Draumur fornleifafrćđingsins

er ađ finna kúk. Einn slíkur, sem enn var mjúkur en frekar rýr, fannst um daginn í Óđinsvéum. Hann mun vera um 8-900 ára gamall og ţví jafnvel varđveittur og Landnámabók. Saur ţessi er mikil og góđ heimild um danska sögu ef marka má áhuga fjölmiđla.

Excrementum Othenarum

Excrementum Othenarum

Blađamenn eru seigir ađ ţefa og grafa upp skít, og einn fremsti rannsóknarblađamađur Politiken labbađi einmitt framhjá holunni í hćgđum sínum um leiđ og kúkurinn fannst in situ. Kúkurinn lyktađi enn. Blađamađurinn, sem ekki kallar allt ömmu sína ţegar ađ kúkum kemur, spurđi strax fornleifafrćđingana, hvernig ţeir vissu ađ ţetta vćri ekki manni. Vildu fornleifafrćđingarnir ekki útiloka ţađ, en töldu ađ hann vćri of breiđur til ađ hafa komiđ úr mennskum rassi. Ţeir vita greinilega ekki hve stór sum rassgötin geta veriđ í blađamannastétt. Sjá hér

Fullvissuđu fornleifafrćđingarnir í Óđinsvéum blađamanninn um ađ kúkurinn yrđi rannsakađur betur en međ lyktarskyninu einu, til ađ ganga úr skugga um hvađ hundurinn hefđi étiđ. Mann grunar ađ heilmargar ađrar upplýsingar gćtu komiđ úr ţessu stykki. Hvar hundurinn liggur grafinn fylgir ekki sögunni.

H. C. Andersen félagiđ í Óđinsvéum telur öruggt ađ hér sé fundiđ nýtt ćvintýri meistarans. Leikmannafélag kaţólskra í Danmörku telur ađ ţarna séu komin jarđteikn, helgir dómar heilags Knúts. Engar upplýsingar eru ţó um slíkt í análum. Grćnlenski róninn i Vestergade er hins vegar fullviss um ađ ţetta sé tútílak tíkar hans sem fór á lóđarí um daginn. Hún er grafhundur, Canis archaeologorum.

Gott er ađ gamall saur leysist betur upp á Íslandi en í Danaveldi, ţví annars fylltust allar geymslur Ţjóđminjasafnsins og varđveita ţyrfti stykkin í gámum. Hugsiđ ykkur ástandiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki komin tími til ađ skipta um nafn á Odense og kalla ţorg ţessa eđa bć ţennan SAURBĆ.

Ađalbjörn Leifsson (IP-tala skráđ) 26.6.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Tilvaliđ Ađalbjörn, nú heitir stađurinn Sřrby i Lorteland i EU.

FORNLEIFUR, 27.6.2013 kl. 23:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband