Altaristaflan í Miklaholti

miklaholt2_1249368.jpg

Flestir Íslendingar kannast viđ Vor Frelsers Kirke, Kirkju Frelsara Vors á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Sumir hafa jafnvel gengiđ upp í turnspíruna á henni, eins og ég gerđi međ föđur mínu sumariđ 1971. Mađur gengur upp tröppur utan á turnspírunni. Síđan ţá hef ég ţjáđst af mikilli og ólćknandi lofthrćđslu og dreymir stundum enn um ţađ ţegar ég ţurfti ađ setjast niđur á koparţrepin ţegar einhverjir plássfrekir ţýskir túristar og sćnskar fyllibyttur gengu framhjá okkur utan á helv... spírunni.

Kirkja Frelsara Vors var reist á árunum 1682-1696 eftir teikningum norsks byggingarmeistara af hollenskum ćttum. Hann hét Lamberts van Haven. Kirkjan var ekki upphaflega hugsuđ međ ţann turn og turnspíru sem viđ ţekkjum í dag. Spíran var fyrst vígđ áriđ 1752 og var gerđ eftir teikningum danska arkitektsins Lauritz de Thurah.

kbh-300705-159-001-600x387.jpg

Vor Frelsers Kirke á 18. öld.

6754180-26magdetgamlekbenhavnjpg.jpg

Kirkjan í lok 19. aldar.

Ţegar skrifađ var um kirkjuna í stórverkinu Danmarks Kirker í byrjun 7. áratugar síđustu aldar, kannađist listfrćđingurinn Jan Steensberg (1901-1971), sem um kirkjuna fjallađi, vitaskuld ekki viđ altaristöfluna í Miklaholtskirkju i Fáskrúđabakkasókn á Snćfellsnesi. Hefđi hann gert ţađ, hefđi löng greinargerđ hans um kirkjuna orđiđ öđruvísi en sú sem má lesa (sjá hér). Nú vitum viđ, hvernig turn kirkjunnar var, áđur en hann var hćkkađur til  muna um 1740 og áđur en spíran sem nú er kirkjunni var loks reist. Ţetta var dćmigerđ hollensk kirkja, líkust Nýju kirkju (Nieuwe Kerk) í den Haag í Hollandi, enda byggđ af hinum hollenskćttađa Norđmanni van Haven.

lambert_van_haven.jpg

Lambert van Haven, byggingarmeistarinn.

vor_frelsers_kirke_copenhagen_portal_west_2_1249371.jpg

Prestur gefur ljósmynd

Af einhverjum ástćđum mér ókunnugum kom séra Jónas Gíslason (1926-1998) međ ljósmynd af altaristöflunni á Ţjóđminjasafns Dana áriđ 1967 og gaf safninu. Jónas var ţá prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn, en síđar var hann útnefndur prófessor í trúarbragđasögu viđ guđfrćđideild Háskóla Íslands, og enn síđar vígslubiskup í Skálholti. Engar upplýsingar hafa Danir um ţessa ljósmynd sem ţeir fengu. Myndin varđ hins vegar til ţess ađ ég hóf dauđaleit af töflunni. Leitin stóđ yfir í um ţađ bil sólarhring. Ég fullvissađi mig um ađ taflan, sem ekki er nefnd í Kirkjum Íslands, vćri heldur ekki á Ţjóđminjasafni Íslands. Loks kom í ljós ađ hún hafđi lengst af veriđ í kirkjunni eftir ađ hún fékk andlitslyftingu hjá Frank heitnum Ponzi listfrćđingi fyrir mörgum árum síđan.

Mönnum ţótti kirkjan í Miklaholti orđin mjög hrörleg á seinni hluta 20. aldar og var ákveđiđ ađ endurbyggja hana og enn var bćtt viđ áriđ 1961. Fáskrúđabakkakirkja var sömuleiđis gerđ ađ sóknarkirkju í stađ Miklaholtskirkju. Ţađ var gert ţegar áriđ 1936. Ýmir gripir í gömlu kirkjunni fóru í ađrar kirkjur t.d. í nýju sóknarkirkjuna. Fáskrúđarbakkakirkju. En ekkert hefur fariđ á Ţjóđminjasafn Íslands. Kurt Zier, Ţjóđverji sem hafđi veriđ í útlegđ á Íslandi á stríđsárunum, og sem síđar hafđi snúiđ aftur frá Ţýskalandi til Íslands áriđ 1961 til ađ stýra Myndlista- og Handíđaskólanum Reykjavík, var fenginn til ađ mála nýja altaristöflu fyrir Miklaholtskirkju.

Gamla altaristaflan var hins vegar send til viđgerđar hjá Frank Ponzi og kostađi Guđríđur heitin Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Sigurđssonar í Miklaholti ţađ, en Magnús bjó í Miklaholti fram til 1939. Viđ jörđinni tók Valgeir Elíasson og kona hans Guđlaug Jónsdóttir. Núverandi ábúandi í Miklaholti, Gyđa Valgeirsdóttir, sem séra Páll Ágúst Ólafsson benti mér á ađ hafa samband viđ, sagđi mér hvar altaristaflan vćri niđur komin. Taflan kom aftur úr viđgerđinni og hefur síđan ţá hangiđ yfir kirkjudyrum, ţar sem fáir veita henni athygli, ţví ađeins er messađ í kirkjunni einu sinnu á ári, á Nýársdag.

Afkáraleg altaritafla?

Myndin á altaristöflunni úr Miklaholti er líklega gerđ áriđ 1728 líkt og fram kemur á töflunni, Hún er kannski ekki mikiđ listaverk, en í einfaldleika sínum er hún ađ mínu viti bćđi falleg og einlćg. 

engill_1249373.jpgengill.jpg

Í kirknaskrá sinni skrifađi Matthías Ţórđarson ţetta áriđ 1911 er hann heimsótti kirkjuna: 7.VII.1911.              Kirkjan orđin gamalleg og fúin, fremur lítilfjörlegt hús. Altaristafla afkáraleg, ofantekin, stendur frammi í horni. Umgjörđin međ allmiklu verki, máluđ međ ýmsum litum. Myndin sjálf sýnir kirkju, fyrir framan er Kristur međ flokk postula, Jóhannes skírari og ýmislegt fólk, sem flest bađar höndunum út í loptiđ. Fyrir ofan er letrađ: „Johannes og Johannis Babtistć Kirkia epter honum so křllud.“ Fyrir neđan myndina stendur á sjerstökum fleti: Hr. Peder Einersen: M.[:] Christin Siverdsda[a]tter. Ao 1728. "

Altaristöfluna gömlu í Miklaholti gaf séra Pétur Einarsson (1694-1778) sem alla tíđ var prestur í Miklaholti. Hann fór utan eftir nám í Hólaskóla 1720. Áriđ eftir fékk hann brauđ í Miklaholti og hefur líklega pantađ ţessa ţessa töflu af Vor Frelsers Kirke og beđiđ um ađ nafn sitt og konu sinnar yrđi sett á hana. Myndin er ţó ţess leg ađ ekki verđur útilokađ ađ íslenskur mađur hafi gert hana, einhver nákvćmur naívisti, en ţar verđa ţó ađeins vangaveltur.

Ţegar efst á myndina er ritađ ađ kirkjan fái nafn sitt eftir Jóhannesi og Jóhannesi skýrara er vitanlega átt viđ kirkjuna í Miklaholti sem taflan var gefin. Ţar var kirkja allt frá ţví á miđöldum helguđ Jóhannesi skírara.

Matthías Ţórđarson greinir myndmál myndarinnar rangt. Ţarna er margt ađ gerast. Skegglausi engillinn međ geislabauginn er enginn annar en Gabríel, og fólk bađar út höndum ţví Biblían greinir frá ţví ađ allir menn, t.d. María mey og Zakarías hrćddust Gabríel er ţau sáu hann. Jesús og lćrisveinarnir horfa á. Gabríel var bođunarengill ţegar í Gyđingdómi. Einnig má greina á málverkinu mann međ hjálm, sem snýr baki í okkur, en ţađ er hundrađshöfđinginn Kornelíus. Honum birtist engillinn Gabríel líka.

Ef einhver fróđur mađur getur skýrt út fyrir mér, hvernig stóđ á ţví ađ séra Jónas Gíslason fór međ ljósmynd af altaristöflu frá Íslandi á Ţjóđminjasafn Dana, vćri mér mikil akkur í ađ fá upplýsingar um ţađ. Ég held ađ hann hafi kannski leitađ upplýsinga fyrir Frank Ponzi og ađ Frank hafi tekiđ myndina. Hef ég ţví haft samband viđ Tómas, son Franks Ponzi, sem var nokkurn veginn samtíma mér í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ.

Taflan sem hafđi stađiđ í friđi og spekt yfir altari í Miklaholti síđan um 1728, var reyndar orđin hornkerling áriđ 1911. Hún er ţó sannarlega ţess virđi ađ minnst sé á hana ţví hún leysir ráđgátu um byggingasögu einnar merkilegustu kirkju Kaupmannahafnar, borgar sem í eina tíđ var höfuđborg Íslands. Í Vor Frelsers Kirke hangir til dćmis ljósahjálmur sem Íslandskaupmađurinn Jacob Nielsen gaf áriđ 1695.

Ritiđ Fornleifi á fornleifur@mailme.dk ef ţiđ hafiđ frekari upplýsingar um altaristöfluna í Miklaholtskirkju.

frelser_spir.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţess ber ađ geta ađ listamađurinn, Jřrgen Drost, sem nefndur er á korti Ţjóđminjasafns Dana međ myndinni sem Jónas Gíslason fćrđi safninu áriđ 1967, getur ekki hafa málađ ţessa töflu.

FORNLEIFUR, 12.11.2014 kl. 08:15

2 identicon

Smá leiđrétting. Vegna annars frábćrraar umfjöllunar um gömlu altaristöfluna í Miklaholtskirkju vil ég leiđrétta nafnabrengl. Ţađ var Guđríđur Magnúsdóttir frá Miklaholti sem kostađi viđgerđ altaristöflunar en ekki Guđrún. Guđríđur var gift Róbert Abraham Ottósyni tónlistarfrömuđi.

Katrín Eymundsdóttir (IP-tala skráđ) 12.11.2014 kl. 11:46

3 identicon

Ekki vćri óhuxandi ađ frćndi minn, sr. Gísli Jónasson, kynni söguna af ţessu.  Alltént mćtti reyna ađ hafa samband viđ hann en hann er viđrćđugóđur og fróđur um ýmislegt og bjó ţá ásamt foreldrum sínum í Kaupinhafn.  Vel mćtti vera ađ hann hafi orđiđ föđur sínum samferđa á safniđ enda orđinn 15 ára ţegar ţetta var og frá ţeim tíma muna ungir menn margt.

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 12.11.2014 kl. 19:24

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér fyrir Katrín. Mér kann ađ hafa misheyrst ţađ sem Gyđa Valgeirsdóttir sagđi mér. Ég man vel eftir Guđríđi. Fađir minn seldi henni og manni hennar hunang, sem hann flutti inn. Ég kom á heimili ţeirra sem barn. Ég leiđrétti ţetta.

FORNLEIFUR, 12.11.2014 kl. 20:08

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţorvaldur S, ég var búinn ađ tala viđ Gísla prófast, hann man ekkert eftir ţessu.

FORNLEIFUR, 12.11.2014 kl. 20:09

6 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

Sćll. Hér er altaristaflan í lit.
   http://www.kirkjan.net/mynd/kirkjur/snaefprof/stadastadar/miklholts/miklholts4.jpg

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauđa Ljóniđ, 12.11.2014 kl. 22:42

7 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

http://www.kirkjan.net/mynd/kirkjur/snaefprof/stadastadar/miklholts/miklholts4.jpg

Rauđa Ljóniđ, 12.11.2014 kl. 22:43

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér Sigurjón, ég kannađist viđ myndina en á Kirkjunetin eru svo stranga copyright reglur og óguđlegar, ađ ég ţorđi ekki ađ birta hana í fćrslunni. Myndin er eftir einn ađ ađstandendum Kirkjunetsins Ţorstein H. Ingibergsson.

FORNLEIFUR, 13.11.2014 kl. 04:43

9 Smámynd: FORNLEIFUR

En falleg er hún og mér sýnist ađ vinna Frank Ponzi hafi skilađ sér vel. Mig vantar nú bara betri litmynd af altaristöflunni.

FORNLEIFUR, 13.11.2014 kl. 04:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband