Hinar blautu miđaldir

27-9175cad028_1255587.jpg

Mér hefur sýnst ađ marga fornleifafrćđinga dreymi um ađ finna eitthvađ dónalegt í jörđinni. Fáum verđur ţó af ósk sinni. Fornleifafrćđi virđist einnig höfđa mjög til kynferđislegra vangavelta hjá sumu fólki. Einstaka sinnum heyrir mađur af uppgröftrum sem voru hálfgerđar orgíur. Aldrei hef ég lent í slíkum háska.

Archaeology and Sex eru samt óumflýjanlega samtengd fyrirbćri. Ţróuđ hefur veriđ undirgrein fornleifafrćđinnar, Gender Archaeology (kynjafornleifafrćđi), ţar sem menn velta mikiđ fyrir sér, hvort Óđinn og Gunnar á Hlíđarenda hafi veriđ gay, eđa Grettir hafi veriđ međ lítinn lim. Kannski skýra tilurđ ţeirra frćđa líka eskimóa og fílamennina sem  einstaka fornleifafrćđingar hafa haldiđ sig finna, t.d. viđ bć Gunnars Gunnarssonar nasista og skálds. Ef gumar hafa gaman af ţví, er ţađ allt í lagi mín vegna, og örugglega ţćgilegasta ađferđ til ađ komast hjá ţví ađ grafa og verđa skítugir eins og ađrir fornleifafrćđingar. Merkiđ hér ađ ofan, sem fannst í Bryggjuborg í Belgíu og er aldursgreint til tímabilsins 1375-1450, er einnig galopiđ fyrir túlkun. Hvađ ţarna á sér stađ, geta kynjafrćđingar líklega skýrt fyrir okkur. Kannski er ţetta gleđiganga, en eins gćti allt hćglega bent til ţess ađ ákveđin tegund af femínisma hafi veriđ iđkuđ á miđöldum í Niđurlöndum?

stone-age-antler-dildo-2.jpg

Ţegar ég hélt á sínum tíma til náms í fornleifafrćđi, lét ég löggilda túlka ţýđa stúdentsprófskírteini mitt yfir á dönsku, ensku og sćnsku, enda sótti ég um ađ hefja nám í nokkrum löndum, til ađ hafa vađiđ fyrir neđan mig. Sćnski túlkurinn var sćnsk kona í Reykjavík. Er ég sótti ţýđingu hennar á prófskýrteini mínu heima hjá henni, vildi hún rćđa fornleifafrćđi viđ mig, sér í lagi um frjósemisfallosa sem tíđkast höfđu í ţeim hluta Svíţjóđar ţar sem hún ólst upp. Ég var farinn ađ hugsa, ađ blessuđ konan hefđi ekki fengiđ alveg nćgju sína af slíkum tólum, og var ţví feginn ţegar karl hennar, lítill embćttismađur međ hatt, kom heim og öllu tali um typpi í sćnsku Dölunum var snögglega hćtt. Svíar hófu reyndar mjög snemma framleiđslu á limum. Litla myndin hér fyrir ofan er af lim úr hjartarhorni sem er frá steinöld. Limurinn er af veglegri stćrđ. Hún hefur greinilega líka skipt máli á Steinöld.

Böllurinn á Borg

Á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum kom margt upp úr bćjarhólnum međan ađ hann var rannsakađur af ţjóđfrćđingnum Mjöll Snćsdóttur og mörgum misjafnlega hörnuđum ungmennum sem nutu leiđsagnar hennar í votviđrasamri íslenskri fornleifafrćđi. Ég var einn ţeirra. Stóra-Borg var eins og leikfangakista, svo mikiđ fannst ţar af fornleifum, ađ viđ ungmennin sem unnu međ Mjöll sátum fram á rauđa nótt viđ ađ ţvo og skrá forngripi, og ţađ launalaust. Ég held ađ eini stađurinn, ţar sem eitthvađ dónalegt hafi komiđ úr jörđu á Íslandi, hafi veriđ á Stóru-Borg. Ţar fannst eitt sinn spýta sem hafđi veriđ tálguđ svo lystarlega til ađ hún líktist ţví sem pent fólk kallar penis erectus eđa ređur međ reisn. Tímasetningar fornminja á Stóru-Borg eru mjög á reiki, og gćti ţetta typpi hafa veriđ yngra en frá miđöldum. Spýtan var mjög sívöl og "tidslřs" eins og Danir segja.

Ţví miđur get ég ekki sýnt ykkur typpiđ og veit ekki hvort ţađ er lengur til, nema á skráningarkorti Stóru-Borgar rannsóknarinnar. Mikiđ magn fornminja úr lífrćnum efnum frá Stóru-Borg hefur eyđilagst eftir ađ ţađ var komiđ á Ţjóđminjasafniđ. Forvörslu á gripunum var ţví miđur ekki sinnt sem skyldi. Ţjóđminjavörđur hafđi meiri áhuga á fornbílum.

Hvađ ţessi viđarphallos hefur veriđ notađur í, ćtla ég ekki ađ velta frekar fyrir mér, en sumir starfsmenn rannsóknarinnar töldu öruggt ađ ţetta vćri svo kallađur dildó, eitt af hjálpartćkjum ástarlífsins eins og ţađ var síđar kallađ í auglýsingum. Kannski var ţetta dildó Önnu á Stóru-Borg? Kannski átti Hjálti viđ vandamál ađ stríđa. Ef svo er, á aldursgreining til 16. aldar mjög vel viđ. Úr ţessu verđur ţađ ţó ekki sannreynt.

Óháđ fundi priapos erecto á Stóru Borg, var oft mjög kátt í tjaldi grafara á hólnum norđan viđ bćjarhólinn sem rannsakađur var. Á hólnum var á hverju sumri reist gamalt vegavinnutjald. Inni í ţví flugu margar blautar sögur yfir samlokum, kaffi og kleinum, en aldrei ţegar gestir komu í tjaldiđ. Ţá kom yfir menn grafarţögn og frómur helgiblćr. Bestar voru sögurnar í miklum rigningum, og af ţeim var nóg undir Eyjafjöllum. Mjöll var meistari í slíkum sögum og var fyrir vikiđ á tímabili kölluđ "gamla pervertan".

0102a05fig25.jpg

Fótafrár fallus, sem ber konukríli sem ýtir á undan sér litlum sćtum fallusum (tittlingum) í hjólbörum. Merkiđ fannst í Vlaardingen í Hollandi. Aldursgreining 1375-1450. Hvađ var fólk eiginlega ađ hugsa á ţessum tíma? Líklegast um ţađ sama og í dag. Svona minjagripi ćtti nú Ređurstofan ađ hafa í verslun sinni.

Klámfengin merki og tákn

Fyrir ţá fornleifafrćđinga og ađra sem sakna dónalegra fornleifafunda, og til ađ bćta fyrir ređurmissinn á Stóru Borg birti ég hér lesendum mínum og öđrum klám og blautlegheit frá miđöldum. Mest af ţví er frá Hollandi, ţar sem slíkt hefur ávallt ţótt sjálfsagđur hlutur. Hollendingar kalla ekki allt ömmu sína.

22-7a695cdabf.jpg

Mikiđ er hún vígreif ţessi "pussy Royale". Sumir myndu álykta ţetta helgan stađ.

23-b0128e21c4.jpg

Međan ađ menn steyptu lítil pílagrímsmerki úr blý og  tinblöndum, sem pílagrímar gátu keypt sér til jarteikna ţess ađ ţeir hefđu heimsótt helgan stađ eđa kirkju, var einnig á 14. og 15. öld frekar blómleg framleiđsla á alls kyns merkjum sem sýndu ređur, punghausa, píkur og pílagrímapussur í alls kyns stellingum. Ţađ merkilega viđ hin síđarnefndu merki er, ađ sumir telja jafnvel ađ ţau hafi veriđ afhent fólki af kirkjunnar mönnum.

Mín kenning er sú, ađ međan ađ "miđaldaklám" var allt "verklegt" og í höndunum á Hollendingum, ţá var ţađ allt í munninum á Íslendingum - eđa ţangađ til ađ Íslendingar reistu voldugasta fallusinn í heiminum á Skólavörđuholtinu.

21-44dc54f62c.jpg

Ţreyttur kóngur. Vćngina skilur mađur og krónuna, en bjallan er líklegast til ađ tilkynna ađ lókurinn sé orđinn linur, eđa ađ hann sé ađ koma nćrri Helgustöđum.25-ceff0779f6.jpg

Er hér veriđ ađ gefa í skyn, hvađ pílagrímar hugsa mest um og leita ađ á ferđum sínum?

Ítarefni um "dónaleg" teikn á miđöldum:

  • Fyrst skal nefnd grein hollenska keramíksérfrćđingsins Sebastiaans Ostkamps, sem ég ţekki lítillega. Ekki ţarf annađ en ađ googla Ostkaamp og vulva eđa Ostkamp og penis, ţá finna menn ţessa skemmtilegu grein: Ostkamp, S., 2009. The world upside down. Secular badges and the iconography of the Late Medieval Period: ordinary pins with multiple meanings, Journal of Archaeology in the Low Countries 1.2, 107-125.  Einnig má finna greinina hér og hér.
  • Ţessi grein sem einnig birtist áriđ 2009 og er eftir danska konu Ann Marie Rasmussen, sem er Lektor viđ Duke University í N-Karólínu, er mjög áhugaverđ og lýsir mest miđaldabókmenntum ţýskum međ órum um ređur og sköp. Áhugavert!
  • Svo er til ágćtis bók, eđa réttara sagt greinasafn, um efniđ: Nicola McDonald (Ed.) 2006 Medieval obscenities. Boydell & Brewer Ltd. Hér er hana ađ finna Google Books.

Mikiđ safn miđaldadónaskapar er til í Vatíkaninu í Róm, en ţađ er ekki til sýnis nema fyrir útvalda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

 Ţađ ćtti nú bara ađ setja lögbann á ţessa forneskjuklámssíđu! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 3.3.2015 kl. 19:45

2 identicon

Á pílagrímaleiđunum til Róms og Santiago voru á miđöldum ađ sjálfsögđu gleđihús fyrir göngumenn í öllum helstu bćjum á leiđinni. Einhvers stađar fyrir löngu las ég um rannsókn á ţessum húsum og ţađ eina sem ég man er ađ í ljós kom ađ allar gleđikonurnar í öllum húsunum hefđu veriđ enskar. Hefur ţú kynnt ţér máliđ?

Jón (IP-tala skráđ) 3.3.2015 kl. 19:46

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já Íslendingar eru kynkaldir eftir sögum ađ dćma. Tippiđ á stóruborg hefđi getađ afsannađ ţađ, en eins og ţú segir, ţá er ţađ líklega tynt.

ţađ hefur allavega veriđ merkari fundur en meint gríma og fabúlur um ritúöl og grímudansleiki útfrá hlut sem augljóslega er hluti úr einhverskonar blökk.

í Íslendingasögum er meira gefiđ í skyn en sagt berum orđum og fátt blautlegt nema í Bosasögu Herrauđs.

Ég held ađ ţađ sé vegna ţess ađ íslendingasögurnar eru skáldskapur kirkjunnar manna til ađ sverta heiđingja og gefa í skyn ađ hér hafi ríkt skálmöld og barbarismi áđur en ţeir komu međ blessunina alla. Allt ber merki ţess enda kristin táknfrćđi grasserandi ţar.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2015 kl. 19:58

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurđur Ţór, mikiđ er ég sammála ţér. Hér er Fornleifur frćndi kominn út á hálan ís.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.3.2015 kl. 23:22

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón staki, mikiđ ţćtti mér vćnt um ef ţú grćfir upp heimildir fyrir ţessum hóruhúsum fyrir pílagríma. Ég hélt ađ ţeir hefđu gist í klaustrum og beđiđ bćnir fyrir svefninn.

Ekki fć ég skiliđ ađ enskar portkonur hafi veriđ til ađ trekkja kúnna á syndaholur á Spáni og Ítalíu. Ljótt hefur ţađ veriđ. En ranghalar mannkynssögunnar eru margir og flóknir.

FORNLEIFUR, 3.3.2015 kl. 23:28

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Steinar, rétt hjá ţér. Klaustur og biskupssetur voru ekkert annađ en áróđurstofnanir. En endrum og eins voru víst haldnar góđar veislur, jafnvel svallveislur. Ţess vegna erum viđ báđir komnir af munkum. Kynkuldi Íslendinga held ég ađ sé misskilningur. Ţví kaldara sem veđriđ er, ţví meiri hiti er í leiknum.

FORNLEIFUR, 3.3.2015 kl. 23:32

7 identicon

This to-ing and fro-ing of the faithful helped establish well-trodden, long-distance trans-European routes, along which passed art and artifacts (promoting the internationalization of styles), along with a host of other merchandise -- some of which was evidently human. As the English missionary St. Boniface, who went to Rome three times, recorded, there were English prostitutes in every town from the Channel ports to Rome.

Ţađ er hćgt ađ gúggla út frá ţessu!

Jón (IP-tala skráđ) 4.3.2015 kl. 23:09

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţađ hefur líklega veriđ eini sjensinn fyrir enskar herfur ađ gera út á frygđina ađ lokka til sín ađframkomna einlífismenn. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2015 kl. 23:48

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón, ţetta er ćttađ úr New York Times, sem er ćrin ástćđa til ađ reka í ţađ nokkra varnagla. Hins vegar er, ef ţetta er rétt, áhugavert ađ sjá ađ Englendingar sem unnu fyrir utan landssteinana á 7. og 8. öld e. Kr. voru annađ hvort trúbođar eđa hórur. Ég efa ekki ađ Bonifacius hafi ţekkt enskar konur á tungumálinu, en nú kunna portkonur oft ýmis tungumál, eins og kunnugt er, jafnvel rúmmensku.

Jón Steinar,kannski hefur Bonifacius veriđ kvenhatari og taliđ ađ hćttulegar konur á meginlandinu vćru alveg eins og konurnar heima.

FORNLEIFUR, 5.3.2015 kl. 10:19

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Datt mér ekki í hug:

Í gamalli bók á Google er hćgt ađ lesa ţetta:

A. 742. Bonifacius, whom we mentioned before, and who was an Englishman, says in a letter to Cutbert archbishop of Canterbury; I cannot pass over one thing in silcence, which scandalizes here all good persons. It is, that your church hath lost her reputation, and that you might put a stop to those evils, if you would forbid the pilgrimages of nuns and other females to Rome. Many of them lose their chastity; and there is hardly a town in Lombardy, France, and other countries, in which some English whore is not to be found. 

Ţetta sýnir mér, ađ Bonifacius var kvenhatari, hann vildi ekki ađ konur fćru í suđurgöngur. Hann taldi ţćr djöfullegar og  lauslátar. Kannski var Bonifacius bara hommi?

Mikiđ er vont ađ Jón Valur sé ekki bloggvinur minn lengur. Hann er nefnilega fróđur um kaţólskar kenjar og veit manna best, ađ eigin sögn, hvađ konum er fyrir bestu.

FORNLEIFUR, 5.3.2015 kl. 10:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband