Fjallagrasakókó og ađrar kerlingabćkur

520723389.jpg

Um miđbik 19. aldar var kynnt til sögunnar "algjör nýjung" í sölu kókós á Bretlandseyjum. Ţá hóf Cadbury fyrirtćkiđ í Birmingham ađ selja drykkjarkókó sem bćtt hafđi veriđ međ fjallagrösum, ţađ er Iceland Moss (Cetraria islandica) (sjá hér). Önnur fyrirtćki, eins og Fry's og Dunn og Hewett's fetuđu fljótt í fótspor Cadbury's.

fry_s_iceland_moss_cocoa.jpg

Eins og stendur á Wikipediu, sem stundum er notuđ sem auglýsingarfyrirtćki: "Rannsóknir á fjallagrösum (in vitro) benda til ađ virku efnin, fjölsykrur og fléttusýrur mýki slímhúđ í hálsi og maga og auki líkamlegan styrk, andlegan og líkamlegan kraft og almenna vellíđan."  Já, einmitt ţađ! Ţađ eru álíka áhrif og af Maltöli sem er mestmegnis sykurdrulla og litarefni.

Sölumennska er ţađ líka ţegar menn upplýsa um vöru sína ađ : "FJALLAGRASA ICELANDIC SCHNAPPS is a true Viking drink." Ekki tek ég nú undir ţađ. Ekki kunnu víkingar ađ brenna vín og búa til 38% vínanda sem mun vera uppistađa ţessa snaps. En hvađ vita Kanar og ađrir einfeldningar sem kaupa ţessa dýru dropa? Víst tel ég einnig ađ fjölsykrurnar og fléttusýrurnar í fjallagrösunum séu brotnar í spađ af vínandanum og slímhúđin í hálsi og maga hafi ekki gott af honum heldur. Of mikiđ af snapsi getur einnig valdiđ vanlíđan eins og lengi hefur veriđ kunnugt.

Ćtli fjallagrösin í kókói hafi veriđ nokkuđ annađ en sölutrikk á 19. öld? Ţađ eru líklega miklu heilsusamari efni í kókóinu en í fjallagrösum.

Ég keypti mér rándýrar hálspastillur međ fjallagrösum, síđast ţegar ég fór um Leifsstöđ. Ţćr virkuđu alveg eins .... og ađrar hálstöflur. Mentholiđ og sykurinn mýkir alltaf hálsinn.

En ef enginn er ađ búa til kókó eđa súkkulađi međ fjallagrösum í einhverri heildsölu út í bć, ţá er svo sannarlega kominn tími til ađ hefjast handa. Slímhúđir auđtrúa og kaupóđrar ţjóđarinnar bíđa spenntar eftir mýkingu - súkkulađisins. Elexírframleiđendur  nútímans er nefnilega bissnessnenn á stórum jeppum, en ekki einhverjar Grasa-Guddur.

Fornleifur hefur meiri trú á virkni hollra efna í kókói en í fjallagrösum, en ţó ekki eins mikla og framleiđandi einn í Suđur-Hollandi sem taldi inntöku súkkulađistykkja sinna bestu leiđina til ađ stefna til friđar í fyrri Heimsstyrjöld.

kwatta_s_manoeuvre_chocolaad_de_beste_vredestichter_1.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband