Gullskipsfregnir: Fagur fiskur úr sjó og merkisljón

Koi fra Kalfafelli Sarpur b

Heyrt hef ég ađ ćvintýramenn séu enn ađ leika sér á Skeiđarársandi í leit ađ "gullskipinu" Het Wapen van Amsterdam. Ţeir voru jafnvel komnir međ rússneska hjálparkokka sem notuđust viđ dróna til ađ hafa upp á fjársjóđum. Ţađ getur vart endađ nema illa.

Fornleifur hefur hins vegar á síđari árum reynt ađ miđla mörgu ţví sem viđ vitum um "gullskipiđ" (Lesiđ greinarnar hér, hérhér og hér) og reynt ađ leiđrétta villur ćvintýramanna og segja frá gripum úr flakinu, t.d. ţeim "kylfum" sem sem mađur nokkur sem vann á Ríkisútvarpinu, n.t. á fréttastofunni, hafđi fengiđ á heilann. RÚV-mađurinn taldi ađ "kylfur" hefđu veriđ í tonnatali í skipinu er ţađ strandađi. Kylfurnar voru vitaskuld ţýđingarvilla; farmskráin lýsti mörgum smálestum af múskatblómu, sem var, og er jafnvel enn, eitt af vinsćlustu kryddum í Hollandi - allt síđan á 17. öld.

Ţar sem ritstjóri Fornleifs er sonur ekta kryddkaupmanns úr Niđurlöndum ólst Leifur upp viđ múskat, bćđi hnetu og blómu. Flutti fađir minn inn báđar gerđir múskatsins og seldi í stórum stíl sem eitt af ţeim kryddum sem voru í hinum fyrrum svo vinsćlu og rómuđu kryddhillum. Sannast sagna voru hillurnar hvor tveggja, vinsćlar og óvinsćlar gjafir, sem menn keyptu gjarnan og gáfu brúđarhjónum. Heyrt hef ég af einu pari fyrir Norđan, sem fékk ţrjár hillur og eru enn ađ nota kryddiđ úr ţeim. Sum glösin hafa reyndar veriđ endurfyllt. Hins vega hafa ađrir endađ í skilnađi vegna kryddhillnanna. Illa upp alinn karlpeningur á Íslandi vildi lengi ađeins pipar og salt og ekkert gras.

Áriđ 2017 sagđi ég frá leifum af lakkskápum sem heimamenn höfđu tínt upp á sandinum eftir ađ "gullskipiđ" strandađi áriđ 1667. Voru ţessi lakkverk endurnotuđ í kirkjum. Eitt af ţeim lakkhurđum af skáp međ dćmigerđri japanskri hespuloku hefur varđveist í kirkjunni, en á 19. öld voru ađrir gripir í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi/Skáftárhreppi, sem vafalaust eru einnig úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam.

Kálfafellsspjald lille

Hurđ međ lakkverki í kirkjunni ađ Kálfafelli. Ljósm. Kristján Sveinsson 2016.

Áriđ 1864 barst Jóni Árnasyni ţjóđsagnasafnara og kennar á viđ Lćrđ skólann ţeim gripum, sem eru skurđmyndir af fiski og ljóni, á nýstofnađ Forngripasafniđ, ţar sem ţeir fengu númerin 66 og 67. Jón Árnason, sem var fyrsti forstöđumađur Forngripasafnsins, sem stofnađ var áriđ 1863, sat vafalítiđ međ Sigurđi málara, sem hann fékk sem ađstođarmann, uppi undir ţaki Dómkirkjunnar. Sigurđur ţjóđbúningahönnuđur sagđi oft svćsnar klámsögur. Sagan hermir ađ Jón (sem síđar var kallađur Bitter af skólasveinum í Lćrđa Skólanum, sem ţó kunnu honum vel) hafi eitt sinn beđiđ Sigurđ um ađ dempa sig, ţví í kirkjuna voru komnar konur. Er ekki hugsanlegt ađ konurnar vćru einmitt komnar í kirkju til ađ heyra klámkjaftinn á Sigga málara?

Nú, á milli klámsagna Sigurđar, dáđust Jón og Sigurđur ađ skurđmyndunum úr dyraumbúnađi Kálfafellskirkju. Ţeim var lýst á eftirfarandi hátt í ađfangabók Forngripasafnsins uppi á kirkjuloftinu áriđ 1964, en eigi höfđu ţeir fullan skilning á eđli skurđmyndanna:

Fiskurinn Koi

Kalfafells Koi Sarpur.is - Skurđmynd

Ljósm.Ţjóđminjasafn Íslands

[Ţjóđminjasafniđ] 67/1864-25:  Lax, skorinn úr tré, 1 álnar og 15 ţumlúnga lángur.  Sumir kalla hann guđlax. Hann hefir veriđ einkar haglega skorinn, og er mćlt, ađ ţađ hafi gjört Eiríkur nokkur í Holti á Síđu. Lax ţessi var ţversum yfir sömu kirkjudyrum og ljónin (nr. 66), og sýnir hvorttveggja skraut á byggingum fyrri alda, enda einnig mikinn hagleik manna á ţeim tímum.

Útskorni fiskurinn úr Kálfafellskirkju, sem er lágmynd, er hvorki meira né minna en 104 sm. ađ lengd og 28 sm. ţar sem hann er breiđastur. Ţetta er ţó greinilega enginn lax.

Jón Árnason var glöggur mađur en sjóndapur mjög. Kannski hefur hann heldur ekki haft mikil kynni af laxfiski. Fiskurinn er karpi (vatnakarfi) og er lágmyndin vafalítiđ ćttađur austan úr Asíu og líkast til frá Japan.  Japanir fóru snemma ađ rćkta ýmis litafbrigđi af vatnakarfanum og munu vera til ein 30 afbrigđi af vatnakarfar sem Japanir kalla Koi. Koi er ţeir "gullfiskar", sem menn ţekkja í almenningsgörđum erlendis og jafnvel á Íslandi. Útskornir vatnakarfar frá Japan og Kína bárust oft til Vesturlanda á 17. öld og síđar.

Vatnakarfinn er mikilvćgt tákn í Búddisma. Hćgt er ađ finna alls kyns myndir af ţeim í musterum og í líst Austurlanda fjćr.  Koi táknar auđ og góđa auđnu í asískri menningu. Koi er einnig tákn gnćgđar, hugrekkis og umbreytingar. Kínversku táknin fyrir gnćgđ og  fisk eru mjög lík. Koi er er ţví líklega fjárorđ Kínverja.  Vegna hinna mörgu litaafbrigđa sem menn hafa aliđ fram í fiskinum  er hann einnig tilvaliđ tákn "einingu andstćđnanna" - Yin og Yang, ţ.e. alhliđa tákn fyrir alla hluti sem innihalda bćđi hiđ góđa sem hiđ illa. Vatnakarfinn hefur mjög flókiđ mikilvćgi í asískri menningu og eru jafnvel álitnir vera gođsagnakenndir. Fiskurinn var sömuleiđis notađur til ađ tákna baráttu (einstaklingsins) gegn mótbáru til ađ ná markmiđum sínum, og Koi ţví sérlega vinsćlt tákn á ólgutímum.

Nú, fiskurinn sćmdi sér vel á kirkjuţilinu í Kálfafelli, ţví fiskur er einnig gamalt tákn Krists.

Fornleifur telur ađ karfinn útskorni sé vafalítiđ úr Het Wapen van Amsterdam. Hvort hann er hluti af skreyti skipsins eđa asískur gripur er ég ekki viss um.

IMG_5099 C

Í lok júlí í ár (2022) rakst ég á ţennan japanska koi (frá 19. öld), á Ţjóđminjasafninu í Edinborg. Nokkru síđar sá ég annan líkan á asíska safninu í háskólabćnum Durham á Englandi. Hann sá ég fyrst áriđ 1989, er ég bjó og stundađi nám í Durham. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2022.

Ljon Sarpur Kalfafell

Ljóniđ af stefni "Gullskipsins".

Ljon B Kalfell

[Ţjóđminjasafniđ] 66/1864-24: Tvö ljón, 2 álna og 15 ţumlúnga laung skorin úr tré.  Almenningur segir, ađ ţau sé sćljón.  Ţau teygja sig líkt og ţau sé á sundi: einnig hafa ţau einkennilega fćtur og mjög grimmilegan einkennilegan svip.  Ţau hafa veriđ mjög haglega skorin, en eru nú mikiđ skemmd af elli.  Ljón ţessi voru sitt hvorumegin viđ kirkjudyr á Kálfafelli í Fljótshverfi.  Sumir segja, ađ ljón ţessi hafi veriđ gjör handa kirkjunni af Írum, ađrir segja af Frökkum, en engar sönnur vita menn á ţví.

Ljónin úr Kálfafellskirkju sem Jón Árnason fćrđi á Forngripasafniđ voru reyndar ekki tvö. Ţetta er eitt og sama ljóniđ í tveimur hlutum, ţ.e. tvćr vangamyndir sama ljónsins, eđa tvćr lágmyndir sem ćtlađ var ađ sýna ljóniđ beislađ viđ eins konar kassa sem oft myndađi skutstrjónuna á skipum 17. aldar. Kassi ţessi var styrktur til ađ skip löskuđust síđar er ţeim var siglt á önnur skip. Ljónsmyndirnar eru nokkuđ verkleg eđa um 1,68 metri ađ lengd án halanna. Ţetta gćti ţví vel veriđ hluti af stefnisdýri (gallíonsfígúru) Het Wapen van Amsterdam.  RP-P-OB-11.354  detail

Dćmi af stafni Hollensk verslunarskips frá 17. öld. Koparristan er gerđ áriđ 1647 af Wenceslaus Hollar (1607-1677), listamanni frá Bćheimi sem settist ađ í Niđurlöndum og gerđi listagóđar og nákvćmar ristur af skipum: Fyrir neđan er ítarmynd af trjónunni og Kálfafellsljóninu hallađ til ađ sýna hvernig ţađ hefur fyrrum svifiđ yfir höfin blá í stafni Het Wapen van Amsterdams. Myndir Rijksmuseum, Amsterdam og myndin neđst Ţjóđminjasafn Íslands.

RP-P-OB-11.354  detail b

Skáljón d

RP-P-OB-11.344(2) detail

Stefnistrjóna af herskipi hollensku sem var stćrra en Het Wapen van Amsterdam. Hér sést ljóniđ ađeins betur. Rista gerđ af Wenceslaus Hollar áriđ 1647. Rijksmuseum, Amsterdam.

Ţađ má líklegast vera orđiđ öllum mjög ljóst ađ ţessi síendurtekna leit gamalla manna međ sjórćningjagen, er út í hött og hálfkjánaleg. Aftur var ýtt, frekar en hitt, undir međ ţessari vitleysu í fyrra ţegar mjög slök heimildamynd birtist um gullskipiđ (sjá um ţá sögu hér). 

Fleiri mikilvćg gögn varđandi Gullskipiđ

Áriđ 2020 vakti ţađ ţví miđur ekki verđskuldađa athygli, ađ Ţjóđskjalasafniđ setti út á Fésbók sína merkilegt bréf frá 1763 og afskrift af ţví, sem sýnir svart á hvítu hve mikiđ gullskipsleitamenn hafa vađiđ í villu um stađsetningu flaksins. Bréfiđ er frá 1763 eđa 96 árum eftir ađ Het Wapen van Amsterdam strandađi. Ţá voru menn enn međ miklum erfiđismunum ađ nýta sér efniviđ úr skipinu. Ţeir sem hyggja í framtíđinni í frekari gullskipsleit, ćttu kannski ađ líta á ţessa heimild frá 1763 á vef Ţjóđskjalasafnsins.

Sömuleiđis töldu fyrri kynslóđ sig vera búna ađ finna skipiđ áriđ 1974, alveg niđur viđ sjávarborđ rétt austan Markóss ţar sem sem heiti Síki. Ţetta kom fram í skýrslu sem bandarískt fyrirtćki gerđi fyrir Bandaríska flotann sem vildi vera Íslendingum hjálplegur í fjársjóđaleit. Ekki reyndist neitt vera ţar sem menn grunađi áriđ 1974 ađ Gullskipiđ vćri.  Sérfrćđingsálit bandarísku sérfrćđinganna birtist í skýrslu áriđ 1974 og niđurstađa hennar var mjög neikvćđ. Sérfrćđingar frá ýmsum löndum töldu ţađ borna vona ađ finna leifar af Gullskipinu.IMG_5099 B

Stálţiliđ mikla sem rekiđ var niđur umhverfis ţađ sem menn héldu vera Het Wapen van Amsterdam. Ţar innan í fundu menn togarann Friedrich Albert. Ljósm. RÚV/Sjónvarp 1983.

Síđar, eđa áriđ 1983, "endurholdgađist" gullskipiđ leitarmönnum aftur. Ţá birtust dollaramerki i augu sumra stjórnmálamanna og međ miklum viđbúnađi og gríđarleg styrkjum úr ríkissjóđi var sér kastađ út í óhemjumiklar framkvćmdir á sandinum. Árangur erfiđisins var ţýski togarinn Friedrich Albert frá Geestemünde sem strandađi á sandinum áriđ 1903.

Niđurstađa skýrslunnar sem bandaríski flotinn gaf Íslendingum var virt ađ vettugi áriđ 1983. Leitarmenn fengu tugi milljóna úr ríkiskassanum. Sjórćningjar međal stjórnmálamanna létu leitarmenn "Gullskipsins" ljúga sig fulla.

Ekki var ţó allt slćmt. Stafsmenn Ţjóđminjasafnsins komust í ćvintýraleit og var Ţór Magnússon ţjóđminjavörđur farinn ađ trúa ţví ađ Gullskipiđ vćri í raun fundiđ. Ţeir fúlsuđu síđan viđ ţýska togaranum sem var ţađ eina sem í sandinum var. Ţjóđminjasafniđ sat eftir međ hvítan Jeppa sem safniđ fékk ađ kaupa međ beiđnibleđli vegna ćvintýrisins. Hann var löngum kallađur Gullkálfurinn. Menntamálaráđuneytiđ reyndi ítrekađ ađ fá hann endurgreiddan, en árangurs.

 

Flestir ţekkja Hollendinginn fljúgandi sem var ţjóđsagna og draugaskip, sem aldrei var til nema í hugum manna. Hyllingar (fata morgana) gćtur veriđ skýringin á skipi ţví. Gullskip fullorđinna manna sem hafa leikiđ sér á Skeiđarársandi í dýrasta sandkassaleik Íslandssögunnar, án ţess ađ hafa fyrir ţví ađ rannsaka fyrirliggjandi heimildir, er einnig hylling.  

Ef Íslendingar vilja verđa ríkir, verđa ţeir ađ hafa fyrir hlutunum, líkt og Hollendinga var vani á ţeirra gullöld. Íslensku peningatrén visnuđu flest eftir hruniđ, enda ímyndunarplöntur. Mér fannst afar furđulegt, ađ rotnir ávextir ţeirra heilluđu Hollendinga sem eru ţekktir fyrir ađ halda vel í aurinn. Vonandi hćtta menna ađ leita ađ ríkidómi í svörtum sandi Suđurlands og lćra ađ peningar koma ađeins međ vinnu, ţjófnađi, sem happdrćttisvinningar og frá ríkum ćttingjum úti í heimi, nema kannski í Nígeríu.

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.10.2022

Mikilvćg viđbót 2. nóvember 2022.

Fornleifur var alveg búinn ađ gleyma ţví ađ meistari Ţórđur Tómasson skrifađi um ljóniđ og karfann í bók sinni Svipast um á Söguslóđum (Skrudda 2011; bókina fćrđi mér gamall vinur og grafari m.m. Einar Jónsson, sem vitaskuld hefur gert athugasemd viđ minnisleysi mitt).

Ţórđur kallar ţó fiskinn guđlax (sem hann er ekki), en telur hann, andstćtt Jóni Árnasyni (1864), sem og ljónin hiklaust vera erlent verk og vafalaust vera úr Het Wapen van Amsterdam. Hinn fjölfróđi Ţórđur taldi ađ ljónin gćtu hafa tilheyrt skjaldamerki Amsterdam-borgar sem var rauđur skjöldur međ miđborđa svörtum sem er langsum um skjöldinn miđjan og á honum ţrjú X silfruđ eđa hvít; og ađ ljónin vćru hluti af skutmynd (spegilsmynd) skipsins. Skutljón sem héldu skildi Amsterdam-borgar voru á 17. öld jafnan sýnd ţannig ađ ţau horfđu til hliđar, fram í ţann sem á lítur, eins og ljónin sem Austuríndíafélagiđ (VOC) notađist viđ, t.d. í skjaldamerki Batavus-borgar síđar Jakarta) í Indónesíu. Ţau setja venjulega eina afturlöppina fram fyrir hina. Kannski eru skutljónin enn í Skaftafellssandi, en ţađ er ţó fremur ólíklegt. Guđlax (Lampris Guttatus) er sömuleiđis allt annar fiskur en sá sem festur var yfir kirkjudyrum á Kálfafelli.

Ţórđur Tómasson vísar í bók sinni Svipast um á Söguslóđum (bls. 297) í bréf séra Jóns Sigurđssonar á Kálfafelli (22. jan. 1862 og 1. júlí sama ár) til Jóns Árnasonar biskupsritara og síđar fornmenjavarđar, ţar sem hann segir af sendingu gripanna ađ austan frá Kálfafelli. Séra Jón á Kálfafelli gat einnig fyrr um "trémyndir af tveim ljónum og einn guđlax" í atriđi um fornleifar í sóknarlýsingu til Bókmenntafélagsins um Kálfafellssókn í Fljótshverfi sem hann dagsetti á Kálfafelli ţann 12. júlí 1859 (Sjá Skaftafellssýsla sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873. Sögufélag. Rv. 1997:180).

Ţökk sé meistara Ţórđi! En einnig Einar Jónssyni og Kristjáni Sveinssyni fyrir upplýsingar og hjálp viđ ađ finna ritheimildir um hvernig ljónin og fiskurinn úr Het Wapen van Amsterdam bárust Jóni Árnasyni.

SK-A-4643 b

Skjaldamerki VOC-borgarinnar Batavus (Jakarta) á Jövu frá 1651. Skjöldurinn er varđveittur í Rijksmuseum, Amsterdam. Neđst má sjá Guđlax nýkominn í verslun í Reykjavík. Vel gćti mađur ţegiđ sneiđ úr slíkum eđalfiski. Sjá í athugasemdum samtímamynd af Het Wapen van Amsterdam (1653-1667). Sjá vinsamlegast einnig athugasemdir neđst.

Fallegur fiskur lagđur í sósuna - Vísir


Ť Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla ť

Athugasemdir

1 identicon

Bitter gamli hefur sennilega séđ fram í tímann í gegnum sín ţykku gleraugu og séđ eldislax — eđa a.m.k. eldisfisk — og verđum viđ ađ fyrirgefa honum ţađ ţótt hann greindi ekki mun á koi úr tré og laxi úr tré. Hreisturfiskar hvorttveggja. Ţađ vćri áhugavert ađ skođa upprunasöguna betur, um tréskurđ Eiríks ţessa í Holti á Síđu. Var hann raunverulega ađ verki eđa var fiskinum góđa landađ úr meintu gullskipi og var ţví kannski lítiđ haldiđ á lofti ađ kikjugripir vćru strandgóss?

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 30.10.2022 kl. 18:10

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Bćndur tíndu fljótt ţađ sem ţeim ţótti bitastćtt á ţessum tíma. Hollendingar fóru fram á ţađ viđ Dani ađ reynt yrđi ađ ná í fallstykki en önnur verđmćti á viđ gull og geimsteina, og ţađan af síđur lakkskápar, voru ekki nefnd í bréfum, sem allir leitarmenn "Gullskipsins" hafa vitaskuld heldur ekki kynnt sér í sandkassaleik sínum.

Ţóra Kristjánsdóttir hefur ritađ um Eirík í Holti og verk hans, og verđur fiskurinn ađ teljast mjög ólíkur öllu ţví sem hann skar út.

FORNLEIFUR, 30.10.2022 kl. 19:55

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Nú verđur líka ađ teljast víst, ađ ţađ sem gamlir menn sögđu, og Ómar Ragnarsson líka, var rétt. Allir Gullskipsleitarmenn Íslands hafa alltaf veriđ ađ leita ađ skipinu á röngum stađ. Ţetta sýnir ţađ sem viđ höfum allaf vitađ, ađ fólk sem ekki er lćst á gamlar ritađar heimildir, hefur ekkert ađ gera í íslenskri fornleifafrćđi - eđa í gullskipsleit.

FORNLEIFUR, 31.10.2022 kl. 05:29

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţađ sem líklega er skemmtilegast viđ ţetta allt, eru ađ mikilvćgasta góss úr sjálfu skipinu Het Wapen van Amsterdam hefur veriđ á Ţjóđminjasafninu síđan 1864. Safniđ hefur hins vegar á seinni árum haft fleiri gćslumenn og hreingerningatćkna á sinni könnu en sérfrćđinga sem geta stundađ rannsóknir.

FORNLEIFUR, 31.10.2022 kl. 07:15

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Eins og áđur greinir tel ég ađ ţessi mynd, sem er lítill hluti af stórri mynd eftir Cuyp frá 1660-65, sýni Het Wapen van Amsterdam, í höfn í Batavíu á Jövu. Á spegli skipsins stendur BANDA, sem er eyjaklasi. Engin skip VOV báru ţađ nafn, en Banda gćti hafa veriđ heimahöfn Het Wapen van Amsterdam. Banda var ađalútflutningsstöđ múskatblómu, sem mest var af í Het Wapen van Amsterdam smkv. farmskrá.  Skutmyndin af skildi Amsteram sýnir engin ljón. Ef ţetta er Het wapen van Asterdam, sem byggt var 1653, ţá eru ljónsmyndirnar frá Kálfafelli ekki af skut skipsins líkt og Ţórđur meistari Tómasson hélt.

FORNLEIFUR, 2.11.2022 kl. 14:19

6 Smámynd: FORNLEIFUR

 Hér má skjöldinn á skipinu međ heimahöfn á Banda

FORNLEIFUR, 2.11.2022 kl. 14:23

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Skjaldamerki Amsterdamborgar í steindum glugga í Osterkerk, sem var fyrirmynd Vor Frelsers Kirke á Christianshavn í Kaupmannahöfn. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur hefur ritađ um ţćr kirkjur í grein í tímaritinu VIND; Ţiđ finniđ greinina hér á hćgri spássíu Fornleifs. Glugginn í Osterkerk er frá 1671.

FORNLEIFUR, 2.11.2022 kl. 15:00

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Kristján Sveinsson, gamall skólafélagi ritstjóra Fornleifs (sjá ofar) upplýsir Fornleif:

Ţjóđólfur 11.mars 1864 flutti skýrslu um Fornmenja- og ţjóđgripasafniđ í Reykjavík ţar sem ţeir Jón Árnason og Sigurđur Guđmundsson réđu ríkjum.

Stúdent, biskupsskrifari, bóka- og fornminjavörđur Jón Árnason lýsir ţar gjöfum sínum til safnsins tveimur ljónum "sem almenníngr segir ađ sé sćljón" međ "mjög kvinnulegan og einkennilegan svip" og lax, "mikiđ haglega skorinn" sem sagt er ađ "einhver Eyríkr í Holti á Síđu" hafi skoriđ.

Ţađ kemur fram ađ ljón og lax voru ofan kirkjudyra á Kálfafelli í Fljótshverfi og hefur Jóni ţótt til um hagleik ţeirra sem gerđu ţá en ekkert er getiđ um ţađ hvenćr og međ hvađa hćtti gripirnir komust í hans eigu.

FORNLEIFUR, 2.11.2022 kl. 15:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband