Íslenskar kerlingar og karlar í frönskum ritum

grasset_1_1788.jpg

Fornleifur stundar ţađ sem frístundagaman, álíka og lćknar leika sér í golfi, ađ safna teikningum og ristum af íslenskum kerlingum og körlum frá 18. og 19. öld. Á hann orđiđ dágott safn af ţeim sem fyllt gćti heilt óđal í búsćlli sveit. Viđ verđum ađ ţakka Frökkum fyrir ađ eilífa ţessa Íslendinga á seinni hluta 18. aldar, jafnvel ţótt ţeir hafi hugsanlega aldrei séđ Íslendingana sem ţeir teiknuđu. 

Ţćr myndi sem sýndar verđa hér úr safni Fornleifs, og sem ekki byggja á teikningum í bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igigennem Island (1772), eru einnig flestar franskar. Ţessar frönsku myndir voru einu ásjónur Íslendingar sem lítill hluti af heimsbyggđinni hafiđ séđ síđan ađ íslenskar konur sátu (stóđu) fyrir hjá Albrecht Dürer i Antwerpen áriđ 1521 (sjá hér). Voru teikningar Dürers vitaskuld lítt til sýnis fyrr en 19. öld ţegar ţćr komust í eigu eins af međlimum Rotschild-ćttarinnar, ţeirrar ríku.

grasset_2_1788_1300847.jpg

Hvort einhver Frakki teiknađi upphaflega ţessi hjón, sem yđur eru sýnd í dag, á Íslandi, eđa hefur látiđ ađrar myndir hafa áhrif á sig skal ekkert fullyrt um hér. Mér hefur dottiđ í hug ađ leiđangrar ţeir sem komu til Íslands á vegum franska greifans Buffons (sjá hér) og sem tók međ sér sauđkind og ţríhyrndan hrút, sem áđur hefur veriđ greint frá á Fornleifi, hafi hugsanlega rissađ upp mynd af Íslendingum af tegundinni homo sapiens, án ţess ađ vilja taka slíka vandrćđagripi međ sér til Frakklands viljuga eđa nauđuga. Frakkarnir vildu miklu frekar hafa međ sér kind og hrút en mannfólk, enda voru ţeir dýrafrćđingar. Ástand Íslensku ţjóđarinnar var vissulega slćmt á síđari hluta 18. aldar, en Íslendingar voru hvorki í svo mikilli útrýmingarhćttu, né ţađ hrjáđir og dýrslegir í útliti ađ útlenskir ferđalangar vildu hafa spesímen af ţeim međ sér á fćti til Frans.

Rúmri hálfri öld síđar tóku ađrir Frakkar afsteypur af Íslendingum og höfđu síđar til sýnis í konungshöllinni í París (sjá hér). Segiđ svo ekki ađ íslensku afdalafólki hafi ekki veriđ sýndur áhugi. Vive la France! 

Homme Islandois & Femme Islandois (1788) 

Fyrsta gerđ mynda af íslenskum karli og konu (sjá efst) sem birtist á bók í Frakklandi eru tvćr myndir af Homme Islandois og Femme Islandois. Ţau birtust í 10. bindi í ritröđ um búninga ţjóđanna eftir Jaques Grasset Saint-Sauveur, sem ber heitiđ Costumes Civils actuels de tous les Peuples connus. Bindiđ sem íslensku hjónin birtust komu út áriđ 1788. (Sjá myndirnar efst; Hér geta menn flett bókinni sem gefin var út af Pavard útgáfunni í París). Myndirnar voru teiknađar af Felix Mixelle. 

Mađur getur leyft sér ađ velta ţví fyrir sér, hvort íslenska konan í bók Grasset Saint-Sauveur hafi veriđ teiknuđ eftir mannamyndunum úr einhverjum af útgáfum af bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igiennem Island, sem kom fyrst út í Sorř áriđ 1772 (2. bindi, sjá hér). Ţađ tel ég ţó nćsta ólíklegt, og karlinn hjá Eggerti og Bjarna skilar sér alls ekki á teikninguna af íslenska karlinum hjá Grasset Saint-Sauveur. 

img_6704_fornleifur.jpg

Ţess ber ađ geta ađ áriđ 1788 komu út ađrar myndir af íslenskum hjónum í nágrenni Heklu og öđrum Íslendingum viđ sođningu viđ Geysi í Haukadal. Í enskri bók, nánar tiltekiđ í 1. bindi af bók síra John Trusler: The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Leifur á einnig ţessa bók og sömuleiđis úrrifnar myndir úr öđru eintaki í safni sínu. Myndirnar af Íslendingum í bókinni eru heldur ekki fyrirmyndir íslensku hjónanna í frönskum búninga og landfrćđiritum.

img_6710_fornleifur_1300846.jpg

Homme de L´Islande & [Femme de L´Island] í Costumes de Différent Pays (1797)

img_b_fornleifur.jpg

Áriđ 1797, tćpum áratug eftir ađ Homme og Femme Islandois komu út í bók Grasset Saint Savieurs um búninga heimsbyggđarinnar, kom út rit međ endurteiknuđum myndum Grasset Saint-Saveurs sem gefin var út í Bordeaux undir ritstjórn útgefanda sem hét Labrousse. Bókin bar heitiđ Dostumes de Différent Pays.

Fornleifur á ţví miđur ađeins karlinn, sem ég keypti nýveriđ í Frakklandi af fornbóksala. Einhvern tíma hefur hann líklega veriđ rifinn út bókinni, ţví myndirnar gáfu fyrir nokkrum árum meira í ađra hönd en ef reynt var ađ selja bókina. Slíkt skemmdarstarfsemi hefur lengi tíđkast og eru bćkurnar nú orđnar svo sjaldséđar og svo  dýrar ađ ţessi ljóti siđur er sem betur fer sjaldgćfari en áđur. Ég leita enn ađ konu fyrir karlinn. Ţessi kona hér fyrir neđan á ég ekki en hún á heima á LACMA listasafninu í Los Angeles og ţví ugglaust ekki til fals fyrir piparsveininn á óđali mínu. Ef ég nć í konu fyrir hann, og hann er ekki hommi, bíđ ég í brúkaup í beinni á Fornleifi međ tölvukampavíni og ódövrum.

lacma_for_fornleifur_1300841.jpg

Konan í Los Angeles

Hjón í Tableau historique, descriptif et géographique de tous les peuples du monde (1821)

1821_b_fornleifur_1300832.jpg

Á öđrum og ţriđja áratug 19. aldar gaf forlagiđ Lecrivain í París út verk í litlu broti um landafrćđi og menningu fólks í heiminum. Áriđ 1821 var Íslandi gerđ skil. Listamađurinn sem fenginn var til ađ sýna hina hrjáđu íbúa ţessa eldfjallalands tók hjón Felix Mixelle frá 1788 og pússađi ţau saman á eina mynd. Ţetta gera útgefendur víst til ađ spara, en samt var einnig pláss fyrir Heklu í bakgrunninum. Karlinn er enn međ sinn svarta ţríhyrnuhatt, stafinn og skikkjuna góđu. Konan er einnig kopípeistuđ úr fyrrnefndum frönskum verkum. Mér líkar einstaklega vel viđ uppgrćđsluátakiđ á ţessari mynd. Svo virđist sem listamanninum hafi ţótt viđ hćfi ađ setja eina Alaskaösp eđa álíka stórviđ í bakgrunninn. Ég held mikiđ upp á ţessi menningarhjón sem ég hef leyft mér ađ kalla Vigdísi og Geirharđ í höfuđiđ á frumkvöđlum ţeim sem kenndu frönsku á RÚV í árdaga.

Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d´apres nature, graves et colories (1830)

homme_islandois_2017_fornleifur.jpg

Áriđ 1830 birtust loks íslensk hjón, sem skyld voru ţeim fyrrnefndu í fyrsta bindi fjögurra binda ritrađar Silvain Marechals, sem hann kallađi Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d´apres nature, graves et colories, sem út kom í París (Hér er meira ađ segja hćgt ađ skođa bókina). Fornleifur á ţessi hjón í tveimur eintökum og búa ein ţeirra ugglaust á Suđurlandi og hin einhvers stađar á Snćfellsnesi.

Vona ég ađ lesendur hafi haft gaman af ţessari myndlistasýningu Fornleifs, sem verđur opinn um óákveđinn tíma. Ţetta er ekki sölusýning.

femme_islandois_2017_fornleifur.jpg

V.Ö.V. í mars 2017


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka innilega. Nú veit ég hvađan myndirnar fjórar hérna á veggnum eru komnar. Keypti ţćr ódýrt á uppbođi í Stokkhólmi um 1980 ásamt slatta af Mayermyndum. Ţetta eru sem sé Homme/Femme de L´Islande (1797) og Homme/Femme Islandoise (1830). Ég hef alla tíđ taliđ ađ tvćr (1830) vćru úr frönsku útgáfu ferđabókar Eggert og Bjarna og hinar vćru einhvers konar speglun á ţeim. Nennti aldrei ađ kanna máliđ frekar.

Jón (IP-tala skráđ) 14.3.2017 kl. 20:50

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Jón Th. Gott er ađ frétta ađ ađrir hafi safnađ fransk-íslenskum kerlingum og körlum í stađ ţess ađ leika golf. 1897 myndirnar og ţćr frá 1830 hafa oftast fengist á góđum kjörum. En 1788 myndirnar eru orđnar nokkuđ dýrar.

FORNLEIFUR, 15.3.2017 kl. 05:18

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott samantekt en ţessir hattar voru ekki notađir á Íslandi eđa hvađ. 

Valdimar Samúelsson, 15.3.2017 kl. 09:51

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Valdimar skoski. Ef ţú meinar hatta karlanna en ekki vafningsskaut kvennanna, er ég nokkuđ viss um ađ íslenskir karlar hafi náđ sér í svarta, barđastóra filthatta utan úr löndum, sem beygđir voru eftir tísku í hvert og eitt skiptiđ. Allt er ţetta sami "grunnhatturinn". Slíka hatta voru embćttismenn međ á Bessastöđum og jafnvel voru ţeir af enn fínna fólki hafđir eins og Naflajón mótađi sinn hött. En ađalfjandi hatta á Íslandi hefur alltaf veriđ vindrassgatiđ í landinu, sem feykir höttum á haf út, svo lambhúshettan og strýtuhettan var líklega helsta höfuđfat íslenskra karla gegnum aldirnar.

FORNLEIFUR, 15.3.2017 kl. 15:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband