Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2019

Algjörlega ófalsađ málverk frá Íslandi undir hamarinn hjá Bruun Rasmussen í dag

Ţúfnakot


Í dag verđur bođiđ upp málverk hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen. Sá hluti uppbođsins, ţar er seld eru málverk, hefst klukkan 16 ađ stađartíma í Kaupmannahöfn. Ţá er klukkan ţrjú og rok og rassgat í Reykjavík. Málverkiđ sem hér sést er númer 119 á uppbođsskrá.

Nú vill svo til ađ Bruun Rasmussen er međ algjörlega ósvikna vöru frá Íslandi. Engin brögđ eru í tafli og Ólafur forvörđur og sjálfcertifíserađur falsarabani ţarf líklega ekki ađ setja gćđastimpil sinn á málverkiđ.

Um er ađ rćđa olíumálverk á striga sem er 40  x  58 sm ađ stćrđ, sem sýnir kot í nágrenni Reykjavíkur áriđ 1847. Ţá var málarinn Carl Ludvig Petersen á ferđ á Íslandi međ öđrum og meiri meistara, Vilhelm Melbye. Carl Ludvig Petersen teiknađi fjölda skyssa og teikninga frá dvöl sinni. Ein teikninganna er varđveitt í Ţjóđminjasafni og hinar í Listasafni Íslands (sjá hér).

Ţúfnakot 3

Teikning sú sem Ţjóđminjasafn Íslands varđveitir fyrir íslensku ţjóđina, er af sama mótífinu (sama bć) og málverkiđ sem selt verđur síđar í dag. Málverkiđ hefur Carl Ludvig Petersen ađ öllum líkindum málađ viđ heimkomuna til Danmerkur, ţví hún er tímasett til 1848.

Ţúfnakot 2

Nćrmynd. Mér datt eitt andartak í hug, ađ málverkiđ sýndi kot á Seltjarnarnesi.

Ánćgjulegt vćri ef annađ hvort Ţjóđminjasafn Íslands eđa Listasafniđ hnepptu ţetta málverk, sem danska uppbođsfyrirtćkiđ metur á 40.000 hvítţvegnjar, danskar krónur. Ţađ verđ er ţó nokkuđ í hćrri kantinum ađ mínu mati miđađ viđ "gćđi" myndarinnar. En áksjónaríus Bruun Rasmussen hafa fyrir löngu fundiđ fyrir ţví ađ málverkafćđ Íslendinga á 19. öldunni hćkkar verđ og eykur áhugann á slíkir metravöru hjá nýríkum svindlurum frá Íslandi sem betrekkja stofur sínar međ menningu sem ţeir hafa ekkert vit á. Líklegast ţarf fyrirtćkiđ á ţví ađ halda, eftir ađ annađ hvert 20. aldarmálverk sem ţeir hafa undir höndum reynist falsađ samkvćmt Ólafi konservator.

Ég skođađi málverkiđ í dag ásamt góđum vini mínum, hinum 79 ára meistara Erik Bing Henriques. Viđ ákváđum ekki ađ bjóđa í myndina, til ađ gefa fátćkum söfnum á Íslandi tćkifćri til ađ ná í hana. Og hver vill annars nú orđiđ eiga nokkurt málverk frá Íslandi. Menn eiga á hćttu ađ allt ţađan sé stoliđ, logiđ, snuđađ eđa svikiđ.

O TEMPORA! O MORES!


Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs

IMG_2198 b

Kaupmannahafnarbúar elska hina skítugu og subbulegu höfuđborg sína sem algjörlega hćfileikalausir arkitektar nútímans vinna skipulega viđ eyđileggingu á.

Á fésbókinni Gamle Křbenhavn, ţar sem hćgt er ađ frćđast mikiđ um Kaupmannahöfn liđinna tíma, setti ég um daginn enn eina ljósmynd af borginni. Myndin er varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndin hefur vakiđ mikla hrifningu og hefur hafa nú 600 manns "lćkađ" myndina. Hún sýnir ráđhúsiđ í Kaupmannahöfn í byrjun síđustu aldar. 

Myndin af ráđhúsinu fćr menn sig til ađ dreyma um betri tíma, međ farsóttum, barnavinnu og án votts af velferđarţjóđfélagi.

IMG_2205c

Myndin er varđveitt á laterna magica skyggnumynd, sem tilheyrđi safni skordýrafrćđingsins Levi Walter Mengel (1864-1941), Bandaríkjamanns sem var međ í leiđangri Robert Edwin Pearys áriđ 1891. Mengel var einnig í leiđangri til ađ leita ađ Peary áriđ 1992. Mengel skaust nefnilega "ađeins heim" í millitíđinni.

220px-LeviWMengel

Levi Walter Mengel

Fyrir fáum árum fór safn eitt í Bandaríkjunum, sem Mengel byggđi upp, í algjöru menningarleysi ađ selja skyggnusafn Mengels á uppbođi. Safnstjóranum ţótti greinilega ekkert variđ í ljósmyndasafn Mengels og í Bandaríkjunum tíđkast ţađ ađ selja ömmur sínar eins og viđ vitum. Hrćđilega vont fólk (bad people).

Fornleifur náđi ţví miđur ađeins í nokkrar myndir frá Danmörku og Grćnlandi úr ţessu merka safni, myndir sem sumar eiga sér ekki hliđstćđur. Myndina efst tók Mengel ekki sjálfur. Hún var gefin út af fyrirtćkinu Underwood & Underwood í New York 1909 eđa -10.

Ţiđ getir séđ fleiri Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs međ ţví ađ fara á ţennan hlekk og klikka á hausmyndina af safnverđi Fornleifs međ pípuna. Líklega ţarf mađur ađ gerast félagi í Gamle Křbenhavn til ađ sjá myndirnar. Ţađ er víst frekar auđfengiđ, og nokkrir Íslendingar eru ţarna ţegar eins og gráir og svarthvítir kettir.


Eitt sinn var ek aurasál

Moneypeningur 1975
En ţađ var heldur leiđinlegt áhugamál. Ég held ađ ég hafi gert upp á viđ alla drauma um ađ verđa ríkur eins og Sir Jimbo Ratcliffe fursti í Ţistil- og Vopnafirđi. Ţađ var ţegar á 15. aldursári, enda var ég orđinn eins konar kommúnisti skömmu áđur. Ef ég hefđi látiđ mér nćgja ađ gerast krati, ćtti ég líklegast banka í dag. Engir hugsa eins kćrt um evrur eins og sannir kratar.

Ég gerđi mér ungur grein fyrir ţví ađ ég var af fátćku fólki kominn, og sá ekki í hyllingum fyrir mér framtíđ sem heildsali, líkt og fađir minn var. Hann setti ţó mat á borđiđ og verslunin borgađi fyrir húsakynnin ţar sem ég fékk ađ búa, ţangađ til alvara lífsins tók viđ. Ég er honum honum og vitaskuld móđur minni ţakklátur fyrir ţađ.

Áriđ 1975 fór ég ţó ađ leika mér međ stórfé. Ég ákvađ ađ hefja framleiđslu á mínum eigin seđlum. Ţađ blundađi međ mér einhvers konar Icesave-gúrú. Ég fór ekki hátt međ áform mín, enda var heimaframleiđsla á seđlum lögbrot á Íslandi í ţá daga, eins og ţađ er reyndar í dag - ţótt undarlegt megi virđast miđađ viđ ţróun siđleysis í íslensku ţjóđfélagi á síđari tímum.

Ég ćtlađi ađ gefa föđur mínum seđilinn, ţví hann hafđi óhemjulega gaman af peningum og seđlum, enda líka myntsafnari. Mig minnir ađ hann hafi sett seđilinn í skáp á skrifstofu sinni og aldrei gert honum hátt undir höfđi eftir ţađ.

Í haust skođađi ég hvađ lá innst í hornum gamals fataskáps í gamla herberginu mínu, sem ég formlega flutti úr um 1980. Ţar fann ég rúllu og út úr henni dró ég stórfé sem ég hafđi geymt til seinni nota.

Ţúsundkall í yfirstćrđ var ţađ sem ungir menn bjuggu til áriđ 1975, ţví hvorki áttu ţeir tölvur né gemsa. En ég átti ágćta smásjá sem ég skođađi iđamargt í. Ég lét mér ţó nćgja ađ skođa ţúsundkallinn og teikna hann fríhendis, ţegar ég hóf seđlaframleiđslu mína. Í dag teikna menn líklega platínukort eđa álíka ófögnuđ - eđa ekki neitt.

seđlasaga
Ef menn taka vel eftir, tók ég mér líka ţađ bessaleyfi ađ setja nafn mitt á verđbólguseđilinn, líkt og ég vćri seđlabankastjóri. Ég var reyndar alls endis ómenntađur, alveg eins og Davíđ Ólafsson (sjá hér) seđlabankastjóri sem setti sómakćrt nafn sitt undir gott gengi íslensku krónunnar um árabil. Viđ sáum hvernig fór fyrir henni.

Ég get ţó ekki neitađ ţví ađ ég hef enn gaman af peningum/seđlum, helst ţá er ég á ţá, en ţađ er orđiđ svo sjaldan, ađ ég er farin ađ halda ađ hćgt sé ađ lifa á loftinu einu saman - eđa reyndar konunni minni. Međan hún sćttir sig viđ ţađ, er ég hólpinn.


Skírteini lífsins

Barnamúsíkskólinn 1972 b

Seinni partinn í september var ég í algjörri kurteisisheimssókn á Íslandi, ţar sem ég fć enn ađ búa hjá aldrađri móđur minni.

Móđir mín var einn daginn međ óţarfa áhyggjur og vangaveltur út af einhverri endurgreiđslu sem Tryggingastofnun krafđist vegna skekkju stofnunarinnar í útreikningum á ellilífeyri. Ég ţekki ekkert á "kerfiđ" á Íslandi, enda mestmegnis utan allra kerfa, og hafđi ţví ekki vit til ađ hjálpa henni - en bađ hana ađ biđja systur mína um ađ skođa máliđ ţegar hún kćmi heim úr sínu sumarleyfi.

Ţegar viđ töluđum um ţessar áhyggjur sá ég glitta í gamalt skírteini mitt úr Barnamúsíkskólanum undir öllu pappíraflóđinu sem veldur nírćđri konunni svo miklu hugarangri. "Engu skal hent" virđist vera viđkvćđiđ hjá henni í dag andstćtt ţví sem áđur var, ţegar hún henti helst öllu gamla konan. Einhver nostalgía virtist nú vera komin í mömmu á efri árum og hún var farin ađ nota skírteiniđ mitt sem bókamerki. "Ţú mátt alveg taka ţađ", sagđi hún ţegar hún sá ađ ég  hafđi margar minningar tengdar plastinu.

Ég man nefnilega ţegar ég kom međ ávísun til ađ borga ársgjaldiđ. Stefán Edelstein skólastjóri var á "kennarastofunni" međ velyfirgreiddan skallann í tweedjakka međ bótum á olnbogum og í rúllukragapeysu. Hann gekk oft međ derhúfu međ dúski á ţeim tíma.

Ţetta var allt eins og ţađ hefđi gerst í gćr, en gerđist samt á efstu hćđinni í Iđnskólanum fyrir nćrri hálfri öld. Skrifstofan var lítil og full af reykingasvćlu. Stefán fór upp á upphćkkunina viđ gluggann, ţar sem skrifborđ hans var; settist viđ ritvélina og pikkađi inn nafn mitt, heimilisfang og símanúmer á miđa sem hann setti inn í plastiđ og fćrđi mér ţađ svo međ pípuna í munnvikinu um leiđ og hann sagđi: "Svakalegt nafn er ţetta sem ţú hefur, mađur". Ég svarađi bara "já" eđa jafnvel engu, enda hafđi ég heyrt hve strangur Stefán var. Annars kunni ég vel ađ svara í stíl viđ "Veit ek vel, Sveinki", en tók ekki sjens í Stebba.

Aldregi var ţetta Ausweis mitt notađ til neins og ţađ gulnađi bara í veski mínu til fjölda ára. Ţađ gaf hvorki afslátt í verslunum né fyrirgreiđslu á flugvöllum eins og platínukort Hannesar Hólmsteins. Mađur ţurfti ekki ađ sýna ţetta skírteini til ađ komast inn í skólann. En skírteini ţurfti mađur samt alltaf ađ hafa. Aginn lét ekki ađ sér hlćja. 

Nýlega fór ég međ skírteiniđ í heimssókn í Tónmenntaskóla Reykjavíkur  viđ Lindargötu, sem er arftaki Barnamúsíkskólans.  Ég var ađ reyna ađ hafa upp á kennsluefni í sambandi viđ hljóđfćrasmíđi barna í skólanum á sínum tíma (sjá hér), og sér í lagi vegna smíđa nemanda á langspilum. Ég lofađi skólastjóranum ađ skrifa henni sem fyrst, en geri ţađ loks í dag. Hún ćtlađi ađ spyrjast fyrir um námsefniđ fyrir langspilssmíđar. Ég sýndi henni skírteiniđ, sem var hćtt ađ nota er hún var í skólanum töluvert síđar en ég. Hún trúiđ vart sínum eigin augum.

Í gćr fór ég svo í skjalsafn Fornleifs gagngert til ađ finna afrit af prófskírteinum ađalritstjórans er hann var í Barnamúsíkskólanum og kemur ţá í ljós ađ ég lauk hvorki meiru né minna en "Burtfararprófi í tónfrćđi og hljóđfrćđaleik úr framhaldsdeild skólans". Ţuríđur Pálsdóttir og Stefán Eldjárn gáfu mér "ágćtt", sem varđ ekki betra, og svo fékk ég nćstbestu einkunn "gott" fyrri píanóleik minn og mátti víst vel viđ una, mađur sem níddist á Bach, Bartok, Beethoven, Brahms, Beatles, BB King, og Bí-bí og Blaka. Umsögnin  fyrir hljóđfćriđ 1971-1972 var ţví: Framfarir hćgar. Mćtti ćfa meira (sjá Ausweis HÉR). Ég tók ţegar miđ af ţví, enda ćtlađi ég mér ekki ađ verđa undirleikari fyrir eihverja kerlingu í gulum kjól og enn síđur píanókennari. Ég sá bćđi og heyrđi hve leiđinlegt ţađ var í Barnamúsíkskólanum.

Menntunin og burtfararprófiđ gaf mér hins vegar ákveđna innsýni í heim tónlistar. Ég hlusta mest, en skemmti stundum sjálfum mér međ einleik í höfđinu, tek af og til aríur í bađi eđa trommusóló á potta og pönnur ţegar ég syng ekki bakraddir međ Björk í útvarpinu. Ţađ er meira en nóg fyrir mig. Mađur ţarf ekkert skírteini upp á ţađ.


"Stradivaríusinn" minn er kominn heim

Utlaginn

Í október var ég í nokkra daga međ gömlum vinum í forláta íbúđ í Charlottenburg í Berlínarborg. Áđur en ţeir komu, hafđi ég setiđ á pólitísku skjalasafni Utanríkisráđuneytis Ţýskalands (Politisches Archiv des Auswärtiges Amts) og grúskađ fyrir grein sem ég ćtla ađ skrifa međ konu í París. Fyrir utan daga međ góđum mat, tónleikum og leikhúsferđ á Berliner Ensamble til ađ sjá hiđ djöfulgóđa verk Baal eftir Berthold Brecht, var hápunktur ferđarinnar fyrir mig ađ annar fornvinanna kom međ langspiliđ mitt góđa sem ég smíđađi ţegar ég var ungur (sjá hér).

Nýlega var smíđakennari á Ţingeyri, Jón Sigurđsson ađ nafni, sem smíđar langspil, búinn ađ smíđa verklega tösku fyrir mig undir hljóđfćriđ mitt, en kassinn var ekki tilbúinn ţegar ég var á Íslandi í lok september.

Einn vina minna, Kristján, gerđist vinsamlegast burđardýr fyrir langspiliđ. Ég hafđi vitaskuld miklar áhyggjur af međferđ hljóđfćrisins og kassans í flugvél frá Íslandi til Berlínar. En ekkert var ađ óttast um ţađ í höndum Kristjáns. Ţađ fékk svo sannarlega einnig Sondermeđferđ hjá flugfreyjunum Icelandairs. - Kristján ţurfti ekki annađ en ađ segja leyniorđiđ "LANGSPIL" og brosa á freyjurnar. Ţađ ţótti freyjunum mjög ćsandi og kassinn fékk ađ dvelja á Saga-Class alla leiđ til Tegel Lufthafen. Hvort ţađ var Kristján eđa langspiliđ, sem hafđi slík áhrif á freyjurnar, veit ég ekki, en ţađ verđur eiginlega ađ rannsaka ţađ vísindalega sem allra fyrst. En Icelandair og flugfreyjum félagsins fćri ég innilegustu ţakkir fyrir fyrirgreiđsluna viđ Kristján - eđa langspiliđ.

Saddir af Berlín fóru vinir mínir aftur í hámenningu Fósturjarđarinnar, en ég fór bara í rútu til Danmerkur. Ég er líklega dellukarl, ţví ég keypti sérsćti undir langspiliđ. Kassinn vakti athygli. Ţó ekki meira en ađ svartur hasshundur, sem sleppt var inn í rútuna eftir komuna til Danmerkur, hafđi ekki hinn minnsta áhuga á kassanum. Síđan hef ég í frístundum veriđ ađ dytta ađ hljóđfćri mínu, reyna mismunandi strengi og treina bogann sem ég keypti međ mikilli ró og innhverfri íhugun í versluninni Sangitamiya í Reykjavík í september.

Ţar fyrir utan hef ég horft á YouTube međ upptökum af mismunandi ágćtisfólki sem leikur á nýlega smíđuđ langspil (ţvílík áhugamál sem sumt fólk hefur!). Ég hef viđ ţađ fullvissađ mig um ađ rómađ hljóđiđ í hljóđfćri mínu var engin ímyndun kunnugra manna. Langspiliđ, sem á sínum tíma var dćmt af kanadískum sérfrćđingi sem hljómfegurstu gerđ langspila landsins - hvorki meira né minna. En langspil hljóma ugglaust eins mismunandi og ţau eru mörg.

20191011_115452

Íslenskir harđlínukommar viđ minnismerki um Rósu Luxemburg í október 2019.

Ekki hélt ég neina tónleika í Berlín í ţetta sinn, en sársé eiginlega eftir ţví ađ hafa ekki tekiđ Nallann á langspiliđ. Ég lokkađi félaga mína til ađ fara međ mér og setja rósir viđ ána Spree, ţar sem ţýskir óţokkar köstuđu litlum en ţéttvöxnum líkama Rósu Luxemburg í ána áriđ 1919. Ég er viss um ađ Rósa hefđi ekkert haft á móti ţví - ţ.e.a.s. ađ ég spilađi Nallann.

20191011_120139Kommarnir frá Íslandi minntust Rósu međ bleikum rósum. Menn mega leggja í ţađ hvađa merkingu sem ţeir vilja.

Eftir heimkomuna frá Berlín hef ég fariđ í smábreytingar á langspilskassanum. Ég setti á hann ađrar spennur en upphaflega voru, sem og hornspeldi úr messing; keypti ţar ađ auki gítarkassalás sem ég hef enn ekki skrúfađ á. Ég mun einnig setja lamir á hann ađ innanverđu. Ćtlunin var svo ađ setja sútuđ laxaskinn á kassann allan, en ţá frétti ég ađ sútarinn á Sauđárkróki hefđi iđađ í skinninu og vćri ţví miđur farinn á hausinn. Veit einhver, hvar nú er hćgt ađ fá ódýr, sútuđ laxarođ? Kann ekki einhver ađ blikka sútara fyrir mig - eđa er nóg ađ segja bara "Langspil"?

Nú, ćfingin skapar meistarann. Síđar leyfi ég ykkur kannski ađ heyra lag á Útlagann, sem ţangađ til hvílir í töskunni Rođleysu. En ég lofa engu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband