Fađirin at Trabant er deyđur

Werner Lang

, fađir Trabantsins er allur, ef trúa má fćreyska netmiđlinum Portal. Werner Lang dó sl. mánudag á heimili sínu í Zwickau, 91 ađ aldri. Ţessi tíđindi las ég ţegar ég var ađ leita ađ fréttum um hvernig Krataprinsessan danska, Thorning Smith, ćtlar ađ svíkja Fćreyjar í makríldeilunni.

Ţessi eđalalţýđuvagn var á tímabilinu 1957 til 1991 framleiddur í yfir 3 milljónum eintökum í Zwickau og slatti ţeirra endađi ćvi sína á Íslandi.

Ekki átti ég Trabant, en ók um tíma Wartburg skutbíl, kommísaraútgáfu međ lituđum rúđum og sérlega góđu gerviefni í klćđningu og miklu af krómi. Móđir mér gaf mér loks ţennan bíl sinn, vel notađan. Hann ţjónađi lengi vel sem bifreiđ fornleifarannsóknanna í Ţjórsárdal og bar nafniđ Brúnó, sem vísađi til litar bílsins, sem var karamellubrúnn.

Ruben í Trabant

Sonur minn var mjög veikur fyrir Trabant ţegar viđ fórum nýveriđ á DDR-safniđ í Berlín, en merkilegri ţótti honum ţó flokksgćđinga-Volvoinn sem ţar var líka til sýnis. Nokkrum dögum síđar heyrđi ég af umhverfisvćnum ljósbláum Volvo Steingríms J. og sá ţá ađ sćnskt öryggi og velferđ tryllir verkalýđsforingja og byltingarseggi meira en alţýđudrossíur.

Trabant er og verđur hluti af sögu Íslands, ţótt hér hafi Fornleifur fariđ hćttulega nćrri nútímanum.

Rúben í Volvo Honneckers
Sonur minn setur sig í stellingar bílstjóra Honneckers
 
Kommísar
Steingrímur mćtir hjá ÓRG á sćnskum Palmeobile - Palmoline

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benz og BMW voru líka frá Ţýskalandi, eđalvagnar eins og Trabantinn og Wartburgerinn.

Ađalbjörn Leifsson (IP-tala skráđ) 20.6.2013 kl. 08:28

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţeir mega eiga ţađ Ţjóđverjar, ađ ţeir kunna ađ búa til bíla, en mćttu allir vera eins ódýrir og Trabantinn.

FORNLEIFUR, 20.6.2013 kl. 08:46

3 identicon

Bara af ţví ţú vilt hafa ţađ sem sannara reynist; volvóinn Steingríms er grćnn.  Jamm.

Og međ Geirharđ:  Hann hljópst frá ábyrgđum og kvennafari til síns fyrra heimalands og er látinn fyrir nokkrum árum.  Er sá franski ekki tilvalinn ađ verđa eftirrennari hans?

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 20.6.2013 kl. 10:20

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţú ert litblindur Ţorvaldur. Bíllinn er ljósblár (kannski međ dropa af rauđgrćnu), grasiđ bak viđ Steingrím er grćnt og hann sjálfur er orđinn harla grár eftir síđustu fjögur ár. Blađakonan á myndinni er hins vegar íhald.

Mér er sagt ađ Depardieu hafi fengiđ ađ vita, ađ sama regla skuli ganga yfir alla og verđur hann ţví ekki Geirharđur í bráđ, ţó svo ađ hann kaupi heilan hval af Kristjáni Loftssyni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.6.2013 kl. 12:08

5 identicon

Og ég sem stóđst litblinduprófiđ bćđi hjá Flugmálastjórn og Siglingastofnun.  Ţessar stofnanir verđa greinilega ađ endurskođa hjá sér verkferlana!  Og svo hefi ég setiđ í ţessum bíl og rćtt litinn viđ eigandann og okkur kom saman um grćnkuna.  Ţađ kemur reyndar ekkert á óvart ađ sitthvađ skolist til á ţessum síđustu og verstu tímum.  Ég sé núna ađ blađakonan er í sama lit og bíllinn og úr ţví hún er íhald hlýtur hann ađ vera blár líka.

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 20.6.2013 kl. 13:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband