Ingibjörg Sólrún er eins og pálmarnir í Vogahverfi

Imba og Assad

Hún frú Ingibjörg (ISG) býr nefnilega í glerhúsi líkt og sumir flokksfélagar hennar í Reykjavík. Það kemur svo greinilega í ljós í nýjasta útspili hennar sem greint hefur verið frá á Stundinni.

Háheilagt starfslið Stundarinnar hefur um stundarsakir fært sig upp yfir mitti, ofar en rauðriðnar hreðjar Jóns Baldvins Hannibalssonar, og er þannig séð komið langt yfir þau málefni sem fjölmiðillinn sérhæfir sig einna mest í.

Stundin birtir nú frásögn af ummælum sem fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lét falla á Facebook sinni. ISG er konan sem fór á fund Assads á Sýrlandi til að koma Íslandi í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna - og sem nú er forstjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem lítið eða alls ekkert verður ágengt í baráttu í helfararafneitun og gyðingahatrið sem grasserar í Austur-Evrópu - enda gerir stofnunin ekkert að viti í þeim efnum undir slakri forystu ISG.

Frú 18 má ekki tala

Ekki bannaði ISG fréttir af ferðum sínum til alræmdustu illmenna og gyðingahatara Miðausturlanda Íslandi til stuðnings, en nú fárast hún yfir konuskömm á Íslandi sem telur sig, í aumri whitetrash-tilveru sinni á Íslandi, vera úrval hins lítilfjörlega "aríska kynstofns".

Hefur kona þessi látið flúra töluna 18 á hálsinn á sér, en það mun tákna bókstafina A og H samkvæmt nasistum. Brennimarkið AH stendur líklega einnig fyrir Arískur Hálfviti. ISG vill láta banna RÚV að sýna þátt sem fjallar um konu þessa og ófarir hennar í lífinu.

En af hverju leggst ISG svona lágt og gegn íslenskri konu með þráhyggju? Af hverju vill hún láta banna henni að tjá skoðanir sínar? Á ISG inni fyrir slíkum herferðum? Það tel ég varla.

happy_old_days

Þegar Ísland var fremst á meðal þjóða og logið var að Dönum um ágæti fínansfurstanna íslensku á fundum í Danmörku

Er Dr. Efraim Zuroff hjá Simon Wiesenthal Center í Jerúsalem, sem ég hef starfað fyrir, fór fram á að íslensk yfirvöld rannsökuðu mál nasistans og gyðingamorðingjans Eðvalds Hinrikssonar (Evald Miksons), setti ISG og aðrir stjórnmálamenn, t.d. þokkapilturinn Jón Baldvin Hannibalsson sig upp á móti því.

Sumir íslenskri stjórnmálamenn, sem ekki kunna að skilja óskylda hluti frá hverjum öðrum, héldu að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra hefði fengið beiðni frá Ísraelsstjórn um að rannsaka stríðsglæpamanninn og morðingjann sem Íslendingar höfðu skotið skjólshúsi yfir.

Vegna stuðnings við hryðjuverkastarfssemi í Miðausturlöndum var ISG á því að ekki mætti hreyfa við Eðvaldi Hinrikssyni, því hún taldi að Ísraelsríki væri á bak við beiðnina um að íslensk yfirvöld rannsökuðu fortíð hans. Þó svo að í ljós hefði komið, að Ísraelsstjórn hefði ekkert haft með beiðnina til Íslenskra yfirvalda að gera, hófst ferli algjörrar afneitunar á Íslandi, sem í tóku flestir stjórnmálamenn og allir fjölmiðlar utan einn og jafnvel íþróttasambönd.

Íslendingar vernduðu gyðingamorðingja og stríðsglæpamanna frá réttvísinni. ISG fór einna fremst í þeirri aðför að gyðingum nútímans sem reynt hafa að fá réttvísinni framgegnt gagnvart böðlum Gyðingaþjóðarinnar. Því verður aldrei gleymt, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir! Þú varðir stríðsglæpamann og komst í veg fyrir að mál hans yrði tekið upp og hefur aldrei beðist afsökunar á því klámhöggi þínu. Mikson átti vitaskuld líka rétt til varnar, en á það reyndi aldrei, vegna einlægs haturs sumra íslenskra stjórnmálamanna í garð gyðinga og Ísraelsríkis, sem á stundum hefur nálgast sjúkleika.

ISG og Assad

Vitaskuld er kjánalegt að gefa afvegaleiddri, og jafnvel veikri manneskju, auglýsingu fyrir öfgaskoðanir sínar í fjölmiðlum. Konan telur að útrýmingar á gyðingum hafi ekki átt sér stað. 

En hún á sér skoðanafélaga. Morgunblaðið birti t.d. á 10. áratug síðust aldar greinar eftir rugludall sem hafði sömu skoðanir og varði Morgunblaðið hann með skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og ritfrelsi. Ég og líffræðikennari minn í menntaskóla, Örnólfur heitinn Thorlacius, voru einu mannverurnar á Íslandi sem töldum ástæðu til ávíta birtingu helfararafneitunar í Morgunblaðinu. Öllum öðrum virtist vera skítsama.

Ég hef skipulega skráð niður fjölda manna á Íslandi sem hafa látið sömu skoðanir í ljós og vitleysingurinn sem afneitaði helförinni í Morgunblaðinu, fyrir utan alla þá sem ærast fyrir hönd Palestínuaraba í hvert skipti sem skálmöld þeirra er glædd meira hatri.

Ærsl Íslendinga og sorakjaftur hjálpa Palestínumönnum vitaskuld ekki neitt. Almenningur Palestínu veit ekkert um Íslands og peningarnir sem streymt hafa frá Íslandi fara með öllum hinum milljörðunum í betlifé siðspilltra leiðtoga Palestínumanna.

Fjöldi manns á Íslandi skrifar ólíklegustu hluti þegar átök á milli Palestínumanna og Ísraels blossa upp. Skoðið athugasemdardálka fjölmiðlanna og blogg, þar sem maður sér fólk skrifa að "Hitler hefði átt að ljúka ætlunarverki sínu."

Á að gefa konu, sem er haldin nasistagrillum, sendingartíma á RÚV?

Afneitun þess að fólk eins og hún sé til, er að mínu mati hættulegri en að leyfa henni ekki að spreða hatrinu. Hatur hennar og fávísi gæti orðið öðrum til varnaðar. Í landi þar sem yfirvöld hafa ekki framfylgt loforði sínu frá 2000 á alþjóðavettvangi, loforði um að kenna börnum og unglingum um helförina, er vitaskuld ekki óeðlilegt að að helfararafneitarar séu til. 

Við verðum einnig að minnast þess að íslensk nasistafífl komust í góðar stöður eftir stríðsárin, sem (ómenntaðir) seðlabankastjórar, lögreglustjóri og alþingismenn, að ógleymdum kratanum Jónasi Sveinssyni sem gaf út svæsnasta, andgyðinglega efnið sem sögur fara af á Íslandi. Þetta voru allt betri borgarar síns tíma og sátu einnig í ríkisnefndum og Norðurlandasamstarfi.  

Fyrst þessir "mektarmenn" voru virtir þjóðfélagsþegnar, má  þá ekki rugluð kona með grillur, sem eru jafnhatursfullar og þær sem íslensku nasistarnir höfðu á 20. öld, spúa þeim út á RÚV. RÚV er með fréttastofu þar sem nokkrir starfsmenn hafa skipulega spýtt út lygafréttum frá Miðausturlöndum. Sama RÚV sá til þess að ekki yrði minnst eðlilega á mál Eðvalds Hinrikssonar í kjölfar þess að íslenskir stjórnmálamenn, með Ingibjörgu Sólrúnu fremsta í flokki, ásamt Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin, friðuðu stríðsglæpamann og hindruðu að mál hans yrði rannsakað á Íslandi.

Ég tel gott að Íslendingar fái að sjá, hvers konar ómenning grasserar á Íslandi. Sama hvort það eru öfgaskoðanir Ingibjargar Sólrúnar eða kynsystur hennar, sem hefur látið flúra 18 á hálsinn á sér. Vonandi sjá einhverjir, að skoðanir mektarmannanna sem hófu stjórnmálaferil sinn í nasismanum voru ekki víðsfjarri rugli nýnasistans í dag.

Íslendingar eru margir helsjúkir af gyðingahatri, á sama hvaða væng stjórnmálanna sem þeir eru. Því verður ekki leynt.

Á að banna viðtöl við gamla komma?

Nú, ég gleymdi næstum því öllum þeim Íslendingum sem báru helstefnu Sovétkommúnismans á gullstóli og boðuðu hana gagnrýnislaust á Íslandi. Hjá þeim var nú margur potturinn brotinn í afneituninni og hatrinu. Þjóðviljinn var t.d. fyrst fjölmiðillin sem réðst á gyðing eftir síðara stríð fyrir að leyfa sér í Morgunblaðinu af öllum stöðum að skrifa um ógnarstjórn Rússa í fyrrverandi heimalandi hans, Litháen, sem leysti af hólmi ógnir nasismans. 

Helgislepjukórar Íslands, sem eru nokkuð margir, ættu að kynna sér sögu landsins betur áður en þeir góla í glerhúsum sínum.

Mæli ég með því að RÚV taki einnig viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, um ferð hennar til Assads og stuðning hennar við Eðvald Hinriksson. Það myndi smellpassa inn í þessa þáttaröð um subkúltúra á Íslandi sem RÚV sýnir um þessar mundir. 

Það er víst kominn tími til þess að starfslið ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er forstjóri fyrir, og alheimur allur, fái betri upplýsingar um yfirmann ODIHR og fortíð hennar. Hvað kallar maður það, þegar fólk vill koma í veg fyrir að rannsókn fari fram á gyðingamorðingja úr síðara stríði? Vita samstarfsmenn ISG í Varsjá, að hún heimsótti einn helsta talsmann útrýmingar Ísraelsríkis, fjöldamorðingjann Bashar al-Assad.

ISG ætti að mínu mati að segja starfi sínu lausu hjá ODIHR hið fyrsta, vegna algjörs ótrúverðugleika. Kona, sem kom í veg fyrir að stríðglæpamaður yrði sóttur til saka á Íslandi, á ekkert erindi í slíkt starf.

Imba staur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband