Amen und Dresden

halleluja.jpg

Páskaandagt forsćtisráđherra hefur vakiđ mikla athygli. Í anda nýjasta nútímans birtist hún ţó ekki í fjallrćđu, heldur á fésbók ráđherrans.

Fílósófían í páskaandagt Sigmundar Davíđs er einfaldlega Upprisan. Endurreisnartímabiliđ hefur nú einnig náđ ađ ströndum Íslands međ sínum vindum ţíđum. Og ţađ er sko ekkert prump. Nú verđur allt endurreist í háprússneskum DDR-blöđrubarokksstíl. Abstrakt og annađ úrkynjađ rusl mun fara rakleiđis á hauga sögunnar. Nú verđa ţjóđminjarnar nýjar, ferskar og ţjóđlegar. Hallelúja:: hallelújaaaaa!

Sigmundur forsćtisráđherra er greinileg mjög gervilegur mađur. Hann virđist nú kominn í rjúkandi samkeppni viđ léttmaníska arkitekta sem stundađ hafa fornaldarframleiđslu á Íslandi. Ég ţekki Sigmund ekki neitt, en hefđi helst haldiđ ađ hann hefđi lagt stund á leiktjaldahönnun eđa veriđ á sjónhverfingaháskóla, ef ég vissi ekki ađ hann hefđi ađ minnsta kosti doktorsgráđur tvćr frá Oxfurđu.   

Vart hafđi Sigmundur Davíđ lokiđ kynningu á hugarfóstri sínu Blufftown bei Selfoss, ađ í ljós kemur ađ Ţjóđmenningarráđuneyti hans hefur unniđ gífurlega öflugt starf áriđ 2014-2015. Áđur en yfirmađur hins íslenska Amt Ahnenerbe, Margrét Hallgrímsdóttir, sem er kona af logandi Framsóknarkyni, hafđi hćtt störfum sem yfirţjóđmenningarstjóri, fann hún og starfsmađurinn hennar gamlar og gulnađar teikningar á söfnum svo hćgt vćri ađ reisa Bluff Stadt beim Sundin Blau - í anda Dresden. Margrét, sem ţó er annt um furđulegan frama sinn, sneri aftur til embćttis síns á Ţjóđminjasafninu, ţví hún gerir sér ugglaust grein fyrir ţví hvađ er ađ gerast í "ţjóđmenningu" endurreisnarráđherrans.

Til ađ gera drauma Sigmundar ađ veruleika verđur fyrst ađ fá almennilega loftárás á Reykjavík. Bandamenn munu hins vegar vart ráđast í teppasprengingar á Reykjavík. Ţađ ţarf meira en gyđingahatur og útrýmingar til ţess ađ fá slíka himnasendingu.

Skemmtilegar og uppbyggilegar myndir segir landsfađirinn í andagt sinni. Hmm? Neiii - varla... Ég mćli međ ţví ađ Simmi litli fái sér páskaegg frá NS af stćrstu gerđ og gleymi ţessum áformum, nema byggingu Ţjóđmenningarhúss, ţví mér sýnist ađ álíka kreppufyrirbćri og Jón Gnarr var í ráđhúsinu í Reykjavík sitji nú á stóli forsćtisráđuneytisins í gamla fangelsinu. Ţetta er ekkert annađ en andleg uppgjöf líkt og Píratar. Ţjóđin er enn í sárum, og er ţví ţćgilegt ađ heyra um upprisur og endurkomur til fyrirheitna landsins á páskum.

Eftir nokkur ár munum viđ vonandi minnast ţessarar andlegu kreppu ţjóđarinnar í kjölfariđ á 2008 međ hryllingi. Ţađ verđur engin ástćđa til ađ endurreisa Framsóknarflokkinn. Fráleitt vćri einnig ađ setja hann í formalín og varđveita í glerskáp á landnámssýningunni. Hann er einn af ţessum fornleifum sem enginn mun sakna enda ekki friđađur.

Sveltandi fornleifafrćđingar munu ţá ekki einu sinni vilja grafa Framsóknardrauginn upp. Heygjum hann sem fyrst. Jafnvel vćri ekki fráleitt ađ teppabomba hann dálítiđ, áđur en hann fer undir kalna torfu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 6.4.2015 kl. 08:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband