The Queen of Iceland

milton_and_ida.jpg

Ungur gyđingur frá Bronx, Milton Beck ađ nafni, var sumariđ 1941 sendur til Íslands til ađ ţjóna landi sínu međ US Air Corps. Slík vist nćrri norđurpólnum var erfiđ fyrir unga menn, og sér í lagi ţá sem voru eins ákaflega ástfangnir og Milton. Nei, Milton leit ekkert á eftir "íslenska stúlka" eins og ađrir dátar. Á Íslandi hugsađi hann dagana langa um hana Idu sína Horowitz heima í Bronx.

Ida Horowitz var ung og efnileg stúlka sem Milton hafđi deitađ heima í New York, áđur en Oncle Sam sendi hann norđur í Ballarhaf. Í New York vann hann viđ ađ aka trukkum og á Íslandi hefur hann líkast til haldiđ ţví áfram. Međan hann var fjarri góđu gamni pakkađi hún bindum í bindaverksmiđju.

Eins og góđum dáta sćmir, hafđi hann mynd af henni uppi viđ á eins konar altari viđ rúmstćđi sitt, međan ađrir félagar hans voru međ myndir af einhverjum ómerkilegum ljóskum og gjálífiskvendum á veggnum viđ kojuna sinn í bröggunum.

the_command_seetheart.jpgSíđla árs 1942 fengu einhverjir pörupiltanna á ritstjórn The White Falcon, blađs Bandaríkjahers á Íslandi, ţá hugmynd, ađ efna til keppni sem ţeir kölluđu Command Sweatheart Hermenn Bandaríkjahers á Íslandi gátu sent inn ljós mynd af ástinni sinni, kćrustu eđa konu til ađ keppa um titilinn. Félagar Miltons lćddust í helgustu vé hans og fengu lánađa mynd af Idu Horowitz og sendu hana í keppnina. Og viti menn, Ida vann titilinn enda íturfögur yngismey.

The White Falcon greindi frá ţessum sigri í nokkrum klausum.

En böggull fylgir oft skammrifi. Frćgđin fór víđa og einnig heimilisfang Idu, sem var ţví miđur birt í fjölda dagblađa í Bandaríkjunum.

Hlaut Ida mikiđ ónćđi af ţessari vegsemd og tign og eitt af vandrćđum hennar voru ţau ógrynni af bréfum, kortum og jafnvel pökkum sem bárust heim í litla íbúđ hennar, ţar sem hún bjó međ móđur sinni, hinni fátćku saumakonu Gussie. Bónorđ og tilbođ bárust stúlkunni frá nćr gjörvöllum herafla Bandaríkjanna. Bréf voru borin í sekkjum heim til gyđjunnar og hún fékk einnig titilinn "the Queen of Iceland". Menn báđu hana um ljósmynd og eiginhandaráritun, ef hún vildi ekki giftast ţeim.

Vitaskuld var Milton miđur sín út af ţessu og eyddi meirihluta ţeirra tveggja ára sem hann dvaldi á Íslandi í ađ hugsa um ađ Ida hefđi kannski tekiđ tilbođi einhvers riddara á hvítum kadiljáki.

Milton kvćntist Idu áriđ 1943

Nei, Ida var Milt sínum trú og er Milton kom heim og 1943 í apríl létu ţau rabbína pússa sig saman í íbúđ foreldra hans. Var sagt frá ţví sérstaklega í blöđunum, svona ađallega til ţess  ađ koma í veg fyrir meira bréfastand frá mönnum á biđilsbuxunum. Ida var farin ađ draga mátt úr herafla BNA á Íslandi og víđar međ fegurđ sinni. "Maybe after I´m married they´ll stop" sagđi hún međ vonarneistann í augunum viđ New York Evening Post áriđ 1943 (myndin af hjónakornunum efst birtist í New York Evening Post áriđ 1943).

Smátt og smátt hćttu bréfin ađ berast Idu í Bronx. Milton og Ida héldu síđan út í lífiđ, og fer greinilega engum sögum af lífi ţeirra eftir ţetta ...nema ađ mig grunar ađ ţau hafi flust til Florida í ellinni og ađ ţar hafi Milton fengiđ slag fyrir sitt afbrýđissama hjarta um 1985 er Ida dansađi tvisvar sinnum viđ Chuck Leibowitz, en eins tel ég víst ađ Ida hafi stundađ bingó og taí chi ţangađ til hún sameinađist Milton sínum aftur í sjöunda himni. En ég veit auđvitađ ekki neitt um ţađ.

Ţau gćtu ţess vegna veriđ enn á lífi. Ţá gefa ţau sig fram, ef ţau googla sig og uppgötva ađ ţau eru orđin ađ friđuđum fornleifum á Fornleifi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gott ađ lesa eitthvađ um tćra fegurđ og  tryggđí í ţessu krađaki sem birtist hér óhjákvćmilega á ţessum "ófiđar tímum" 

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2015 kl. 12:46

2 identicon

Skemmtileg saga, en hver var ţessi Chuck Leibowitz?

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 8.6.2015 kl. 17:22

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Hann var ţađ sem menn kalla "a figment of my imagination", en fyrr á árum var hann dansfífl á Manhattan.

FORNLEIFUR, 8.6.2015 kl. 17:35

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Helga, ţađ er alltaf svo gott ađ skrifa um ástina. Hún sigrar alltaf ađ lokum.

FORNLEIFUR, 8.6.2015 kl. 17:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband