Alveg met
9.9.2013 | 16:09
Eins og ég hef áđur útlistađ er sjónminniđ góđur eiginleiki og kemur sér vel ţegar mađur rekst á eitthvađ merkilegt á stćrsta ruslahaugi sögunnar. Hann er ađ finna í ţeim hluta hins mikla syndadals sem kallast veraldarvefur, ţó vel fjarri Klámholti, ţar sem meginţorri fólks í dalnum ku ala manninn í göngum, götum, holum og alls kyns ranghölum.
Um daginn rakst ég á met (sjá einnig hér) sem fundist hefur í Wales, nánar tiltekiđ sem lausafundur nćrri rannsökuđum kumlateig norrćnna "víkinga" á stađ sem heitir Llanbedrgoch (boriđ fram Hlanbedrchock, en ţýđir ţađ skrýtna nafn Patrekstún eđa Patreksland). Llanbedrgoch er á eyjunni Angelsey.
Metiđ, sem er úr blýi, á sér hliđstćđu á Íslandi. Metiđ íslenska fannst áriđ 1931 á fornbýlinu Bólstađ í Álftafirđi vestri (í Helgafellssveit) (sjá hér). Ekki kannast ég viđ ađ sams konar met hafi fundist annars stađar en á Íslandi og í Wales, en á heimasíđu ţjóđminjasafni Wales er talađ um líkt met hafi einnig fundist á norđur-Englandi. Reyndar er metiđ á Englandi minna en ţađ íslenska, ađeins 57,2 gr. međan ţađ íslenska er 86,5 gr. Metin eru hins vegar međ sams konar skreyti.
Sennilega verđur ađ breyta aldursgreiningu á íslenska metinu sem á Sarpi er tímasett frá 900-1100 e. Kr. Grafreiturinn í Llanbedrgoch á Angelsey í Wales, sem Dr. Mark Redknap viđ ţjóđminjasafn Wales hefur stýrt rannsóknum á, er frá 9. - 10. öld, en skreytiđ á metinu og á mörgum gripum frá kumlateignum í Llanbedrogoch sver sig í ćtt viđ 8.-9. aldar skreyti á Bretlandseyjum.
Lengi hefur veriđ taliđ ađ blýmet eins og ţessi, sem á var sett skreytt ţynna úr málmi, eins og á ţessum tveimur metum, vćri írskt fyrirbćri í flokki međ gripum sem túlkađir eru sem "Hyberno-Norse". Mörg slík met eru afar vel gerđ og er gylling einatt varđveitt á málmţynnunni. Nýlega birtist ágćt grein eftir Mariu Panum Baastrup í SKALK (4:2013), sem lýsir ţannig metum sem fundist hafa í Danmörku.
Nú hallast fornleifafrćđingar frekar ađ ţví ađ ţessi met hafi veriđ framleidd víđar á Bretlandseyjum en bara á Írlandi. Ţessi met höfđuđu mjög til norrćnna manna á 9. öld sem ţá voru mikiđ á ferđinni á Bretlandseyjum og voru ţeir miklir kaupahéđnar og voru met á reislur ţeirra örugglega vinsćl vara. Útbreiđsla einnar gerđa meta á Íslandi, í Wales og á norđur-Englandi sýnir líflega verslun.
Margir telja ađ málmplöturnar sem sett voru á blýmetin hafi veriđ plötur af helgum skrínum, írskum eđa skoskum sem norrćnir menn rćndu úr klaustrum og kirkju og bútuđu niđur til annarra nota.
Mjög líklega hefur veriđ smelt (emaljering) í reitum skrautsins á blýmetinu frá Bólstađ, ţó ţađ komi ekki fram í doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárn, Kuml og Haugfé, eđa öđrum heimildum. En leifar smelts er ađ finna á metinu frá Llanbedrgoch.
Mest minnir mynstriđ á lóđunum frá Llanbedrgoch og Bólstađ á myntriđ á einni hliđ helgidómaskrínsins sem kennt er viđ Rannveigu, sem líklega var norsk kona sem uppi var á 10. öld. Á botnplötu skrínsins er rist RANVAIK A KISTU ŢASA. Samkvćmt rúnasérfrćđingum hafa rúnirnar veriđ ristar á 10. öld. Skrín Rannveigar er mjög lítiđ, ekki nema 13,5 sm ađ lengd. Mynstriđ á skríninu svipar mjög til skreytisins á annarri langhliđ skrínsins. Taliđ er ađ skríniđ hafi veriđ gert á Írlandi eđa Skotlandi á 8. eđa 9. öld.
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkar: Kirkjugripir, Menning og listir, Verslunarsaga | Breytt 15.7.2020 kl. 06:31 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.