Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Glerbrot í Reykholti

Glös af sömu gerđ og Reykholgsbikar

Íanda sumra kollega minna á Íslandi (sbr. hér) sletti ég hér vafasamri tilgátu, ţótt gúrkutíđinni í fornleifafrćđinni sé vćntanlega lokiđ í ár: Snorri Sturluson var veginn í kirkjunni í Reykholti áriđ 1241, ţar sem hann var ađ drekka af messuvíni úr forláta glerbikar frá Frakklandi. Hann missti glasiđ, sem brotnađi, og lét ţá ţessi orđ falla."Veriđ sparsamir á víniđ, piltar". Hné han svo niđur og var örendur.

Ég leyfi mér ađ álykta svo fjálglega, ţar sem í kirkjurúst einni í Reykholti hafa fundist brot úr vínglasi úr gleri. Mér ţykir líklegt er ađ Skúli jarl hafi gefiđ Snorra glasiđ og fimm önnur áriđ 1238 úti í Noregi, um leiđ og hann gaf honum jarlstignina. Gissur Ţorvaldsson, tengdasonur Snorra, sá glösin og vildi eignast ţau, (eđa réttara sagt eiginkona Gissurar). Hann eignađist fimm, ţví ţađ sjötta datt á gólfiđ í holrýminu undir kirkjugólfinu, ţar sem Gissur og ESB-sinnar 13. aldar réđust ađ Snorra og drápu hann. Hafđi Snorri ţá nýlokiđ ađ gefa út Heimskringlu og var enn ađ halda upp á ţađ eins og rithöfundar eiga ţađ til ađ gera. Gissur Ţorvaldsson tćmdi síđan vín- og ölkjallara Snorra, sem var undir kirkjugólfinu. Víniđ var haft ţar til öryggis. Gissur naut góđs af veigunum er hann undirbjó Gamla Sáttmála.

Snorri Killed

Snorri veginn. Lýsing úr Borgarhandriti,  AM 100 Foolio. Ólafur forvörđur telur lýsinguna falsađa, enda er tölvulykt af henni

 

Nú hefđi ţessi glannalega tilgáta veriđ ágćt og vel gjaldgeng í fréttir RÚV-Sjónvarpsins, eins og konan međ sjúkdóm fílamannsins, sem ađ sögn fannst ađ Skriđuklaustri nú fyrr í sumar, eđa eskimóakonurnar sem fundust líka ţar eystra fyrir nokkrum árum síđan. Ţćr fréttir, eins og margar ađrar furđufréttir RÚV, eru lýsandi dćmi um ţađ ástand sem skapast er fréttamenn og fornleifafrćđingar hafa misskiliđ hlutverk sitt og búa til fréttir í stađ ţess ađ greina frá ţeim.

Bikarinn, sem glerbrotin í Reykholti eru úr, er frá 14. öld.

Glas frá Reykholti

Glerbikarinn frá Reykholti, eđa réttara sagt brotin úr honum, voru til sýnis í Ţjóđminjasafninu í heilt ár (2009) á lítilli sýningu sem fjallađi um allar rannsóknirnar á guđshúsum í góđćrinu í fornleifarannsóknum á Íslandi, sem nú er víst lokiđ vegna fjárhagsvandans á Íslandi. Sýningin bar heitiđ Endurfundir. Á sýningunni mátti finna brot af bikarnum úr Reykholti í glerskáp. Afar fátćklegar upplýsingar fylgdu. Reyndar stóđ í sýningartexta, ađ glasiđ vćri frá 13.-14. öld, sem er ekki alveg rétt. Sérfrćđingar telja ađ minnsta kosti ađ vínglös ţessi séu frá tímabilinu 1300-1350. Snorri gćti ţví ekki međ góđu móti hafa drukkiđ af ţessum glerbikar, nema ađ hann hafi drukkiđ í gegnum einhvern. 

Ţađ furđađi mig, er ég sá ţessi merku glerbrot úr Reykholti í fyrsta sinn á Ţjóđminjasafninu í áriđ 2009, ađ ţar var ţví haldiđ fram ađ glasiđ hafi veriđ altariskaleikur. Glerílát frá ţessum tíma, sem og síđar, gátu ekki veriđ vasae sacrae, eđa heilög ílát, á altari í kaţólskum siđ á miđöldum. Sakramentin, líkama Krists, varđ prestur ađ bera fram í ílátum úr góđmálmi. Oblátuna, líkamann, á patínu og víniđ, blóđiđ, í kaleik úr silfri eđa gulli.

Glerbikarinn hefur ţví sennilegast brotnađ í kirkjunni í hefđbundinni fornicationi ecclesiae. Margir Íslendingar eru sem kunnugt er komnir af kaţólskum biskup og margir hverjir líka af ábótum sem stunduđu saurlifnađ. Kirkjur landsins voru fyrr á tímum oft ekki mikiđ betri en gluggalausa kompan í Bústađakirkju, ef sögur af  henni er eru sannar. Ţađ ţarf ţó ekki neina sannleiksnefnd til ađ segja meira um glerbikarinn frá Reykholti, eđa ţađ sem fornleifafrćđingarnir sem stjórnuđu ţeirri rannsókn vita greinilega ekki og miđla ekki til fólksins í landinu.

Bikarinn frá Reykholti er mjög líklega franskur. Svipuđ glös hafa t.d. fundist í Hollandi og á Bretlandseyjum (Sjá myndina efst). Glerbikar, sem fannst í kastalanum Niewendoorn norđur af Alkmaar í Hollandi og í rústum Ludgershall kastala í Wiltshire á Bretlandseyjum, gefa góđa hugmynd um hvernig svona glös litu út óbrotin. Ţetta hafa veriđ dýrindis hlutir, sem líklega hafa kostađ hátt í kýrverđ. En evrópsk samhengi glerbikarsins í Reykholti hefur greinilega ekki veriđ mikiđ áhugamál ţeirra  ţá sem rannsakađ hafa fornleifar á síđustu árum í Reykholti.

Ţađ vekur athygli mína, ađ á vef Skálholtskirkju var ţví haldiđ fram nýlega, ţegar kirkjan fékk nýjan kaleik í gömlum stíl, ađ kaleikar hafi fyrrum veriđ úr gleri, tré og leir. Ţetta er hiđ mesta rugl. Ţađ var ekki fyrr en eftir 1962 ađ kaţólska kirkjan leyfđi kaleika úr öđru efni en góđmálmum, gylltum málmblöndum eđa bergkristal. Á Íslandi er reyndar til kaleikur úr kókoshnotu međ silfurumbúnađi, en hann er úr lútersku kirkjuhaldi.

Almenn kirkjusaga er kannski ekki kennd lengur á Íslandi, og greinilegt er ađ fornleifafrćđingurinn, sem setti glerbikarinn á sýninguna á Ţjóđminjasafninu, er heldur ekki sleipur í miđaldafrćđum, enda hefur ţađ sýnt sig áđur, og býst ég viđ ţví ađ hún taki ţeim dómi ekki illa, enda ţaulvön ađ venja ađra um slćleika í frćđunum, eins og frćgt er orđiđ og dómur fallinn um. Sjá hér .

Nú verđur ekki meiri sannleika hellt í barmafullan bikarinn frá Reykholti... en auđvitađ álíta einhverjir ađ ţetta sé eitur sem í bikarinn fór, ţví gagnrýni er illa tekin í íslenskri fornleifafrćđi. Verđur saga glerbikarsins í Reykholti örugglega skráđ án ţess ađ ţessi athugasemd Fornleifs verđi nefnd. Ţađ er ţó alltaf auđveldara ađ vita betur ţegar mađur veit ekki neitt. Hér neđar er vinsamlegast tilvitnun í grein sem hćgt vćri ađ kynna sér.

Heimildir:

Harden, D.B. 1975: Table-glass in the Middle Ages. Rotterdam Papers II, A contribution to medieval archaeology.[Teksten van lezingen, gehouden tijdens het Symposium 'Woning en huisraad in de Middeleeuwwen' te Rotterdam, van 29 t/m 22 maart 1973] Uitgegeven onder dedactie van J.G.N. Renaud, Rotterdam 1975, bls. 35-45.

Grein ţessi er stytt útgáfa af ţessari fćrslu.


Gullnćla frá Skipholti

Nćlan frá Skipholti

Nćlu ţessa afhenti Jóhann Briem prófastur í Hruna Forngripasafninu áriđ 1870. Lítiđ segir Sigurđur Guđmundsson málari um hana í safnskrá Ţjóđminjasafnsins  nema ađ hún hafi lengi veriđ í eigu langfeđga í Skipholti í Hrunamannahreppi og er hún metin til 5 ríkisdala.

Mjög vönduđ smíđ er á nćlunni sem ber safnnúmeriđ Ţjms. 803. Hún er rúmir 2 sm ađ ummáli ţar sem ţađ er mest og 2 mm ţar sem hún er ţykkust. Mikiđ gull er ţví ekki í gripnum. Nćlan er samsett af tveimur vćngjuđum drekum, sem mynda hring međ bolnum. Ţeir snúa saman hausunum ađ ásnum sem ţorniđ leikur á, en vinda hins vegar hölum saman, og enda ţeir í höggormshausum. Út frá stíl og verklagi er sennilegast ađ nćlan sé frá 12. öld eđa byrjun ţerrar 13.

Slík drekadýr voru í gođsögnum Forn-Grikkja og í furđudýrafrćđi (Bestiarium) miđalda kölluđ Amphisbaena, sem ţýđir ađ ţau gátu jafnauđveldlega gengiđ fram og aftur. Ţetta voru hin verstu dýr, hvorki fugl né fiskur, en skađlaus ef ţau horfđust í augu hvort viđ annađ eđa í spegil.

Amphisbaena
Amphisbaena

Einhver máttur hefur eflaust veriđ eignađur nćlunni. Furđudýr, drekar, rándýr, púkar og djöflar voru oft á skreytingum á dyrabúnađi kirkna um alla Evrópu á miđöldum. Vafalaust var tilgangurinn međ ţví sú hugsum ađ međ illu megi illt út reka. Stórir dyrahringir úr bronsi, sem eru alveg eins í laginu og nćlan frá Skipholti  hafa veriđ á kirkjuhurđum í Noregi (t.d. í Norderhov og Hjartdal í Ţelamörk) og vonandi bćgt illum vćttum frá söfnuđunum.

Annar miđaldahlutur úr gulli, forláta vafningshringur (Ţjms. 804) međ áletrunina Halldor(a) jons. Dotter innan í, hefur einnig fundist í Skipholti. Vera kann ađ í Skipholti hafi í einhvern tíman veriđ ríkir bćndur ţar sem tveir fegurstu skartgripir íslenskra miđalda hafa varđveist ţar. Ţess má geta ađ Jón bróđiđ Fjalla-Eyvindar bjó í Skipholti um miđja 18. öld.

Gullhlutirnir frá Skipholti eru međal fárra gripa úr gulli sem varđveist hafa frá fyrri öldum á Íslandi. Skíragull er ekki oft nefnt í fornbókmenntum okkar Íslendinga. Enn sjaldnar finnst ţađ á forngripum. Ţá er ţađ oftast sem logagylling á hlutum úr bronsi. Ađeins hefur fundist einn gripur úr hreinu gulli frá söguöld og er ţađ lítill hnappur úr gullţráđum sem fannst í kumli.

Ef verđmćti gulls er tekiđ sem mćlikvarđi á efnahag og afkomu, er auđvelt ađ álykta ađ á Íslandi hafi ţjóđfélagsskipan veriđ öđruvísi á landnámsöld en ráđa mćtti af sumum Íslendinga sögum. Raunsć túlkun á ritheimildum, sem og á efnislegri menningu fyrstu landnemanna segir sömu sögu. Íslendingar voru bćndur sem leituđu betri afkomu hér en í heimasveitum sínum í Noregi og á Bretlandseyjum ţar sem bújarđir voru vandfengnar. Ţeir tóku međ sér búsmala sinn, mismunandi menningu, hefđir og reynslu, sem ađlöguđust misjafnlega fljótt ađstćđum á Íslandi.

Sumir ţćttir hinnar upphaflegu menningar og efnahags hafa heldur aldrei breyst ađ ráđi. Menn héldu tryggđ viđ sauđféđ, sem reyndist lífseigara en t.d. nautpeningur og var sauđaeign ţví miklu hagkvćmari en akuryrkja. Sauđkindin varđ ţví gull landsmanna. Ađra kosti eygđu menn ekki fyrr en seint og síđar meir.

Gull og gildir sjóđir voru vafalaust lítils virđi fyrir efnahag eyjarskeggja, sem byggđu nćr allt á landbúnađi. Ef til vill hafa einstaka menn ţó lumađ á digurri sjóđum, eins og ţeim sem er greint frá í rituđum heimildum miđalda. Tilgangur fornleifafrćđinga er ekki ađeins ađ leita ađ ţeim, heldur ađ gefa sem gleggsta mynd af ţeirri ţjóđfélagsgerđ og efnahag sem ríkti, út frá ţekkingu sem viđ höfum í nútímanum.

Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.

Ljósmyndina efst hefur Ívar Brynjólfsson tekiđ


Ť Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband