmörku viđ ţýska innrásarliđiđ og greindi ég frá samstarfinu í bók minni Medaljens Bagside (2005). Danskir embćttismenn í tveimur ráđuneytum og í ríkislögreglunni báru ábirgđ á morđunum á ríkisfangslausum gyđingum, sem Danir vildu ólmir senda til Ţýskalands eđa Póllands. En Danir héldu ţví leyndu, međan Finnar tóku strax á málunum. 

Međal ţeirra gyđinga sem Danir vísuđu úr landi fyrir stríđ og áđur en Danmörk var hersetin af Ţjóđverjum var Hans Eduard Szybilski, ţýskur gyđingur, kventískufatasölumađur, sem reynt hafđi ađ setjast ađ í Svíţjóđ áriđ 1936. Honum var vísađ úr landi í Svíţjóđ áriđ 1938 og sama ár frá Danmörku. sem síđar var sendur til Eistlands af finnskum yfirvöldum. Ţar var hann dćmdur til dauđa og ásamt hinum gyđingunum sem fangađir voru af VALPO sendur til Auschwitz-Birkenau, ţar sem hann var skotinn til bana viđ flóttatilraun (ég ritađi lítillega um Szybilski í bók minni).

Finnska lögreglan hitti Evald Mikson 

Finnskur lögreglumađur, Olavi Vieherluoto, sem vitnađi gegn yfirbođurum sínum áriđ 1945, lýsti m.a. fundi sínum međ eistneska lögreglumanninum Evald Mikson í október 1941, sem greindi frá ţví hvernig Mikson hafđi myrt gyđinga. Viherlouto upplýsti:

"Because I did not see a single Jew in Tallinn, I asked the gentlemen of the Sicherheitspolizei, where all the Jews had vanished from Tallinn. They told me, that the Jews are allowed to sojourn only in the inland, 15 kilometers from the coast. When I had heard from my Estonian guide, that the Jews had been placed in concentration camps, I asked the matter also from a couple of officials of the political police, a.o. from Mikson. They explained that there were practically no Jews in Estonia any more. Only a group of younger Jewish women and children is closed in a concentration camp situated in Arkna. All the male Jews have been shot. After the conquest of Tartu 2600 Jews and communists were shot. In Tartu a great number of even very small Jewish children starved to death.

A couple of days before my return to Finland Mikson told me that the next day they would bring several tens of elderly Jewish women to the central prison on Tallinn and another official who was there, said that they will be given "sweet food". Both of them explained that such Jewish old women had nothing to do in the world any more. They did not tell me more precisely what they meant by "sweed food", but I think that those Jews were shot a couple of days later. Mikson namely told me that on the same morning when I last time visited the central prison, they had taken 80 Jews on trucks to the woods, made them to kneal on the edge of a pit and shot them from back." (Sjá m.a. Silvennoinen 2010).

Mikson ţekkja Íslendingar vitaskuld best sem Eđvald Hinriksson (1911-1993), nuddarann sem lést á Íslandi eftir ađ íslensk yfirvöld höfđu, í dágóđri samvinnu viđ eistnesk yfirvöldum, dregiđ ađ rannsaka ásakanir á hendur honum um stríđsglćpi. Hann fór eins og margir ađrir böđlar í baltnesku löndunum hlćjandi ađ fórnarlömbum sínum yfir móđuna miklu.

KGB vildi vita meira 

Ţess má geta, ađ sonur Joukos, Kaarlo Voionmaa, sem starfar sem málvísindamađur viđ háskólann í Gautaborg, hefur upplýst mig, ađ er fađir sinn hafi eitt sinn veriđ staddur í Sovétríkjunum sálugu á 7. áratug síđustu aldar, líklegast á einhverri ráđstefnu, ţá mun KGB hafa tekiđ hann afsíđis og yfirheyrt hann um ţann tíma sem hann ţjónađi í finnska flotanum í Eistlandi. Kaarlo Voionmaa og systkini hans vita ţví miđur ekki meira um ţá yfirheyrslu, eđa hvađ fađir ţeirra upplifđi međan hann dvaldi sem flotafulltrúi í Tallinn á stríđsárunum. Sum ţeirra vilja reyndar ekki rćđa máliđ. Nýlega minntust börn Joukos Voionmaas100 ára árstíđar hans. Sjá hér.

Gaman hefđi veriđ ađ fá ađgang ađ gögnum KGB um Voionmaa ef einhver eru. Ţađ yrđi líklega ţađ sem menn kalla Mission impossible, ţví ţrotabú Sovétríkjanna er svo spillt, ađ mađur ţarf ađ vera milljónamćringur til ađ fá ađ ganga ađ slíkum gögnum, ţađ er ađ segja ef leiđtoginn í Kreml leyfir slíkt, en Pútin sleit eins og allir vita ballettskónum í KGB. Líklegt er ţó ađ Voionmaa hafi sýnt Rússum ţegjandi ţögnina og ađ "mappan" hans sé tóm. En kannski...

Ţakkir

fćri ég Kaarlo Voionmaa málvísindamanni í Göteborg, sem er áhugaverđur bloggari og persónuleiki, og sonur Jouko Voionmaas, sem og til Oula Silvoinainens prófessors í Helsinki fyrir veittar upplýsingar og hjálp.

Ítarefni:

Rautkallio, Hannu 1988. Finland and the Holocaust: The Rescue of Finland's Jews. (Holocaust Library, New York. 

Silvennoinen, Oula 2010. Geheime Waffenbruderschaft: Die sicherheitspolizeiliche Zusammenarbeit zwischen Finnland und Deutschland 1933-1944. Wissenschaftliche Buchgesellschaft, Darmstadt.

Stummann Hansen, Steffen 2005. Islands Pompeji; Den Fćllesskandinaviske Arkćologiske Ekspedition til Ţjórsárdalur i 1939, [PNM Publication from the National Museum, Studies in Archaeology & History Vol. 11,] Copenhagen. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2005. Medaljens Bagside; Jřdiske Flygtningeskćbner i Danmark 1933-1945. Vandkunsten 2005. (Finniđ hana á Gegni).

Weiss-Wendt, Anton 2009. Murder without Hatred; Estonians and the Holocaust. Syracuse University Press.


Ť Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla ť

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband