Pavlova hittir Vilhjálm á Grand
19.8.2017 | 18:29
Pavlova er nafn á miklum eftirrétt sem Fornleifur fékk í fyrsta sinn á ćvi sinni fyrir um tveimur árum síđan hjá íslensku vinafólki sem ég heimsótti í sumarhúsi hér í Danmörku.
Oft hafđi ég áđur heyrt um ţennan desert og séđ í breskum matreiđsluţáttum. Ég taldi víst ađ ţetta vćri gríđar gómsćtur réttur, hlađinn umframorku. Ţađ reyndist rétt vera. Slíkir réttir henta eiginlega ekki ballettdönsurum, miklu frekar sjómönnum. Eftirrétturinn ber reyndar nafn frćgra ballettdansmeyjar, Önnu Pavlovu (1881-1931), en ef ballettmćr borđa slíkan mat er dansferlinum vćntanleg rústađ eftir fyrstu skál. Ţessi frćgi desert samanstendur mest af sykri, eggjahvítu og rjóma. Ţađ einasta sem hollusta er í eru berin, og ţá helst jarđaber, sem stráđ er ójafnri og ónískri hönd efst á pavlóvuna.
Margt er á huldu um ţennan eftirrétt. Ástralir og Nýsjálendingar, sem áđur fyrr ţóttu afar óábyggilegar heimildir hafa rifist um ţađ í áratugi, hver ţjóđanna hafi fundiđ ţennan rétt upp fyrstar. Báđar ţjóđir vilja nefnilega eigna sér eftirrétt ţennan sem hefur fengiđ mikla heimsútbreiđslu.
Báđum ber saman um ađ hann hafi veriđ búinn til til heiđurs Önnu Pavlóvu ballettdansmeyju, ţegar hún heimsótti löndin tvö áriđ 1926. Og nú er desertinn vćntanlega orđinn frćgari en Pavlova sjálf. En í međförum fornmatgćđinga vandast nú málin, ţví engar uppskriftir eđa heimildir geta sannađ tilurđ ţessa réttar áriđ 1926 og dagbćkur dansarans svipta ekki hulunni af neinu, ţví ţar er hann hvergi nefndur. Fyrstu uppskriftirnar ađ réttinum eru frá 4. áratugnum og voru prentađar bćđi á Nýja Sjálandi og í Ástralíu.
Hér verđur ekki séđ hver er eftirrétturinn eđa forrétturinn. Bćđi ţekktu hins vegar lítiđ til föđur síns.
Áriđ 1926 var reyndar gefin út í Ástralíu uppskrift ađ ávaxtahlaupi, fjarri ólíku ţeirri Pavlóvu sem flestir tengja nafni ballettdansmeyjunnar. Svo halda ađrir ţví fram ađ ţessi blessađi réttur sé bara kominn međ innflytjendum frá Ţýskalandi til landanna tveggja í neđra. Ekki ćtla ég ađ skera úr um upprunann, ţví laktósaóţol mitt sem uppgötvađist er ég var fimmtugur, sem og menningarvömbin fína, valdar ţví ađ ég verđ ađ halda mig frá slíku lostćti nema í hófi. En góđ er hún hún Pavlóva.
Jafn dularfullur og uppruni pavlóvukökunnar er, var uppruni Önnu Pavlovu dansstjörnu ţađ einnig. Hún var dóttir fátćkrar ţvottakonu í Sankti Pétursborg sem ekki gat eđa vildi gefa upp nafn föđur barnsins. Dóttirin Anna fékk síđar nafn manns sem móđir hennar giftist og hét Pavlov ađ eftirnafni. Anna Pavlova andađist úr lungabólgu í den Haag í Hollandi áriđ 1931, ađeins fimmtug ađ aldri (svo dans er kannski ekki eins hollur fyrir líkamann og oft er haldiđ fram). Minning hennar lifir enn í hinni girnilegu köku (sem menn geta brennt smá fitu viđ sjálfir ađ leita uppskriftinni fyrir). Ţó er ég hrćddur um ađ svitinn leki ekki af ykkur viđ leitina. Pavlóvurétturinn er nefnilega orđinn ţekktari en dansmćrin. En muniđ ađeins í hófi, annars verđiđ ţiđ ekki deginum eldri en Anna Pavlova varđ sjálf.
Anna Pavlov kemur til den Haag í Hollandi
Ţess verđur ađ geta ađ einn Íslendingur fékk tćkifćri til ađ hitta Önnu Pavlóvu. Ţađ var enginn annar en Vilhjálmur Finsen, einn af feđrum Morgunblađsins. Eftir Morgunblađsárin starfađi hann löngum sem blađamađur í Noregi, ţar sem hann stofnađi fjölskyldu. Áriđ 1927 kom Anna Pavlova til Oslóar og leyfi ég mér hér ađ birta frásögn Finsens sem út kom í fyrri ćvisögu hans Alltaf á heimleiđ (1953).
Anna Pavlova
Í maímánuđi 1927 kom ballettdansmćrin Anna Pavlova til Oslóar í fylgd međ 36 konum og körlum, ţađ féll í minn hlut ađ taka á móti henni á járnbrautarstöđinni og eiga tal viđ hana fyrir Oslo Aftenavis.
Önnu Pavlovu hefur veriđ líkt viđ flamingó, sem líđur eđa svífur áfram fremur en gengur, og ţessi lýsing áttir mjög vel viđ hana, ţví ađ hún var svo létt og yndisleg í hreyfingum, er hún leiđ fyrir slitinn stöđvarpallinn, grönn og mjóslegin, međ dásamleg djúp svört augu í fölu andliti, ađ mađur varđ hálfhrćddur um ađ hún mundi fljúga burt.
Á brautarstöđinni vildu hún ekkert segja viđ okkur blađamennina, en hún bađ okkur koma međ sér upp á Grandhóteliđ, og ţar átti ég viđtal viđ hana, á međan teiknarinn teiknađi hana.
Hvernig hugsiđ ţér til ţess ađ sýna list yđar hér? Skandínavar eru sagđir svo kaldlyndir, sagđi ég.
Fólki, sem kemur fram á leiksviđi, sagđi frúin, hćttir til ađ halda, ađ ţađ hafi ekki komizt í ákjósanlegt samband viđ áhorfendur, ef ţeir láta ekki hrifningu sína óspart í ljós. Ég fyrir mitt leyti kann vel viđ ţess konar áhorfendur, ţví ađ ég ţekki ótt manna viđ ađ láta tilfinningar sínar í ljós. Ţađ eru hinar ţöglu bylgjur frá hjarta til hjarta, sem allt veltur á.
Teiknari Aftenavisen i Osló náđi Pavlovu vel. Hún er međ sama hattinn og í den Haag. Myndin birtist í bók Vilhjálms Finsens Alltaf á Heimleiđ, sem út kom áriđ 1953.
Ég spurđi hana um álit hennar á nýtízkudansi.
Mér er í rauninni vel viđ allt nýtt, en viđ verđum ađ virđa hiđ gamla, siđvenjurnar. En nýtízkudansar, black bottom og hinir, eru hrćđilegir. Fólk lítur út ein og ţađ vćri vitskert, međan ţađ er ađ dansa. Dansinn virđist óheflađur, klunnalegur og trylltur.
Orđum Pavlovu fylgdu hrífandi hreyfingar handa og axla, og svipur hinna djúpu augna og andlitsdrćttirnir voru síbreytilegir. Hin eldsnöggu og leiftrandi hugbrigđi hennar og hrífandi framkoma voru ógleymanleg. Ofurlítil handahreyfing varđ svo mikilvćg og áhrifarík, ađ ţađ var eins og hún svifi ein í rúminu. Ţađ var ekki ađ ástćđulausu, ađ Pavlova var kölluđ geđţekkasta kona heimsins.
Kvöldiđ eftir naut ég ţeirrar ánćgju ađ sjá hana dansa, og er ţađ eitt fegursta, sem ég hef séđ á ćvinni.
Vihjálmur Finsen, sem bráđnađi eins og klaki í Kenýa undan sjarma Önnu Pavlovu, greinir ekki frá neinum eftirrétti sem bar nafn hennar, enda hefur hann vart veriđ búinn ađ ná útbreiđslu alla leiđ til Noregs ári eftir ađ hann á ađ hafa orđiđ til. Í Noregi nútímans er hann hann hins vegar í hávegum hafđur, löngu eftir ađ hann naut sem mestra hylli á Bretlandseyjum og í Danmörku á 8. Og 9. áratug 20. aldar.
Ađ minnsta kosti 667 uppskriftir munu vera til af Pavlóvu. Prófessor Helen Leach viđ háskólann í Otago á Nýja Sjálandi hefur safnađ ţeim saman úr 300 heimildum, og ber bókin heitiđ The Pavlova Story: A Slice of New Zealands Culinary History. Helen Leach telur öruggt ađ pavlova eins og hún er best ţekkt í dag sé fyrst lýst í riti á Nýja Sjálandi áriđ 1929, en ađ Ástralar hafi ekki skrifađ neitt ađ viti um eftirréttinn fyrr en 1935.
Núvitiđiţađ. Ef ţiđ fitniđ getiđ ţiđ dansađ black bottom, Svartrass, dansinn sem Pavlovu var hugleikinn í Osló áriđ 1927.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Forynja, ómenning og óminjar, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.