Kaupmađurinn á horninu - hlaut 10 ár

hjartarbu_1967_1292091.jpg

Margir eldri Reykjavíkingar, sem lifađ hafa af óheilsusamlega tóbaksneyslu, muna kannski eftir Hjartarbúđ í Lćkjargötu 2. Ţar var selt mikiđ af alls kyns tóbaki, pípum og kveikjurum, en einnig sćlgćti, konfekt og jafnvel pylsur og reyndar einnig einhverjir ávextir til ađ vega upp á móti allri óhollustunni.

Um 1965 flutti ţessi verslun inn á Suđurlandsbraut 10 (myndin efst er tekin ţar áriđ 1967 af Ól. K. Magnússyni ljósmyndara Morgunblađsins), og ţar var löngum verslun og "söluturn" međ ţessu nafni, ţó svo ađ eigandinn á seinni árum, eđa eftir 1996, hafi á engan hátt tengst ţeim Hirti sem upphaflega rak verslunina í Lćkjargötu.  

Á 8. áratug síđustu aldar, er ég var í Landsprófsdeild í Ármúlaskóla, komum viđ ţar oft viđ nokkrir bekkjafélagar ađ lokinni leikfimi sem viđ sóttum í Laugadalshöllina hjá kennara sem síđar varđ stórútflytjandi á saltfiski. Í Hjartarbúđ fengum viđ strákarnir okkur iđulega pylsu og kók, og jafnvel Prins Póló í eftirrétt. Ţá var hálfbróđir Hjartar ţar á bak viđ búđarborđiđ. Annar hálfbróđir hans, og elstur hálfsystkina Hjartar, var sonur hálfsystur afa míns. Hjörtur Fjeldsted Árnason, sameiginlegur fađir ţessa frćnda míns, Hjartar Hafsteins Hjartarsonar (f. 1908) og Hjartar Fjeldsted Hjartarsonar kaupmanns (f. 1919) hafđi á öđrum áratugi síđustu aldar veriđ annálađur charmeur (les kvennamađur) í Reykjavík og eignast fjölda barna međ mismunandi konum. Sannur Íslendingur ţađ.

En nú er hún Hjartarbúđ stekkur, ţví líkast til er nú, ţegar ţetta er ritađ, búiđ ađ rífa húsiđ á Suđurlandsbraut 10. Ţar á ugglaust ađ byggja nýja og enn stćrri höll eđa hótel međ sprćnugrćnar rúđur sem Esjan getur speglađ sig í.  

Ţađ er hins vegar Hjörtur í Hjartarbúđ sem er hetja ţessarar greinar. Hún fjallar reyndar um ađra tíma í lífi hans en verslunarstörf hans í Reykjavík, og ţađan af síđur tóbak eđa ávexti.

Ţó svo ađ Hjörtur Fjeldsted Hjartarson (1919-1969) yrđi ekki gamall átti hann sér nokkuđ litríkan feril sem ekki var útlistađur í minningagreinum eins og oft gerist um litríka menn.

Fékk tíu ár fyrir ađ hafa ţjónustađ Ţjóđverja

hjortur_fjeldsted_hjartarson.jpgHjörtur í Hjartarbúđ var einn sá Íslendinga sem fékk hve lengstan fangelsisdóm fyrir ađ hafa unniđ fyrir Ţjóđverja í síđara stríđi.

Hér skal ţó strax tekiđ fram, og undirstrikađ međ ţykkum blýanti, ađ Hjörtur Fjelsted fékk óvenjustrangan dóm fyrir dómstólum í Danmörku - miđađ viđ ţćr yfirsjónir sem dönsk yfirvöld höfđu vissu um ađ hann hafđi framiđ. Var dómnum reyndar síđar breytt í fjögurra ára dóm, líkt og oft gerđist međ samreiđamenn Ţjóđverja í Danmörku á stríđárunum.

Líklegast hefur Hjörtur ekki veriđ mikill nasisti. Hann var greinilega tćkifćrissinni og dulítill ćvintýramađur eins og gerist međ unga menn. En ţađ var fyrst og fremst atvinnuleysi sem neyddi hann eins og marga ađra unga og fátćka menn í Danmörku til ađ fá sér miđur ákjósanlegar verkamannavinnur hjá Ţjóđverjum og í Ţýskalandi á stríđsárunum.

Mér hefur svo sem látiđ mér detta í hug ađ ţjóđerni hans hafi átt ákveđin hlut ađ máli ţegar Danir dćmdu hann eins ţungt og ţeir gerđu. Algjörlega ósannađur grunur um ađ hann hafi veriđ "verri" nasisti en sannađist á hann, t.d. félagi í Waffen-SS, hafđi einnig eitthvađ ađ segja viđ uppkvađningu hins ţunga dóms. Ţađ hafđi sömuleiđis áhrif ađ hann viđurkenndi ađ hann hefđi veriđ í svokallađri E.T. sveit (Efterretningstjenesten undir Schalburgkorpset) Ţannig var álitiđ ađ hann hefđi haft tengsl viđ hina alrćmdu HIPO lögreglu í Kaupmannahöfn. Hjörtur sótti einnig um upptöku í Waffen-SS í maí áriđ 1944. Finnst nafn hans á einum lista yfir slíka upptöku, en ekki verđur séđ ađ hann hafi nokkru sinni ţjónađ í SS og ţađan ađ síđur veriđ kallađur á "sessíón, til ađ ćfa fyrir vígstöđvarnar. Hefur honum greinilega í stađinn veriđ úthlutađ vaktmannsstarf hjá Sommerkorpset (sjá neđar) í stađ ţess ađ ţjónusta á vígstöđvunum.

Svo segir um dvöl hans í Danmörku á stríđárunum í minningargrein í Morgunblađinu áriđ 1969:

Enda ţótt seinni heimsstyrjöldin vćri skollin á lét Hjörtur ţađ ekki aftra sér frá ađ fara út til Danmerkur og kom hann til Kaupmannahafnar í marz 1940 rétt áđur en Ţjóđverjar hernámu Danmörk. Hernám Danmerkur varđ ţess valdandi ađ Hjörtur og margir ađrir Íslendingar urđu innlyksa ţar og annars stađar á meginlandi Evrópu. Hjörtur var alla tíđ duglegur og úrrćđagóđur. Hann stundađi ýmis störf í Danmörku og Ţýzkalandi ţar til stríđinu lauk en ţá kom hann heim aftur og ţrátt fyrir hin erfiđu stríđsár var kjarkurinn óbilandi og hann hófst strax handa um ađ fá starf viđ sitt hćfi hér heima á gamla Fróni.

Ţó hér sé sagt hreinskilnislega frá, sem ekki er ţó hćgt ađ segja ađ sést hafi oft í minningargreinum um ađra Íslendinga í ţjónustu 3. ríkisins, er vitaskuld sneitt framhjá ýmsu, sem greinarritari hefur kannski ekkert vitađ um.

Í lögregluskýrslum sem teknar voru af Hirti eftir ađ hann var tekinn höndum í Danmörku áriđ 1945, kemur í ljós ítarlegri saga:

Eftir komuna til Danmerkur í mars 1940 og eftir ađ hann varđ innlyksa í Danmörku, starfađi hann fyrst sem ađstođarmađur hjá slátrara í Holte, eđa fram til febrúar 1941 ađ hann tók föggur sínar og skráđi sig í vinnuţjónustu í Ţýskalandi. Ţá dvaldi hann hálft ár í Hamborg. Ţar vann hann fyrir fyrirtćki sem hét Höker & Höne. Vinnan fólst í jarđvegsframkvćmdum viđ Elben og síđan viđ hreinsun eftir loftárásir inni í miđbor Hamborgar.

levysohn.jpgSneri hann síđan aftur til Kaupmannahafnar, ţar sem hann starfađi sem einkaţjónn fyrir aldrađan generalmajor, Grut ađ nafni, og síđar hjá gömlum gyđingi, heildsalanum "Levisohn í Klampenborg". Hér er ugglaust átt viđ William Levysohn (d. 1943; Sjá mynd hér til hćgri). Hjá Levysohn starfađi hann fram til febrúar 1942. Um stund var hann atvinnulaus, en í júní 1942 fékk hann starf sem ţjónn og uppvaskari á hinum fína veitingastađ Els í miđborg Kaupmannahafnar. En 2. september 1942 hélt hann aftur til Ţýskalands til ađ stunda verkamannavinnu. Hann starfađi í ţetta sinn viđ ţvotta á sporvögnum í Berlín. Ţar var hann í hálft ár eđa fram í mars 1943.

Í annarri skýrslu lögreglunnar upplýsti Hjörtur ađ hann hefđi í Berlín starfađ međ öđrum Íslendingi, Hjalta Björnssyni og ađ ţeir hefđu yfirgefiđ vinnustađ sinn í leyfisleysi og haldiđ til Flensborgar og veriđ handteknir ţegar ţeir reyndu ađ komast yfir landamćrin. Hjalti ţessi tók seinna ţátt í njósnaleiđangri til Íslands í apríl 1944 og var handtekinn ásamt öđrum og dćmdur fyrir njósnir á Íslandi. Danska lögreglan grunađi ýmislegt, m.a. vegna ţekkingar á málum Hjalta og samskipta hans viđ danskan lögreglumann og föđurlandssvikara, Andreas Hager Pelving, sem starfađi um tíma viđ ađ safna saman Íslendingum til njósnaleiđangra. Pelving var ţó miklu betur ţekktur fyrir hrottaskap og ţátttöku sína í ađför ađ gyđingum í Danmörku og síđar kommúnistum.

side_15_edgar_abrahamson.gifKominn aftur til Kaupmannahafnar, gegndi Hjörtur ýmsum störfum sem ţjónn, međal annar hjá öđrum öldnum gyđingi, heildsalanum "Abrahamsen í Rungsted" (hann hét Reyndar Edgar Abrahamson; Sjá myndi hér til vinstri) og síđar hjá öđru gamalmenni, ekkju Nielsens framkvćmdastjóra á Strandvejen 130 í Hellerup. Síđar vann hann viđ lagerafgreiđslu hjá Burmeister og Wain fram til desember 1943. En 2. febrúar 1944 hélt hann á ný til Ţýskalands og vann ţar verkamannastörf í Leipzig fram til maí 1944, ţar sem hann var málari í verksmiđjuhúsnćđi Agfa.  

Án ţess ađ ljúka vinnusamningi sínum í Ţýskalandi sneri hann ekki aftur ţangađ ađ loknu orlofi í Kaupmannahöfn en meldađi sig ţess í stađ inn í ţađ sem í daglegu tali var kallađ Sommerkorpset (Wachkorps der Luftwaffe in Dänemark) og starfađi nú um tíma sem vaktmađur á flugvöllum á Jótlandi og í verksmiđju í Kaupmannahöfn. Verksmiđjur sem unnu fyrir Ţjóđverja voru vaktađar til ađ koma í veg fyrir árásir andspyrnumanna.

 

Fjölskyldan fylgdist međ honum og treysti honum ekki

Hjörtur gekk í hjónaband í nóvember 1944 og hét dönsk kona hans Ella Annina N(afni leynt, fćdd 1917). Hún var ćttuđ frá Borgundarhólmi. Ţau áttu saman barn sem var orđiđ ţriggja mánađa gamalt er Hjörtur var hnepptur í fangelsi 1945. Ekki er gefiđ upp kyn barnsins í skýrslum danskra yfirvalda.  

Eftir ađ Hjörtur var hnepptur í fangelsi áriđ 1945 var fjölskylda Ellu Anninu í Kaupmannhöfn kölluđ á stöđina til ađ gefa skýrslu um Hjört og sumir voru viljugri til ţess en ađrir. Ella Annina var snúin međ barn sitt heim til Borgundarhólms og gaf ţví ekki skýrslu.

Greinilegt var ađ fjölskyldan grunađi hann um grćsku og hélt t.d. mágur hans ađ hann starfađi fyrir ţýsku öryggislögregluna eđa HIPO (hinar alrćmdu dönsku hjálparlögreglu sem í voru eintómir bófar, hrottar og illmenni). Fjölskylda konu hans sá hann ţó aldrei í neinum einkennisbúningi og mágur Hjartar og móđurbróđur konu Hjartar kíktu í töskur hans en fundu ekkert sem undirbyggt gćti ţann grun. Ađ sögn ćttingja mun kona hans hafa veriđ mjög döpur ţegar Shell húsiđ, ţar sem Gestapo hafđist viđ, ţegar húsiđ varđ fyrir sprengjuárásum orustuflugvéla Breta. Hún hélt ađ sögn, ađ hann vinni ţar fyrir Ţjóđverjana. Ţađ gerđi hann ekki.

Dönsk yfirvöld einblíndu sömuleiđis á tengsl Hjartar viđ íslenskan njósnara (Hjalta Björnsson) og veru hans í Sommerkorpset sem leyst var upp í febrúar 1945. Margir félagar í Sommerkorpset fóru ţá í störf fyrir  E.T. (Efterregningstjenesten), Hipo-korpset og ađrar vafasamari deildir danskra samverkamanna ţjóđverja í Danmörku á stríđárunum. Ţađ sannađist á Hjört af launaskrám E.T. ađ hann hafi starfađ fyrir E.T. sem var hluti af Schalburgkorpset. Konur tvćr, sem bent höfđu andspyrnumönnum á Hjört á götu úti rétt eftir stríđslok, og urđu til ţess ađ hann var hnepptur í fangelsi, upplýstu hins vegar ađ ţćr vissu ađ hann hefđi veriđ í einkennisbúningi Sommerkorspet. Starfi Hjartar hjá E.T. var ađ fara út á götur og strćti, óeinkenniklćddur, og njósna um samtöl Dana á götum úti og ljóstra upp um fólk ef hann yrđi ţess vís ađ illa vćri veriđ talađ um setuliđiđ eđa Hitler. Hann sagđist ţó aldrei hafa framselt nokkurn mann í hendur ţeirra sem sáu um barsmíđarnar á fólki sem sagđi skođun sína í torgum úti. Ekkert slíkt kom fram viđ yfirheyrslur á öđrum starfsmönnum E.T. og HIPO. Tvćr íslenskar konur af fínum ćttum, búsettar í Kaupmannahöfn, stóđu sig hins vegar miklu betur í slíkum slúđur- og uppljóstrunarstöđum og hlutu einnig fyrir ţađ verđskuldađa dóma.

Ţrátt fyrir ađ ekki vćru fćrđar neinar sönnur fyrir, annađ hvort hrottaskap, eđa alvarlega glćpi Hjartar Fjeldsted Hjartarson í ţágu Ţjóđverja, hlaut hann 10 ára fangelsisdóm, sem verđur eins og fyrr segir ađ teljast í efri kantinum miđađ viđ fábreytilega "afrekaskrána".

Fyrir utan ađ ţjóđerni hans gćti hafa aukiđ árum á fangelsisdóminn, voru margir Danir og einnig dómarar á ţeirri skođun ađ starfsmenn E.T. vćru allir fyrrverandi og aflóga Waffen-SS liđar. Nýjustu rannsóknir danskra sagnfrćđinga sýna hins vegar augljóslega ađ svo var alls ekki. Ađeins rúm 10% ţeirra komu úr ţeim Waffen-SS sveitum sem Danir tilheyrđu (Skv. Andreas Monrad Petersen (2000): Schalburgkorpset: historien om korpset og dets medlemmer 1943-45. Odense Universitetsforlag, s. 179).

Grátbroslegt er t.d. ađ sjá ađ Waffen-SS mađurinn sem ég hef unniđ ađ heimildavinnu um fyrir Simon Wiesenthal Center i Jerúsalem, sem óskar eftir ţví ađ hann verđi dćmdur fyrir glćpi sem hann tók ţátt í fangabúđum í Hvíta Rússlandi áriđ 1941-42, fékk styttri fangelsisdóm en Hjörtur Fjeldsted. Dönsk yfirvöld höfđu afar takmarkađan áhuga á hugsanlegum morđum mannsins í Bobruisk í Hvíta Rússlandi. Réttarkerfi Dana var mjög furđulegt eftir síđari heimsstyrjöld.

Mig grunar, og leyfi mér ađ halda fram, eftir ađ hafa lesiđ hundruđi dóma í Křbenhavns Byret frá ţessum árum, ađ Hjörtur Fjeldsted hafi veriđ dćmdur allt of ţungum dómi. Sekt hans var ekki eins alvarleg og fjölda annarra sem dćmdir voru svipuđum dómum, og ţađ fyrir miklu verri afbrot. Nasistasleikjan Gunnar Gunnarsson framdi verri afbrot međ blindri ađdáun sinni á nasismanum. Afbrot forsetasonarins Sveins Björns Sveinssonar, sem dćmdi mann til dauđa og ofsótti konu kynferđislega (sjá hér) var mikill. Međleikur Guđmunds Kambans í morđi (sjá hér) og gyđingahatur flokksbundins krata á Íslandi (hér) voru ađ mínu mati miklu verri glćpir en gjörđir ungs manns sem fékk sér vinnu í Berlín og Hamborg til eiga til hnífs og skeiđar - og ţađ voru svo sem til nasistar međ vafasamari fortíđ sem versluđu annars stađar í Lćkjargötunni - en ţađ er svo önnur saga.

Ţađ var ţví ađ mínum dómi ekki morđingi eđa harđvítugur nasisti sem seldi tóbak í Hjartarbúđ. Íslensku morđingjarnir sátu hins vegar í góđum embćttum, á ráđherrastól eđa í ráđuneytunum. Ţađ voru fyrirmenn sem t.d. vísuđu gyđingum á dyr og í dauđann međ ţví ađ hafna fólki landvist. Í nútímanum sitja kollegar ţeirra á sömu slóđum og tíma ekki ađ bjóđa einum ţeirra sem vísađ var úr landi. Ţađ var Felix Rottberger, fyrsti gyđingurinn sem fćddist á Íslandi. Yfirvöld tíma ekki og vilja ekki bjóđa honum til Íslands í tilefni af 80 ára afmćli hans. Felix var vísađ úr landi međ foreldrum sínum og systkinum áriđ 1938. Íslenskir mektarmenn sendu í raun fjölskylduna í dauđann, ţví ţćr leiđbeiningar fylgdu til danskra yfirvalda, ađ ef ţeim hugnađist ekki ađ skjóta yfir ţau skjólshúsi myndi Ísland borga fyrir áframhaldandi ferđ Rottberger-fjölskyldunnar til Ţýskalands.

Ţađ var ekki, og er ekki, sama hver mađurinn er á Íslandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband