Zweig og tveir íslenskir skallar

120827_r22467_g2048

Um síđustu helgi dreif ég mig í tvöbíó á Grand Teater í Kaupmannahöfn til ađ horfa á kvikmyndina Farewell to Europe. Myndin er afar litrík og heimildatrú innsýn í síđustu ár rithöfundarins Stefans Zweigs. Grand Teater er líka ágćtt bíó. Ţar má t.d. ekki éta pop corn.

Bíóiđ er hins vegar jafnan stútfullt af gömlum hommum, sem og ekkjum og ekklum í leit ađ síđbúnum tangó - eđa sjálfum sér. En einhvers stađar verđa vondir ađ vera. Ég var nú bara í bíó međ konunni minni og er enn ekki kominn međ Alzheimer. Leiđ eins og unglingi á mynd bannađri börnum.

Síđan ég tók alla mögulega og ómögulega áfanga í ţýsku í MH, á síđustu öld, hef ég átt auđvelt međ ađ lesa ţýsku, jafnvel flókna lagatexta. Ég hef setiđ á skjalasöfnum í Berlín, mér til mikillar ánćgju. En ţrátt fyrir "afburđarskilning" minn á ţýsku, hefur mér alltaf ţótt erfitt ađ líta á Zweig sem ţá hetju og mikilmenni sem ađrir sjá í honum. Líka ţegar ég les Veröld sem var á íslensku. Ţeir sem álíta ađ Zweig hafi veriđ "Europeanisti" og "Internationalisti" leggja líka allt annan skilning í ţau orđ en Zweig gerđi sjálfur, ef hann hefur yfirleitt velt ţeim fyrir sér. Ég leyfir mér ađ ţýđa ţessi orđskrípi ekki yfir á íslensku til ađ valda ekki ónauđsynlegum misskilningi.

Mér fannst kvikmyndin Evrópa kvödd (stađfesta ţessa skođun mína, sem er ţó líklega ađeins stađfesting á ţví ađ ég hafi aldrei skiliđ ţennan mikla rithöfund eins vel og allir ađrir. Konan mín sem líklega hefur lesiđ meira en ég eftir Zweig, en á dönsku, ţekkti ekki endalok hans fyrr en hún sá kvikmyndina en taldi myndina sýna einlćgan, lítillátan og fórnfúsan mann í Zweig. Ég nenni ekki lengur ađ rífast um slíkt, enda kona mín miklu betur og meira lesinn en ég í heimsbókmenntunum.

Myndirnar efst af Zweig segja heldur ekki allt, en ég valdi ţćr til ađ leggja áherslu á mína skođun á Zweig sem veikgeđja súperegóista, sem var ţóknunargjarn viđ ríkjandi stefnur. Ţađ kemur svo vel fram í kvikmyndinni, ţar sem hann segir ţátttakendum á PEN-ráđstefnunni í Buenos Aires ađ hann telji ekki hlutverk sitt ađ gagnrýna Ţýskaland nasismans.

En, ég hef aldrei taliđ fólk sem fremur sjálfsmorđ ţegar ekki er brýn nauđsyn til ţess, lítillátt. Rannsóknir sýna ađ fólk sem hafur gaman ađ ţví ađ taka sjálfsmyndir og selfies sé hneigđara til sjálfsmorđa en ađrir sem minna gera ađ slíku. Ég trúi ţví nú mátulega, en yfirgengileg naflaskođun er aldrei holl.

Markviss Tómas

Íslenskir skallar smástjörnur í góđri kvikmynd

Mér ţykir eins og góđum Íslendingum sćmir merkilegra ađ tveir íslenskir skallaleikarar eru međ hlutverk í kvikmyndinni, ţeir Benedikt Erlingsson og Tómas Lemarquis. Tómas hinn Markvissi er skilgreindur međal ađalstjarna myndarinnar, enda fyrir löngu orđinn heimsţekktur kvikmyndaskúrkur. Hann leikur franskan blađamann, Lefevre, sem ekki skílur orrrd í týsku, og fer létt međ ţađ. Tómas er sannfćrandi ţrátt fyrir íslensk höfuđlag sitt og augu. Hárgreiđslan er óađfinnanleg ađ vanda.

Benedikt leikur örlítiđ hlutverk, líkast til afguđ okkar Íslendinga, sjálfastan Laxness. Hann er náttúrulega í tweedfötum á PEN ráđstefnunni í Buenos Aires áriđ 1936, og rýkur fyrstur upp til ađ samţykkja tillögur ráđstefnunnar til stuđnings heimilislausu fólki eins og Stefan Zweig.

Íslenskir leikarar eru eins og svartir sandar sunnan jökla. Ţeir taka allt í einu upp á ţví ađ blómstra og verđa áđur en varir orđnir ađ miklu skóglendi, sem skagar upp í Svartaskóg og Skíraskóg. Ţó ţeir séu kollóttir.

Benedikt Erlingsson

Benedikt Erlingsson lengst til vinstri međ Laxness-tilburđi, stendur upp fyrstur til ađ sýna stuđning sinn ţeim sem hafa veriđ neyddir í útlegđ. En studdi Laxness ofsótt fólk? Hvađ međ Veru Hertzsch og Sólveigu Erlu dóttur hennar? Stóđ hann upp fyrir gyđingum og öđrum ofsóttum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936? (sjá hér). Ekki er ég nú viss um ţađ.

Hvađ er svo hćgt ađ lćra?

Benedikt og Tómas fá gullpálma Fornleifs og sköllóttu Berlínarbolluna fyrir leik sinn í Evrópa kvödd sem er hin ágćtasta mynd sem fćr örugglega fólk til ađ hugsa.

Kvikmyndin sem ţeir leika í sannfćrir mig um um ađ mađur megi ekki gefa helstu málefni sín og hugsjónir upp á bátinn, eđa segja sem minnst líkt og Zweig gerđi, til ađ móđga ekki elítuna í pólitískum skrípaleik Evrópu á 4. áratug síđustu aldar. Ţess vegna kýs ég ekki Katrínu Jakobsdóttur (sem ég kaus síđast og ţađ ćtti ađ vera nóg) ţví hún hefur opinberlega stutt öfl sem myrđir sama fólkiđ og Hitler ćtlađi sér ađ útrýma um leiđ og hún útnefnir sjálfa sig sem sérleyfishafa á réttar skođanir og hreinar. 

Er hún nokkuđ betri en allir hinir, t.d. ţeir sem eiga pabba sem vilja hjálpa fólki sem hefur orđiđ á í lífinu? Kannski kýs ég ekki neitt, leggst í rúmiđ og drep mig. Ći nei, til ţess er ég of sjálfselskur og svo er svo lítiđ í húfi. Allir íslenskir pólitíkusar eru eins, fullir af lygi og yfirborđsmennsku. Engin ástćđa er fyrir einn eđa neinn ađ óttast. Ísland slefast áfram eins og áđur og ţrátt fyrir allt. Ég hef engar áhyggjur af Íslendingum. Ţeir er líkir ţeim sem ţeir kjósa yfir sig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband