Gullfoss
27.5.2015 | 09:34
Út er komin í Danmörku bókin Gullfoss. Ţótt titillinn gćti bent til ţess, er ţetta hvorki bók um sögu okkar stćrstu náttúruperlu né ádeilurit á innheimtu gjalds fyrir ađgengi ađ sameign ţjóđarinnar eđa ađra ónáttúrulega náttúrusölumennsku.
Gullfoss er eitt af merkari sagnfrćđiritum síđari ára um 20. öldina á Íslandi. Bókin er greinasafn um tengsl danskrar og íslenskrar menningar. Í henni má finna gott yfirlit yfir sögu Dana á Íslandi á 20. öld. Birtar eru rannsóknir á baráttu Dana međ íslenskuna og íslenska menningu, sem og frásagnir af Dönum sem settust ađ á Íslandi, sér í lagi dönskum konum sem minnihlutahópi á Íslandi á síđari hluta 20. aldar. Afstöđu Íslendinga, jákvćđri sem neikvćđri, er einnig lýst og sömuleiđis mikilvćgum áhrifum danskrar menningar á íslenskan "kúltúr"; sömuleiđiđ ţeirri menningarblöndun sem átti sér stađ og hvernig hún smitađist út í ranghala ţjóđfélagsins.
Bókinni er ritstýrt af Auđi Hauksdóttur hjá stofnun Vigdísar Finnboga, Guđmundi Jónssyni sagnfrćđiprófessor og stórvini Íslands, Erik Skyum-Nielsen, og eru ţau jafnframt höfundar ađ efni ásamt yngra fólki eins og Íris Ellenberger, Christinu Folke Ax og Ţóru Björk Hjartardóttur. Nestor höfundanna er hins vegar Sigurđur Pétursson fyrrverandi lektor í latínu og grísku viđ HÍ. Grein hans ber af. Vigdís Finnbogadóttir ritađi formála ađ bókinni.
Í gćr var mér og konu minni, sem er ein af ţessum fallegu dönsku konum sem íslenskir menn reyndu ađ draga međ sér til Íslands á 20. öld, bođiđ í hóf í sendiráđi Íslands í Kaupmannahöfn. Ástćđan fyrir ţví ađ eins ómenningarlegum manni og mér var bođiđ var sú, ađ ég kom í mýflugumynd ađ útgáfu bókarinnar. Ég útbjó og skrifađi svokallađ peer-review, leitađi uppi leiđar villur og misskilning sem ég stakk í. Ekki ţó svo ađ skilja ađ mikiđ hafi veriđ ađ slíku í verkinu.
T.v.Sendiherra Íslands í Danmörku, Benedikt Jónsson, býđur gesti velkomna. T.h. Auđur Hauksdóttir og Erik Skyum-Nielsen viđ kynningu bókarinnar í íslenska sendiráđinu í gćr.
Eins og ég sagđi, bar ein greinanna af. Ţađ er ritgerđ Sigurđar Péturssonar eins mesta latínumanns okkar Íslendinga, en Sigurđur kenndi mér sögu Rómverska lýđveldisins fyrsta vetur minn í Háskóla. Sigurđur fjallar um fjölskyldu sína. Greinin er skrifuđ á eins konar gullaldardönsku og eins hefur mađur á tilfinningunni ađ Sigurđur hafi lengi hugsađ alla ţćtti greinar sinnar í ţaula. Ţetta er greinilega saga, sem hann hefur lengi langađ ađ segja og tími var til kominn. Hún er rosinen i přlseenden í annars góđri veislu.
Sigurđur segir sögu íslensk-danskrar fjölskyldu sem tengdi ţađ besta á Íslandi og í Danmörku. Afi höfundar og nafni var fyrsti skipstjóri á Gullfossi Eimskipafélagsins og ţar tengist greinin beint í nafn bókarinnar - eđa öfugt. Danskur afi hans Olaf Paludan-Müller var háttsettur í Det Řstasiatiske Kompagni (ŘK). Hann kvćntist heldri konu í Síam (eins og Tćland hét fyrrum) Nang Lek Lot Channung ađ nafni og giftist dóttir ţeirra Ebba (1912-2004) Pétri Sigurđssyni forstjóra Landhelgisgćslunnar. Sigurđur Pétursson gefur okkur innsýn í samspil ţriggja menningarheima, sem voru ef til vill ólíkir flestum ţeim fjölskylduböndum sem Íslendingar og Danir tengdust, en greinin hlýtur í framtíđinni ađ verđa skyldulesning í kennslu á Íslandi í minnihlutum, nýbúum og minni háttar culture-clash kenningum, eđa hvađ sem ţađ nú heitir.
Móđir Sigurđar Péturssonar í Síam (fyrir miđju međ slaufu í hárinu) međ systkinum sínum og ţjónustufólkinu Leib og Töng. Áriđ er 1917.
Ásamt bók Guđmundar Magnússonar um Thorsarana er bókin Gullfoss stćrsti fengurinn fyrir dansk-íslenskra menningasögu á síđari árum. Viđ sem ólumst upp međ íslenska afa og ömmur sem keyptu "ný dönsk blöđ" í stórum stíl og töluđu um stikkontantinn (stikkontakten), ergelsi og fornermelsi (ćrgelse og fornćrmelse), sópuđu fortóiđ (fortovet) og keyptu billettin (billetterne) ţekkjum söguna ađ vissu marki. Greinasafniđ Gullfoss sem hlýtur ađ verđa gefin út á íslensku, veitir öđrum, sem ekki komu frá svo "menningarsnauđum" heimilum, nauđsynlega innsýn. En jafnvel var orđiđ of seint fyrir útgáfu Gullfoss, ađ veita góđa heildarmynd, ţví margt af ţví góđa fólki sem gćti hafa sagt bestu sögurnar var dáiđ.
Gullfoss: Mřdet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Redigeret af Auđur Hauksdóttir, Guđmundur Jónsson og Erik Skyum-Nielsen. Forlaget Vandkunsten 2015.
Fornleifur gefur bókinni sex grafskeiđar, danskar. Meira er ekki hćgt ađ biđja um, og meira fá menn ekki hér.
Meginflokkur: Ritdómur | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.