Í minningu Janusz Korczaks og í tilefni af heimsókn Önnu Zalewsku
15.10.2018 | 12:32
Nú ţegar Anna Zalewska (f. 1965) menntamálaráđherra Póllands hefur sótt Ísland heim, m.a. í tilefni af 10 ára afmćli Pólska skólans í Reykjavík, er kannski ekki alvitlaust ađ minnast ţess ađ ađeins eru tvö ár liđin frá ţví ađ ţessi kona neitađi ţví ađ Pólverjar hefđu átt nokkurn hlut ađ máli viđ fjöldamorđ á gyđingum í ţorpinu Jedwabne í Póllandi áriđ 1941. Hún hefur einnig neitađ ţví ađ pólskir borgarar í bćnum Kielce hafi eftir stríđiđ ráđist á gyđinga sem lifađ höfđu af verstu hugsanlegu ofsóknir. Pólverjar myrt gyđinga á götum úti í Kielce. Mađur getur lesiđ um máliđ hér á pólsku, en ţađ er reyndar heimsţekkt.
Ţessi afneitun er ţví miđur hluti af nýrri sjálfsímynd og ofstćkisfyllri ţjóđerniskennd margra Pólverja og sér í lagi ţeirra sem tilheyra ríkistjórnarflokknum PIS (Prawo i Sprawiedliwosc) líkt og Anna Zalewska gerir.
Vitaskuld geta Pólverjar á Íslandi ekki gert ađ ţví ađ mennta- og menningarmálaráđherra lands ţeirra sé eins og hún er. Ég er ekki í vafa um ađ flestir Pólverjar á Íslandi séu fyrirmyndarfólk sem flúiđ hefur atvinnuleysi og efnahagslega eymd heimalands síns.Víđa í Póllandi er ástandiđ ekki beint glćsilegt og ekkert í líkingu viđ ţann furđuheim sem Anna Zaleweska sér fyrir sér í hyllingum.
Svo má vitanlega nefna ađ pólski laugardagsskólinn í Reykjavík er rekinn í minningu Janusz Korczaks. Korczak sem var lćknir, gyđingur, en reyndar trúleysingi á síđari hluta ćvi sinnar. Rétt nafn hans var Henryk Goldzmit. Skóli, sem starfar í minningu ţessa mikla barnavinar, á ekki ađ geta kennt uppbelgda ţjóđernisrembingssögu eins og heimur Önnu Zalewsku krefst, ţví fyrsta fórnarlamb ömurlegra Pólverja í Kielce áriđ 1945 sem réđust gegn gyđingum sem heim voru komnir fangabúđum, var vitaskuld barn.
Mig langar ađ benda Pólska skólanum í Reykjavík á ađ myndin sem skólinn notar af Karczak á FB-síđu sinni er í raun ekki af honum. Ţessi mynd hér fyrir ofan er ljósmynd og sögulega réttari en sú furđulega, teiknađa mynd sem mikiđ er notuđ í Póllandi og sem skólinn hefur valiđ ađ nota.
Nú ţegar Anna Zalewska hefur notiđ gestrisni Íslendinga og hitti tvo ráđherra úr ríkisstjórn Íslands, Katrínu Jakobsdóttur og Lilju Alfređsdóttur, er ekki úr vegi ađ minnast ţess ađ síđan ađ kona ţessi afneitađi stađreyndum áriđ 2016, hefur pólska stjórnin breytt lögum hins nýja lýđveldisins Póllands ţannig ađ hćgt er ađ dćma menn í 10 ára fangelsi m.a. fyrir ţví ađ halda ţví fram ađ Pólverjar hafi myrt gyđinga í Jedwabne og Kielce, eđa verđa ţađ á ađ tala um pólskar útrýmingarbúđir fyrir slysni eđa vegna vanţekkingar.
Anna og Lilja rćđa saman. Flokkur Lilju hefur á stundum minnt lítillega á PIS-flokkinn í Póllandi, t.d. í umrćđu um flóttafólk og útlendinga. Áriđ 2018 leitađi ég til utanríkisráđuneytisins til ađ freista ţess ađ ţađ gćti borgađ fyrir bođ fyrsta gyđingsins sem fćddist á Íslandi í tilefni af áttrćđisafmćlis hans. Engir peningar voru víst til í slíkt ađ sögn Lilju sem ţá var utanríkisráđherra. En greinilega eru til fjármunir til ađ bjóđa ráđherra sem afneitar ţáttum af helförinni sem koma viđ kaunin á Pólverjum.
Ţessi pólski ráđherra segir sagnfrćđingum ađ ţegja og hótar ţeim fangelsisvist ef ţeir leyfa sér ađ skrifa annan sannleika en ţann sem ríkisstjórnin og PIS-flokkurinn vill heyra.
Ćri finnst manni oft lýđrćđiđ nútímans í Póllandi bera keim af alrćđi Sovéttímans. Margt af ţví fólki sem nú er viđ völd ólst reyndar upp á ţeim tíma, sem skýrir kannski ađstćđur og hugarfariđ hjá sumum Pólverjum. En ekki er nú lýđrćđiđ í hávegum haft hjá PIS-flokknum.
Óska ég pólska skólanum í Reykjavík til hamingju međ ađ hafa veriđ til í 10 ár og ađ hann sé rekinn í minningu Janusz Korczaks! Haldiđ merki Janusz Korczaks á lofti í skólanum, en ekki ţví sem Anna Zalewska stendur fyrir.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Utanríkismál/alţjóđamál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.