Ísland í töfralampanum: 1. hluti

magic-lantern.png

Inngangur og minningar

Nýveriđ var hér á Fornleifi greint frá fyrstu kvikmyndinni sem tekin var upp á Íslandi. Hún hefur ţví miđur falliđ nokkuđ í gleymsku, enda  eru engin ţekkt eintök af henni til. Viđ höfum ţó lýsingar um efni hennar eftir kvikmyndatökumanninn.  

Nú heldur myndafornleifafrćđi Fornleifs áfram. Nćstu daga býđur Fornleifur lesendum sínum  upp á nokkrar myndasýningar og tilheyrandi fróđleik upp á gamla mátann. Ţađ verđa ţví miđur ekki týndar íslenskar kvikmyndir heldur myndaskyggnur, einnig kallađar skuggamyndir, sólmyndir eđa  ljóskersmyndir. Fyrir ţá sem ekki muna tímana tvenne, verđ ég ađ skýra út fyrir ungu kynslóđinni. Myndunum var varpar upp á tjald eđa vegg međ hjálp ljóskastara/lampa, sem kallađur var Lanterna Magica, eđa töfraljósker og töfralampi á íslensku.  

Engin ţörf er hins vegar lengur á ađ sýna myndirnar á tjaldi međ lampa, enda eru ţađ skyggnurnar sem er hiđ bitastćđa og ţćr er í dag meira ađ segja hćgt ađ sýna á bloggi og gera ţannig fleirum kleift ađ sjá myndir frá Íslandi 19. aldar.

Ţetta verđur fróđleikur um einu varđveittu Laterna Magica glerskyggnurnar frá 19. öld međ myndum af fólki og náttúru Íslands. Fornleifur festi fyrir skömmu kaup á slíkum myndum á  Bretlandseyjum. Ţćr eru nokkuđ einstakar og afar sjaldséđar. Sérfrćđingar sem skráđ hafa og fengist viđ ađ safna frćđslu- og ferđaskyggnum frá síđari hluta 19. aldar viđ háskóla á Bretlandseyjum og í Ţýskalandi hafa aldrei séđ svo gamlar skyggnur međ myndum frá Íslandi. Áđur en Fornleifur fann ţćr og keypti voru ţćr ađeins ţekktar úr sölulistum, katalógum, frá fyrirtćkjum á Bretlandseyjum sem framleiddu og seldu seldu slíkar skyggnur á síđari hluta 19. aldar.

Laterna Magica í Stykkishólmi áriđ 1966

Fćstir Íslendingar hafa líklega séđ skyggnumyndir sýndar međ laterna magica vél. En ég er nú svo gamall ađ hafa orđiđ vitni ađ sýningum međ slíkri vél. Ţađ var í Stykkishólmi áriđ 1966, ţar sem ég dvaldi nokkrar vikur í sumarbúđum hjá kaţólskum nunnum  St. Franciskusreglunnar, sem ţćr ráku í samvinnu viđ Rauđa Krossinn. Reglan reisti spítala í Stykkishólmi á árunum 1934-1936. St. Franciskussysturnar sáu ađ miklum hluta um rekstur á spítalanum allt fram til 2006 ađ spítalinn var seldur íslenska ríkinu. Klaustur er ţar enn og síđar er komin önnur regla en St. Franciskusarreglan í klaustriđ í Sykkishólmi, en ţađ er önnur saga.

stykkisholmsspitali.jpgÁ efstu hćđ spítalans í Stykkishólmi, eiginlega undir ţakinu á hćđ ţar sem gluggarnir voru einungis mjóar rifur, gistu krakkar, kaţólskir og ađrir og tilheyrđi ég síđastnefnda hópnum. Nunnurnar í Stykkishólmi voru hinar bestu konur, sem kunnu ađ annast börn. Öllum leiđ ţar vel. Manni ţótti vitaskuld skrítiđ ađ búa á spítala ţar sem einnig var vistađ fatlađ fólk, andlega vanheilt og ellićrt.  Spítalinn var víst ađ hluta til útibú fyrir konur frá Kleppi eins og Ólafur P. Jónsson lćknir lýsti í lćknablađinu áriđ 1960 (sjá hér og hér). Ólafur skrifađi "...hafa ađ jafnađi veriđ vistađar hér frá 19 og upp í 23 konur á vegum Kleppsspítalans. Hin síđari ár hafa auk ţess dvaliđ hér nokkrir fávitar."

Međal krakkanna sem dvöldu í Stykkishólmi fóru miklar sögur af konu sem kölluđ var Gauja gaul, sem átti ţađ til ađ góla og garga. Ég sá hana aldrei, en viđ krakkarnir töldum okkur stundum heyra í henni, ađ ţví er viđ héldum. Ţó alltaf vćri mikiđ brýnt fyrir okkur ađ hlaupa ekki niđur tröppurnar međ látum, flýttum viđ okkur venjulega á tánum framhjá ţeirri hćđ ţar sem hún dvaldist á, ţegar viđ gengum niđur tröppurnar á Spítalanum til ađ komast í matsal og tómstundasal á jarđhćđ. Viđ mćttum hins vegar stundum "fávitum" Ólafs lćknis á ganginum og held ég ađ mađur hafi líklega fyrr en flestir jafnaldra sinna lćrt sitthvađ um veikleika mannkyns og ađ bera virđingu fyrir lítilmagnanaum viđ ađ dvelja hjá nunnunum í Hólminum.

Dvölin í Stykkishólmi var ćvintýri líkust og nunnurnar, sem sumar voru menntađar í uppfrćđslu barna, áttu sem áđur segir einnig töfralampa. Hann var af tiltölulega nýrri gerđ, af síđustu tegund slíkra slíkra lampa sem framleiddir voru, fyrir utan ráđstjórnarríkin . Ţetta var ekki skyggnumyndavél fyrir 35 mm "slćtur" eđa stćrri glerskyggnur (6x6) sem einnig voru ţá á markađnum. Myndarúllum í lit og svarthvítu var rennt gegnum vélina međ handafli. Sýningar úr ţessari vél ţóttu krökkunum mjög merkilegar, ţó mađur kćmi frá heimili međ Kanasjónvarpiđ ţar sem hćgt var ađ horfa á teiknimyndir allan liđlanga laugardaga og stundum ađra daga líka.

Systur sem hétu Harriet, Lovísa og Henríetta, sumar hverjar frá Belgíu, svo og íslenskar konur sem unnu í sumarbúđunum, sýndu okkur ţessar myndir fyrir háttinn í lok leiktíma á kvöldin og sögđu okkur sögur međ ţeim. Eins var horft á myndasyrpur úr töfralampanum ţegar veđur voru vond og ekki tilvalin til útiveru.

scan10009_a.jpg

Ekki á ég neinar ljósmyndir frá laterna magica myndasýningum nunnanna í Stykkishólmi, en hér er ég ađ vega salt, nýkominn í Stykkishólm voriđ 1966. Ég sit ţarna efst á saltinu, himnasendur fyrir framan kapelluna viđ St. Franciskusarspítala í Stykkishólmi. Vel var tekiđ á móti eina dökkhćrđa drengnum í Stykkishólmi ţađ sumariđ. Flestir drengjanna á ţessari mynd voru úr ţorpinu og vildu vera vinir manns vegna ţess ađ ég var úr Reykjavík. Ţađ var sjaldan ađ ţeir sáu slíka villinga úr stórborginni. En fyrst og fremst var ég nú áhugaverđur vegna ţess ađ ég átti forláta sverđ úr plasti međ rómversku lagi. Sverđiđ kom ekki  međ mér suđur ađ lokinni 5 vikna dvöl. Eins og ţiđ sjáiđ  á myndinni var höfđingi hinna ljóshćrđu ţegar búinn ađ semja friđ viđ ţann hrokkinhćrđa ađ sunnan fyrir rómverska brandinn. Líklega hef ég gefiđ heimamönnum sverđiđ ađ lokum fyrir vernd og vinsćldir. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

holmarar_me_sver_i.jpg

Ćgir í Hólminum

Viđ smá eftirgrennslan á veraldarvefnum fann ég nafn á manni, Ćgi Breiđfjörđ Jóhannssyni, sem ég taldi líklegan til ađ vita eitthvađ um sýningarvél nunnanna í Stykkishólmi. Ég hringdi nýlega snemma morguns í Ćgi, en hann er umsjónamađur fasteigna á St. Franciskusspítala í Hólminum og bloggari á blogginu Gáđ ofan í Glatkistuna. Ćgir er einnig mikill áhugamađur um Camera Obscura(sjá hér).

Hann hefur líklega haldiđ ađ ţađ vantađi rúm uppi á 3. hćđ. Fljótlega kom í ljós ađ Ćgir er mikill áhugamađur um Laterna Magica, ţví hann hefur í sínum fórum sýningarvél St. Franciskussystranna í Stykkishólmi og myndarúllur ţeirra.

lanterna_magica_sth_2_1280682.jpg

Hér sést sýningarvélin í Stykkishólmi og lítiđ safn nunnanna af rúllum međ myndasyrpum fyrir ţessa vél. Ljósmynd Ćgir Breiđfjörđ Jóhannsson.

Ćgir sendi mér góđfúslega mynd af sýningarvélinni og sömuleiđis af nokkrum af ţeim rúllum sem sýndar voru í ţessari vél. Ég taldi mig muna sýningar á rúllum međ belgísku teiknimyndafígúrunum Strumpunum. Ţar leiđrétti Ćgir mig, ţví hann finnur ađeins i dag kvikmyndir međ Strumpunum. Kvikmyndir voru líka sýndar í Stykkishólmi, en sjaldnar, ţví ég man ađ peran sprakk í kvikmyndsýningarvélinni međan ađ ég var í Stykkishólmi. Kassinn međ rúllunum á myndinni hér fyrir ofan inniheldur ýmis konar efni ćttađ frá Belgíu, og tel ég ljóst, ađ nunnurnar hafi ekki sýnt okkur allt. Ekki man ég t.d. eftir mjög safaríkri rúllu um heilaga Fatímu frá Portúgal, sem Ćgir sendir mér mynd úr. Skyggnulýsingar međ henni hafa nunnurnar unađ sér viđ eftir ađ börnin voru farin ađ sofa. Ţađ er kaţólskt hard-core og ađeins fyrir fullorđna.

Ţarna var hann ţá aftur kominn, töfralampi ćsku minnar, sem enn var mér minnistćđur eftir 50 ár. Tćkiđ var af fínustu gerđ frá Karl Leitz í Ţýskalandi. Mér sýnist einna helst ađ ađ ţetta sé Ernst Leitz Episcope af gerđinni Leitz/Leica Prado 500, međ 200 mm Dimar linsu. Myndasyrpan hér fyrir neđan er gerđ úr eftirmyndunum sem Ćgir Breiđfjörđ Jóhannsson hefur látiđ gera eftir rúllunum belgísku í Stykkishólmi. Mér telst til ađ rúllur ţessar í Hólminum séu ţađ sem menn koma nćst Dauđahafsrúllunum í Hólminum.

myndir_i_stykkisholmi.jpg

myndir_ur_stykkisholmi_2.jpg

Ísland í töfralampanum 2. hluti


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband