Hundur má hann heita

image1_php.jpg

Sćnskir fornleifafrćđingar og kafarar telja sig hafa fundiđ leifar flaks danska konungsskipsins Griffen eđa Grib(p)shunden sem sökk áriđ 1495 viđ strönd Blekinge, rétt úti fyrir bćnum Ronneby, ţar sem flakiđ liggur nú á um 10 metra dýpi. Hér er ađ öllum líkindum kominn upp hluti af skipi sem sigldi á sama tíma og Kólumbus fann Ameríku á skipum byggđum á sama hátt og skipiđ sem nú er fundiđ úti fyrir strönd Suđur-Svíţjóđar.

Taliđ er ađ Griffen hafi veriđ konungsskip Dana, ţ.e. helsta skip flota Hans (Jóhnnesar) Danakonungs. Skipiđ sökk ţegar eldur braust út um borđ á ferđ ţess til Kalmars, ţar sem Hans konungur ćtlađi sér ađ rćđa viđ menn um vandmál Kalmarsambandsins, ţegar Svíar reyndu ađ draga sig út úr ţví. Margir um borđ létu lífiđ áđur en mönnum tókst ađ komast frá borđi rétt áđur en skipiđ sökk.

Telja fornleifafrćđingarnir sig hafa fundiđ stafnmynd skipsins sem lyft var af hafsbotni fyrr dag, en rannsóknir fóru fyrst fram á flakinu áriđ 2001-2.

Áhugavert er ađ sjá ađ stafnmyndin (Gallíónsfígúran) er ekki sérlega stór og svo er ţetta ekki "grif" (gryphus eđa gryphon) heldur vargur eđa einhvers konar dreki. Grífon voru skepnur međ bakhluta ljóns en arnar og arnarfćtur sem framlappir og svo voru ţeir vćngjađir.

Venjulega voru stafnmyndirnar tilvísun í nafn skipsins. Má ţví vel vera ađ trjóna sem fannst sé af griff eđa gribshundi,en á ţessum tíma gerđu menn sér ţó vel grein fyrir ţví hvernig sagndýriđ gryphus átti ađ líta út. Skipasmiđurinn sem skar út trjónuna hefur kannski ekki veriđ međ ţađ á hreinu. En stafnmyndin sem nú er komin upp á yfirborđiđ gćti vel vísađ til ţess ađ menn hafi séđ dýriđ sem skipiđ er kennt viđ sem einhvers konar hundsskepnu. Ţetta skýrir danski fornleifafrćđingurinn Rolf Warming lauslega en ekki nógu fyllilega hér. Ef hann hefur ekki rétt fyrir sér, er hundurinn hugsanlega úr líklega úr öđru skipi - hver veit?

Í dag kom í ljós ađ "vargurinn" var međ annađ dýr í kjaftinum, á milli tannanna. Gaman verđur ađ heyra hvađa dýr ţađ er. Er ţarna kannski kominn sjálfur Jónas í hvalnum? Ţađ var algengt nafn á skipum fyrr á öldum.

Nú verđur trjónan lögđ í bađ međ alls kyns vökvum og síđar ţurrfryst. Ţannig vonast menn til ađ geta varđveitt hana um ókominn tíma.

Frá rannsóknum á flakinu

image2_php.jpg

Trjónan komin upp og er međ eitthvađ í kjaftinum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Stórfurđulegt var ađ sjá frétt RÚV (12.8.2015) af fundi trjónunnar. Ţar var sagt ađ skipiđ vćri "orustuskip". http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20150812. Ţó kom fram mér til mikillar ánćgju, sú skođun eins fornleifafrćđingsins, ađ ţarna gćti Jónas veriđ kominn á milli tannanna á hvalnum. Mér ţykir persónulega líklegt, ađ ţessi trjóna sé ekki úr Gripshunden, eđa ađ minnsta kosti ađ ţetta sé ekki stafnmynd úr ţví skipi. 

FORNLEIFUR, 13.8.2015 kl. 06:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband