Af lygum og sjálfsblekkingu (vinstri) manna á Íslandi
17.11.2017 | 19:09
Hatur margra Íslendinga í garð gyðinga og gyðingdóms er bölvuð staðreynd. Siðblinda þessi er algeng hjá sumu lútersku fólki, enda ekki furða. Lúther hataði gyðinga af öllu sínu feita hjarta og lét þær tilfinningar óspart í ljós í ræðu og riti.
En síðan um 1980 hefur lúterska kirkjan að eigin sögn gert mikið til að fjarlægjast hatursboðskap lúterskunnar gagnvart gyðingum. Í nokkrum löndum hefur þetta átak því miður ekki borið árangur. Til dæmis á Íslandi, þar sem enn er tönnlast á gyðingum með opinberum lestri Passíusálmanna. Þeir eru hluti af svæsnu gyðingahatri 17. aldar og innihalda ótímabæran þvætting á okkar eigin "upplýstu" tímum. Sjá fyrri skrif Fornleifs um Passíusálmana og hatur hér, hér og hér.
En samt keppast menn um að fá að lesa sálmana upp í kirkjum og þar á meðal hafa íslenskir vinstrimenn, flestir yfirlýstir trúleysingjar að því er best er vitað, fengið að lesa grófustu sálmana upp í auðvaldsfyrirbærum eins og kirkjum. Eitthvað kick fá þeir út úr því blessaðir.
Engu minni er gyðingafárið á meðal margra vinstri manna á Íslandi en hjá svæsnustu áhangendum Lúthers og verður maður sí og æ var við leiðigjarnar klisjur hjá "gömlum kommum" sem þykjast vita allt sem hægt er að vita um gyðinga og gyðingdóm, þó þeir viti ekki rass í bala.
Stjórnmálamaður að lesa upp úr Passíusálmum. Efst er helgríma Lúters og afsteypa af höndum hans við andlátið.
Á fimm alda afmæli þess er Lúther tók æði og negldi 95 boðorð sín á hallarkirkjudyrnar i Wittenberg, sigldi ég á milli heims og helju á fésbókum fjölda manna um daginn, til að finna eitthvað almennilega viturlegt. Endaði ég loks hjá Úlfari Bragasyni rannsóknarprófessor, sem kenndi lengi íslensku í HÍ, þegar hann var ekki að spóka sig í Vesturbæjarlauginni. Úlfar hafði verið á Akureyri og hafði skoðun á öllu því sem miður hafði farið þar í bæ. Hitti hann loks gamla nemendur og kunningja á Bláu könnunni. M.a. Viðar Hreinsson sem er, held ég, hjá Reykjavíkurakdemíunni.
Æi, hugsaði ég, eins ókunnugur ég er orðinn öllum á Íslandi, hver er nú þessi Viðar. Ég hélt því áfram inn á FB Viðars og sá að það var einmitt hann sem skrifaði bók um frænda minn Stephan G. Viðar auglýsti á fésbók sinni tvo fyrirlestra sem hann heldur ásamt Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur í Endurmenntunarstofnun HÍ. Líklega hefði ég sótt þessa fyrirlestra hefði ég búið í Reykjavík. Endurmenntunin ber heitið Töfrandi hugarheimur 17. aldar. Fjallar hann þó fyrst og fremst um Jónana tvo, Jón lærða Guðmundsson og Jón Daðason á 17. öld út frá nútímalegu íslensku sjónarhorni. Jón lærði Guðmundsson hrökklaðist úr landi vegna andmæla sinna gegn Spánverjavígum og vegna þess að hann var síðar dæmdur fyrir galdra. Ég verð um það leyti sem fyrirlestrarnir verða haldnir í Amsterdam, einni af vöggu evrópskrar endurreisnar á 17. öld og læt mér það nægja af töfraheimum.
Aftur á FB. Eftir kynningunni á hinum töfrandi hugarheimi tveggja óvenjulegra og kannski skrýtinna karla á 17. öld kemur inn gamall bóndi og Alþýðubandalagsmaður, Gvendur Beck, og hreytir þessu út úr sér, sem Viðar Hreinsson "lækaði" - vonandi fyrir kurteisi sakir:
Sá hugmyndaheimur rakst á bókstafstrúar kreddur lúterskunnar sem sótti refsivöndinn í gyðingdóminn. [sic]
Kannski hefur lútersku ríkiskirkjunni tekist heldur illa til í kennslu sinni á hatri Lúthers, nema að fyrrverandi Lúterstrúarmenn séu farnir að kenna gyðingum sjálfum um gyðingahatrið.Hatur Gvendar bónda hefur væntanlega gerjast frá því að hann fékk Lúter í æð í kirkjunni sem barn, síðar hatrið úr kommúnismanum þegar hann gerðist eldri, og nú þegar hann er orðin gamall og þreyttur kall, geltir hann eitthvað ljótt á fésbókum lærðra manna og er upp með sér af því, þó það stangist á við þá frelsuðu lífsstefnu sem hann segist fylgja.
Þetta lúterska hatur virðist enn lifa góðu lífi á Íslandi, þar sem menn kenna enn gyðingum um gyðingahatrið og jafnvel um helförina. Gyðingum er kennt um það hatur sem Hatur margra Íslendinga á trú og á útlendingum, kemur einnig ljóslega fram í þeirri herferð sem rekin hefur verið gegn útlenskum prestum kaþólsku kirkjunnar. Í hvaða siðmenntuðu landi í heiminum er hægt að finna yfirvöld sem greiða skaðabætur fyrir glæpi sem ekki hafa verið sannaðir á fólk? Slíkt athæfi er ekki dæmi um töfrandi hugarheim ellegar siðmennt.
Hugmyndaheimur 17. aldarinnar blómstraði mest í þeim löndum þar sem gyðingar fengu frelsi í einu formi eða öðru. En á Íslandi, anno 2017, eru sumir menn enn bundnir í anda og öld hins endalausa haturs ekki ólíkt þeim mönnum sem drápu Baska á 17. öld. Sjáið svo tvískinnunginn http://vertunaes.is/askorun-einstaklingar-gudmundur-beck/ hjá þessum mönnum sem telja sig erindreka vinstri stefnu á Íslandi og alvitra á kreddur lútherskunnar. Þeir virðast nú frekast stjórnast af blóðugu Stalínísku hatri. En samtímis álíta þeir sig vera sérleyfishafa á réttar og heilbrigðar skoðanir. Þar sem þetta hatur er svo rammt, er þetta ekki rakið dæmi um einhvers konar geðklofa eða frumstæðar kenndir annars siðmenntaðs fólks til að finna sér eitthvað til að hata í frístundum sínum.
Nei, Jón Valur, Passíusálmarnir eru ekki kærleiksboðskapur. Sparaðu þér tíma í stað þess að fylla hér allt upp í athugasemdum um ágæti sálmanna. Þeir fá menn til að hata minnihluta.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Gyðingar, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Það er einkennileg árátta að mæla gerðir manna fyrir mörgum öldum við mælikvarða nútímans eins og þið Illugi gerið. Þrælahald var talið eðilegt öldum saman. Hvað segja ekki boðorð gyðinga og okkar um það? Voru þá allir gyðingar illmenni? Á að banna biblíuna?
Illugi telur alla sem hafa haldið þræla hafa verið illmenni; en þú? Það er ömurlegt að lesa um meðferð dýra hér áður. Eitt það ógeðslegasta er frásögn Jóns Indíafara um skemmtun félaga hans af að níðast á málleysingjum. Á að banna Jóns sögu Indíafara? Hvað segirðu um að byrja (aftur) að stunda rökhugsun?
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.