Sonur forsetans dćmdi mann til dauđa

nazi-bjorn.jpg

Ég sit ţessa dagana og nćstu mánuđina ásamt öflugum dönskum sagnfrćđingi og leita uppi Dani sem gengu í SS-Frikorps Danmark 1942-43, og sem síđar voru ţjálfađir voru í illrćmdum fangabúđum og vinnubúđum SS, Waldlager nćrri Bobrusik í Hvítarússlandi. Ţar voru gyđingar myrtir í ţúsundatali og voru morđ á gyđingum liđur í ţjálfun SS-manna frá Danmörku og annars stađar frá. Viđ vonumst til ađ finna á lífi einhverja ţeirra 800 - 900 Dana sem fengu ţjálfun í Bobruisk.

Fjöldi ţessarar Freikorpssveitarmanna féll á Austurvígstöđvunum, Króatíu og víđar í ţjónustu Ţýskalands, en margir komust líka aftur heim. Ţeir sem aftur sneru fengu 2-6 ára dóma, ţá ţyngstu fyrir skítlegt eđli sem ţeir sýndu í Danmörku en alls ekki fyrir "störf" sín í Bobruisk. Framferđi Danskra Frikorps-manna viđ gyđingadráp höfđu dönsk yfirvöld engan áhuga á. Flestir danskra Frikorpsmanna sem voru í Bobruisk voru sloppnir aftur út í ţjóđfélagiđ eftir 1-2 ára vist í fangelsi. Tveir ţessara manna voru ţegar fundnir á lífi áđur en rannsókn okkar Larsens fyrir Simon Wiesenthal Center i Jerúsalem hófst, og gengur annar ţeirra, Helmuth Leif Rasmussen, frjáls ferđa sinna um götur Kaupmannahafnar og hefur aldrei veriđ sóttur til saka fyrir ţátttöku sína í gyđingamorđum í búđunum í Hvíta-Rússlandi. Hann hlćr af fórnarlömbunum, m.a. ţegar hann heldur ţví fram ađ hann hafi mestar áhyggjur af ţví ađ "vinir hans sem séu gyđingar snúi viđ sér bakinu" vegna upplýsinga um veru hans í búđunum í Hvítarússlandi.

Ţegar íslenskur nasistaveiđimađur veiđir dönsk illfygli í dönskum skjalasöfnum er alltaf einhver aukaafli, fyrir utan kvótann. Ég hef ţegar rekist á upplýsingar um íslenska nasista, ţó ekki menn sem tóku ţátt í gyđingamorđum í Waldlager viđ Bobruisk

Sonur forsetans

Ţekktastur allra íslenskra nasista er líklega sonur fyrsta forseta lýđveldisins, sonur Sveins Björnssonar, Björn Sv. Björnsson. Um hann hefur veriđ rituđ mikil ógrynni af efni í bókinni Berlínarblús, sem og í ćviminningum Björns sem Nanna Rögnvaldsdóttir ritađi og sem út kom áriđ 1989. Nýlega birtist einnig grein á vefsíđunni Lemúrnum, ţar sem birt voru áhugaverđ gögn um Björn Sv. Björnsson sem ekki höfđu áđur sést. Mesta furđu mína viđ lestur athugasemda viđ ţá grein vakti ţađ hve rómađur Björn Sv. Björnsson var međal sumra samferđamanna sinna og nemenda.

Björn sýndi ófína takta á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1986

Ég hef sjálfur mćtt ţessum manni tvisvar á ćvinni. Fyrst sá ég hann ungur ađ árum ţegar hann lék á fiđlu í uppsetningu óperettu í skóla á Seltjarnarnesi, ţar sem annar hver söngvara söng rammfalskt. Afi mín og amma drógu mig og systur mínar međ á ţessa hörmung. Annađ skiptiđ sem ég rakst á Björn var ţegar hann kom sem fararstjóri međ hóp ţýskra ferđamanna ađ Stöng í Ţjórsárdal, ţar sem ég stýrđi fornleifarannsóknum. Ţetta var sumariđ 1986.

Ég og 2-3 samstarfsmenn mínir voru önnum kafin viđ teikningar og ljósmyndun áđur en rigning gerđi vinnu okkar ófćra. Ţegar Björn Sv. Björnsson, sem gekk međ staf vegna bćklunar, hefur kjagađ upp ađ Stöng, heimtađi hann međ frekju og yfirgangi ađ ég héldi rćđu um rannsóknirnar fyrir ţýsku ferđamennina. Ég segi honum fyrst mjög kurteislega ađ ég hafi ekki tíma til ţess. Ţá reiddist Björn, sem greinilega var vanur ađ fá ţađ sem hann vildi ţegar hann skipađi mönnum fyrir. Hafđi hann í hótunum viđ mig um ađ hafa samband viđ Ţjóđminjasafniđ og Ţjóđminjavörđ og kćra mig. Ég sagđi honum ţá eftir stundarţögn, ţví fokiđ var í mig, ađ ţađ vćri honum velkomiđ ađ gera ţar sem ţessi rannsókn vćri alls ekki á vegum Ţjóđminjasafnsins, en ég gćti vitaskuld einnig sagt samferđafólki hans öll deili á honum og ţađ á ţýsku, sem og ađ ég teldi hann ekki vera Íslending. Viđ ţađ lyppađist karlinn niđur og sagđi ekki aukatekiđ orđ, vappađi síđan um eins og sćrđur fugl og haltrađi niđur hólinn. Rútubílstjórinn hans, sem varđ vitni ađ ófyrirleitinni framkomu Björns í minn garđ sem og erlendra samstarfsmanna minna, og blöskrađi ţađ, tjáđi mér frá uppákomum á ferđum sínum međ honum og sagđi mér sögu af ţví hvernig Björn Sv. Björnsson hafđi fengiđ hóp af ţýskum gamlingjum til ađ syngja gamla nasistasöngva ţegar hópurinn var staddur á Edduhótelinu í Skógum undir Eyjafjöllum.

Framkoma Björns Sv. Björnssonar á Stöng sýndi mér eđli ţeirra manna sem heilluđust af nasismanum.

bjorn_og_roosevelt.jpg

Fađir Björns Sv. Björnssonar, Sveinn Björnsson forseti, rćđir viđ Franklin D. Roosevelt í Hvíta Húsinu áriđ 1945.

Sonur forsetans dćmdi mann til dauđa

Viđ vinnu mína í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn, hef ég ţegar rekist á nafn Björns í fjórum mismunandi dómsmálum. Í tveimur málum kemur hann viđ sögu sem settur útvarpsstjóri SS í danska Ríkisútvarpinu, ţar sem hann hafnar vinnuumsókn eins manns. Í öđru máli gegn dönskum SS-manni kemur nafn hans fyrir á lista danska nasistaflokksins yfir Danska SS-liđa, sem gengiđ höfđu i SS í Ţýskalandi fyrir árslok 1943.

Ţađ sem vakti ţó mesta undran mína, m.a. vegna ţess ađ ţađ hefur ekki komiđ fram í ćvisögu Björns eđa öđrum bókum, er ađ ađ Björn Sv. Björnsson var skipađur í dómarasćti ţann 30. apríl 1945 og dćmdi ásamt 2 öđrum SS-mönnum fyrrverandi danskan SS-mann til dauđa fyrir liđhlaup og ţjófnađ:

"In der Strafsache gegen den dänischen Staatsangehörigen

SS-Rottenführer N.N.
Geb. 31.1.1915 in B...
SS-PZ. Gren. A.u.E. Batl. 11, Graz,

wegen Fahnenflucht u.a.,

hat das am 30. April 1945 in Kopenhagen zusammengetretene Feldgericht, an dem teilgenommen haben
                          als Richter:

SS-Hauptsturmführer und SS-Richter Dr. Espig, als Vorsitzer,
SS-Untersturmführer Björnson
SS Standarte "Kurt Eggers",
SS-Sturmann Dahlmann
SS-Standarte "Kurt Eggers", ...

...
für Recht erkannt:
Der Angeklagte N.N. wird wegen Kriegsverrats, Fahnenflucht im Felde, Preisgabe von Dienstgegenständen in 2 Fällen, Einbruchdiebstahls in 2 Fällen und wegen einfachen Diebstahls
                           zum Tode
Verurteilt, aus der SS ausgestossen und für wehrunwürdig erklärt."

fb4da183f75d.jpg

Björn Sv. Björnsson, dauđadómari og síđar fararstjóri

Dómurinn yfir liđhlauparanum frá Fjóni var stađfestur ţann 3. maí 1945, deginum fyrir uppgjöf Ţjóđverja, og var dómnum ađ öllum líkindum ţess vegna ekki framfylgt.

Í Berlín var áriđ 1944 skrifađ á eftirfarandi hátt um íslenska SS-manninn Björn Sv. Björnsson:

"Sem yfirmađur Kaupmannahafnardeildar herdeildarinnar [Standarte Kurt Eggers] hefur Björnsson liđsforingi unniđ framúrskarandi starf í nýliđun Waffen-SS-sveitanna og aukiđ ítök í dönskum fjölmiđlum. Reyndist einnig vel í bardaga sem hermađur viđ innrásina í Sovétríkin. Er sonur núverandi forseta Íslands, sem ber ađ hafa sérstaklega í huga viđ mat á frammistöđu og verkum hans".

Nú vitum viđ, ađ hinn ólánssami sonur forseta Íslands var einnig reiđubúinn ađ dćma ađra ólánssama menn til dauđa, og fóru létt međ ţađ. Ţađ sýnir okkur ađ seint ber mönnum ađ treysta sjálfsćvisögum og metsölubókum um nasista sem gefnar eru auđtrúa fólki sem jólagjafir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţótt nasistum sjálfum hafi ţótt talsvert til ţess koma hvers son mađurinn var og ađ ţví sé mikiđ flaggađ ćvinlega ţegar fjallađ er um fađerni hans, er ţađ almenn skođun mín ađ ţađ sé ekki sanngjarnt ţegar sífellt er tönnlast á svona skyldleika, saklausum ađstandendum og ćttmennum til armćđu.

Ómar Ragnarsson, 25.10.2015 kl. 22:48

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Nú hef ég lesiđ almenna skođun ţína, Ómar. Hún er persónuleg, og alls ekki almenn.

Sveinn Björnsson gat ef til vill ekki gert af ţví ađ eiga ţennan son, en hann var samt sonur hans, og ćttingi ţeirra ćttingja sinna sem hafa ţagađ um hann í stađ ţess ađ fordćma ţá stefnu sem hann ađhylltist.

Björn kvartađi sífellt viđ yfirmenn sína, um ađ hann vćri hlunnfarinn um tign og titla, en hann tók aldrei út ţann dóm sem međreiđarsveinar hans fengu, en sem hann slapp viđ vegna klókinda íslenskra stjórnmálamanna. Ađ mínu mati var ţessi mađur ekki Íslendingur eftir 1941. Hvađ ćttingjum hans mćtti ţykja um álit mitt og annarra á glöpum forsetasonarins skiptir ekki máli, ţví ţeir eru ekki ţeir seku. Skömm ţeirra, ef hún er einhver, kemur fyrst og fremst af ţví ađ ţeir hafa aldrei tekiđ afstöđu gegn ţeirri helstefnu og mannfyrirlitningu sem frćndi ţeirra fylgdi og var tibúinn ađ dćma menn til dauđa međ.

FORNLEIFUR, 25.10.2015 kl. 23:11

3 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ţegar Sveinn Björnssson fór í jarđarför Kristjáns X, var hann tvístígandi um, hvort hann ćtti yfirleitt ađ mćta. Sveinn var mest smeikur viđ viđbrögđ danskra dagblađa. Sum ţeirra voru ekki búin ađ gleyma "ham med nazistssřnnen".

C.A.C. Brun, fyrrverandi sendirráđunautur í danska sendiráđinu í Reykjavík, síđar sendiherra á Íslandi og yfirmađur pólitískrar deildar utanríkisráđuneytisins, tók ekki annađ í mál, en ađ Sveinn kćmi, og svo varđ úr.

Áđur en Sveinn kom, var Brun persónulega búinn ađ heimsćkja ritstjóra helstu blađanna í Kaupmannahöfn og biđja ţá um ađ skrifa ekki eitt aukatekiđ orđ um "soninn", sem aldrei var dćmdur, og sem mörgum manninum var enn minnistćđur.

Ţegar Sveinn kom til Kastrup, og hafđi flugvélinni seinkađ, tók á móti honum Knútur prins, ţví Friđrik 9. fann sér ástćđu til ađ mćta ekki eins og fyrirhugađ var. Knútur, sem ekki steig í vitiđ, var búinn ađ éta ríflega af rćkjusnittum og drekka víniđ sem bođiđ var upp á í Kastrup áđur en Sveinn lenti. Brun rćddi viđ Knút, sem spurđi hvađ ţessi forseti frá Íslandi, sem sveik föđur sinn ţegar á reyndi, vćri ađ vilja í jarđaförina. C.A.C. Brun skýrđi út fyrir hinum konunglega kjána, ađ Sveinn Björnsson hafi alla tíđ stađiđ viđ hliđ konungs síns, međan Ísland heyrđi undir hann. Ţá hrekkur út úr Knúti. "ţetta vissi ég, en segđu bróđur mínum ţetta, nćst ţegar ţú hittir hann".

Friđrik 9. nćrđi á fordómum i garđ ákveđinna Íslendinga, og lét eitt sinn ţau orđ falla í viđ hádegisverđ á Amalienborg, ađ allir Íslendingar vćru velkomnir til ađ gista hjá sér í höllinni nema Sveinn Björnsson. Enn ţurfti Brun ađ skýra hiđ rétta fyrir hinum nýja konungi.

Kann ađ vera ađ "sonurinn úr SS" hafi eitthvađ átt hlut í máli, en kannski ekki, ţví nú vita allir í Danmörku ađ hluti dönsku konungsćttarinnar var einnig höll undi nasismann.

FORNLEIFUR, 26.10.2015 kl. 10:16

4 identicon

Í bókinni Berlínarblús er góđ samantekt um nazistann Björn Sv. Björnsson.  Hann var útvarpsstjóri Danska útvarpsins en eftir stríđslok gaf hann sig fram viđ lögreglu  og óskađi eftir ađ verđa settur í varđhald.  Ţetta var eftir ađ Guđmundur Kambann hafđi veriđ myrtur af félögum í andspyrnuhreyfingunni.  Móđir Björns frú Georgína reyndi ađ fá hann lausann og lögfrćđingur hennar funduđu međ Utanríkisráđherra Danmerkur Chrismas Mřller og gaf hann fyrirmćli um ađ Björn skyldi látinn laus en herstjórn Bandamanna fór ekki eftir ţeim tilmćlum.  Eftir ađ Björn var látinn laus og var lagđur af stađ til Íslands fór fađir hans fram á viđ íslensk dagblöđ ađ ţau minntust ekki á son sinn og öll blöđin urđu viđ ţeirri beiđni nema Ţjóđviljinn.  Ţađ er enginn vafi á ţví ađ Nazistinn Björn SV. Björnsson naut í gegnum alla sína ćvi forréttinda sem fylgdu ţví ađ vera fćddur inn í valdaklíkuna á Íslandi. Engin ástćđa er til ađ "hlífa" ađstandendum hans viđ sannleikanum.  T.d. bjó Björn á Bessastöđum eftir ađ hann kom til Íslands. Hvorki Björn né fjölskylda hans virtust skilja ađ Björn var landráđamađur sem hafđi međ ofbeldi yfirtekiđ Danska Ríkisútvarpiđ og átti ađ sitja í fangelsi.  Forsetinn hélt meira ađ segja veislu á Bessastöđum eftir stríđslok ţar sem Nazistinn Björn Sv. Björnsson var međal gesta.  Danski Sendiherrann gekk út úr ţeirri veislu og ţá virđist Forsetinn hafa skiliđ ađ SS Sonurinn vćri óćskilegur.

Ţráinn Kristinssonq (IP-tala skráđ) 26.10.2015 kl. 10:50

5 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ţakka ţér fyrir Ţráinn. Bók Ágústs stendur a margan hátt fyrir sínu, og ţessi grein mín er ađeins lítil viđbót sem hann ţekkti ekki og gat ekki ţekkt. Ég held ađ ţú hafir á réttu ađ standa. Sumir á Íslandi sáu ekki hve mikiđ brenglun nasisminn var. Ţađ held ég ţó ađ Sveinn Björnsson hafi gert, en hann reyndir ađ eyđa umrćđunni og stakk höfđinu í sandinn. Ég tel víst ađ ćttmenni almúgamanna sem einnig veđjuđu á nasismann og SS hafi ţótt ţćgilegast ađ öllu yrđi gleymt.

FORNLEIFUR, 26.10.2015 kl. 11:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband