Međ hvítan fíl um hálsinn

481029_1-tt-width-473-height-500-crop-1-bgcolor-ffffff-lazyload-0

Ţrír núlifandi Íslendingar njóta ţess ţunga heiđurs ađ geta kallađ sig handhafa hinnar konunglegu dönsku fílaorđu, Elefantordenen.

Ţeirri einstöku ćru fylgir steindur skjöldur sem međ tíđ og tíma verđur hengdur upp í riddarakapellunni á Friđriksborgarhöll á Sjálandi, svo hinir ódauđlegu sem ekki drattast međ hvítan fíl um hálsinn geti dáđst ađ ţessum mikla heiđri. Um daginn fór ég međ góđan vin frá Íslandi í höllina og sýndi honum m.a. skildi íslenskra fílaorđuţega. Mikiđ var um dýrđir.

Nú vill svo til ađ danska krúnan var sparsöm á fílana fram á embćttistíđ Margrétar 2. sem tók ađ hengja fílinn um háls annarra en konunglegra gesta sem komu viđ í Dannevang.

  Mynd efst: Elefantur sem Napóleón keisari fékk áriđ 1809. Ţađ var uppi á honum typpiđ. Ljósmynd Emanuelle Macron.

Ţannig vill ţađ til, ađ Sveinn Björnsson fékk aldregi fíl, ţó ţađ gćti hafa veriđ vegna óvildar Friđriks 9. í garđ Íslendinga.

Friđrik sagđi viđ framkvćmdastjóra danska utanríkisráđuneytisins, sem um tíma var sendiráđsritari á Íslandi og síđar sendiherra, ađ Sveinn Björnsson vćri ekki velkominn hjá sér í höllinni. Diplómatinn reyndi ađ megni ađ eyđa fordómum konungs í garđ Íslendinga.  Kannski var ţetta vegna ţess ađ Sveinn var ţekktur sem "ham med Nazi-sřnnen".

Fyrrnefndur diplómat ók vítt og breytt um Kaupmannahöfn er Kristján 10. lést til ađ biđja Kaupmannahafnarblöđin um ađ minnast ekki á nasistasoninn er Sveinn Björnsson kćmi í útför Kristjáns konungs. 

Ef Danir hefđu fyrr gleymt nasistum, eins vel og sumir ţeirra hafa ţví miđur gert í dag og oft vegna ţess ađ forfeđur ţeirra dönsuđu fjálglega viđ Ţjóđverja fyrir um 80 árum síđan, hefđi kannski veriđ viđ hćfi ađ hengja hvítan fíl á Svein ţó einkunnarorđin á skildi hans yrđu ekki eins ósvífin og:

Vir Honestus cum Filio inconuenienti

Sem betur fór var ekki hlaupin verđbólga í danska fílinn á ţeim árum og dönsku blöđin sögđu ekkert ljótt um Svein.

Ásgeir Ásgeirsson var kosinn forseti áđur en danska skrautiđ varđ ódýrt, en hann fékk ţó fíl frá Friđrik 9. ţann 5. apríl áriđ 1954. Eigi fann ég skjöld Aske Askesens (eins og hann var kallađur er Margrét 2. gekk í hjónaband). Ég leiđađi annars vel í höllinni um daginn. Einkunnarorđ fyrir ímyndađan skjöld hans hef ég hér međ í bakljósum minninganna: 

Cum Deo in Piscina sine Trunco

 

Uppáhaldsforseta mínum, Kristjáni Eldjárn, var strax íţyngt međ hvítum fíl. Ţađ vantar ţví miđur einkunnarorđ á skjöldinn og gćtu ţau vel hafa veriđ:

Ferrum in Officio Fortis in Antiquitate.

Kristján hefđi skiliđ ţađ, en hann var sparsamur mađur. En svo urđu hvítir fílar ekki eins sjaldséđir og áđur. Glingur gerđist hrćódýrt.

1589625

Vigdís Finnbogadóttir fékk hvíta fílinn ţann 25. febrúar áriđ 1981. Ekki fundum viđ ferđalangar skjöld hennar í Riddarakapelluna í Friđriksborgarhöll um daginn, kannski vegna ţess ađ hún er kona og viđ erum bara karlar.

330px-Coat_of_Arms_of_Vigdis_Finnbogadottir_(Order_of_the_Seraphim).svg

Vigdís hefur ţó örugglega fengiđ skjöld í Svíţjóđ, sem mér ţykir mjög smekklegur. Ekki veit ég hvort Svíar setji einfaldlega engin einkunnarorđ á skildi til ađ standa viđ hiđ margfrćga hlutleysishlutverk sitt, en ef slík orđ vantar fyrir peningablómiđ á skildi Vigdísar, sem örugglega táknar endalausar gróđursetningar hennar, ţá má notast viđ:

Una Arbor in Agro sterili mox Silva fiet

Og ţýđiđ nú.

Ólafur Ragnar Grímsson fékk líka hvítan fíl međ glans. Ţađ gerđist 18. nóvember 1996. Skjaldamerki hans er ađ mati Fornleifs forljótt og afa illa málađ. Einkunnarorđin á skildi Ólafs í Höllinni eru

Vires Islandiae

Sem kannské má útleggjast sem Kraftar Íslands.

Ţađ finnst mér heldur betur tekiđ upp í sig, ţó svo ađ Ólafur vćri á stundum á viđ túrbínu, bullandi kver eđa jafnvel Geysi gamla. Hefđi ţarna frekar mátt standa Vir Islandiae (Íslandsmađur eđa eyjaskeggi). Nei, ţađ má víst líka misskilja, og heldur illilega ef mađur er á ţeim skónum.

Skjöldur Ólafs Forseta b

Skjöldur Ólafs Ragnars Grímssonar í Friđriksborgarhöll er lítil prýđi.

Ţá er komiđ niđur í sokk, eđa rosinen i přlseenden líkt og Danir orđa ţađ. 

Ţann 24. janúar 2017 var hengdur hvítur, danskur elefantur á Guđna Th. Jóhannesson og hefur ţađ sligađ hann ć síđan. Um svipađ leyti, eđa nokkrum mánuđum áđur, drukkum viđ elefant (og ég kók) á penu öldurhúsi nćrri Jónshúsi ásamt öđrum heiđursmönnum.

Engan sá ég skjöld fyrir Guđna í höllinni á Sjálandi, en kannski er enn veriđ ađ hann´ann. Hugsast getur ađ skjöldurinn vćri ţegar kominn, ef ekki stćđi ađ forsetafrúin héti Reid á sumum Wikipedium, en Klein á öđrum (sjá danska Wikipediugrein um Guđna).

Screenshot 2022-04-30 at 09-49-03 Guđni Th. Jóhannesson - Wikipedia den frie encyklopćdi

Hér er núverandi forsetafrú af einhverjum ástćđum nefnd til sögunnar sem Eliza Klein. Fyrir nokkrum árum ćrđist sjálfútnefndur verndari Ísraelsríkis á Íslandi viđ mig á FB, ragnađi og hótađi mér öllu illu vegna ţess ađ ég sagđi honum ađ  upplýsingar sem hann dreifđi á alţjóđavettvangi um ađ Aliza Reid vćri gyđingur líkt og Dorrit okkar allra vćru stađlausir stafir. Kannski vita menn ekki ađ ćttarnafniđ Klein er ekki ađeins notađ af gyđingum.

Ef ekki er búiđ ađ mála skjöldinn fyrir Guđna, legg ég til ađ einkunnarorđin hans verđi:

Pluralis in Socculo - Assens in Populo

Guđnasokkur b

En til vara geta ţau orđiđ: Uxor Parva et Irata est - Sicut Natio, sem útleggja má: Eiginkonan er lítil og reiđ eins og ţjóđin. Og nú held ég ađ Guđni sé nokkuđ sammála mér.

Mikiđ er nú gott ađ Tommi borgari hafi aldrei orđiđ forseti. Ţá hefđi eftirfarandi ţurft ađ standa á skjöldum snobbliđsins: In Officio dormit, in Meretricibus evigilat. Ţú ţýđiđ ţetta bara sjálf, ţú litla dónaţjóđ. En ţađ kemur sem betur fer engum viđ hvađ Tommi gerir í frítíma sínum austur í Asíu, ef hann brýtur ekki nein lög eđa alţjóđasáttmála. Látum hann bara sofa og dreyma um allt yfir lögaldri. En Fýlsorđur eru líklegast framtíđin.


Ť Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla ť

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ástćđan fyrir hvítum fíl í danskri orđu ?

Kristján Sigurđsson (IP-tala skráđ) 30.4.2022 kl. 14:08

2 Smámynd: FORNLEIFUR

 Kristján ţessu er ekki alveg auđsvarađ en ég fékk ég ţetta út úr Fornleifi, ţrátt fyrir lítillćti hans og skírlifnađ.

Venjulega er talađ um ađ orđa ţessi hafi veriđ stofnuđ áriđ 1693. Sagan er hins vega miklu lengri. Sagan nćr allt aftur til 1460 er nafni ţinn inn fyrsti fékk leyfi Páfans í Rómi til ađ stofna "Félag Guđs Móđur". Mark ţessarar reglu var medalía ţar sem jómfrú María međ Jesúsbarniđ var í turninum á baki fílsins. Hvađ er sjaldséđara en hvítur fíll međ turni ţar sem í situr María hin hreina mey og eingetinn sonur hennar. Segđu mér ţađ Kristján?

En svo kom siđbótin og ţá var ţessi orđa lögđ niđur áriđ 1535, eđa fram til 1580 ađ Friđrik 2 tók hana upp úr skúffu, en ţá var engin María höfđ í turninum.

Ţví miđur vita menn ekki í Danaveldi, af hverju fíllinn var notađur. Sumir skjaldamerkjafrćđingar í öđrum löndum en í Danmörku benda ţó réttilega á ađ fíllinn hafi táknađ lítillćti og skírlífi á miđöldum. Elsti fíllinn sem ţekktur er í evrópskri skjaldamerkjafrćđi er frá ca. 1340 og var notađur í skildi Greifans von Helfenstein í Sviss og engin tengsl eru á milli hans og konunga í Danaveldi.

FORNLEIFUR, 30.4.2022 kl. 15:46

3 identicon

Hver er ţessi kona; Emmanuelle Macron? Er hún systir Frakklandsforseta?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráđ) 30.4.2022 kl. 17:35

4 identicon

Kćrar ţakkir fyrir goyy svar 

Kristján Sigurđsson (IP-tala skráđ) 30.4.2022 kl. 19:44

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ingibjörg Ingadóttir: Je ne la connais pas personnellement, mais elle a cette touche photo exceptionnelle.

Kristján Sigurđsson, takk sömuleiđis fyrir krefjandi spurningu.

FORNLEIFUR, 1.5.2022 kl. 04:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband