Heiðursnasistar í Morgunblaðinu

445848_1_l_1275604.jpgGrein Morgunblaðsins um Dietrich von Sauchen og Heinz Guderian er ófyrirleitin smekkleysa og blaðamanninum til mikils vansa.

Þó að "hetjan" Diedrich von Sauchen herhöfðingi hafi slegið í borðið hjá Hitler vegna þess að honum þótti vegið að æru sinni sem herhöfðingja þegar Hitler ætlaði að skipa honum að fara eftir tilskipunum ómerkilegs umdæmis- stjóra (Gauleiter) nasistaflokksins, sem var ótíndur glæpamaður, þá var von Sauchen engin hetja. Allir vita, að brjálaði eineistlingurinn Hitler snobbaði fyrir gamla heraðlinum í Þýskalandi og Hitler aðhafðist heldur ekkert gangvart von Sauchen fyrir að berja í borðið og taka ekki einglyrnið af.

Heinz Guderian, sem blaðamaður Morgunblaðsins telur einnig til "hetja" var svæsinn gyðinghatari og í lok stríðsins áður en Berlín féll lét hann  þau orð falla að hann «hefði sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séð neina djöflaofna, gasklefa eða þvíumlíka framleiðslu sjúkrar ímyndunar.». Þetta sagði hann 6. mars 1945 fyrir framan þýska og erlenda blaðamenn er hann gerði  athugasemdir um fréttir af útrýmingarbúðum nasista. Þó stríðið væri tapað var hann enn til í að verja ósómann.

Bæði von Sauchen og Guderian börðust fyrir nasismann og fyrir það óeðli sem hann var. Þeir tóku hvorugur þátt í áformum um að setja Hitler af eða drepa hann. Þeir iðruðust aldri gerða sinna og þegar Guderian var leystur úr haldi bandamanna árið 1948 gerðist hann meðlimur Bruderschaft, samtökum gamalla nasista undir stjórn Karl Kaufmanns fyrrv. umdæmisstjóra i Hamborg. Árið 1941 stakk Kaufmann fyrstur umdæmisstjóra nasistaflokksins upp á því við Hitler at senda gyðinga frá Hamborg austur á bóginn, svo hægt væri að nota hús þeirra og íbúðir til að hýsa Þjóðverja sem misst höfðu heimili sín í loftárásum á borgina. 

Skömm sé Morgunblaðinu að mæra nasista og glæpamenn - ENN EINA FERÐINA. Ef blaðamaðurinn sem skrifaði þessa meinloku er ósammála mér, má hann gjarna stíga fram opinberlega og verja skrif sín hér fyrir neðan í athugasemdakerfinu.

guderian_og_himmler_1944.jpg

Guderian stendur hér lengst til vinstri og hlustar af andagt á hinn mikla "leiðtoga" og þjóðarmorðingja Heinrich Himmler


mbl.is Hellti sér yfir Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

1) Maður segir ekki: "standa fram opinberlega". Skárra er: Stíga fram opinberlega.

2) Hvaðan þykistu hafa það, að von Saucken hafi verið "heiðursnasisti"? Ég finn enga heimild fyrir því, að hann hafi verið félagi í nazistaflokknum, NSDAP.

3) Naumast þarf honum í marz 1945 að hafa verið kunnugt um hina leynilegu útrýmingu Gyðinga, og frá lokum stríðsins var hann fangi Rússa og beittur pyntingum af þeim, unz honum var sleppt 1955, en í hjólastól vegna pyntinganna til æviloka 1980.

Hafi hann ekki unnið sjálfur gegn Gyðingum, skil ég ekki þessi læti í þér, Vilhjálmur. Eitt af því ágæta við frásögnina fróðlegu af óhlýðni hans við strangar umgengnisreglur við Hitler er það, að þetta sýnir, að rangt er, þegar menn fullyrða, að dauðinn hafi beðið hvers þess Þjóðverja sem neitaði að starfa með nazistum að óþverraverkum þeirra, heldur hafi þeir verið tilneyddir og ábyrgðin t.d. á ósiðlegum drápum verið æðsta yfirmannsins eins, þ.e. foringjans. Svo var ekki, og því var t.d. starf Símonar Wiesenthal að vinna að handtöku stríðsglæpamanna og að láta rétta yfir þeim alveg eðlileg, réttlát nálgun á málin.

Image result for Heinz GuderianHér er hershöfðinginn Heinz Guderian, en hvergi sé ég heldur neitt um að hann hafi verið nazisti, jafnvel ekki á þessari síðu frá Gyðingum: https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/guderian.html

Hvernig datt þér þá í hug, lagsi, að tala um þessa tvo hershöfðingja sem "heiðursnasista"?

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 12:26

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Valur Jensson, hættu vinsamlegast að kalla mig lagsa! Það er kjánaleg. Eins og er er ég starfsmaður SWC Simon Wiesnthal Stofnunarinnar í Jerúsalem, og vinn fyrir hana sem ráðgjafi. Ég veit manna best hve erfitt var fyrir að Simon Wiesenthal að fá málum framgengt við þýsk yfirvöld, svo ekki sé talað um Vatíkanið í Róm, sem enn er eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað varða síðara stríð. Með orðinu "Heiðursnasista" er ég að gera grín að lofsöng blaðamanns Moggans á þessum tveimur óþokkum. Menn geta verið nasistar þó þeir hafi ekki verið í nasistaflokki. T.d. Íslendingar sem þjónuðu í SS, Schalburg, Hippo og öðrum sveitum í Danmörku. Guderian var einn að þeim sem stjórnuðu árásinni á Pólland árið 1939. Hann var stríðsglæpamaður. Hann var einnig meðlimur í þýska nasistaflokknum.

Ef þú lest aðeins betur Jewish Virtual Library, tekur þú ef til vill eftir þessu: "On July 21, 1944, Guderian replaced General Kurt Zeitzler as commander of the General Staff. As a result of the July Plot Guderian demanded the resignation of any officer who did not fully support the ideals of the Nazi Party." Lestu nú https://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/biography/guderian.html

Og skammastu þín svo. 150 Maríubænir fyrir þig í kvöld - en sjálfshýðinguna máttu eiga við sjálfan þig.

Þakka hins vegar fyrir prófarkalesturinn.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 13:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki var Dietrich von Sauchen nazisti og heldur enginn hundingslega auðmjúkur jábróðir Hitlers, það ætti að vera ljóst af orðaskiptum okkar. Ergo er a.m.k. hálf fyrirsögn þín röng.

Upplýstu okkur svo um það, hvernig Guderian hafi verið stríðsglæpamaður, en ég er vitaskuld ekkert að afneita þeim möguleika að óskoðuðu máli. Enginn verður þó sjálfkrafa "nazisti" við það eitt að vera stríðsglæpamaður, og ég vil fá orðrétt frá honum (ekki óbeint frá vefsíðunni þarna) það sem honum var lagt hér í munn. Og var hann nokkurn tímann félagi í NSDAP?

Ég er hins vegar aðdáandi Claus Schenk Graf von Stauffenberg og Helmuth James Graf von Moltke vegna fórnfúsrar baráttu þeirra o.fl. góðra manna gegn Hitlerismanum.

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 14:42

4 Smámynd: FORNLEIFUR

 Guderian var stríðsglæpamaður, hann stjórnaði árás á Pólland árið 1939, þar sem stríðsglæpir voru framdir. Aðeins átillan sem var notuð til árásarinnar var stríðsglæpur. Hitlerismi er hugtak sem ég nota ekki og tel vera villandi. Sprenging á járnbrautarhótelinu í Tarnow var byrjunin. Þjóðverjar settu hana á svið.

Það var ekki bara Hitler sem var vandamálið, heldur allir þeir sem honum fylgdu og t.d Guderian, sem mælti með því að menn fylgdu nasistaflokki foringjans blint og sem eftir stríð var meðlimur í Bruderschaft og afneitaði helförinni, sem honum hlýtur að hafa verið kunnugt um. En eins og þú veist var það ekki alltaf fyrsta spurningin sem Bandaríkjamenn og Rússar spurðu um, hvort hermenn þjóðverja hefðuð tekið þátt í gyðingamorðum. Í Danmörku valt það á rannsóknarmönnum, hve mikill áhuginn var. Danskir Freikorps Danmark liðar sluppu með vægar refsingar, þó þeir segðust hafa myrt gyðinga í fangabúðum, en voru dæmdir fyrir að hafa stolið reiðhjóli í Kaupmannahöfn.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:03

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Segðu mér Jón, ert þú höfundur greinarinnar sem ég gagnrýndi?

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:05

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu við greinina í Mogganum? Nei, ég hef aldrei skrifað í hann sem blaðamaður, starfa þar heldur ekki (sem prófarkalesari) síðasta ár og veit ekki hver er höfundurinn, þótt ég hafi látið mér detta það í hug, hver hann geti verið.

Hvar kemur fram, að Guderian hafi afneitað helförinni?

Já, við getum alveg eins talað um nazisma, fremur en Hitlerisma. Stauffenberg gerðist aldrei félagi í nazistaflokknum og (að ég held) Melmuth greifi Moltke ekki heldur. (Þetta er sama Moltke-ættin og kom hingað á 19. öld, þýzk-dönsk.)

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 15:29

7 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ég finn ekki til minnstu meðaumkvunar með von Sauchen, þó hann hafi endað í hjólastól, og já, Guderian voru félagi í þýska nasistaflokknum.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:30

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helmuth ...

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 15:30

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Guderian sagði á blaðamannafundið í mars 1945, hann «hefði sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séð neina djöflaofna, gasklefa eða þvíumlíka framleiðslu sjúkrar ímyndunar.» Það var hann að svara spurningum um útrýmingarbúðir nasista. SJÚK ÍMYNDUN kallaði hann það. Slíkt er afneitun.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 15:37

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu ekki einhvær ummæli Guderians um gasofnana síðar, VÖV?

Vissi pressan í bandamannaríkjunum af þeim í marz 1945?

Guderian getur hafa talað sannleikanum samkvæmt, að hann hafði ekki séð neina slíka í marz 1945. Og á hvaða "blaðamannafundi" á hann að hafa sagt þetta, hvar og hvaða dag?

Þú ritar (með vitlausum syntax): "Ég finn ekki til minnstu meðaumkvunar með von Sauchen, þó hann hafi endað í hjólastól, og já, Guderian voru félagi í þýska nasistaflokknum." ---Áttu við: "... og já, Guderian var félagi í þýska nasistaflokknum" (og hver er heimildin?) eða: "... og já, hann [von Sauchen] og Guderian voru félagar í þýska nasistaflokknum"? Og þá bið ég aftur um heimild fyrir því um v. Sauchen.

Svo voru nazistar mis-illir og alls ekki nærri öllum kunnugt um milljóna-þjóðarmorðið fyrr en kannski við eða eftir lok stríðsins.

Jón Valur Jensson, 11.1.2016 kl. 17:15

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég svara þér ekki frekar Jón Valur, og verð að loka á þig líkt og þú gerir við svo marga af þeim sem gera athugasemdir hjá þér þegar þér mislíkar það sem þeir skrifa. Skrif þín eru móðgun.

Ég á ekki fleiri ummæli Guderians um "gasofna". Mér nægja ein þeirra. ÉG er fyrir löngu búinn að fá nóg að fólki sem segir fórnarlömbunum að sanna morðin. Guderian lést á 6. áratugnum og þá var Þjóðverjum ljóst, að þeim var ekki stætt að lýsa opinberlega yfir vantrú sinni á eigin skemmdaverk. Þess vegna gengu menn í Bræðrafélög nasista (sem byggðu á kaþólskum hefðum) og hötuðust út í gyðinga á leynifundum. Í dag eru venjulegir Þjóðverjar ekki meðal verstu afneitara helfararinnar. Þeir finnast alls staðar, því sumir eiga svo erfitt með að trúa, þó sumir hafi jafnvel drepið gyðing til að allir trúi á hann og hljóti eilíft líf og drekki blóð hans og borði hold hans.

Allt sem þú leitar að í vantrú þinni getur þú fundið í útgefnum bókum eða þá leitað til Bundesarchiv í Berlin og undirdeilda safnsins.

Ef þú ert í vafa um vitund manna um útrýmingar nasista á gyðingum, þá verðu þú að lesa þér betur til. Mikill hluti þýsku þjóðarinnar vissi hvert stefndi, þó svo að hún vissi ekki um daglegt "líf" í Auscwitz, Sobibor, Treblinka, Belsec, Buchenwald, Dachau etc. Dauðinn var boðskapurinn líkt og hjá ISIS í dag. Þjóðverjar fögnuðu.

Þú hefur sýnt okkur, Jón, að þú getur ekki lesið eina heimildasíðu, þ.e. Jewish Virtual Lirary, án þess að geta lesið þér hana til gangs.

Ég bíð svo áfram eftir blaðamanni Morgunblaðsins sem skrifaði greinina, sem verður að sýna mér heimildir sínar fyrir hetjuskap von Sauchens og Guderians.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 18:49

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bloggaði um Beck, Rommel, Guderian og Von Brauchitsch í tengslum við greinina í Mogganum og´er viðbúinn því að vera stimplaður aðdáandi nasista.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2016 kl. 22:03

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Sæll Ómar, er það ekki útrætt mál?: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1231916/   Þú vannst við önnur mál þegar umræðan var sem "hæst" á Íslandi um stríðsglæpamanninn Eðvald Hinriksson og gast því ekkert gert frekan en flestir blaðamenn á Íslandi. Þú varst og ert stikkfrí og hefðir verið harla lélegur nasisti, eins agalaus og agalegur og ekta Íslendingur og þú ert! Hefðir verið kominn í betrunarbúðir eftir viku. Annars var blogg þitt nú öllu betra en grein blaðamanns Morgunblaðsins sem ekki vann heimavinnu sína nógu vel.

FORNLEIFUR, 11.1.2016 kl. 22:34

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað ertu að klína þessum bræðrafélögum nazista á kaþólskuna, Vilhjálmur?

  Hér er minn maður Stauffenberg. Ólíkt þessu tali þínu um Guderian og kaþólsk bræðrafélög, var Stauffenberg með hreinar línur í mórölsku vali sínu (rétt eins og hinn ungi Josef Ratzinger, síðar Benedikt páfi), og um hann segir í ensku Wikipediu-æviágripi hans: "Stauffenberg remained a practicing Catholic. Stauffenberg vacillated between a strong personal dislike of Hitler's policies and a respect for what he perceived to be Hitler's military acumen. On top of this, the growing systematic ill-treatment of Jews and suppression of religion had offended Stauffenberg's strong personal sense of Catholic morality and justice." –––Einn samsærismaðurinn gegn Hitler með Stauffenberg, Generaloberst Friedrich Fromm, lét skjóta fyrstu fórnarlömbin (Hitler lét svo drepa eða setja í dauðabúðir 2000 manns; elzti bróðir Stauffenbergs t.d. drepinn hægvirkt með píanóvír og endurlífgaður aftur og aftur til að endurtaka aftökuna og upptaka gerð af þessu fyrir Hitler kvikindið að skoða!). ––Af þessum fjórum, Stauffenberg was third in line to be executed, with Lieutenant von Haeften after. However, when it was Stauffenberg's turn, Lieutenant von Haeften placed himself between the firing squad and Stauffenberg, and received the bullets meant for Stauffenberg. When his turn came, Stauffenberg spoke his last words, "Es lebe unser heiliges Deutschland!" ("Long live our sacred Germany!")

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:29

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir að loka ekki á mig. Þú ert örugglega öðlingur inni við beinið.

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:31

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér ritaði ég um Eðvald Hinriksson (og var þó gert að stytta mjög mál mitt þar):

‘Leitum sannleikans’, DV 2. júlí 2001 (bréf, neðst í hægra horni) = http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=200395&pageId=3017457&lang=is&q=Leitum

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:46

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðlesnara hér:

http://timarit.is/files/12988804.pdf#navpanes=1&view=FitH&search=%22Leitum%22

Jón Valur Jensson, 12.1.2016 kl. 09:52

18 Smámynd: FORNLEIFUR

Öðlingur alveg í gegn.

FORNLEIFUR, 19.1.2016 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband