Rauđa Torgiđ: Cut and Paste kemur til Íslands

IMG_8076 b

Er ritstjóri Fornleifs var miklu, miklu yngri en hann er i dag, var hann ekta sjónvarpsbarnastjarna og ţađ langt á undan Boga Ágústssyni.

Stundin Okkar hét og heitir mikil menningaţáttaröđ í Sjónvarpi á Sunnudögum, sem óefađ er sá ţáttur í Sjónvarpi sem lengst hefur gengiđ fyrir utan Bogafréttir. Ţetta var á ţeim árum ađ fólk leiddist út á hálar dráttarbrautir glćpa vegna ţess ađ ţađ var akkúrat ekkert í Sjónvarpinu á fimmtudögum.

En um sexleytiđ á Sunnudögum horfđu allir á Stundina Okkar. Einnig ykkar einlćgur, sem bćđi horfđi á RÚV og Kanann, enda upp alinn á heimili, ţar sem lengstum voru tvö svokölluđ sjónvarpsviđtćki.

Fúsi Flakkari

Ég brillerađi hálfgert í spurningaleik fyrir krakka sem öđlingurinn Pálmi Pétursson stýrđi. Hin landselskađa Kristín Ólafsdóttir stjórnađi Stundinni og menningardúkkan Fúsi Flakkari var helsta viđnámiđ gegn Roy Rogers og týnda kjötfarsinu í Herstöđvarsjónvarpinu frá Vellinum, sem enn var erfitt fyrir Menntamálaráđuneytiđ ađ ráđa niđurlögum á um 1970. Sögusagnir herma, ađ Fúsi Flakkari og Bogi Ágústsson séu ein og sama persónan. Einhver tengsl eru líka viđ Hrannar Björn Arnarsson, ţótt óljós séu.

Pálmi Pétursson hafđi veriđ bekkjarkennari minn í 4. bekk (9. ára bekki) í Ćfinga og tilraunaskóla Kennaraskóla Íslands, sem í dag ber hiđ borgaralega nafn Háteigsskóli. 

Screenshot 2022-03-30 at 09-43-39 18020274

Pálmi tók nokkra krakka úr gamla bekknum sínum og var međ spurningakeppnir 1970-71. Ţađ var eins og Pálmi hefđi aldrei gert annađ. Hefđi hann veriđ upp á sitt besta síđar á öldinni hefđi hann ekki haft undan ţví ađ stjórna skemmtiefni í Sjónvarpi.

Pálmi hvarf langt fyrir aldur fram yfir í annan heim Alzheimerssjúkdómsins. Ég var eitt sinn, snemma á 9. tug 20. aldar, á leiđ heim úr miđbćnum í vagni nr. 3. Ég var í vetrarleyfi á Íslandi, en ţá bjó ég í Danmörku. Ég sé Pálma og geng til hans og heilsa á hann. Hann ţekkti mig ekki og ég sá ţegar ađ eitthvađ var ađ. Sambýliskona hans, ađ ţví ég tel, skýrđi í fljótheitum hvers kyns var og ég sagđi bara ađ Pálmi hefđi eitt sinn veriđ kennarinn minn. Hann var frábćr karl í alla stađi og kunni sitt fag, sem ekki var hćgt ađ segja um suma ađra kennara í fyrrnefndum tilraunadýraskóla.

Fólk tók fljótt eftir hvolpafeitum og hrokkinhćrđum dreng, sem ekki var kominn yfir í hina hrćđilegu bítlatísku. Á kvenfélagsfundum um land allt var mikiđ talađ um ţennan vel klćdda og kembda dreng: "Bara ađ öll börn vćru eins og hann" heyrđist sagt á bestu bćjum.  "Vertu eins og strákurinn í Stundinni okkar" heyrđist oft í Vesturbćnum.

En svo breyttist allt á einum sunnudegi rétt eftir kl. 18. Idealkrakkinn, pattaralegi drengurinn í P&O fötunum frá C&A og SÍS féll af stjörnuhimnum ţví hann vissi hvar mynd sem liđunum var sýnd, var tekin. Upp fór armurinn og litla gáfnaljósiđ setti upp lítillćtissvipinn og másađi nćstum af gleđi međ byltingarglóđ í aguum: "Rauđa torgiđ í Mosku".

Í Velvakanda var vart ritađ um annađ í tvćr vikur. Drengur í Stundinni okkar var svo heilaţveginn ađ hann vissi hvađ Rauđa Torgiđ var. Hannes Hólmsteinn Gissurarson helgađi síđar ţessari spurningakeppni heilum kafla í einni af bókum sínum um Hćttur Kommúnismans. Ég hafđi reyndar ađeins séđ Rauđa Torgiđ á forsíđu Moggans.

9687624325_cab8b82b79_b

Ég lifđi lengi á frćgđinni úr ţessum ţćtti. Ţađ var tekiđ eftir ţessu hjá Alţýđubandalaginu, og Ţjóđviljinn rómađi ţessa spurningaleiki Pálma Péturssonar, enda voru ţeir góđir.

Langt fram yfir fermingaaldurinn var ég spurđur, hvort ţađ hefđi ekki örugglega veriđ ég sem vissi hvađ Rauđa Torgiđ í Moskvu var; Og eins og ţiđ sjáiđ var ég enn nokkrum árum síđar mjög upp međ mér af ţví ađ vita ţađ og lítillćtissvipurinn var algjörlega farinn. Ég lifđi lengi á Rauđa Torginu.  Vilhjalmur-1978-0-Enhanced-Anima(1)Reyndar verđur ađ viđurkennast, ađ besti heilinn međal krakkana sem Pálmi Pétursson sérvaldi í Ćfinga- og tilraunaskólanum fyrir ţáttinn sinn var hún Olga heitin Harđardóttir, sem ég var lengi hálfskotin í vegna ţess ađ hún var svo svakalega klár. Olga bjargađi alltaf okkar liđi međ hugarreikningi einum saman. Hugarreikningur í sjónvarpssal ţótti góđ og holl skemmtun fyrir börn í ţá daga.

Jón Atli Benediktsson, í daglegu tali kallađur Beni Speni, núv. rektor HÍ, komst međ í ađra umferđ hjá Pálma Péturssyni í Stundinni. Jón brosti bara og sagđi aldrei neitt og gat ekkert reiknađ. En ţađ skipti engu máli, ţegar viđ höfđum Olgu Volgu. Jón Atli vildi bara komast í návígi viđ Fúsa Flakkara og var afar lukkulegur međ ađ hitta hann í eigin persónu og talađi vart um neitt annađ í heilt ár.

Fyrir fjölmörgum árum síđan, ţegar einhver nostalgía fćrđist yfir ritstjóra Fornleifs, líkt og oft gerist ţegar menn gerast eldri og virkum líffćrunum ţeirra fćkkar, hafđi ég samband viđ RÚV og spurđi hvort ađ hugsanlega vćru til einhverjir ţeirra ţátta sem ég trauđ upp í án ţess ađ fá greitt fyrir. "Bla,bla,bla ekkert var varđveitt, ţví ţetta var tekiđ upp á fjölnota spólur og da dí da". Sem sagt - allt komiđ á öskuhauga sögunnar.

Ţví kemur sér vel fyrir íslenska sjónvarpssögu, ađ móđir vatnskembda drengsins í nćlonskyrtunni međ gáfumannabindiđ, lengst til vinstri á ljósmyndinni efst, var duglegur áhugaljósmyndari.

Fyrir daga Vídeós og Windows datt henni ţađ snjallrćđi í hug ađ taka ljósmynd af sjónvarpstćkinu í svefnherberginu. Hún skaut nokkrum sinnum, og međ flassi sýnist mér.

Útkoman var ţví miđur ekki góđ, en Erla Vilhelmsdóttir (nú á 93. aldursári), gafst aldrei upp. Hún framkvćmdi Cut & Paste og ţađ löngu á undan sinni samtíđ. 

Ţetta afrek mömmu litla kommúnistans á Rauđa Torginu hefur varđveist fram á okkar daga. Efst sjáiđ ţiđ andartak úr spurningakeppni barna í Stundinni Okkar áriđ 1970.

Ef einhver á betri myndir, hafiđ endilega samband.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábćrt ađ lesa. Ég man náttúrlega eftir ţessum tíma međ Fúsa flakkara, en ég sá fyrst sjónvarp 9 ára. Ţađ var Markús Örn röndóttur og skćldur ađ segja fréttir á Kuba tćkinu okkar.

Ţađ var náttúrlega stórmerkilegt ađ komast í sjónvarp og sennilega hefur ţú notiđ ţessarar frćgđar međ stolti. Ég komst á skjáinn viđ veiđar á höfninni heima og stelpurnar störđu á mig mállausar af ađdáun lengi á eftir.

Allar Jólamyndir af okkur systkynunum frá ţessum tíma voru fyrir framan sjónvarpiđ. Ţađ var miđpunktur tilverunnar. Simon Templar og Bonanza, Smart spćjari héldu manni hugfangnum og Belphégor hélt fyrir manni martrađarvöku margar nćtur.

Takk fyrir ađ kveikja á nostalgíunni. Ţađ er yndislegt ađ fara í ferđalag til einfaldari og saklausari tíma.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2022 kl. 21:27

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Takk fyrri innlitiđ Jón Steinar. Viđ lifum á góđum minningum og ţađ mćtti endursýna alla ţá ţćtti sem ţú nefnir. Viđkvćmar sálir vorum viđ báđir, ţví helvítis draugurinn í Belphegor seríunni hafđi hrikaleg áhrif á sálarlíf mitt og framtíđ alla. Ég ákvađ ţá ţegar ađ verđa fornleifafrćđingur til ađ berjast viđ drauga á söfnum. Fornleifur er vitaskuld eins konar Ghost Buster Íslands.

Eiginlega hafđi ég ćtlađ, ađ ef einhver ćtti betri myndir úr spurningaleik Pálma Péturssonar í Stundinni Okkar, en hún móđir mín, ţá vćrir ţađ helst ţú. Öll von er ţví úti og minningin ein eftir.

FORNLEIFUR, 1.4.2022 kl. 03:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband