Gulliđ í Gullskipinu er loks komiđ í leitirnar

a6736767a648731e88bda11197f63635_1276012.jpg

Margir hafa sennilega aldur til ţess ađ muna ţá sveit vaskra manna sem hundsuđu alla rökhugsun og heimildir og leituđu ár eftir ár ađ "Gullskipi" á Skeiđarársandi.

Eftir áratuga leit, á skjön viđ ráđ fróđra manna og t.d. rannsóknarstofnun bandaríska sjóhersins í Maryland, fundu ţessir karlar loks áriđ 1983 skip í sandinum. Ekki var ţađ gullskipiđ heldur ţýski togarinn Friedrich Albert, sem strandađi á sandinum í janúar áriđ 1903.

Ţjóđminjasafniđ eitt grćddi eitthvađ gullkyns á ţví ćvintýri ţví ţađ fékk nýjan jeppa, hvítan og austur-asískan ađ uppruna, til ađ taka ţátt í ćvintýrinu međ gullskipiđ áđur en ţađ varđ ađ martröđ međ ţýskan togara í ađalhlutverki. Áđur en ţađ gerđist var Ţjóđminjasafniđ komiđ í startholurnar og hafđi sent fólk austur á Sanda. Reyndar vildi Menntamálráđuneytiđ fá jeppann aftur eđa láta Ţjóđminjasafniđ borga fyrir hann ađ fullu og ţátttöku safnsins í vitleysunni, en ţađ tókst ekki. Heilar 50 milljónir fornkrónur gekkst ríkiđ í ábyrgđ fyrir á sandinum. Var jeppagarmurinn lengi kallađur Gullskipiđ af gárungum í fornleifafrćđingastétt.

ventill_alberts_1276025.jpg

Ţegar menn fundu ryđgađan ventil úr Albert togara fór víst allur vindur úr Gullleitarmönnum. Myndin birtist í DV í september 1983.

Ţrátt fyrir togarafundinn, héldu ofurhugarnir áfram leit sinni í nokkur ár á sandinum, en nú heyrist orđiđ lítiđ af Het Wapen van Amsterdam sem strandađi áriđ 1667 og meintum dýrindisfarmi skipsins.

Ţrátt fyrir ađ sameiginlegar farmsskrár skipsins og ţeirra skipa sem ţađ var í samfloti međ vćri birt á Íslandi og hún ekki sögđ innihalda neitt ţess kyns sem stórir strákar í sjórćningjaleik leita ađ, ţá héldu sumir menn ađ skrárnar innihéldu t.d. upplýsingar um ađ "49,280 tonn af kylfum eđa stöfum". Reyndar skjátlađist ţeim einnig sem birtu farmskrárnar og óđu í sömu villu og leitarmenn. Ţeir sem fróđari áttu ađ vera og hafa vitiđ fyrir ćvintýramönnum, höfđu ekki fyrir ţví ađ leita ađstođar manna sem gátu lesiđ hollensku. Ţađ sem velviljađir heimildarýnir menn vildu meina ađ vćru kylfur og stafir, voru 49,28 tonn af múskatblómu, foelie. Einhver spekingur ţýddi orđiđ foelie međ kylfum og stöfum (sjá hér), en foelie er gamalt heiti fyrir múskatblóm (muskaatbloem á hollensku), ţ.e. trefjarnar rauđu og bragđgóđu utan um múskathnotuna. Trefjarnar missa fljótt litinn og verđa gular og fölar og eru seldar malađar á Íslandi, oft undir enska heitinu mace.

000004_1276016.jpgŢetta kylfustand var föđur mínum sem var fćddur í Hollandi mikiđ undrunarefni man ég, en hann flutti einmitt inn múskatblómu og múskathnetur, og hann reyndi ađ hafa samband viđ björgunarmenn gullskipsins, ef ég man rétt sjálfan Kristinn í Björgun, en án mikils árangurs. Ţeir vildu ekkert á hann hlusta. Ţeir voru líklega farnir ađ leita ađ kylfum í sandinum blessađir mennirnir.

En nú fćri ég Gullskipsmönnum lífs eđa liđnum ţau gleđitíđindi, ađ gulliđ í gullskipinu sé svo sannarlega fundiđ. Ţađ hefur lengi veriđ vel varđveitt í kirkjum og söfnum síđan ţađ fannst, ţótt lítiđ vćri nú reyndar eftir af gullinu.

Gulliđ eru leifar af gyllingu, stundum gervigyllingu, á spjöldum úr skrautkistu međ svörtu lakkverki, sem var međal ţess sem menn hirtu úr flaki skipsins eđa af sandinum. Fróđir menn, og ţar á ég m.a. viđ Ţórđ Tómasson í Skógum hafa lengiđ taliđ ađ spjöldin ţrjú úr lakki sem varđveitt eru í Skógarsafni, Ţjóđminjasafni og Kálfafellskirkju hafi komiđ úr Het Wapen van Amsterdam. Ţar er ég alveg sammála meistara Ţórđi, og ţađ eru fremstu sérfrćđingar í Hollandi líka. Verkiđ á lakkspjöldunum kemur heim og saman viđ ađ ţađ geti hafa veriđ úr skipi strandađi áriđ 1667.

Hins vegar er nýtt vandamál komiđ upp sem ţarf ađ leysa. Lakkverk, sem á ţessum tíma tengdist oftast Japan var framleitt víđar í Asíu en ţar. Ţegar Het Wapen van Amsterdam lagđi upp í sína síđustuu ferđ frá Batavíu (síđar Jakarta) í Indónesíu, og ţađ var ţann 26.janúar 1667, var skipalest sú sem Skjöldur Amsterdams međ fylli ađ varningi víđs vegar úr Asíu. Hollendingar söfnuđu auđćfum, kryddi, vefnađi og postulíni í gríđarstór pakkhús í Batavíu sem ţeir sóttu til fjölmargra hafna sem ţeir sigldu á.

batavia_1661.jpg

Kastali Hollendinga í Batavíu áriđ 1661, stćrđ sumra pakkhúsanna sem sjást á myndinni var mikil. Njótiđ verksins, sem málađ var af Andries Beeckman áriđ 1661, međ ţví ađ stćkka myndina. Málverkiđ hangir á Rijksmuseum í Amsterdam.

Ein ţessara hafna var Macau, nýlenda Portúgala, sem ţeir lögđu áherslu á, eftir ađ Japanar höfđu úthýst ţeim frá Japan. Portúgalar höfđu smám saman gerst óvinsćlir međal Japana og stunduđu trúbođ í Japan. Ţađ líkađi Japönum lítt og voru Portúgalar loks flćmdir í burtu og einnig margir Japanir er tekiđ höfđu kristna trú. Međal ţeirra Japana sem fóru međ Portúgölum voru iđnađarmenn sem stunduđu lakklistavinnu. Ţeir settust ađ á Macau nćrri ţeim stađ sem síđar hét Hong Kong og héldu áfram ađ stunda handverk sitt.

Helsti sérfrćđingur Hollands og heimsins í lakklist telur nú mjög hugsanlegt ađ spjöldin á Íslandi sem ađ öllum líkindum eru komin í "Gullskipinu" frćga, hafi veriđ gerđ af japönskum listamönnum á Macau, ţó ekki sé búiđ ađ afskrifa ađ ţau séu frá Kyushu eyju í Japan, eđa verkstćđum í Nagasaki ellegar Kyoto.

1-1.jpg

Spjald sem taliđ er vera úr Het Wapen van Amsterdam. Varđveitt í Byggđasafninu í Skógum og var síđast notađ sem sálmaspjald í Eyvindarhólakirkju.

Efnasamsetning lakksins, sem á japönsku kallast urushi, verđur nú vonandi rannsökuđ ef leyfi fćst og er hćgt međ efnagreiningum ađ segja til um hvort ađ ţađ var framleitt í Japan, Macau, Síam eđa annars stađar. Vísindunum fleygir fram.

Fleiri tíđindi munu berast af ţví síđar á Fornleifi, sem alltaf er fyrstur međ fréttirnar - af ţví gamla.

Vona ég ađ ţessi gullfundur gleđji gullleitarmenn á Sandinum, ef ţeir eru ţá nokkrir eftir ofan sanda til ađ gleđjast međ okkur - líklega allir farnir međ gullvagninum aftur heim í skýjaborgirnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţess má geta ađ fjölfróđir Örćfingar töldu allan tímann ađ veriđ vćri ađ leita á skökkum stađ, skipiđ hefđi strandađ á Skaftafellsfjöru en ekki Svínafellsfjöru ţar sem leitađ var.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2016 kl. 11:48

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţađ var komiđ dálítiđ sport í ţetta hjá leitarmönnum - sérstaklega ađ gera allt annađ en stađkunnugir sögđu og lesa ekki heimildir. Kannski eru akkerin enn ţarna, líkt og telja sumir - hver veit? Ég lćt mér nćgja góss eins og lakkspjöldin góđu.cool

FORNLEIFUR, 21.1.2016 kl. 15:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband