Ísland var fyrirmynd Indónesa, en ţeir voru myrtir
17.6.2016 | 11:20
Fyrir tveimur árum síđan rakst ég á ljósmynd sem sýndi svart á hvítu, ađ indónesískir kommúnistar í Súrabaya (höfuđborg Austur-Jövu) litu vonaraugum til friđsamlegra sambandslita Íslendinga áriđ 1944 í frelsisbaráttu sinni gegn nýlendustjórn Hollendinga.
Áriđ 1947 settu ţeir upp veggspjald í borginni, ţar sem ţeir skýrđu á einfaldan hátt fyrir almenningi, hvađ hafđi gerst á Íslandi og hvernig menn gćtu tekiđ sér ţađ til fyrirmyndar. Áriđ 1949, eftir blóđuga bardaga viđ Hollendinga, var lýst yfir sjálfstćđi Indónesíu - sem ávallt síđan hefur veriđ mjög valt og byggir fyrst á fremst á ógnarstjórn hers, heimstrúarbragđanna Íslam og ekki síst 200% spillingu og tvískinnungi valdastéttarinnar.
Ţađ er ekki oft sem menn taka sér Ísland til fyrirmyndar. Manni hlýnar um hjartarćtur á sjálfan 17. júní ađ frétta slíkt, og ađ kommúnistar hafi talađ um Ísland í Indónesíu í stađ ţess ađ vitna í blóđuga byltingu eins og bókstafurinn gerir ráđ fyrir.
Kommúnistaflokkur Indónesíu (PKI) var eitt sinn ţriđji stćrsti kommúnistaflokkur í heimi. Indónesískir íslamistar og innfćdda valdastéttin í landinu litu PKI illum augum, ţví völd ţeirra voru í hćttu ef PKI fékk meiru ađ ráđa. PKI var lengi í samstarfi viđ ţjóđernisflokk Sukarnos. En svo kom ađ trúarofstćkisflokkar náđu völdum í Indónesíu međ hjálp rotinna afla í hernum. Áriđ 1965 hófust útrýmingar á kommúnistum og sósíalistum í Indónesíu undir stjórn einrćđisherrans Suhartos, brjálćđings í herbúningi.
Ađ minnsta kosti 500.000 manna voru myrtar í útrýmingunum og ţađ voru ekki bara kommúnistar sem urđu fyrir barđinu á herjum öfgastjórnarinnar. Fjöldi fólks, sem ekki hafđi tilheyrt kommúnistaflokknum, var myrtur. Nóg var sums stađar fyrir fólk ađ benda á nágranna sinni sem ţeim líkađi ekki viđ til ađ fá ţá drepna.
Ađgerđirnar gegn kommúnistum voru vitaskuld studdar af helsta kommúnistabana heimsins, Bandaríkjunum. En áriđ 1995 ţegar Bandaríkjastjórn var loks ljóst hvađ ţeir höfđu stutt, lýsti CIA ţessu yfir í skýrslu:
"In terms of the numbers killed the anti-PKI massacres in Indonesia rank as one of the worst mass murders of the 20th century...".
Bandaríkin gerđu sér mjög seint grein fyrir ţví hve hćttulegt afl Íslam er í höndum valdastétta í íslömskum löndum. Ţess vegna er stórveldiđ ennţá ađ elta ólar viđ Rússa, eins og ađ ţeir séu enn vondir kommúnistar í köldu stríđ, en hafa vegna vanţekkingar ćttarbjána og fávita sem vinna í State Department (Utanríkisţjónustunni) oft á tíđum ađstođađ ţá öfgamenn í íslömskum ríkjum sem eru heimsfriđinum ţyngstur fjötur um fót um ţessar mundir.
Enn er fólk ofsótt međ "kommúnistastimplinum" í Indónesíu, t.d. ef ţađ tekur upp á ţví ađ gagnrýna eitt eđa annađ. Međan Íslam er hiđ spillta afl landsins, sem hefur töglin og hagldirnar í herjum ţessa stóra ríkis, verđur ekki tekiđ heils hugar á fjöldamorđunum á 7. áratug 20. aldar. Morđin halda áfram. Kristnir eru ofsóttir, og hafa veriđ hálshöggnir af trylltum lýđ sem rćđst á kirkjur og kristna. Íslam viđurkennir ekki mistök sín, ţó svo ađ CIA hafi gert ţađ. Ţví miđur gera ekki allir Indónesar sér grein fyrir ţví ađ Íslam er vandinn en ekki CIA, sem ţví gerđi öfgatrúarbrögđ ađ meginafli ţessa fjölmenna ríkis.
Eina samkunduhús gyđinga Djakarta sem eftir stóđ var eyđilagt áriđ 2009 og samkunduhúsiđ í Surabaya var eyđilagt áriđ 2013. Síđustu gyđingarnir sem ćttađir voru frá Baghdad flýđu daginn eftir og búa nú í Ísrael. Nú, líkt og oft áđur, eru kristnir ofsóttir og eins og í kommúnistahreinsununum 1965-68 eru ţađ öfgamúslímar sem ráđa ferđinni. ISIS hefur í sínum röđum liđsmenn frá Indónesíu og frekar stóran stuđningshóp í landinu sjálfu. Mađurinn međ sveđjuna er Dayaki á ţeim hluta Borneó sem tilheyrir Indonesíu. Hann heldur a afhöggnu höfđi barns sem líklega er einnig múslími, og tilheyrđi ţjóđflokki Madúra sem fluttir voru til Borneó frá eyjunni Madúru. Líkt og múslímar berast á banaspjót í Miđausturlöndum eđa í Reykjavík er heldur ekki friđur međal ţeirra á Borneó.
Meginflokkur: Utanríkismál/alţjóđamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Athugasemdir
Myndin hér ađ ofan af manni međ barnshöfuđ og sveđju er frá Kalimantan á Borneo, sem tilheyrir Indónesíu. Kalimantan er 73% landsvćđis Borneóeyjar og hefur lengi veriđ hluti af Indónesíu/og hollensku nýlendunnar Indónesíu. Nafnleysingi kom hér inn á athugasemdakerfiđ og hélt ţví fram ađ myndin vćri frá Borneó sem ekki vćri Indónesía. Langsótt vitleysa hans og greinileg óhamingja vegna tilvistar gyđinga, sem hann eins og margir af sama sauđahúsi eru vanir ađ kenna um allt illt, varđ m.a. til ţess ađ hann fékk ađ njóta nafnleysis alveg fram í vefdauđann sinn. Fólk sem ekki ţorir ađ skrifa undir fullu nafni, hefur ekki borgararéttindi á bloggi Fornleifs.
Dayakar á Borneó, sem sannarlega er hluti af Indónesíu, eru bćđi kristnir og múslímar. Ţeir réđust á Madúra sem fluttir voru frá eyjunni Madúra viđ Jövu og eru einnig múslímar. Hollendingar byrjuđu ađ flytja Madúra til Borneó áriđ 1905 og síđar í miklum mćli eftir 1930, en Dayakar sćttu sig aldrei viđ ţá og öfgafullt framferđi ţeirra.
Árásirnar á Madúrafólkiđ um aldamótin 2000 voru fyrst og fremst etnískar erjur, ţví Dayakar sem hjuggu Madúra voru fyrst og fremst múslímar líkt og Madúrar sjálfir. Átökin (Sambas-riots) voru mest eftir 2000 en ekki fyrir 20 árum síđan eins og nafnleysinginn hélt fram. Madúrar höfđu svo sem af og til nýtt sér hvađa tćkifćri sem gafst til ađ fremja fjöldamorđ á Dayökum. Indónesíski herinn gerđi lítiđ til ađ ađstođa Madúrana gegn Dayökum um síđustu aldamót, enda orđinn langţreyttur á deilu ţessara hópa á milli, sem ađeins sýndu okkur eitt. Íslam á ekkert erindi ţessum hluta heimsins frekar en kristni. Trúarbrögđunum var ţröngvađ upp á ţá og allri illmennskunni međ.
FORNLEIFUR, 17.6.2016 kl. 22:54
Lesiđ og sjáiđ:
http://www.pwtp.org/religious-persecution-and-hostility-on-the-rise-in-indonesia/
Ég hefđi einnig getađ sett ljótari myndir fyrir ţá sem ekki trúa ađ ţeirra menn í friđartrúnni Íslam geti gert flugu mein: http://www.barenakedislam.com/2013/06/17/indonesia-barack-hussein-obamas-boyhood-home-frees-muslim-terrorist-who-beheaded-3-christian-girls-simply-because-they-were-christians/
FORNLEIFUR, 17.6.2016 kl. 23:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.