Mansal

2153595_c.jpg

Íslenskar konur hafa heldur mikiđ fariđ kaupum og sölum á hinum síđustu og verstu tímum. Sér í lagi undirgefnar konur í ţjóđbúningum í upphlut međ silkisvuntu og skúfhúfu. Ţannig var ţeim pakkađ inn áđur en kvenréttindi voru viđurkennd ađ nafninu til. Erlendis lýsa menn ólmir eftir íslenskum konum af ţessari klassísku gerđ og sćkjast eftir postulínshúđ ţeirra og brothćttri sál og greiđa mćtavel fyrir.

1qorlj.jpg

Nýveriđ voru tvćr slíkar bođnar upp í Danmörku og vildu augsýnilega margir eignast ţćr. Ég hefđi hugsanlega keypt eina ţeirra, sem meira var í variđ, hefđi ég heyrt tímanlega af uppbođinu. En hún hlaut hćsta bođ einhvers dansks dóna, sem mun ţukla hana og stöđum sem engan getur dreymt um nema einhverri forsetaefnisómynd í Bandaríkjunum.

Ég er sér í lagi ađ tala um konuna sem ber nafnnúmeriđ 12164 undir iljum sér, en viđ gćtum bara kallađ hana Guđríđi. Hún var upphaflega framleidd í Konunglegu Postulínsverksmiđjunni í Kaupmannahöfn á fyrsta fjórđungi 20. aldar.

Hún var hluti af röđ ţjóđbúningastytta sem danski listamađurinn Carl Martin-Hansen (1877-1941) hannađi fyrir Kgl. Porcelćn á árunum 1906-1925 og sem báru heitiđ Danske Nationaldagter. Ţetta voru styttur af fólki í ţjóđbúningum dansks Konungsríkisins, dönskum, fćreyskum, íslenskum og grćnlenskum. Bjó Carl Martin-Hansen til myndir af fullorđnu fólki jafnt sem börnum, en ekki er ţó vitađ til ţess ađ íslensk börn eđa karlar hafi fariđ kaupum og sölum.  Stytturnar af fullorđna fólkinu voru jafnan 30-34 sm háar og vel gerđar. Einn hćngur var ţó á listaverkum ţessum, sem fólki gafst fćri á ađ prýđa stássstofu(r) sína međ. Andlitin voru svo ađ segja öll eins. Stytta af konu frá Amákri (Amager) var međ sama andlitiđ og konan frá Íslandi og börnin voru öll međ ţađ sem Danir kalla ostefjćs, nema grćnlensku börnin sem eru iđuleg hringlaga í fasi án ţess ađ hćgt sé ađ tengja ţađ sérstaklega osti.

l3gnuqh.jpg

Fölsk kerling sem seld var á 10.700 krónur áriđ 2014.

Ef einhver á svona styttu á Íslandi,sem er ósvikin og ekta (ţví heyrt hef ég ađ ţjóđbúningastyttur Martin-Hansens sé fariđ ađ falsa í Kína), ţá hafa ţćr fariđ á allt ađ 10.700 krónur danskar. Ţađ gerđist áriđ 2015 á Lauritz.com netuppbođsfyrirtćkinu danska (sjá hér), ţar sem oft hefur reynst mikill misbrestur á heiđarleika í sölumennskunni og kunnáttu starfsmanna á ţví sem ţeir reyna ađ selja. Styttan sem seld var af ţessu undarlega fyrirtćki á ţessu uppsprengda verđi hafđi ekki einu sinni nauđsynlega stimpla og málaramerki konunglegu Postulínsverksmiđjunnar, máluninni á styttunni var sömuleiđis ábótavant miđađ viđ styttu sem seld var fyrr á uppbođi Bruun Rasmussen fyrir miklu lćgra verđ en sú var međ alla nauđsynlega stimpla og merkingar.

Biđ ég lesendur mína ađ taka eftir tímasetningunum á bođunum og hvenćr menn bjóđa á nákvćmlega sama tíma sólahrings, og hvernig mótframbođ stangast á í tíma (sjá hér).

Spurningin sem gćti vaknađ í hugum gagnrýninna manna er, hvort menn sem láta framleiđa eftirlíkingar í Kína afhendi styttur til sölu hjá uppbođshúsum og láti mismunandi ađila, ţ.e.a.s. vitorđsmenn sína, bjóđa í hana til ađ hćkka verđiđ og lokki ţannig ginkeypta Íslendinga sem vilja hafa styttu af ömmu ćsku sinnar uppi í hillu til ađ kaupa hana á hlćgilega uppsprengdu verđi. Í Danmörku er nefnilega mikiđ til af fólki sem gjarna selur ömmu sína. Á Íslandi eru aftur á móti til margir sem eiga skítnóg af peningum og vita jafnvel ekki aura sinna ráđ.

l2umela.jpg

Lauritz.com stundar ţá iđju ađ halda uppbođ á netinu og er fyrirtćkiđ misfrćgt fyrir. Vefssíđan Kunstnyt.dk hefur vígt starfsemi sína ţví ađ koma upp um vanţekkingu og hugsanlega sviksemi uppbođsfyrirtćkisins lauritz.com. Af nógu er greinilega ađ taka. Hér er t.d. dćmi starfsemi ţeirra og ađstođarmenn vefsíđunnar hafa t.d. fundiđ málara í París sem framleitt hefur fölsuđ málverk fyrir uppbođsfyrirtćkiđ. Lögreglan í Danmörku gerir svo ađ segja ekkert í svikamálum fyrirtćkisins, enda vinna ţar fábjánar fyrir ţađ mesta. Danska Dagblađiđ Berlingske Tidende skrifar gagnrýnar greinar um Lauritz en fólk heldur áfram ađ láta snuđa sig og ađaleigandi fyrirtćkisins keypti sér nýlega stóra vínhöll í Frakklandi áđur en fyrirtćkiđ sem einnig starfar á hinum Norđurlöndunum og á Spáni var skráđ á verđbréfamarkađnum í Kaupmannahöfn.

Variđ ykkur landar sem kaupiđ sögu ykkar í postulíni. Konan í upphlutnum eftir Carl Martin-Hansen, er ekki öll ţar sem hún er séđ. Kaupiđ ţiđ hana á 10.700 DKK, gćtuđ ţiđ alveg eins veriđ ađ kaupa kerlingu sem er gul á húđ undir farđanum og postulínsbrosinu og sem eldar chop suey í stađ saltkjöts og bauna. Ţađ ţarf međal annars ađ líta ađeins upp undir pilsfaldinn á henni til ađ sjá hvers kyns hún er. Skúfurinn kemur einnig upp um ţá kínversku og balderingarnar á vestinu. Eđlilegt verđ fyrir ekta styttu er 2-2500 DKK. og ekki krónu meir.

Tvćr efstu myndirnar eru af ófalsađri framsóknarmadömmu Konungslegu Postulínsverksmiđjunnar í Kaupmannahöfn, en hinar eru myndir af svikinni vöru.

l3_b.jpg

Kínverjar ţekkja ekki balderingarnar á upphlut ţegar ţeir falsa íslenskar hefđarkonur og fá ţeir greinilega lélegar ljósmyndir frá ţeim sem panta verkiđ og sjá ţví ekki smáatriđin.

Hér má lesa fćrslu Fornleifs um ađra ömmu ćskunnar sem óprúttiđ fólk lét búa til úr stolinni "hugmynd" og var ţađ meira ađ segja verđlaunađ fyrir. Ţá kom makalaus athugasemd frá Gústafi Níelssyni fv. súludansstađareiganda og Gretti íslenskra stjórnmála.

AMMA


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband