Geigenwerk da Vincis ?

Um daginn lék píanóleikarinn Slawomir Zubrzyck á eftirlíkingu sem hann hefur smíđađ af merku hljóđfćri sem sumir telja uppfinningu Leonardos da Vincis. Ţetta gerđist í Krakow. Árin 1488-89 hripađi Leonardo niđur teikningar í bćkur sínar af hljóđfćri sem hann kallar viola organista.

Slawomir Zubrzycki  í Póllandi datt í hug ađ byggja hljóđfćri sem byggđi á ţessari teikningu. 

Pólverjar, sem töldu ađ ţetta vćri í fyrsta sinn ađ menn heyrđu í ţessu hljóđfćri, tóku skakka hćđ í pólinn. Til er sams konar hljóđfćri fornt, svokallađ Geigenwerk, á hljóđfćrasafninu margfrćga í Brussel (sem einnig geymir merkilegt langspil frá Íslandi). Hljóđfćriđ í Brussel er frá 1625 og var smíđađ af seńor Raimundo Truchado í Toledo á Spáni. Enginn veit reyndar lengur, hvort ţađ hljóđfćri byggir á einhverju sem varđ til í kollinum á da Vinci, eđa hvort da Vinci hafi veriđ ađ skissa hugmyndir annarra (sjá frekar hér). Japanskur lútuleikari hefur einnig búiđ til útgáfu af ţessu "hljóđfćri da Vincis" sjá hér.

geigenwerk

Geigenwerk eđa viola organista Raimundos Truchados frá 1625

Njótiđ tónanna frá Krakow. Leonardo og Mona L hefđu örugglega fílađ ţessa tóna ţótt ţeir séu á tíđum nokkuđ kakafónískir.

Mona-da-vinci


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband